Pressan - 06.07.1989, Blaðsíða 18

Pressan - 06.07.1989, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 6. júlí 1989 1.500 MILUÓNIR KRÓNA RENNA í VASA KJÖRBÓKAREIGiNDA UM MÁNADAMÓTIN í FORMI VAXTA OG VERDBÓTA Rétt einu sinni hafa Kjörbókareigendur ríkulega ástæðu til að gleðjast. Nú um mánaðamótin leggst hvorki meira né minna en einn og hálfur milljarður króna í formi vaxta og verðbóta við innstæður Kjörbóka. En það er ekki allt talið enn: Standi innstæða á Kjörbók lengur en 16 mánuði reiknast aftunrírk hækkun á vexti, og síðan aftur eftir 24 mánuði. Samkvæmt nýjum lögum um verðtryggingu verða bankarnirnú að breyta ákvæðum skiptikjarareikninga að hluta. Það er gert á þann veg að verðtryggingar- viðmiðunin gildir fyrir þann hluta innstæðu sem stendur ' óhreyfður heilt samanburðartímabil. Næsta samanburðartímabil er frá 1. júlí til 31. desember. Kjörbók Landsbankans, kjörín leið til sparnaðar. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna l fjármálaráðherra yfir 100 tekjuhæstu ríkisstarfsmennina er heldur betur gloppóttur. Þar má að vísu finna launahæstu embættis- mennina sem þiggja eingöngu laun sín frá launadeild fjármálaráðu- neytisins skv. upplýsingum ríkisfé- hirðis en heiðursflokkurinn sjálfur gleymdist. Þar er fyrst og fremst um að ræða fógeta og sýslumenn yfir feitustu umdæmunum sem þiggja prósentur af innheimtu- og upp- boðsgerðum embættanna eða 1% af innkomunni. Lögunum um þetta var breytt fyrir nokkrum árum en fógetum gefinn aðlögunartími að breytingunni þegar prósentureglan verður lögð niður í lok næsta árs. Því eru í dag nokkrir fógetar sem hala inn nánast stjarnfræðilega há- ar upphæðir fyrir uppboð og inn- heimtur. Tekjuhæstur er Jón Skaftason, yfirborgarfógeti í Reykjavík, sem er sagður hafa um 3 milljónir kr. á mánuði í prósentu- tekjur en er jafnframt sagður deila upphæðinni út á meðal undir- manna sinna í fógetaembættum. í öðru sæti er Björn Hermannsson, tollstjóri í Reykjavík. í þriðja sæti er Elías I. Elíasson, bæjarfógeti á Akureyri, Jón Eysteinsson í Kefla- vík fylgir fast á eftir og í fimmta sæti kernur Ásgeir Pétursson, bæj- arfógeti í Kópavogi. Sigurður Giz/- urarson, bæjarfógeti á Akranesi,er í sjötta sæti en því næst koma sýslu- maður Húnvetninga, Jón ísberg, og fógetinn á Selfossi, Andrés Valdi- marsson. Sýslumaður og bæjarfóg- eti Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness og Kjósarsýslu er í dag Már Pétursson, en hann tók við af Einari Ingimundarsyni eftir lagabreytingu og nýtur því ekki pró- sentutekna af innheimtu. Ástæða þess að fógetarnir eru ekki á lista fjármálaráðherra er sú að þeir ann- ast sjálfir þessa launaöflun við inn- heimtur og rennur hún ekki í gegn- um ríkisféhirði. Laun þeirra allra eru verulega fyrir ofan tekjuhæstu embættismennina á lista ráðherra, sem höfðu allt upp í 3,5 milljónir kr. í árslaun á síðasta ári, en ekkert skipulagt eftirlit er með tekju- möguleikum uppboðshaldaranna sem munda hamarinn... a fyrrnefndan lista ráðherra vantar fleiri en fógetana. Þar er ekki að finna fyrrverandi hæsta- réttardómara sem í dag njóta þeirra kjara að halda fullum launum eftir starfslok ofan á full eftirlaun skv. lífeyriskerfi embættismanna. Eftir- launin nema rúmum 70% af heild- arlaunum og því eru nokkrir dóm- arar sem sest hafa í helgan stein á tæplega tvöföldum dómaralaunum við Hæstarétt íslands. Lagaákvæð- um um þessi réttindi hefur að vísu verið breytt þannig að eftirleiðis eiga hæstaréttardómarar ekki að eiga kost á þessum fríðindum... c ^^öngvarinn kunni Pálmi Gunn- arsson er meðal þeirra sem horfið hafa úr stórborginni nýlega. Pálmi og kona hans fluttu þó ekki af landi brott, heldur austur til Vopnafjarð- ar þar sem sólin hefur búið sér fast- an samastað yfir sumartímann. Þar munu þau hjónin ætla að sinna kennslustörfum og væntanlega tón- listinni líka... s........................ irtektarverðrar kvöldstundar í Casablanca á föstudagskvöldið. Er þetta hluti af tónleikaferð hóps sem heldur til Bandaríkjanna í næstu viku. Á Smekkleysukvöldinu koma m.a. fram hljómsveitirnar Bless, Bootlegs og Hain. Og rithöfundur- inn Jón Gnarr. Bless hljóðrituðu nýlega nokkur lög fyrir Smekkleysu á safnplötu sem fyrirhugað er að komi út á Bretlandi í haust. Þá eru Ham að leggja síðustu hönd á plötu sem fyrirhugað er að konti út hjá One Little Indian í haust og heldur sveitin þá væntanlega í hljómleika- ferð með Sykurmolunum um Evr- ópu. Það eru því öll merki á lofti um að fleiri framsæknar rokksveit- ir séu að fylgja í fótspor Sykurmol- anna... | — að þykja miklir möguleikar gefast í tónleikaferðinni sem Smekkleysuhópurinn heldur í næstu viku í til Bandaríkjanna. Hún verður haldin í tengslum við eina af helstu ráðstefnum tónlistar- iðnaðarins í dag, New Music Sem- inar, sem haldin verður í New York. Áætlað er að um 10 þúsund manns sæki þessa ráðstefnu og um 250 hljómsveitir og listamenn standa fyrir uppákomum í helstu klúbbum New York-borgar. íslensku sveitirn- ar munu spila fjórum sinnum á þessari tónlistarhátíð. Ekki er hægt að segja annað en draumurinn um að skapa alþjóðlegan vettvang fyrir tónlistarstefnur samtímans hafi ræst þarna og Smekkleysa hafi komið íslendingum inn á kortið... H^tiklar hræringar eiga sér stað í mathúsamenningu Iandsins. Meðal annars hafa veitingahús að asískri fyrirmynd sprottið upp við mjög góðar undirtektir. Á næstu dögum bætist eitt slíkt við undir nafninu „Mongolian Barbeque“. Það verður staðsett við Grensásveg, þar sem áður voru Úlfar og Ijón. Sennilega er Ghengis Khan það eina sem flestir Frónbúar vita urn Mongolíu, fyrir utan að landið er klemmt inn á milli tveggja stór- velda. Aðstandandi nýja matstað- arins er Sigvaldi Viggósson, sem víða hefur komið við í bransanum. Má nefna að hann er bróðir Þor- steins Viggóssonar, sem um árabil rak vinsæla skemmtistaði í Kaup- mannahöfn, Pussycat og Bona- parte. Fyrirkomulagið verður ein- falt: Neytandinn hefur úr að moða sértilreidda kjötrétti af ýmsum tegundum og getur innbyrt þá eins og í magann kemst fyrir 1.280 krón- ur... m# mr erslunarmannahelgin nálg- ast og einhverjir orðnir úrkula von- ar um að blásið verði í lúðra og boð- að til dansleiks á meginlandinu. Eyjabúar hafa sína hefðbundnu þjóðhátíð um verslunarmannahelg- ina en öðrum þykir súrt í broti að komast ekki á ærlegt ball uppi á landi. Nú geta menn tekið gleði sína að nýju því eftir því sem við heyrum á að slá upp heljarmikilli rokkhátíð í Húnaveri um verslunarmanna- helgina. Langt er liðið frá því síð- asta útihátíðin var haldin þar en fyrir nokkrum árum var Húnaver einn eftirsóttasti staður landsins fyrir hátíðahöld af þessu tagi. Spil- aði þar allt inn í, skógi vaxið land og gróin engi og þar fyrir utan er Húnaver talið á einum veðursæl- asta bletti á íslandi. Meðal þeirra sem við heyrum að eigi að leika fyr- ir dansi í Húnaveri um þessa gleði- helgi eru Langi Seli og Skuggarnir, Síðan skein sól, Stuðmenn og fjöldi annarra góðra músíkanta...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.