Pressan - 07.09.1989, Blaðsíða 15

Pressan - 07.09.1989, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 7. sept. 1989 15 kynlifsdálkurinn „Dónó"-simtöl Eftir sýningu sjónvarpsþáttar um daginn fékk umsjónarkona hans leiðinlegan kaupbæti — nefnilega ,,dónó"-símtöl eins og hún orðaði það. Það fannst henni ákaflega hvimleitt og hún sagðist vera farin að hætta að svara í síma á kvöldin. „Þér hefur ekki dottið í hug að fjalla um, ,,dónó“-símtöl?" spurði hún mig um daginn. Ég ætla að taka hana á orðinu og helga pistilinn því máli. Við íslend- ingar trúum oft á eigið sakleysi þegar kemur að ýmsum afbrotum sem við höldum að eigi sér ein- ungis stað meðal fólks í fjarlægum löndum eða stórborgum. Skýrt dæmi um þetta var viðhorf fólks til sifjaspella (og margra annarra kynferðisafbrota) áður en umræð- ur jukust um þau síðustu árin. Dónasímtöl þekkjast sömuleiðis hér á landi en hversu algeng þau eru veit enginn. Mörg okkar hafa þó orðið fyrir slíku eða viö þekkj- um einhvern sem hefur gert það. Lungun eru í lagi Síðastliðinn vetur, þegar ég hóf starf mitt sem kynfræðingur, fékk ég svona að meðaltali eitt leið- indasímtal í hverjum mánuði. Nú virðast þau koma sjaldnar, en í morgun var á símsvaranum hjá mér heilt ,,partý“ sem hafði greini- lega skemmt sér við að setja inn ýmis skilaboð. Þetta eru yfirleitt karlmenn eða einhverjir strák- ormar undir kynþroska, sem eru að gantast með því að spyrja fár- ánlegra spurninga sem beinast að því að reyna að „sjokkera" mig eða einhverjir að reyna að vera fyndnir. Ef ég er við á skrifstofunni legg ég bara símtólið rólega niður og gef ekki færi á frekari umræð- um. Eftir að hafa heyrt fólk spjalla við mig um allt milli himins og jarðar hvað viðkemur kynlífi er ég farin að þekkja á augabragði úr þá sem eru bara að fíflast. Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnéfni. Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. „Grínsímtölin" eru algengasta tegund dónasímtala, en þau stuða ekki eins mikið og „lungnasímtöl- in", „fróunarsímtölin" og „blygð- unarsímtölin". í lungnasímtölum andar viðkomandi í símann og hermir oft eftir kynferðislegum andardrætti. I fróunarsímtölunum æsist viðkomandi upp kynferðis- lega við að hringja á svona forboð- inn hátt og fróar sér á meðan. Ef verið er að hringja blygðunarsím- tal er spurt einhverra spurninga sem greinilega stuða eða eru móðgandi, s.s. „hvernig eru nær- buxurnar þínar á litinn?" eða „hvað ertu með stór brjóst?" Flautadu hressilega! Það sem er óþægilegast við öll dónasímtöl er að maður veit ekk- ert hver er að hringja og hefur ekkert tækifæri á að verja sig. Þeir sem hringja dónasímtöl hafa sjald- an samband að öðru leyti við „fórnarlömbin", jafnvel þó þeir hóti því. Langbest er að bregðast við á þann hátt að leggja rólega á. Maður ætti heldur aldrei að gefa upplýsingar í síma um sjálfan sig fyrr en sá sem hringir hefur kynnt sig. Ef barn er eitt heima og ein- hver ókunnugur hringir er best að kenna því að svara því til að „pabbi/mamma kemst ekki í sím- ann núna". Ef dónasímtölin halda áfram er hægt að láta rekja þau. Þá leggur maður tólið við hliðina á símanum, fer síðan í annan síma og biður um að láta rekja símtalið. Ef í hart fer og ekkert lát verður á dónasímtölum hafa sumir brugðið á það ráð að láta ekki skrá síma- númer sitt og þá er hvorki hægt að finna viðkomandi í símaskránni né í upplýsingum. Einnig er hægt að hafa stóra flautu við höndina og gefa asnanum á hinum enda línunnar ærlegt flaut. Það ætti að vekja hann! Bara eitt sjúkdómseinkenniö Skemmtikraftar og frægt fólk fá stundum dónasímtöl og allskonar símtöl frá fólki sem kann sig ekki, í svona litlu þjóðfélagi eins og okk- ar má varla bera á nokkrum manni og þá fær hann athygli nær allrar þjóðarinnar — ýmist já- kvæða eða neikvæða. Dónasímtöl ná hámarki eftir nokkur skipti líkt og hjá konunni sem ég minntist á hér í upphafi. í tilvikum eins og hennar fækkar símtölum eftir því sem lengra líður og þau deyja loks út — nema ný „athygli" komi til. Aðrir velja sér „fórnarlömb" sem þeir þekkja, s.s. vinnufélaga eða þá sem þeir sjá oft, til dæmis stelp- una í næsta húsi. En hverjir eru þetta? Hvers vegna gera þeir þetta og hvað er eiginlega að þeim? Karlkynið stundar þetta aðallega en kven- kynið virðist einna helst taka þátt í'grínsímtölunum. í alvarlegri at- vikum, til dæmis hjá þeim sem stunda þetta mikið, eru dónasím- tölin talin eitt einkenni kynlífs- áráttu eða kynlífsfíknar. Kynlífs- fíkn á sér margar hliðar, en eitt einkennið virðist vera þörf fyrir að vera alltaf viss um næsta kyn- lífstækifæri — líkt og alkinn sem felur flöskur alls staðar. í staðinn fyrir flöskuna tekur þú bara upp (sím)tólið. JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR KYNFRÆDINGUR Ja,hver þrefaldur! Þrefaldur íyrsti vinningur á laugardag! Þreföld ástæða til að vera með! VERZLUNARSKÓLI ÖLDUNGADEILD ISLANDS Innritun á haustönn öldungadeildar Verzlunarskóla íslands ferfram dagana 31. ágúst og 4.-6. september kl. 09.00-18.30. Kenndarverða eftirfarandi námsgreinar: Auglýsingasálfræði Bókfærsla Bókmenntir Danska Efna- og eðlisfræði Enska Farseðlaútgáfa Ferðaþjónusta Franska íslenska Markaðsfræði Reksturshagfræði Ritvinnsla Saga Stjórnun Stærðfræði Tölvubókhald Tölvufræði Vélritun Verslunarréttur Þýska Áföngum ofangreindra námsgreina er hægt að safna saman og láta mynda eftirtalin prófstig: Próf af bókhaldsbraut Próf af ferðamálabraut Próf af skrifstofubraut Verslunarpróf Stúdentspróf

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.