Pressan - 06.07.1989, Blaðsíða 4

Pressan - 06.07.1989, Blaðsíða 4
lifllræði af þrotabúskap Stundum þegar ég er í margmenni þar sem fólk er að skiptast á skoðunum og segja meiningu sína verð ég alveg einsog illa gerður hlutur. Það er vegna þess að allir hafa einhvern veginn svo miklu meira vit á hlutunum helduren ég og skoðanir eftir því. Sama hvað ber á góma, allir virðast hafa staðgóða þekkingu á öllu milli himins og jarðar sama hvort það er afstæðiskenning Einsteins, kynferði fjallagrasa, söguleg hagþróun, leikhúsvísindi, megrun, tækni- frjóvgun, sonnettukveðskapur, pólitík eða landbúnaður. Allir með allt á hreinu. Nema ég. Ég sit bara útí horni, einsog kúkur á priki og kópi líkast afglapanum í Hávamálum. Á engu hefur almenningur á íslandi eins mikið vit einsog á landbúnaðarmálum. Sama hvar maður kemur, allir með allt á hreinu um landbúnað, kosti hans og lesti, vandann og úrbæturnar. Maður fer bara með veggjum þegar land- búnað ber á góma. Grímur frændi konunnar minnar hefur meira vit á landbúnaðarmálum en nokkur annar sem ég þekki, enda er hann fastur áskrifandi að DV. Grímur er ákafur talsmaður þess að „skera bændur niður“, einsog hann kallar það, og þegar hann kemur í heimsókn, og ég er svo heppinn að vera heima, æpir hann að það sé hægt að spara fjórtán milljarða á ári með því að afleggja landbúnað og flytja bú- vörur inn. Þetta er vafalaust hárrétt hjá honum, að öðru leyti en því að hann gengur alltaf út frá því sem vísu að við landbúnað starfi aðeins 7.375 manns, en mér skilst að um 30.000 manns hafi atvinnu af landbúnaði. Auðvitað væri það stórgóður bísness að taka allt það fólk útaf launaskrá og spara þannig þrjátíu milljarða á ári. Grímursegirað það eigi að breytatúnum og bújörðum í golfvelli, því íslendingar séu alltof aftarlega á merinni í golfi og svo vanti líka útivistarsvæði fyrir fólk eftir erfiðan vinnudag. Og ekki má gleyma sauðkindinni, sem Grímur kallar „lúsina á landinu". Hún kvað vera mesti bölvaldurinn í íslensku efna- hagslífi valdandi umhverfisspjöllum og landauón gott ef ekki svartadauða, móðu- harðindum, stórubólu, landfarsóttum, harð- indum og náttúruhamförum.' Á þessum nótum ræðir Grímur frændi konunnar minnar landbúnaðarmál og er ekki sá eini. Allir með landbúnaðinn á tæru. Nema ég. Ekki svo að skilja að ég sé ekki stundum að velta landbúnaðarvandanum fyrir mér. Mikil ósköp. Það hálfa væri nóg. Það eru einkum hugmyndir vísra manna um aukabúgreinar sem lengi hafa átt hug minn allan. Ég man hvað ég var heillaður þegar mér barst í hendur Fréttabréf Stéttarsambands bænda og Hugmyndaskrá um „fjölþættari atvinnumöguleika í sveitum“. Þar var bændum boðið uppá stórkostlega valkosti í staðinn fyrir hefðbundinn búskap. Lagt var til... „að bændur felldu bústofn- inn og hæfu síðan ræktun á lífrænum áburði, sneru sér að taðreykingum og fram- leiðslu á hrosasbrestum, byðu ferðamönn- um uppá skíðaaðstöðu á sumrum og greiddu götur vélsleðamanna". Þá var bændum bent á þann kost að: ...„skera grassvörðinn ofanaf túnum sínum og hafa skemmtikvöld með þjóólegum veit- ingum, skemmtiatriðum og fróðleik fyrir er- lenda hópa og innrétta útihús, fjárhús og fjós til slíkra nota og dusta rykið af glímu, hráskinnaleik, þjóðdönsum, kveðskap, söng, langspili, harmonikkuspili o.fl.“. Þetta hafði semsagt Fréttabréf Stéttar- sambands bænda 1. tölublað 3. árgangs til málanna að leggja um vanda landbúnaðar- ins. Og vel að merkja, þetta var ekki skrítla, heldur bláköld alvara. Og ekki í fyrsta skipti sem góðir menn hafa lagt sig fram um að leiðbeina bændum og hvetja þá til að leggja áherslu á nýjar, vit- urlegar og arðbærar búgreinar einsog til- dæmis loðdýrarækt. Það væri ekki ónýtt að hafa svo viturlega ráðgjöf í fleiri greinum en landbúnaði. Og úr því ég er nú farinn að fjalla um land- búnað í fúlustu alvöru finnst mér ég verða að benda á þá aukabúgrein sem virðist einna arðbærust á Islandi um þessar mundir. Það er þrotabúskapur. Ekkert jafnast á við það að koma upp arð- bæru þrotabúi. Þó þrotabú séu að vísu þekkt í sveitum hafa bændur einhvernveginn ekki enn kom- ist uppá lag með að hagnast á þeim með sama hætti og við hérna I þéttbýlinu. Ég held að kominn sé tími til að Stéttar- sambandið fari aó leiðbeina bændum um það hvernig á að reka þrotabú eftir kúnstar- innar reglum og með hagnaði. Til fyrirmyndar má hafa umsvif virtustu framtaks- og athafnamanna íslensku þjóð- arinnar. Þar fara að sönnu menn sem ekki eru í því dægrin löng að steypa gæfu þjóðarinnar í glöfun, einsog bölvuð sauðkindin. Og það get ég sagt ykkur, góðir hálsar, að bústjórar á þrotabúunum í dag hafa marg- föld ráðherralaun. Arðvænlegasta búgreinin í dag er tví- mælalaust: ÞROTABÚSKAPUR. • Aflmikil 12 ventla vél. • Framdrif. • Rafmagnsrúður og læsingar og annar lúxusbúnaður • Vökvastýri og sjálfskipting m/overdrive Hagstætt verð og greiðslukjör • Allt að 7 sæti. MAZDA 626 STATION l mw pliss

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.