Pressan - 06.07.1989, Blaðsíða 8

Pressan - 06.07.1989, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 6. júlí 1989 Jll—1iHM PRESSAN VIKUBLAD A FIMMTUDOGUM Útgefandi Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson Ritstjórar Jónína Leósdóttir j Ómar Friðriksson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 38, sfmi: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sími 68 18 66. Setning og umbrot: Filmur og prent. Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftargjald: 400 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýöu- blaðið: 900 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 125 kr. eintakið. VERKJATAFLA EÐA VARANLEGAR AÐGERÐIR Það er löngu orðið ljóst að íslendingar geta ekki eingöngu treyst á fiskinn í sjónum sér til framfærslu. Fiskurinn kemur og fer eftir aðstæðum, bæði náttúrulegum og af mannavöldum, og hver veit hvar næsta kafbátaslys verður eða hverjar afleiðingar þess verða... Það hlýtur þess vegna að vera eitt mikilvægasta verkefni stjórn- valda að hlúa að öðrum gjaldeyrisskapandi atvinnugreinum og skapa þannig ákveðið öryggisnet fyrir afkomu þjóðarinnar í fram- tíðinni. í þessu sambandi er ekki um ýkja marga kosti að ræða í okkar harðbýla landi, en ein þeirra atvinnugreina, sem í framtíðinni gætu ef til vill bjargað þjóðarhag, er ferðamannaiðnaðurinn. Raunar fá- um við þegar dágóðar tekjur af erlendum ferðamönnum, en æski- legt væri að þær yrðu enn meiri. Til að svo megi verða þurfa stjórn- völd hins vegar að verða af — eða jafnvel leggja út — fé, sem ekki skilar sér aftur fyrr en að nokkrum árum liðnum. En það hefur löngum vafist fyrir íslenskum ráðamönnum úr öllum flokkum að gera ráðstafanir fyrir framtíðina. Hér á landi snýst pólitíkin gjarnan um að sefa óánægð atkvæði með dúsum af ýmsu tagi, hugsa ein- ungis um þrautir dagsins í dag og gefa skít í morgundaginn. Gefin er verkjatafla, en ekki reynt að greina meinið og ráðast að rótum þess. PRESSAN greinir í þessari viku frá þeirri bláköldu staðreynd að hátt verð á bílaleigubílum hér á landi veldur því að fjöldi ferða- manna hættir hreinlega við að koma hingað. Það er blóðtaka, sem íslenskur ferðamannaiðnaður má ekki við, en orsakarinnar er m.a. að leita í háum söluskatti á þjónustu bílaleiga og háum innflutn- ingsgjöldum og tollum á bifreiðum. Stjórnvöld hafa það þess vegna í hendi sér að gera eitthvað í málinu — a.m.k. tímabundið — t.d. í samráði við bílaleigufyrirtækin, sem hugsanlega legðu sitt af mörkum með því að sníða lítið eitt af eigin gróða. Þegar til skamms tíma er litið yrði ríkiskassinn af einhverjum tekjum, en sá missir gæti margborgað sig síðar meir. „Það er fyllsta ástæða til að benda ferðamönnum á, sérstaklega ungu fólki, að maður sér ekki utan á strandljónunum eða íturvöxnu meyjunum hvort þar séu hugsan- lega smitberar á ferð.“ — Guöjón Magnússon aðstoóarland- læknir í Alþýöublaðinu. „Til að forða rakamyndun i kirkj- unni er hún kæld niður eftir guðs- þjónustur." — Frétt í Timanum „Spánverjar eru alltaf á móti öllum yfirvöldum, alveg frá fœðingu; vilja t.d. alls ekki borga skatta. “ — Guöbergur Bergsson rithöfundur i Morgunblaðinu. ## Reagan meiddist.## — Fyrirsögn í Morgunblaöinu „Hér skulum við staldra við og biðja guð á himnum að koma í veg fyrir með einhverjum þeim ráðum sem hann kann að finna upp, að það verði ekki fyrst og fremst okurkarlar með alla sina finu sjóði, sem græða á húsbréfunum...“ — Oddur Ólafsson aóstoðarritstjóri í Tfmanum. „Megn óánægja hjá krókódíla- eigendum á Húsavík..." — Fyrirsögn i Tímanum „Þaö er líka ákaflega margt óvenjulegt meö Jón Baldvin." — Friörik Sophusson i Þjóóviljanum. FANGAPRESTISPARKAÐ ÚR STEININUM hfn pressan „Gísli (Alfreðsson, Þjóðleikhús- stjóri) sagðist ekki vita nákvæm- iega hversu mikið væri eftir af fjárveitingunni.“ — Frétt i Tímanum. „Trúlega er ástæðan fyrir óbeit manna á bláa litnum sú hvað hann er i rauninni kaldur." — Garri i Timanum. „Eg geng þess þó ekki dulinn að manneskjurnar eru flóknar og mót- sagnakenndar verur.“ — Sigurður Þór Guöjónsson rithöfund- ur í Morgunblaöinu. „Jón sagði sjaldgæft að kynsjúk- dómasmit hér á landi væri rakið til annarra ferðamanna en Græn- lendinga." — Frétt i Timanum. „Flestir þeirra sem stóðu að inn- flulningnum eru háskólanemar eða háskólagengnir.“ — Arnar Jensson, fikniefnadeild lög- reglunnar, i DV. „ Ha waii-skyrturnar eru minnisvarði um þá sköpunargetu sem býr í fólki skapist réttar aðstœður. “ — Örn D. Jónsson i Alþýðublaðinu. „Nautið í greinarskrifara hefur glaðst yfir úthaldi, en Hrúturinn er farinn aö segja: Er ekki kominn timi til breytinga?“ — Gunnlaugur Guðmundsson stjörnu- spekingur í Morgunblaðinu. „Við upphaf eldisæðisins var svo aö heyra að út um allar jarðir biðu verslanir og veitingahús þess eins að fá islenskan eldislax handa við- skiptavinum sinum...“ — Sæmundur Guðvinsson i Alþýðu- blaðinu. „Utanrikisráðherra hefur hupað að því hvernig hann geti fengið meiri tima til að velta fyrir sér stjórnmálum hér heima fyrir." — Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra i DV. „Kindurnar á Akri hafa gengið með öðru fé undanfarin ár...“ — Frétt í Timanum. „Ég veit aö svona tal er i gangi manna á meðal en halinn eftir Hrafn er eölilegur.“ — Pétur Guðfinnsson, framkvæmda- stjóri rlkissjónvarpsins, i DV. „Túnþökur með heilbrigöis- vottorð.“ — Fyrirsögn i Timanum. „Þaö hefur ekki hvarflaö að nokkrum manni að skipa annan ut- anrikisráöherra.“ — Jón Baldvin Hannibalsson i Morgun- blaðinu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.