Pressan - 07.09.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. sept. 1989
5
Óreiða í söluskattsinnheimtu:
Söluskattinum
sökkt i hafi
Þrjú ffyrirtæki starfa ó sama sviði en lúta
mismunandi reglum um söluskattsskil.
Eitt fyrirtækjanna borgar fullan sölu-
skatt, annað að hluta og það þriðja er
ekki einu sinni með söluskattsnúmer.
Allt með þegjandi samþykki skattyfir-
valda.
EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON MYNDIR: KGA
Reykvísktfyrirtœki þarf ekki að innheimta söluskatt í sínum rekstri á meðan norðlenskt fyrirtæki í sama
rekstri þarf þess. Myndin er af dráttarbát og pramma Köfunarstöðvarinnar í Reykjavíkurhöfn.
,,Það er verið að hafa mann að
fífli," segir Jóhannes Lárusson,
framkvæmdastjóri Dýpkunarfélags-
ins hf. á Siglufirði. Dýpkunarfélagið
greiðir söluskatt af framkvæmdum
sínum á meðan samkeppnisaðilarn-
ir, Köfunarstöðin hf. og Björgun hf.,
greiða engan söluskatt, Björgun þó
að litlum hluta.
Ólíkar reglur um söluskatt mis-
muna fyrirtækjum þar eð söluskatt-
urinn leggst á útselda vinnu og hún
verður dýrari sem skattinum nem-
ur.
,,Við höfum orðið fyrir tjóni vegna
þessa og misst af verkefnum. I sum-
ar var til dæmis boðið út verk við
Reyðarfjarðarhöfn og þar vorum
við með næstlægsta tilboðið, en
hefðum verið lægstir ef söluskattur-
inn væri ekki reiknaður með,“ segir
Jóhannes.
Dýpkunarfélagið var stofnað fyrir
tveimur árum á Siglufirði. Skatt-
stjórinn á Norðurlandi vestra úr-
skurðaði að fyrirtækið skyldi inn-
heimta söluskatt af dýpkunarfram-
kvæmdum. Forsendurnar eru þær
að við dýpkunarframkvæmdir eru
annarsvegar notaðar vinnuvélar
sem bera 25 prósent söluskatt og
hinsvegar flutningaprammar sem
ekki eru söluskattsskyldir.
Skattstjórinn áætlaði að kostnað-
ur við dýpkunarframkvæmdir
skiptist til helminga á milli vinnu-
véla og flutningapramma og því
skyldi greiddur 12,5 prósent sölu-
skattur af heildarkostnaði.
„Við erum ekki ósáttir við regl-
urnar og finnst sjálfsagt að greiða
söluskatt. En þá verður eitt yfir alla
að ganga," er skoðun Jóhannesar.
Orðaleikur
ákveður söluskatt
„Við greiðum ekki söluskatt af
dæluskipi, enda er það skip en ekki
vinnuvél og skip bera ekki sölu-
skatt," segir Kristbjörn Þórarins-
son, framkvæmdastjóri Köfunar-
stöðvarinnar.
Kristbjörn segir það hafa verið
flókið mál að fá úr því skorið á sín-
um tíma hvort fyrirtækið ætti að
„Ég er hafður að fífli." Jóhannes
Lárusson, framkvæmdastjóri
Dýpkunarfélagsins.
borga söluskatt af dýpkunarfram-
kvæmdum eða ekki.
„Á endanum var mér ráðlagt á
skattstofunni í Reykjavík að skila
inn söluskattsnúmerinu," segir
Kristbjörn. Síðan borgar Köfunar-
stöðin ekki söluskatt nema af að-
keyptri vinnu.
Áf orðum Kristbjörns má ráða að
dæluskip sem skráð er í Reykjavík
fellur undir ,,skip“ í reglum um sölu-
skatt og fær undanþágu, en ef sama
dæluskip er skráð á Siglufirði heitir
það „vinnuvél" í skrám skattyfir-
valda og verður að borga söluskatt.
„Dæluskip ekki söluskattsskyld."
Kristbjörn Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Köfunarstöðvar-
innar.
önnur útfærsla á reglum um sölu-
skatt og það gert með sérstökum
samningi við skattyfirvöld.
Fyrir nokkrum árum var ágrein-
ingur á milli fjármálaráðuneytis og
Björgunar um greiðslu söluskatts
vegna sölu fyrirtækisins á uppfyll-
ingarefni, sem tekið var úr sjó og
selt í land. Niðurstaðan varð á þá
leið að söluskattur skyldi innheimt-
ur þegar uppfyllingarefnið væri
komið í land.
Þessa niðurstöðu túlkuðu for-
svarsmenn Björgunar á þann veg að
við dýpkunarframkvæmdir þyrfti
fyrirtækið ekki að borga söluskatt
svo fremi sem jarövegurinn sem
dælt er upp færi ekki i land heldur
væri sökkt í hafið. En þetta er ein-
mitt sá háttur sem vanalega er hafð-
ur á þegar hafnir eru dýpkaðar.
Einar Halldórsson, skrifstofu-
stjóri Björgunar hf., gat ekki stað-
fest að fyrirtækið borgaði ekki sölu-
skatt vegna dýpkunarfram-
kvæmda. Hann sagðist ekki þekkja
til þeirra mála, en mundi eftir þeim
samningum sem gerðir voru á milli
Björgunar og fjármálaráðuneytis.
í rannsókn
Haraldur Árnason, deildarstjóri
hjá skattstofunni í Reykjavík, segir
dýpkunarframkvæmdir söluskatts-
skyldar rétt eins og hverja áðra véla-
vinnu. Hann kunni engar skýringar
á því hvers vegna ólíkar reglur giltu
um sömu starfsemina og sagðist
ekki vita til að svo væri.
„Við höfum þetta til athugunar
eins og önnur fyrirtæki sem eru
söluskattsskyld og höfum heimild til
að rannsaka söluskattsskil sex ár
aftur í tímann,” segir Haraldur.
Málið var borið undir Garðar
Valdimarsson ríkisskattstjóra og
hann sagði að sömu reglur um sölu-
skatt ættu að gilda um allt land.
Viðbrögð ríkisskattstjóra?
„Ég ætla að láta athuga þetta
mál,“ sagði Garðar.
Söluskatturinn
í hafið
í tilfelli Björgunar hf. virðist enn
Frú Árna Magnússyni í flóðum ó Mallorka:
NEYÐARÁSTAND
Á MALLORKA
Mestu rigningar í 23
ár valda miklum
skaða á Mallorka, en
íslendingarnir í besta
yfirlæti.
Ferðamenn á Mallorka vöknuðu upp
við vondan draum snemma á miðviku-
dagsmorgun. Þar upphófst Jbá mesta
rigning i 23 ár með þeím afleiðingum að
sjor flæddi yffir baðstrendurnar og sól-
bekkir flutu á haf út.
Rafmagnslaust var mestan hluta
dagsins, símasamband stopult og á
tímabili varð að loka flugvellinum i
Palma. En aðaláhersla var lögð á
það af stjórnvöldum að opna hann
aftur.
Fjórir menn munu hafa látist í
vatnsveðrinu, þegar húsveggur
hrundi yfir þá. Samkvæmt heimild-
um okkar létu íslendingarnir á eyj-
unni hins vegar fara vel um sig á
hótelunum og kipptu sér ekkert til-
takanlega upp við þetta, enda ýmsu
vanir að heiman. Þó þótti þeim súrt
í broti að missa af grísaveislu, sem
ráðgerð hafði verið á miðvikudags-
kvöld, en vegirnir frá austurströnd-
inni inn í Palma voru sundurgrafnir
eftir vatnselginn.
Neyðarástandi hefur verið lýst yf-
ir í þorpi skammt frá staðnum þar
sem flestir íslendingarnir gista, en
það stendur í dalverpi sem fylltist af
vatni í rigningunni. Ströndin fyrir
neðan stærsta „íslendingahótelið"
er gjörsamlega horfin og hafið hefur
einnig gleypt veitingastað, sem stað-
settur var á baðströndinni.
íslendingar vörðu megninu af
morgninum í að þurrka bleytuna á
gólfum hótelherbergjanna og
bjarga fötum sínum og skóm. Gár-
ungarnir í hópnum kvörtuðu yfir
því að þetta hefði nú ekki verið sýnt
í bæklingnum, en fararstjórarnir
svöruðu í sömu mynt og sögðu að
þessu ævintýri yrði einfaldlega bætt
við á greiðslukortareikning gest-
anna. Það er sem sagt allt í lagi með
húmorinn, þó hann rigni.
Annars hafa menn á Mallorka
töluverðar áhyggjur af því hvernig
Drekahellarnir frægu verða útleikn-
ir eftir þetta gífurlega vatnsveður,
því búast má við að mikið vatn hafi
safnast fyrir í þeim.