Pressan - 06.07.1989, Blaðsíða 28

Pressan - 06.07.1989, Blaðsíða 28
 PRESSU MOLAR rak arkitektastofu með einum dóm- nefndarmanna, Þorvaldi S. Þor- valdssyni, forstöðumanni borgar- skipulags. í hópi þeirra sem töldu verðlaunaveitingu þessa bera vott um siðleysi vegna náinna tengsla verðlaunahafans og dómnefndar- mannsins var Guörún Jónsdóttir arkitekt. Guðrún situr lika stund- urn í dómnefndum, t.d. vegna sam- keppni um skipulag á Fífuhvamms- landi sem fram fór nýlega. Önnur verðlaun í þeirri samkeppni hlaut Knútur Jeppesen arkitekt. Hann er fyrrverandi eiginmaður Guðrúnar Jónsdóttur en engu að síður vinna þau saman að ýmsum verkefnum, þ.á m. úrvinnslu á skipulagi í Mos- fellsbæ. Þá hefur starfsfólk af arki- tektastofu Guðrúnar verið lánað yfir á stofu Knúts, nú síðast vegna 1 samkeppninnar um Fífuhvamms- landið. Svona endurtekur sagan sig... d_.. verið til umfjöllunar undanfarið og hefur kastljósið ekki síst beinst að Hæstarétti. Efst á dagskrá hefur að sjálfsögðu verið áfengiskaupamál Magnúsar Thoroddsen. Um leið hafa margir horft agndofa á mál Þóris Stephensen gegn blaðamanni Tímans, Halli Magnússyni. Og loks er að nefna kæru Oddnýjar Gunn- arsdóttur leigubílstjóra gegn Sverri Einarssyni sakadómara. Nú þegar Hæstiréttur íhugar hvort hann er hæfur til að taka við áfrýjunarmáli Magnúsar velta menn fyrir sér hvort hugsanleg tengsl milli þessara mála endurspegli ekki hættur þær sem felast i fámennistengslunum hér á landi. Frímúrarinn Hallvarð- ur Einvarðsson ríkissaksóknari fékk yfirlögfræðing embættisins, Egil R. Stephensen, til að kanna ákærugrundvöllinn í máli Sverris. Málið var látið niður falla. í kjöl- farið fylgdi harður dómur Sverris yfir Halli í máli frímúrarans Þóris Stephensen. Margir hafa lagt sam- an tvo og tvo, en hér verður ekkert fullyrt. En óneitanlega liggja leiðir ákveðinna ætta og leynireglu- manna víða saman.. d ^g^estalisti lyrir kvöldverðar- boðið glæsilega til heiðurs kon- ungslijónum Spánar í gærkvöldi er athyglisverð lesning og vísast ekki áhlaupaverk fyrir þá sem hann sömdu að ákveða hverjum skyldi boðið og hverjum ekki, frekar en endranær þegar stórhöfðingjar eiga leið hjá. Eðlilega mátti sjá þar háttsetta embættismenn, ráðherra, formenn þingflokka og fjölmarga sem tengjast Spáni með ýmsum hætti. Þá var frömuðum ferðamála og viðskipta boðið til veislunnar. Það sem hins vegar stingur í augu er Iisti yfir fjölmiðlamenn og vekur það auðvitað spurningar um til- ganginn með því að bjóða fulltrú- um hinnar frjálsu pressu. Þar er Jón Óttar Stöðvarstjóri boðinn, titlaður sem forstjóri Stöðvar 2 og flokkaður með „ýmsum embættis- mönnum“ á listanum. Þá hefur þótt hæfa að velja úr nokkra fjöl- miðla sérstaklega og bjóða frétta- stjórum og ritstjórum þeirra. Þar virðist handahófsreglan hafa ráðið ferðinni; Indriði G. á Tímanum er t.a.m. á gestalista en ritstjórar Morgunblaðsins ekki, Bogi Ágústs- son á ríkissjónvarpinu er þar en ekki ritstjórar DV, Þorgeir Ást- valdsson er titlaður útvarpsstjóri og mætti til boðsins en ritstjóra Al- þýðublaðsins var þar ekki að finna. Kára Jónasson á Ríkisútvarpinu og Árna Bergmann á Þjóðviljanum mátti sjá í boðinu en ekki ritstjóra Dags á Akureyri, né heldur útvarps- stjóra FM. Ljósmyndari PRESS- UNNAR brá sér þangað í upphafi veislu til að festa hina útvöldu á filmu eins og sjá má á bls. 24 í blað- inu í dag.. M ■ V ■enn í ferðamannaiðnaði hér á landi eru furðu lostnir yfir uppsögn þeirra Magnúsar Odds- sonar og Halldórs Sigurðssonar frá Arnarflugi. Almennt er talið að þessir tveir menn búi yfir gífurlegri reynslu á sviði markaðsmála, sem erfitt verði fyrir félagið að vera án. Þykja þessar aðgerðir minna á upp- sagnir innan Flugleiða fyrir u.þ.b. áratug, þegar fjöldi þrautreyndra starfsmanna var látinn „fjúka“ í tíð Sigurðar Helgasonar hins eldri... élagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, situr um þessar mundir ráðstefnu evrópskra jafn- réttisráðherra í Vínarborg. í ráð- stefnulok verður samþykkt álykt- un, sem ráðherrarnir hafa síðan með sér í farteskinu, hver til síns heimalands. í drögum að þessari ályktun munu ríkisstjórnir Evrópu- landa vera hvattar til að grípa til tímabundinnar jákvæðrar mis- mununar til að auka hlut kvenna á ýmsum sviðum og stuðla að jafn- rétti. Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvort ákvæði þetta stendur óbreytt í endanlegri ályktun ráðstefnunnar og hvernig íslenski félagsmálaráðherrann framfylgir því.. |> ann 16. júlí verður mikið um úti í Viðey. Þar verða saman komnir aðstandendur Snæfellsáss 1989, sem standa að árlegum mannræktarsamkundum undir Snæfellsjökli, og aðrir áhugamenn um dulræn málefni, óhefðbundnar læknisaðferðir og fleira i þeim dúr. í Viðey stendur til að efna til eld- göngu, hvorki meira né minna, og við höfum fregnað að þekktur stjórninálamaður verði að öllum líkindum fyrstur til að ganga yfir bálið.. c ^■tærsta fyrirtæki landsins, Samband islenskra samvinnule- laga, er víðar að spá í framkvæmdir en i hinu gamla húsnæði Kirkju- sands. SÍS vill nú stækka og hækka úr steinsteypu hús sitt við Snorra- braut, þar sem nú eru Herraríki, fataverksmiðjan Gefjun og svo áfengisverslun. SÍS vill bæta ofan á og til hliðar samtals tæplega 1.500 fermetrum. í byggingarnefnd Reykjavíkur var málinu nýverið frestað, en nefndarmönnum þótti gangur í gamla húsið of mjór og vildu salerni í viðbótina sem betur hæfði þörfum fatlaðra. Að auki lét Magnús Skúlason bóka að breyting á útliti hússins væri illa unnin og vildi að viðbótin væri meira í stíl við hið upprunalega útlit... a sínum tima varð mikið fjaðrafok í kringum samkeppni arkitekta um nýbyggingu fyrir starfsemi Alþingis. M.a. var gagn- rýnt að Manfreö Vilhjálmsson arkitekt, sem hlaut önnur verðlaun í samkeppninni fyrir tillögu sína, Lífeyrlssjóðir ern samtrygging! Samtrygging felst meðal annars í því að þeir sem njóta örorku-, maka-eða barnalífeyris fá almennt langtum hærri lífeyri en sem nemur greiddum iðgjöldum til viðkomandi lífeyrissjóðs. Sumir halda hins vegar að lífeyrissjóðir séu eins konar bankabók, þ.e. iðgjöldin fari inn á sérreikning hvers og eins sjóðfélaga og greiða skuli lífeyri eins lengi og innistæðan endist - en ekki lengur! Um 1700 sjóðfélagar með um 400 börn njóta örorku-og barna- lífeyris hjá SAL-sjóðunum. Hætt er við að örorku- og barnalífeyrir yrði rýr ef eingöngu ætti að miða við greidd iðgjöld bótaþeganna. Lífeyrissjóðir eru ekki bara bankabók. Peir eru langtum meira! Lífeyrissjóðir eru samtrygging sjóðfélaga! Mundu það! SAMBAND ALMENNRA IÍFIYRISSJÓDA - Samræmd lífeyrisheild -

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.