Pressan - 06.07.1989, Blaðsíða 11

Pressan - 06.07.1989, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 6. júlí 1989 11 ávallt skáti: undir skýjakljúf um sjúkrabíla i New York. „Það er ekki hægt að segja að lögreglan í New York lari mjúkum höndum um menn,“ segir Björn. „Við vorum t.d. þrisvar kvaddir út að hóteli sem ég geri ráð fyrir að margir íslenskir námsmenn gisti á þegar þeir koma til borgarinnar, YMCA á 63ja stræti, vestan við Central Park. Einn sem við þurftum að sinna þarna á hótelinu var greinilega í ein- hvers konar vímu og sýndi nokkurn mótþróa. Þá hentu lögreglumenn- irnir honum bara öfugum niður stigann. Lögrelan er almennt mjög stressuð þarna. Aftur á móti er sjaldgæft að lögreglumenn séu skotnir til bana þótt það komi fyrir. Til dæmis var einn lögreglumaður myrtur á þeim tíma sem ég var í borginni." í ýmsum hvefum New York-borg- ar geisar stanslaus barátta upp á líf og dauða út af fíkniefnum. Björn og félagar þurftu nokkrum sinnum að sækja fórnarlömb þessa stríðs þar sem þau lágu í valnum. „Einn hafði verið skotinn þrisvar í kviðinn og hafði mikið blætt. Hann var nær dauða en lífi og efast ég um að hann hafi haft það. Þeir eru þarna komn- ir með vélbyssur sem skjóta 75 skot- um á sekúndu. Og þegar þeir hafa sent nokkrar hleðslur í kviðinn á mönnum er orðið lítið eftir af þeim nema tætlur.“ Óhugnaðurséður úr sjúkrobíl Tölur sýna að um 60 til 70 prósent útigangsfólks í New York eru srhit- uð af eyðni, flest eiturlyfjasjúkling- ar í ofanálag. Björn segir að starfs- menn sjúkrahúsa snerti aldrei grun- samlega sjúklinga berum höndum heldur séu jafnan með gúmmí- hanska sem þeir skipta um reglu- lega. „En ég held að starfsfólkið geri sér grein fyrir því að þeir sem eru að meðhöndla eyðnisjúklinga geti ekki smitast. Og þegar búið var að benda manni á dálítinn hóp heimilislausra eyðnisjúklinga var maður farinn að læra inn á hvernig maður ætti að þekkja þá úr. Þeir eru umfram allt mjóslegnir og mjög veiklulegir. Þeir virka yfirleitt ekki mjög örvæntingarfullir heldur ein- hvern veginn sinnulausir." Björn heldur ekki að skömm en snörp kynni af högum alls konar fólks í New York breyti lífsviðhorf- um sínum mikið. Til þess er honum sá heimur sem hann horfði á úr sjúkrabíl í hálfan mánuð of fjar- lægur. „Samt er óhugnanlegt að hafa séð með eigin augum volæðið sem margt fólk í verstu borgarhlut- unum býr við, einkum á meðal spænskumælandi fólks og blökku- manna. Þar búa kannski fimm eða sex manns í einhverri smákytru sem er ekki meira en tíu eða tólf fermetr- ar. Það var t.d. kallað á okkur út af svertingjastelpu, sem var 18 ára og átti fimm ára dóttur fyrir. Hún sagðist bara vera komin sex mánuði á leið en væri samt með svo mikla verki að hún yrði að fara á sjúkra- hús. í sjúkrabílnum fékk hún svo hins vegar hríðir og fæddi barn fimm mínútum eftir að við komum á sjúkrahúsið. Þá kom í ljós að hún var búin að ganga með í níu mánuði en hafði ekki haft efni á því að fara í skoðun og þess vegna ekki þorað að skýra frá því hvernig var í pott- inn búið. Svona atvik koma meira við mann en að hirða upp hræ ein- hvers sem hefur hent sér niður af háhýsi,“ segir Björn Ólafsson, ný- kominn af sjúkravakt i borg þar sem líf hvers manns er ekki metið til ýkjamargra fiska. Það fer ekki milli mála hvað þú kaupir Þú getur fengið allt kjötið í sneiðum eða lærið í heilu lagi, tilbúið á grillið, pönnuna, í ofninn eða pottinn. Kjötið er sérstaklega snyrt og sneitt. SAMSTARFSHÓPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS Það er ekki skrýtið þótt besta lambakjötið hafi selst upp í sumum verslunum þegar saman fara gæði og lágt verð. Þótt kjöt berist daglega í verslanir, nægir það ekki enn sem komið er. En við ráðum bót á því. Snyrt og sneitt um allt land Unnið er af fullum krafti við snyrtingu og pökkun um allt land. Eftir 10-15 daga verður enginn hörgull á völdu í verslunum. Við minnum á að kjöt í flokkum þungra dilka er ekki lengur með í rilboðinu. Aukafita og einstakir hlutar skrokksins sem nýtast þér illa - eins og huppurinn, klof- fitan, bringubitinn og banakringlan - eru fjarlægðir. Banakringla Bringubiti Einstakir hlutar, sem nýtast þér illa, eru fjarlcegðir. Kjötið er selt í glærum pokum sem auðvelda þér að kanna innihaldið og velja það í samræmi við smekk. 6 kg á aðeins 2.190 k;r. Verðið á „lambakjöti á lágmarksverði" er samræmt þannig að sama verð gildir í öllum verslunum. Verð á lambakjöti í 1. flokki er aðeins 365 kr/kg og í úrvalsflokki 383 kr/kg. Það er gott að bera glóðarsósu (barbeque) á gritlsneiðamar rétt áður en þœr eru fullsteiktar. Þú færö örugglega lambakjöt á lágmarksveröi næstu daga

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.