Pressan - 07.09.1989, Blaðsíða 14
14
Fimmtudagur 7. sept. 1989
eiði, annaðhvort út í sjátfa sig eða
itarfsfólk fæðingardeildarinnar.
^að er ekkert nema gott um það að
:egja, þegar konur ásaka hjúkrunar-
ólk fyrir að hafa brugðist sér. Þann-
g fá þær útrás og það er betra að
íún beinist að starfsmönnum deild-
irinnar en í eigin barm. Það er
óskaplega erfitt, þegar konum
finnst þær sjálfar eiga einhverja sök
á hvernig fór.
Hjúkrunarfólkið
þarf líka stuðning
Sumar konurnar ná því að sætta
1986 1987 1988
Andvana fœdd börn 13 10 19
Börn dáin á fyrstu viki i 12 17 8
ALLS 21
Guðrún Eggertsdóttir er aöstoðaryfirljósmóðir á fæðingardeild Landspítalans: „Reynt er að láta sömu
Ijósmóðurina sjá um konuna eftir að fæöingin er yfirstaðin."
Söngkonan Annie Lennox í Eurythmics fæddi andvana
barn fyrir ári:
Kemst aldrei yfir þetta
og þá myndi þetta gleymast. Guð-
rún Eggertsdóttir benti mér hins
vegar á að eignast ekki barn of
fljótt. Hún sagði mér að varast að fá
barn ,,í staðinn fyrir“ þau sem dóu
og alls ekki að skíra sömu nöfnum
og tvíburarnir hétu. Ég fór að henn-
ar ráðum og er mjög fegin því.
Gott að hafa alltaf
sömu Ijósmóðurina
Mér fannst aðhlynningin á Land-
spítalanum alveg til fyrirmyndar.
Guðrún sinnti mér eins og best verð-
ur á kosið og mér fannst mjög mikil-
vægt að geta haft samband við
sömu ijósmóðurina allan tímann.
Hún var viðstödd fæðinguna og
stóð í þessu öllu með mér. Ég hefði
alls ekki viljað verða fyrir því að ný
ljósmóðir tæki við mér, því ég hefði
ekki getað deilt tilfinningum mínum
með henni á sama hátt.
Eflaust hefði ég leitað til samtaka
fólks, sem eignast hefði andvana
börn, ef þau hefðu verið til staðar.
En ég fann bara fyrir þeirri þörf í
mjög takmarkaðan tíma og er ekk-
ert viss um að ég starfaði í slíkum
samtökum í dag, þó þau væru til.
Maður tekur á móti sorginni og
vinnur sig út úr henni, en vill ekkert
endilega sökkva sér í þær tilfinning-
ar til lengdar. Það kemur að því að
maður vill segja skilið við þetta
tímabil og takast á við ný verkefni,
þótt dýrmætar minningar verði allt-
af til staðar.
Tveimur árum eftir að tvíburarnir
fæddust eignaðist ég stóran og heil-
brigðan dreng, sem núna er rúm-
lega eins árs. En þegar fram líða
stundir mt\n ég gera honum grein
fyrir því að hann sé alls ekki elsta
barnið mitt. Hann átti eldri bræður,
þótt þeir séu ekki lengur hjá okkur.“
Annie Lennox, söngkonan í
Eurythmics, fæddi andvana son
fyrir tæpu ári. Hún áhvað að nýta
frægðina til að hjálpa öðru fólki í
sömu sporum. Þess vegna hefur
hún ekki skorast undan að ræða
þessa erfiðu lífsreynslu, heldur tjá-
ir sig opinskátt um hana i þeirri
von að dauði Daníels öðlist þar
með einhvern tilgang.
Annie hafði lengi þráð að eign-
ast barn með eiginmanni sinum,
Uri Fruchtman, og þegar hún varð
loks ófrísk varð gleði þeirra mikil.
Þau eru grænmetisætur og Annie
hugsaði mjög vel um heilsuna á
meðgöngunni. Einn daginn kom
þó í Ijós við sónarskoðun að hjarta
barnsins hafði hætt að slá og fram-
kalla þurfti fæðingu.
Þau hjónin ákváðu að fara að
ráðum samtaka, sem nefnast The
Stillbirth and Neonatal Death
Society, en það er félagsskapur
fólks sem eignast hefur andvana
börn eða misst börn innan við
mánaðargömul. Samtökin ráð-
leggja foreldrum eindregið að fá
börnin í fangið og láta taka af þeim
myndir og þetta gerðu Annie og
Uri, þó þeim fyndist það erfið til-
hugsun. „Ég hélt að það yrði alveg
hræðilegt að halda á dánu barni,"
sagði Annie í blaðaviðtali fyrir
skemmstu. „En okkur fannst mjög
gott að sjá Daníel og snerta hann,
í stað þess að láta fara með hann
út úr herberginu. Ég hvet alla for-
eldra til að gera þetta, þó maður
verði raunar að fara varlega í sak-
irnar. Fyrst þorðum við tæpast að
líta á hann, en það er afar mikil-
vægt að gera það og núna erum
við mjög fegin. Það hlýtur að vera
hræðilegt að ganga með barn í níu
mánuði og fá aldrei að sjá það."
Anr.ie segir þessa lífsreynslu
hafa verið ákaflega þroskandi, þó
hún sé ekki enn búin að jafna sig
og muni líklega aldrei gera það.
Þau Uri ætla að reyna aftur að
eignast barn, en gera sér grein fyr-
ir að það getur brugðið til beggja
vona með það, eins og annað í líf-
inu: „Stundum heldur maður að
jafnvægi sé náð og allt muni ganga
eins og í sögu. En þá fer maður að
hallast ískyggilega til annarrar
hliðar... Við þurfum öll að takast
á við sorg og erfiðieika hér á jörð-
inni. Þeir frægu og ríku sleppa
ekkert frekar en aðrir!"
sig að nokkru leyti við orðinn hlut á
meðan þær eru enn á spítalanum,
en þar með er þetta þó yfirleitt ekki
í höfn. Sorgin skýtur aftur upp koll-
inum og lengi á eftir geta þær fengið
þunglyndisköst og gengið i gegnum
erfið tímabil. Við bendum foreldr-
unum oftast á að hafa samband við
Samtök um sorg og sorgarvið-
brögð og bjóðum þeim líka að leita
til okkar hvenær sem þeir vilja. Við
viljum ekki ,,týna“ þeim. . .
Móðirin nær oft góðu sambandi
við ljósmóðurina og getur rætt við
hana um það, sem gerðist. Hún hef-
ur einmitt þörf fyrir að ræða þetta,
en ættingjar, sem koma í heimsókn,
forðast yfirleitt að tala um barnið og
fæðinguna. Fólk á svo erfitt með að
tala um dauðann. Það er þó auðvit-
að ekkert auðvelt fyrir Ijósmæðurn-
ar og annað hjúkrunarfólk að takast
á við það, þegar börn fæðast and-
vana eða deyja á fyrstu vikunni. En
fyrstu skiptin eru auðvitað verst.
Það eru oft sömu ljósmæðurnar,
sem taka þetta að sér, en það er
kannski ekki rétt stefna. Það hafa
allar Ijósmæður gott af þessari
reynslu, því hún er þrátt fyrir allt
mjög þroskandi og gefur manni
geysilega mikið. En þær aðstæður
geta komið upp að ljósmóðir er við-
stödd tvær andvana fæðingar með
stuttu millibili og það tekur veru-
lega á.
Það hefur lengi verið draumur
okkar að stofna sérstakan hóp til að
taka á þessum málum, en hann er
nú ekki fullmótaður ennþá. Hér er
prestur, sem tekur þátt í þessu með
okkur, og einnig barnalæknar og fé-
lagsráðgjafi — og við getum öll leit-
að styrks hvert hjá öðru. Það er
nefnilega líka mikilvægt að starfs-
fólk spítalans byrgi ekki tilfinningar
sínar inni, þegar fengist er við erfið
mál, heldur fái eðlilega útrás fyrir
þær.
Við segjum konunum alltaf frá
niðurstöðum krufningarinnar. Þeim.
líður oftast betur, ef einhver ástæða
finnst fyrir dauða barnsins, en erfið-
ara þegar orsökin er óljós. Því fylgir
óöryggi, þar sem þær hræðast þá að
þetta geti alveg eins gerst aftur. Ef
þessar konur verða ófrískar aftur er
hins vegar reynt að sjá til þess að
sami læknir og sama ljósmóðir ann-
ist þær — fólk, sem veit hvað þær
hafa gengið i gegnum. Það er fylgst
mjög vel með þeim alla meðgöng-
una og reynt að styðja þær í hví-
vetna.“
t