Pressan - 06.07.1989, Blaðsíða 13

Pressan - 06.07.1989, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 6. júlí 1989 13 ÞAÐ SEM LANDINN HEFUR EKKII FUMTINGUM Hann Sigmund Jóhannsson er drátthagur Vest- manneyingur og skopmyndateiknari á Morgun- blaðinu til 25 ára og par áður skreytir forsiðna á Fálkanum, öndvegistimariti sem ég man reyndar eklci eftir nema óljost ef þá nokkuð. Sigmund hefur á samanlögðum ferli sinum aðeins einu sinni orðið ffyrir þvi ad höfðað væri gegn honum mál. Reyndar var ekki farið i mál við hann sjálfan heldur vinnu- veitendur hans, ritstjóra Moggans, sem voru dregnir til ábyrgðar fyrir að lileypa honum yfir strikið, einsogþaðerkallað. Alltumþað, Sigmund taldist ber að þvi að hafa sneitt meo ósmefcklegu spéi að persónu sem flestum var hollt að hafa ekki of mikið i flimtingum. Já, er það ekki dæmigert að persónan sem fannst að sér vegið var ekki Islend- ingur heldur útlendingur, meira að segja Þjóð- verji? Þetta var enginn annar en Karl Schutz, upp- jararannsóknarlögreglumaður, sem á frækilegri átt en nokkur Derrick leysti Geirfinns- eða hvað það nú hét þetta mál sem bogglaðist óskaplega fyr- ir þjóðinni árum saman... Karl Schutz var aldrei i SS. Ekki einu sinni i Flokknum. Guð má vita hvar hann ól aldur sinn á þeim ógnartimum i sögu þýsku þjóðarinnar sem kenndir eru við Hitler! Enda stendur mér hjartanlega á sama um það; „brún fortið## Karls Schutz heídur ekki fyrir mér vöku. En siðalærdómurinn sem ég dreg af söqukorninu er þessi: Svona myndi Islendingur aldrei láta. GREIN: ÞÓRHALLUR EYÞÓRSSON MYNDIR:EINAR ÓL. O.FL. Þú nœrð til Ahureyrar innan 10 sehúndna Fáar aðrar samgönguleiðir slá símanum við í hraða ogpœgindum. Þú ert um 1 klst. að fljúga á milli Reykjavíkur og Akureyrar (í meðvindi). Þú ert 5 klst. að aka sömu leið (á löglegum hraða) og a.m.k. heilan dag að sigla (í sléttum sjó). Fyrir utan þetta er síminn ódýr leið og þú verður ekki flugveikur, bílveikur eða sjóveikur af því að tala í símann. Auk þess er ódýrara að hringja eftir kl. 18 á daginn og enn ódýrara eftir kl. 23 og um helgar. Langlínutaxtarnir eru tveir. Dcemi um styttri langlínutaxta er Reykjavík - Keflavík og dœmi um lengri taxta er Reykjavík - Akureyri*. Reykjavík - Keflavík Lengd símtals 3 mín. 10 mín. 30 mín. Dagtaxti kr. 18,00 kr. 53,00 kr. 153,00 Kvöldtaxti kr. 13,00 kr. 36,33 kr. 103,00 Nætur- oghelgartaxti kr. 10,50 kr.28,00 kr. 78,00 • Breytist samkveemt gjaldskrá Reykjavík - Akureyri Lengd símtals 3 mín. 10 mtn. 30 mín. Dagtaxti kr. 25,50 kr. 78,00 kr. 228,00 Kvöldtaxti kr. 18,00 kr. 53,00 kr. 153,00 Nætur- og helgartaxti kr. 14,25 kr. 40,50 kr. 115,50 PÓSTUR OG SÍMI Við spörum þér sporin

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.