Pressan - 06.07.1989, Blaðsíða 23

Pressan - 06.07.1989, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 6. júlí 1989 23 í BEINNI ÚTSENDINGU BEINNI ÚTSENDINGU. SLÍKT BÖNORÐ FELUR I SÉR AÐ HRINGARNIR FÁST AÐ GJÖF OG PAR- INU ER BOÐIÐ I KVÖLDVERÐ OG KAMPAVÍN Á VEITINGAHÚSI. EFTIR: ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR — MYNDIR: EINAR ÓLASON engin alvara í því. Ég vissi að þessi trúlofunarútsending færi fram ein- hvern tíma milli eitt og tvö eftir há- degi á föstudögum. Þetta virtist alveg vonlaust, það var alltaf á tali, en svo ákvað ég að reyna einu sinni enn. Og náði!“ Hún man nákvæmlega hvernig hún orðaði bónorðið: „Elsku Oli- ver, viltu giftast mér — eða eiga mig?“ Oliver Edvardson bílstjóri var staddur í bifreið sinni á rauðu ljósi við Staldrið í Breiðholti þegar hann heyrði bónorðið koma á öld- um ljósvakans. Það var ekki að sök- um að spyrja; hann gaf í botn og ók suður í Kópavog á vinnustað systur sinnar þar sem hann fékk að hringja á Bylgjuna. „Ég hljóp niður í sjoppu og bað afgreiðslufólkið að stilla á Bylgjuna og hafa útvarps- tækið hátt stillt!“ segir Heiðdís. „Og þar stóð ég og beið eftir svar- inu, sem varð að koma innan tíu mínútna. Hann náði...!“ Bónorðið tekið upp ó segulband Þau ákváðu að bíða með að setja upp hringana fram að 22 ára af- mælisdegi Heiðdísar, 28. desember. Þá þáðu þau boð um að borða á Hard Rock Café og settu þar upp hringana sem Jóhannes Leifsson gullsmiður gaf þeim. „Ég var í rauninni mjög hissa á sjálfri mér að hafa hringt," segir hún. „Fjöl- skyldu minni og vinum fannst þetta öllum sniðugt en flestir spurðu hvernig ég hefði þorað þetta. Við fengum eina mjög skemmtilega gjöf á trúlofunardaginn. Það var segulbandsspóla með bónorðinu á! Ástæðan var sú að vinafólk systur Olivers var að reyna að ná inn á Bylgjuna og ætlaði að taka það bónorð upp. En ég varð fyrri til, svo það var mitt bónorð sem lenti inni á spólunni — og hana fengum við að gjöf. Þetta var allt alveg meiri- háttar upplifun." Sonurinn lasinn og síminn við hliðina á Agnes Helga Bjarnadóttir var aldrei slíku vant heima hjá sér á föstudaginn var þegar trúlofunar- stundin rann upp á Bylgjunni. Son- ur hennar og Róberts Lee Tómassonar, Tómas Lee, var lasinn og þurfti að hafa mömmu sína hjá sér. Agnes starfar annars í bygg- ingarvinnu og vinnur þessa dagana við byggingu útsýnishússins í Öskjuhlíð en Róbert er hjúkrunar- fræðingur á slysadeild Borgar- spítalans. Agnes hafði reyndar áður reynt að ná sambandi við Bylgjuna til að biðja Róberts „en þá guggnaði ég. Ég varð svo feimin þegar það var svarað að ég lagði á“! Þetta var á föstudegi viku fyrr og Agnes segir að það hafi verið að hrökkva eða stökkva í þetta skiptið: „Mér var búið að detta í hug fyrir löngu að biðja Róberts á þennan hátt, en ein- hvern veginn hafði ég aldrei látið verða af því. Svona bónorð er ólíkt öllum öðrum og maður gleymir þessari stund aldrei." Þau Róbert og Agnes hafa þekkst í fjögur ár og búið saman mestallan tímann. Son- urinn Tómas Lee er tveggja ára og átti sinn þátt í því að mamma hans hringdi einmitt þennan dag. Lét hann nú vita af bónorðinu til öryggis! Það var stillt á Bylgjuna á slysa- deildinni og Róbert heyrði því bón- orðið í beinni útsendingu: „Honum brá, en var fljótur í símann!“ segir Agnes. „Áður en hann náði að hringja á Bylgjuna var ég þó búin að hringja í hann, því ég ætlaði nú ekki að láta hann sleppa, ef ske kynni að hann hefði ekki heyrt bón- orðið! Á Bylgjunni var ég fyrst Iátin kynna mig og segja deili á honum líka en bónorðið sjálft var svona: „Elsku Bobby minn, viltu giftast mér því ég elska þig.“ Svo rifjaði ég upp hvernig við hefðum kynnst. Ég var alveg að deyja úr feimni og hef aldrei verið eins stressuð! Og mikið voru auglýsingarnar margar á Bylgjunni þennan dag! Ég beið og beið við útvarpstækið eftir að Ró- bert hringdi og svaraði bónorðinu og mér fannst auglýsingarnar aldrei ætla að taka enda.“ Flestir vinir Róberts heyrðu bónorðið og síminn á heimili þeirra stoppaði ekki þann daginn: „Það var mjög skemmtilegt að fá svona margar hamingjuóskir sama daginn!“ segir Agnes. Ekki segist hún hafa verið búin að ímynda sér þegar hún var yngri hvort hún ætti eftir að biðja sér eig- inmanns: „Reyndar ætlaði ég aldrei að gifta mig. Mér fannst það hljóta að vera það leiðinlegasta sem til væri að verða húsmóðir, eiga karl og barn! En svo breyttist hugarfarið þegar ég kynntist Bobby.“ Þau völdu hringana hjá Jens Guðjóns- syni á mánudaginn en ætla ekki að setja þá upp fyrr en á föstudags- kvöldið þegar þau þiggja boð Café Óperu um að snæða þar kvöldverð. 3. Oliver Edvardson var á rauöu Ijósi á Breiðholtsbrautinni þegar hann heyrði i vinkonu sinni, Heið- disi Hermannsdóttur, á Bylgjunni. „Eisku Oliver, viltu giftast mér?“ 4. Hartmann Guðmundsson og Erla Bolladóttir höfðu þekkst i eitt og hálft ár þegar hann baö hennar í beinni útsendingu. Þau giftu sig skömmu síðar og eiga von á fyrsta barninu i næsta mánuði.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.