Pressan - 07.09.1989, Blaðsíða 9

Pressan - 07.09.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. sept. 1989 9 lenskra stjórnmála og geta valið um samstarf til hægri eða vinstri. Sam- eiginlegt framboð í Reykjavík væri undantekning frá þeirri reglu fram- sóknarmanna að ganga með óbundnar hendur til kosninga. Kvennalistinn er eini minnihluta- flokkurinn í Reykjavík sem ekki er í ríkisstjórn og það mótar afstöðu kvenna. Ingibjörg Sólrún telur að kjósendur muni refsa ríkisstjórnar- flokkunum í sveitarstjórnarkosning- unum í vor. Hún óttast að kosning- arnar muni fremur snúast um ríkis- stjórnina en hvernig borginni hefur verið stjórnað á þessu kjörtímabili. ,,Við viljum ekki vera blóraböggull ríkisstjórnarinnar og teljum áhætt- una mesta fyrir okkur í sameigin- legu framboði," er viðhorf Ingibjarg- ar Sólrúnar. Afstaða annarra kvenna í Kvennalistanum dregur dám af efa- semdum um að deila völdum al- mennt með hefðbundnum stjórn- málaflokkum. ,,Það er ekki víst að Kvennalistinn geri meira gagn í valdaaðstöðu en hann gerir í að- Kom hann viðræðum minnihlut- ans fyrir kattarnef með yfirlýs- ingu i sjónvarpinu í vor? Bjarni Pétur Magnússon, borgarfulltrúi Alþýðuflokks. haldshlutverki í minnihluta," segir Elín G. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Kvennalistans. Ennfremur telur Elín að Kvennalistinn eigi ekki síðri möguleika á að fá málum sínum framgengt í samningum eftir kosn- ingar, fari svo að Sjálfstæðisflokkur- inn missi meirihlutann, heldur en í kosningastefnuskrá sameiginlegs framboðs. Borgaraflokkurinn líka? fngibjörg Sólrún er þeirrar skoð- unar að ef hleypa á nýju lífi í um- ræðu um sameiginlegt framboð verði að gera það á allra næstu vik- um. Tíminn er naumur því flokkarn- ir fara að huga að framboðslistum strax í haust. Yngstu stjórnmálasamtökin á vinstri vængnum, Birting, ætla að boða til opins fundar á næstunni Framsóknarflokkurinn tvístígur: Alfreð Þorsteinsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur. með fulltrúum minnihlutans í Reykjavík um möguleikann á sam- eiginlegu framboði. Enn sem komið er hefur enginn minnihlutaflokkanna útilokað sam- eiginlegt framboð. Þrátt fyrir yfirlýs- ingu Bjarna P. Magnússonar í apríl- byrjun er Alþýðuflokkurinn ekki búinn að gefa samstarf upp á bátinn. Þess hefur heldur ekki þurft því eng- in umræða hefur verið í vor og sum- ar á milli flokka um framboð. • Borgaraflokki boðið í framboðs- dansinn. „Sleppum ekki kosningunum í vor. Sameiginlegt framboð er ekki fróleit hugmynd/' segir Ásgeir Hannes Eiríksson Alþýðubandalagsfólk er hvað áhugasamast um sameiginlegt frarriboð. í vor sendi Alþýðubanda- lagið erindi um framboðsmál til Al- þýðuflokks. Birgir Dýrfjörð, for- maður stjórnar fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík, fékk erindið í hendur og sendi það áfram Treysti því að Bjarni P. endur- skoði hug sinn: Kristín Á. Ólafs- dóttir, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalags. til Borgaraflokks. Birgir er talsmað- ur þess að Borgaraflokkurinn verði þátttakandi t umræðum minnihluta- flokkanna um sameiginlegt fram- boð. Hánn segir engan vafa á að Borgaraflokkurinn sé félagshyggju- flokkur og máli sínu til stuðnings bendir hann á þingmann Borgara- flokks, Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur. „Hver getur efast um að Aðalheiður sé félagshyggjukona?" spyr Birgir. Ef Borgaraflokkurinn kæmi inn í umræðu minnihlutans í Reykjavík er hætt við að framkvæmd sameig- inlegs framboðs yrði erfiðari, burt- séð frá því að alls ekki er víst að aðr- ir vinstrimenn skrifi upp á skilgrein- ingu Birgis á Borgaraflokknum. Sameiginlegt framboð minnihlut- ans í Reykjavík gæti gert sér vonir um átta sæti af fimmtán í borgar- stjórn. Þegar er komin fram hug- mynd um hvernig hægt sé að skipta átta efstu sætunum á sameiginleg- um lista fjögurra flokka. Það er sýnu erfiðara að skipta átta sætum á milli fimm flokka. Fyrir utan deilur um röðun á lista og önnur formsatriði er Borgara- flokkurinn óþekkt stærð í borgar- stjórn og núverandi fulltrúar minni- hlutans hafa ekki reynslu af því að starfa með Borgaraflokknum. Asgeir Hannes Eiríksson, þing- maður Borgaraflokks í Reykjavík, sagði borgarstjórnarkosningarnar ekki hafa verið mikið til umræðu innan flokksins, en hugmyndtn um sameiginlegt framboð fannst hon- um ekki fráleit. Ásgeir tók af öll tvímæli um að Borgaraflokkurinn yrði með í kosn- ingunum í vor: „Ef við erum í pólitík og sleppum kosningum er það eins og að vera með verslun og loka ann- an hvern dag!" HULDUHERINN VILL AÐ ÉG SNÚIAFTUR segir Albert Guðmundsson í Pnrís en kveðst þó ekki vern ó heimleið rreins eg er" „Nei. Það hafa staðið yfir viðræð- ur við ríkisstjórnina allt frá því að hún var mynduð og þegar ég stýrði þeim sem formaður flokksins, án þess að taka beinan þátt í þeim, þá fóru þær út um þúfur. Ég vissi ekki annað en þar með væri dæmið gengið upp og viðræðum lokið en síðan héldu félagar mínir áfram við- ræðum á bak við mig sem formann og þetta er á lokastigi núna. Ég lét hafa eftir mér hörð orð um þetta á dögunum en þar með er ég ekki að sneiða að ríkisstjórninni sem slíkri heldur er verið að ganga frá vissum þætti í æviskeiði mínu. Ég stofnaði þennan flokk í ákveðn- um tilgangi, tilgangurinn brást og mennirnir bregðast mér og þesSi lokaþáttur er að spilast út núna. Ég hef því eðlilega talsvert um það að segja. Ég hef hins vegar ekki sagt eitt orð um utanríkisþjónustuna eða utanríkisráðherra, sem ég hef mikið álit á. Þannig er alls ekki hægt að bera ummæli mín saman við um- mæli Hannesar Jónssonar, eins og ég heyrði að hefði verið gert í fjöl- miðlum." — Þú kenndir Borgaraflokkinn við flokk „litla mannsins" á sín- um tíma. Skortir vettvang fyrir þetta fólk eftir að Borgaraflokk- urinn hefur „brugðist" eins og þú sagðir? „Það er einmitt þess vegna sem hefur verið lögð áhersla á að ég komi til baka. Það er eins og fólk vanti einhvern sem það getur hallað sér að — einhvern sem það getur leitað til þegar vandi steðjar að. Það var gríðarlega stór hópur úr öllum flokkum sem leitaði til mín og þetta fólk finnur að það vantar einhvern sem það getur hallað sér að.“ — Og vilja þá nýjan flokk í kringum þig? „Nei, það hefur ekki farið það langt. Það er komið alveg nóg af flokkum á íslandi." — Getur verið að þú og stuðn- ingsmenn þínir eigi eftir að gera vart við sig á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins í haust? „Ég geri ekkert vart við mig þar. Ég tek ekki þátt i stjórnmálum á meðan ég er í trúnaðarstöðu fyrir ríkisstjórn. Ég sýni þessari ríkis- stjórn fullan trúnað sem sendiherra og skipti mér ekkert af pólitík heima eins og er.“ — Og ert því ekki á heimleið al- veg á næstunni? „I dag er ég ekki með neinn far- seðil heim. En ég er sjálfur hissa á því hve margir virðast vera að tala um þetta núna." — Sögusagnir eru í gangi um að þú íhugir að koma aftur inn í íslensk stjórnmál í haust eða vet- ur. Hvað er hæft í þessu? „Það hafa ýmsir aðilar talað við mig um þetta en ég er nýbyrjaður hérna í starfi sem ég kann ágætlega — Það er þá ekki von á þér heim strax á þessu ári? „Ég get ekki ímyndað mér það. Ég er nýfarinn út úr pólitík en ég á nátt- úrlega vini og kunningja og stóran stuðningsmannahóp á Islandi, eins og hulduherinn er a.m.k. EFTIR ÓMAR FRIÐRIKSSON MYND: EINAR ÓLASON „Það er eins og fólk vanti einhvern sem það getur hallað sér að — ein- hvern sem þaö getur leitað til þegar vandi steðjar að." Albert Guð- mundsson. við mig í. Ég er ekkert á heimleið eins og er, en því er ekki að neita að ýmsir hafa talað við mig.“ — Hefur það færst í aukana að undanförnu? „Já, það hefur gert það, en ég er svo nýkominn að ég hef ekki einu sinni afhent skilríki mín alls staðar hér i Frakklandi. Ég veit því ekki af hverju þetta umtal um að ég snúi heim stafar en það hefur frekar auk- ist en hitt." Hulduherinn heldur mikilli tryggð við mig og það hafa ýmsir menn, mér velviljaðir, talað um að ég verði að snúa aftur í pólitíkina. En ég er að koma mér fyrir og inn í þetta starf og hef hugsað mér að gegna því af trúnaði við stjórnvöld. Eg hef ekki hugsað mér að bregðast neinum þannig." — Innganga Borgaraflokksins í stjórn breytir engu um heim- komu þína?

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.