Pressan - 07.09.1989, Blaðsíða 24

Pressan - 07.09.1989, Blaðsíða 24
24 Fimmtudagur 7. sept. 1989 brfdge krossgátcm Kastþröng getur verið leiðigjörn fyrir lesendur, hún er oft tyrfin og þá er þungt að fylgja þræðinum. En eins og einhver orðaði það; ef þú hirðir bara slagina í réttri tímaröð gengur hún oft sjálfkrafa upp. ♦ ÁKD10863 V - ♦ 864 *Á52 ♦ 7 V 10872 ♦ 1097 4» G9743 N V A S ♦ G952 V 54 ♦ KD5 4» K1086 4 4 V ÁKDG963 ♦ ÁG32 4» D á hönd sagnhafa var næsta vers að renna niður öllum hjartaslögun- um. í 5-spila endastöðunni átti blindur spaða-ÁKDlO og laufás en austur hélt eftir tígulkóngi og G952 í spaða. Suður reyndi næst spaðann en ólegan varð honum vitanlega að falli og austur fékk síðasta slaginn. í spilinu leyndist skondinn auka- möguleiki sem sagnhafa sást yfir: Ef spaðinn brotnar er engin þörf á laufslag. Ef við fleygjum ásnum í síðasta hjartað ræður austur ekki við stöðuna. Með spaða-G952 og lág- litakóngana er staðan honum of- viða og sama hvorum kónginum hann hendir; kastþröngin eltir hann uppi i næsta slag einnig. Norður gefur, enginn á og vekur á l-spaða. Suður krefur með 3-hjörtum og 4-spaðar í norður, sjálfspilandi litur vegna geimkröfu stöðunnar. Eftir ásaspurningu valdi suður síðan alslemmuna í grandi ef annar langlitanna brotn- aði ekki. Vestur kom út með tígul-10, og þar sem ásinn var eina innkoman skák Deschappelles Alexandre Louis Honoré Lebret- on Deschappelles (1780—1847) var sterkasti skákmaður Frakka á fyrsta fjórðungi nítjándu aldar. Hann var af aðalsættum, litríkur maður og lifði viðburðaríku lífi. Hann barðist í her Napóleons, lenti aftur og aftur í miklum háska, var einu sinni talinn af en kom síð- ar í leitirnar, var eitt sinn tekinn höndum og fluttur til Cadiz en slapp á ævintýralegan hátt, missti hægri handlegginn og bar ör eftir sverð yfir andlitið, frá enni niður á höku. Hann var einn hinna fyrstu er hlutu heiðursmerki Napóleons, en fleygði því þegar Napóleon lét krýna sig til keisara. Engu að síður dáði hann Napóleon alla ævi og eftir orustuna við Waterloo safn- aði hann liði og efndi til skæru- hernaðar gegn innrásarmönnum. Þær skærur stóðu ekki lengi, Des- chappelles sneri aftur til Café de la Regence og hélt áfram að tefla. Um fjárhag hans valt á ýmsu, stundum hafði hann ofan af fyrir sér með því að tefla um peninga, en 1812 skipaði Ney marskálkur hann yfirmann tóbakseinkasöl- unnar í Strassborg og þá hafði hann 40.000 franka í árstekjur, ef ekki meir. Hann var uppstökkur og lenti oft í deilum og jafnvel ein- vígum, en lét sig þá ekki muna um að skylmast með vinstri hendi úr því að þá hægri vantaði. Ef við bætum svo við þetta þeirri lýsingu að Deschappelles hafi verið smávaxinn og fíngerður, fölleitur og grannur, hófsmaður á mat og drykk, og frekar innhverf- ur, er komin allfjölbreytt mynd af þessum heiðursmanni — mann- skepnan er stundum undarlega samsett. En grobbinn virðist Deschappel- es hafa verið: Hann sagðist hafa lært að tefla á þremur dögum — og engu við sig bætt síðan. Hann hefur efalaust haft miklar náttúru- gáfur, ekki aðeins til skákarinnar heldur almennt. Ekki er þess getið að hann hafi lesið sér mikið til um skák og ekki skrifaði hann neitt um hana. En við skákborðið skar- aði hanrvfram úr öðrum og hann sérhæfði síg í því aö tefla með for- gjöf, jafnvel við þá sem sterkastir voru. Árið 1821 komu tveir af sterk- ustu skákmönnum Breta, Cochr- ane og Lewis, til Parísar til þess að reyna sig við Deschappelles og nemanda hans Labourdonnais. Deschappelles gaf forgjöf eins og hann var vanur og tapaði fyrir Lewis (-1=2) en sigraði Cochrane (+6-1). Hér kemur ein af þeim skákum sem hann tefldi við Co- chrane. Deschappelles hefur svart og teflir án Pf7. Hvítur fær að leika tvisvar í upphafi. 1 e4 2 d4 e6 3 f4 d5 4 e5 c5 5 c3 Rc6 6 Rf3 cd4 7 cd4 Db6 8 Rc3 Bd7 9 a3 Rh6 10 h3 Rf5 H Re2 Be7 12 g4 Bh4 + 13 Rxh4 Rxh4 14 Kf2 0-0 15 Kg3 Rg6 16 b4 a5 17 Bd2 ab4 18 Bxb4 Rxb4 19 ab4 Dxb4 20 Hbl Ha3+ 21 Kh2 De7 22 Hxb7 Dh4 23 Hxd7. Hér boðaði Deschappelles mát í 3. leik: 23 - Df2+ 24 Bg2 Hxh3 + 25 Kxh3 Dh4 mát. Skömmu eftir þessa viðureign sneri Deschappelles sér að því að spila vist. Þar skaraði hann einnig fram úr og honum græddist meira fé á því en á taflinu. Mér er sagt að eitt spilabragð hans lifi enn góðu lífi og sé við hann kennt. GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON 1 2 3 17 18 19 Verdlaunakrossgáta nr. 50. Skilafrestur krossgátunnar er til 19. september. Utanáskriftin er: Pressan, verdlaunakrossgáta nr. 50, Ármúla 36, 108 Reykjavík. I verölaun aö þessu sinni er bókin Refurinn eftir binn þekkta höf- und D.H Lawrence. Dregiö hefur veriö ár lausnum 48. krossgátu. Hinn heppni vinningshafi er Jóhann S. Guðmundsson, Valhúsa- braut 3, 170 Seltjarnarnesi. í verölaun fœr hann bókina Ég veit af hverju fuglinn í búrinu syngur eftir Mayu Angelou. Þaö er Skjaldborg sem gefur bœkurnar át.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.