Pressan - 06.07.1989, Blaðsíða 10

Pressan - 06.07.1989, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 6. júlí 1989 Eitt sinn skáti, ia<« iSjalli Norður-Ameríku ni «j óýp&ia likamsleifar Björn Ölafsson, 22ja ára meðlimur í stjórn Hjálparsveita skáta í Reykjavík, sem dagsdaglega vinnur við tölvuvinnslu, hef- ur mikinn ahuga á skvndihjálp og fjalla- klifri. í maímánuði tóícst honum að sam- eina þessi tvö áhugamál sín með dálítið sérstökum hætti; vettvangurinn var meg- inland Norður-Ameríku. Björn fór fyrst til Alaska að klífa hæsta fjall álfunnar, McKinleyf jall, sem er meira en 2.600 metr- ar á hæð. Þeir lögðu upp í ferðina tveir saman, en félaga Björns, Kristin Einars- son, kól á leiðinni þannig að hann komst ekki á ákvörðunarstað. Björn hélt hins vegar áfram einn síns liðs og náði upp á hæsta tindinn í maílok. GREIN: ÞÓRHALLUR EYÞÓRSSON — MYNDIR: EINAR ÓLASON Þegar hann kom aftur niður af háfjallatindinum dembdi hann sér beint ofan í það kraumandi víti sem heitir New York. Ekki til að slappa af og njóta hvíldarinnar sem hann hefði þó átt að vera búinn að vinna ærlega til. Heldur til að vera í hálf- an mánuð á sjúkrabílavakt við harðneskjuleg skilyrði á Manhatt- aneyju. í útköllum með sjúkrabiln- um kynntist Björn skuggalegri og átakanlegri hliðum á lífinu í New York en nokkur ferðamaður gæti gert — jafnvel þótt hann reyndi. Og þó er svo sem enginn vandi að verða vitni að einu og öðru í á þessum slóðum. En hvaða erindi á íslenskur hjálp- arsveitarmaður á sjúkravakt í New York? „Þetta er Iiður í þjálfun í björgunarstarfi á vegum Lands- sambands hjálparsveita skáta,“ segir Björn og bætir við að enda þótt aðstæður þar og hér séu eins ólíkar og hægt sé að hugsa sér þá sé niikill kostur við New York að þar sé hægt að öðlast ótrúlega mikla og fjölbreytta reynslu á margfalt skemmri tima en hér. „Hjálpar- sveitarmenn vantar þjálfun í þvi að sinna slösuðu fólki og sjá um þá sem látast af völdum slysa og þetta starf er í rauninni sama eðlis hvort sem um er að ræða stræti New York-borgar eða ísland. Fer eftir byssukúlunum Það er alltaf verið að bæta og auka þjálfun björgunarmanna. Landssamband hjálparsveita rekur björgunarskóla auk þess sem það tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi. Á ráðstefnu í Bandaríkjunum kynnt- ust menn héðan yfirmanni sjúkra- bílakerfisins í New York. Fyrir milligöngu hans varð úr að ég fór út, fyrstur hjálparsveitarmanna. Það var sett sem skilyrði af hjálpar- sveitinni að menn hefðu hlotið framhaldsþjálfun í skyndihjálp og það hafði ég gert. Ég vissi samt ekki mikið á hverju ég átti von og má því segja að ég hafi rennt blint í sjóinn. Ég var þarna á einkasjúkrahúsi sem er með nokkra sjúkrabíla; þetta eru í rauninni tvö sjúkrahús sem eru rekin sem ein heild, St. Luke’s og Roosevelt’s.“ Björn segir að á sjúkrabílunum séu venjulega tveir sjúkraliðar. „En ég bættist við sem þriðji maður. Það var erfðast að venjast því til að byrja með að sitja aftur í sjúkra- bílnum — „í kassanum”. Þetta er lokaður kassi og litlir gluggar á og ekkert hægt að sjá út. í hitunum sem voru þarna í júní var þetta al- veg eins og bakarofn. Það fer eftir því hversu mikla þjálfun þeir hafa fengið, þessir ná- ungar sem eru á bílunum, hvaða verkefni þeir taka. Fyrst var ég með mönnum sem hafa fengið svokall-' aða „Paramedics“þjálfun. Þeir sinna ýmsum alvarlegri tilvikum. Öfugt við það sem gerist hér á landi fara engir læknar í útköll með sjúkrabílunum. Þannig urðurn við að veita fyrstu hjálp mönnum sem höfðu slasast alvarlega, t.d. hlotið skotsár, eða fengið hjartaáfall. Einn fyrstu daganna sem ég var þarna vorum við kallaðir á vettvang þar sem hafði verið framið banka- rán. Þetta var á Broadway, í útibúi First Nationwide Bank. Það var einhver sem kom og miðaði byssu á gjaldkeiann og krafðist pening- anna. Hann fékk þá og skaut síðan gjaldkerann í þakkarskyni. Gjald- kerinn Iifði þetta nú af. Hann var skotinn í síðuna og slapp nokkuð vel. Það fer mikið eftir því hvers konar kúlur eru notaðar í byssurnar hvort það hverfur bakið úr þeim sem er skotið á eða ekki. En ég vissi ekkert hvað varð um þann sem skaut, bankaræningjann. Hann hefur sjálfsagt komist undan.“ Sjúkravaktin sem Björn var á sá um svæði vestan megin við Central Park og er talið með „betri“ hverf- um New York. Dæmigerður vinnu- dagur var um 10 útköll, þar af að meðaltali tvö hjartaáföll, nokkur stungusár, áverkar af völdum um- ferðaróhappa og þar fram eftir göt- unurn. „Verst er ástandið á föstu- dags- og laugardagskvöldum. Ann- ars, ef lítið var að gera, fórum við út um allt, t.d. töluvert upp í Harlem þar sem víða ríkir mikil óöld. Við þurftum þá að eiga við mikið af dópistum og yfirdópuðu liði sem var erfitt að tjónka nokkuð við. í ýmsum borgarhlutum stafa erfið- leikarnir ekki síst af því að fólk þar talar upp til hópa ekki ensku heldur bara spænsku; það æpti hvað upp í annað og á okkur og stundum var engin Ieið að skilja hvað að var.“ Afsprengd höfuð og klesst lík En það er ekki aðeins vegna fá- tækra sem kalla þarf á sjúkrabíl. Það verða hundruð meiriháttar árekstra í New York á hverjum degi. Menn úr öllum þjóðfélagshópum fá hjartaáfall. Og eiturlyfjanotkun er ekki bundin við þá snauðustu ein- vörðungu. „Það virðist vera talsvert um það á meðal sumra Bandaríkja- manna, sem eiga peninga, að reykja kókaín,“ segir Björn. „Tækið sem þeir nota til þess er háþrýstibrúsi. Stundum hleypur loginn niður í brúsann og þá springur hann. Við sóttum einn náunga á Hilton-hótel, sem hafði einmitt verið að reykja kókaín uppi í svítunni sinni og hafði sprengt af sér hálft höfuðið. Ég vissi lítil deili á manni þessum en það var auðséð á öllu að hann var í góðum efnum. Hins vegar var lítið eftir af andlitinu á honum þegar við sóttum hann. Mestallt skinnið var brunnið af og hann var ekkert sér- staklega frýnilegur í framan.“ Björn segir að það hafi komið einna óþyrmilegast við sig þegar hann þurfti að fjarlægja líkamsleif- ar manna sem höfðu fleygt sér fram af háum húsum. Til dæmis var ein- hver sem hafði verið rekinn úr vinn- unni og þar af leiðandi hent sér úr glugga á skýjakljúfi — „einhvers staðar á milli fertugustu og annarr- ar og fertugustu og áttundu hæðar, ég man ekki hvar það var“ — sem Björn og félagar þurftu að skafa upp. Maðurinn hafði lent á gangstétt fyrir framan bygginguna. „Hann bæði mölbraut gangstéttina og náttúrlega öll beinin í sér. Það var svo sem ekki til mikils að leggja þann mann inn á neitt sjúkrahús..." segir Björn sem er á þvi að í starfi sjúkraliða í New York sé um að gera að hugsa sem minnst um orsakir svona „uppákoma". „Já, það er mjög mikið um að menn hoppi fram af byggingum í New York,“ heldur Björn áfram, og gætir kaldranalegrar hæðni í rómn- um. „Ef menn fleygja sér út neðar en af fjórðu hæð Iáta þeir yfirleitt ekki lífið. Á milli fjórðu og sjöttu hæðar— þá getur farið á báða vegu. Að stökkva ofar en af sjöttu hæð þýðir bráður bani. En ef menn eru að hoppa fram af neðar en það og lifa af þá er það talið afar skammar- legt. “ Skurðir í andlitinu opnuðust Birni þykir sumt af því sem hann lenti í á þessum hálfa mánuði líkast því sem það hefði gerst á annarri stjörnu. Sumt sem í raun og veru var dapurleg lífsreynsla verður allt að því spaugilegt í endurminning- unni. „Síðasta kvöldið mitt var kallað á okkur vegna þess að svert- ingjastelpa— alveg ótrúlega feit, 150 kíló eða meira— varð fyrir lík- amsárás. Hún hafði verið ásamt einhverjum kunningjum sínum að reykja „krakk” í almenningsgarði en lenti í rimmu við einn þeirra, sem tók af henni fimm dollara. Það end- aði með því að hann réðst á hana og skar hana heldur betur í framan með rakvélarblaði. Þegar við kom- um hafði þarna drifið að allnokk- urn fjölda lögregiubíla og búið að handjárna hana við bekk því hún var gersamlega koltryllt. Það var ekki nokkur leið að tjónka við hana. í hvert skipti sem hún öskraði opnuðust óteljandi skurðir á andlit- inu á henni sem voru kannski svona einn og hálfur sentímetri á dýpt (hún var svo feit). Svo þegar búið var að tjasla henni saman og binda um hausinn á henni var reynt að koma henni inn í sjúkrabílinn. En hún var svo þung að hún gat ekki með nokkru móti stigið inn í hann og við gátum ekki lyft henni upp í hann því hún barðist um á hæl og hnakka. Þannig að það þurfti að finna stóran planka svo hægt væri að rúlla henni inn i sjúkrabílinn. Það varð framhald á óróanum þeg- ar við komum með stúlkuna á slysa- varðstofuna. Allir héldu að hún væri að róast en þá rauk hún allt í einu upp og ruddi mannskapnum frá sér og braut allt og bramlaði." Lögreglan kemur með í öll útköll

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.