Pressan - 06.07.1989, Blaðsíða 25

Pressan - 06.07.1989, Blaðsíða 25
M', r1 @89 spáin (21. iiwrs — 20. april) Láttu skyldustörfin ganga fyrir öórum verkum sem þig langar kannski til að ein- beita þér frekar að. En gakktu ekki of langt því heilsan er ekki upp á það besta. Þrátt fyrir það skaltu ekki skorast undan ábyrgð sem þú þarft að axla. Vertu heið- arleg(ur) í orði og æði. (21. apríl — 20. nwi) Það eru vissir hlutir i kringum þig sem fara óskaplega i taugarnar á þér. Stilltu þig gæðingur, og varastu alla fljótfærni i samskiptum við þá nánustu. Eyddu ork- unni frekar á einhvern jákvæðari hátt, s.s. með líkamsrækt eða einhverju slíku, þá eru meiri Ifkur á ánægjulegri helgi. (21. mai — 21. júrii) Meðfæddir leiðtogahæfileikar þinir komatil meðað laðafólkaðþér. En fólkið er af misjöfnum toga og þú verður að sýna því skilning. Veldu þvi orð þín af kostgæfni, því það má mistúlka þau. Gefðu ferðaþránni útrás á næstu dögum þvl það er hollt fyrir sál og líkama að losna úr viðjum hversdagsleikans. (22. jiini — 22. júli) Þú hefur verið undir mikilli pressu að undanförnu og þetta er farið að koma niður á skapinu. Þú hefur gaman af að grinast með aðra en öllu má nú ofgera. Einbeittu þér að einhverju öðru, s.s.- uppáhaldsáhugamálinu, sjálfum þér eða þá skipulagningu sumarfrísins. EL (23. jiilí — 22. úgúsl) Þú hefurtrassað ættingjanaog verður að bæta úr þvi. Sestu nú niður með penna og láttu hugarflæðið og andlega hæfileika leika með þig. Einbeittu þér að framtiðinni og láttu fortiðina lönd og leið. Það eru miklar likur á aö þessi helgi verði Ijónum mjög afslappandi. (23. úgiisl — 23. sept.) Haltu þig vió þær ákvarðanir sem þú hefur tekið og láttu aðra ekki hafa áhrif á þig. Sýndu sjálfstæði í framkomu. Pyngj- an er tekin að þyngjast að nýju en óvænt útgjöld gætu sett strik í reikninginn. Hugaðu að ástvinum sem þurfa ef til vill á þér að halda. Meyjur i giftingarhugleið- ingum ættu að slá til. (24. sepl. — 23. okl.) Þú kemst óvænt I mikla valdaaóstöðu og þá er um að gera að nýta sér það til fulls því vinnuvikan hefur veriö frekar leiðinleg hjá þér. Þér finnst sumir í kring- um þig fjandsamlegir en það er bara of- skynjun. Farðu varlega I stóraðgerðir i peningamálum þvi þú hefureytt of miklu að undanförnu. . (24. okt. — 22. núv.) Varastu að láta gamminn geisa i um- ferðinni því þaðeru fleiri ágötunni en þú. Almennt séð ættiröu frekar að einbeita þér að framtíðinni með tilliti til fjárhags og félagslegra aðstæöna. Helgin fram- undan er vel fallin til að blanda saman einkalífi og viðskiptum. En ekki gera of miklar væntingar til annarra. (23. núv. — 21. des.) Alveg frábær timi fyrir feróalög hjá bogmönnum og -konum. Farðu i ferð sem þig hefur lengi dreymt um að fara. Rómantíkin mun blómstraogyfirieitt eru bogmenn í mjög góóu andlegu jafnvægi. Vinnuvikan verður þægileg og ekki neitt nýtt á ferðinni þar. (22. des. — 20. jainiar) Þú ert yfirfull(ur) af bjartsýni þessa dagana. Það er svo sem allt gott og blessað en ekki vera bjartsýn um of. Staðan I einkalifinu krefst djarfra að- gerða til þess að koma hlutunum i rétt horf. Góður timi fyrir steingeitur I maka- leit og aldrei að vita nema eitthvað spennandi gerist. 2L janúar — 19. febrúar) Gagnrýni á verk þin innan heimilisins er líkleg til þess að koma upp á yfirborð- ið, en láttu það sem vind um eyru þjóta. Þú hefur um alltannað aðhugsaen heim- ilisstörf og áhugamálin eiga hug þinn all- an. Veittu þeim rækilega af tíma þinum og svo koma aðrir málaflokkar á eftir. (20. febrúar — 20. nwrs) Ekki þykjast vera neitt annað en þú ert, það er ekkert sniðugt. Nýjar aðstæður koma upp í lífi fiska og það krefst aölög- unar. Vertu óhrædd(ur) við að takast á við þessar nýju aðstæður sem gætu leitt gott af sér seinna meir. Aðhalds i fjármál- um er þörf, skipuleggðu þau. “%5 i framhjáhlaupi ARNÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR „REYKJAVÍK SÍÐDEGIS" Á BYLGJUNNI VILPIHELSTVERA HEIMA- VINNANPIHÚSMÓPIR Hvaöa persóna hefur haft mest áhrif á þig? „Jón Óttar og Valdís Gunnars- dóttir." Hvenær varðstu hræddust á ævinni? „Ég get eiginlega ekki gert upp viö mig hvenær ég varö „hrædd- ust“. Mér finnst ég svo oft lenda í einhverju sem ég hræöist." Hvenær varöstu glöðust? „Þegar ég útskrifaöist úr fjöl- miðlanámi í Noregi." Hvers gætirðu sist verið án? „Ég er svo sérvitur aö ég þarf aö hafa ákveðna hluti meö mér hvert sem ég fer. Þeirra á meðal eru bækurnar mínar og sængin mín.“ Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? „Að þrífa bílinn, það er alveg á hreinu!" Hvað finnst þér skemmtilegast? „Mér finnst mjög notalegt aö nitta góöa vini og kunningja. Þaö allra skemmtilegasta er þó aö tala í símann." Hvaö fer mest í taugarnar á þér? „Fordómar gagnvart fólki, illt umtal og baktal." Manstu eftir pinlegri stöðu sem þú hefur lent í? „Guö minn góður já! Ég er alltaf í pínlegri stööu því ég er svo fljótfær aö ég man aldrei hvort ég er aö koma eða fara. Ef fólk heilsar mér, sem ég man ekki siðan hvenær eða hvort ég þekki, heilsa ég og tala viö þaö, þótt ég muni ekki hvaða fólk þetta er. Þegar ég uppgötva að ég þekki þaö ekki þori ég ekki að segja þaö og held bara áfram að tala!“ Hvað vildirðu helst starfa við ef þú gætir ekki sinnt fjölmiðlun? „Þá vildi ég helst starfa heima hjá mér. Ég vildi vera i þeirri aö- stööu aö hafa ráö á þvi aö geta verið heima, skúra gólf og gera það sem ég vonast alltaf til aö aörir geri fyrir mig. Ég myndi vilja vera góö heimavinnandi húsmóöir því ég lít svo á að þaö sé munaður aö geta veitt sér slíkt.“ Áttu þér draum? „Já, ég á mér marga drauma, en þeir eru allir á því stigi aö ég verö aö áskilja mér rétt til aö hafa þá fyrir sjálfa mig. Eitthvað verö ég nú aö hafa fyrir sjálfa mig! En ég lofa því aö ég skal láta þá rætast." lófalestur Í þessari viku: BLÁMI (kona, fædd 30.9.1963) ALMENNT: Þessi kona fer snemma sinar eigin leiðirog hún áaö öllum lík- indum eftir að setjast aö erlend- is. Hún er mjög raunsæ og aö mörgu leyti dæmigerö nútíma- kona. Þaö myndi henta henni vel aö vinna viö verslunar- eöa viö- skiptastörf. Hún lætur skyn- semina aö mörgu leyti stjóna sér. Hún þarf að leggja hart að sér viö starfió allt fram til ársins 1994. TILFINNINGALINAN (1): Húri þyrfti aö vera allvarkár í tilfinningamálum — sérstak- lega þegar nálgast fertugsaldur. Hún hefur nokkuð góö tækifæri til aó komast áfram í lífinu, en ævi hennar veröur viðburðarík- ari milli fertugs og sextugs en á fyrri hlutanum. Tímabilið 1990 til 1991 verður afar litskrúðugt þar sem tilfinningamálin eru annars vegar. Þá fær hún líka ýmis tækifæri, sem hún ætti aö nýta sér vel. VILTU LÁTA LESA ÚR ÞÍNUM LÓFA? Sendu þáTVÖ GÓÐ LJÓSRIT af hægri hendi (örvhentir Ijós- rita þá vinstri) og skrifaöu eitt- hvert lykilorö aftan á blöðin, ásamt uþplýsingum um kyn og fæöingardag. Utanáskriftin: AMY ENGILBERTS lófalestur,

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.