Pressan - 23.11.1989, Side 10

Pressan - 23.11.1989, Side 10
10 Fimmtudagur 23. nóv. 1989 Athaffnamaður á Bolungarvík ffékk keypt- an á 65 milljónir skelffiskbátinn Villa Magg hjá Byggðastoffnun. Maðurinn borgaði ekkert út og ffær kaupverðið lánað til 12 ára. Sjávarútvegsráðuneytið veitti bátn- um „tilraunaveiðileyfi" á hörpudiski i ísa- ffjarðardjúpi án nokkurs samráðs við Haff- rannsóknastofnun. Villi Magg er sérsmið- aður til kúffiskveiða og sjómenn við Djúpið óttast að öflugur þrýstiplógur skipsins eyðileggi hörpudisksmiðin. EFTIR PÁl VILHJÁLMSSON Athafnamaðurinn Finnbogi Bern- ódusson fékk Villa Magg á góöum kjörum sem sárabætur fyrir mis- heppnaða tilraun til kúfiskvinnslu. Fyrirtæki Finnboga, vélsmiöjan Mjölnir, átti hlut í Bylgjunni á Suður- eyri sem reyndi fyrir sér með veiðar og vinnslu á kúskel. Deilur í stjórn Bylgjunnar og óráðsía í fjármálum fyrirtækisins, ónógar markaðsat- huganir og slæm verkstjórn leiddu til gjaldþrots Bylgjunnar í vor. Byggðastofnun átti stóran hlut í Bylgjunni og við gjaldþrot eignaðist stofnunin Villa Magg. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnun- ar, segir Finnboga og Mjölni hafa tapað einna mest á Bylgjuævintýr- inu. Af þessum sökum þótti viðeig- andi að láta Finnboga fá Villa Magg á hagfelldum kjörum; engin útborg- un og kaupverðið lánað til 12 ára. Þegar blaðamaður leitaði til Finn- boga Bernódussonar um upplýsing- ar um hvað hann ætlaði með Villa Magg svaraði hann; „Ég hef ekkert við ykkur að tala og vertu blessað- ur’’ Tengsl við Fram- sóknarflokkinn Villi Magg er sérsmíðaður fyrir skelfiskveiðar og fluttur til landsins með sérstöku leyfi stjórnvalda fyrir rúmum tveimur árum. Innflutnings- leyfið var háð því skilyrði að bátur- inn yrði ekki notaður nema til kú- skeljarveiða. Eina leiðin til að gera verðmæti úr kúfiski er að flytja hann á erlendan markað. Sem stendur eru litlir möguleikar á sölu kúfisks til út- landa. Þess vegna þurfti Finnbogi að koma Villa Magg á aðrar veiðar. í ísafjarðardjúpi eru gjöful hörpu- disksmið en það er kvóti á þeim stofni. Litlir rækjubátar veiða jöfn- um höndum rækju og hörpuske! fyr- ir vinnsluna í landi. Til að komast í hörpudiskinn varð útgerð Villa Magg að fara í kringum þær sérregl- ur sem gilda um bátinn. Framsóknarflokkurinn fer með sjávarútvegsráðuneytið og þeim flokki tengist vélsmiðjan Mjölnir. Bróðir Finnboga og jafnframt með- eigandi í Mjölni er Sveinn. Sveinn var í haust kosinn formaður kjör- dæmissambands framsóknar- manna á Vestfjörðum. Á yfirreið þingmanna Framsókn- arflokks um Vestfirði í september heimsótti þingflokkurinn tvö fyrir- tæki á Bolungarvík. Annað þeirra var vélsmiðjan Mjölnir. Málaleitan Mjölnismanna bar þann árangur að fyrir tæpum tveim- ur vikum fékk Villi Magg leyfi til að stunda veiðar á hörpudisk í Djúp- inu. Leyfið gildir til áramóta. Til að fóðra undanþáguna er framtakið kallað „tilraunaveiðar”. Tveir menn unnu að málinu í sjáv- arútvegsráðuneytinu: Halldór Ás- grímsson ráðherra og Jón B. Jónas- son skrifstofustjóri. Ekkert samráð var haft við Haf- rannsóknastofnun. Hvorki var stofnunin beðin um umsögn né boð- ið að fylgjast með veiðunum. „Málið kom ekki inn á okkar borð,” segir Guðmundur Skúli Bragason, sem er í fyrirsvari fyrir Hafrannsóknastofnun á ísafirði. Hörpudisksmiðin í Djúpinu eru öll þekkt og þarf ekki að leita að þeim. Aðrar ástæður liggja að baki leyfis- veitingunni. Þegar Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra var spurður um for- sendur fyrir leyfinu svaraði hann að „ýmsir telja að það megi veiða hörpudisk með sömu aðferðum og kúfiskur er veiddur”. Villi Magg notar kröftugan þrýsti- plóg til að ná upp kúskelinni, en hún grefur sig í sjávarbotninn. Það gerir hörpudisksurinn ekki og er þess vegna auðveldari viðfangs. Það er hinsvegar löngu vitað að þrýstiplógur Villa Magg getur nýst til veiða á hörpudisk. Skildu eftir ördeyðu Villi Magg kom til landsins vorið 1987. Verksmiðjutæki Bylgjunnar á Suðureyri voru ekki tilbúin og fyrsta kastið fór báturinn á tilraunaveiðar. Meðal annars var plógurinn reynd- ur á hörpudisksmiðum. Veiðitækin gáfu góða raun og aflinn var þokka- legur. Eftir tilraunaveiðar Viila Magg fyrir tveimur árum heyrðust óánægjuraddir rækjusjómanna sem sögðu að plógur bátsins skildi eftir ördeyðu á hörpudisksslóðinni. Menn töldu að plógurinn færi illa með botninn og eyðilegði lífsskil- yrði hörpudisksins. Guðmundur Skúli Bragason hjá Hafrannsóknastofnun segir það mögulegt að þrýstiplógur Villa Magg fari illa með sjávarbotninn og hefðbundin hörpudisksmið gætu skaðast af notkun hans. Engar rannsóknir hafa verið gerð- ar á áhrifum þrýstiplógs á fiskimið- um hér við land. „Við hefðum gjarn- an viljað fylgjast með þessum veið- um Villa Magg,“ segir Guðmundur. Sjómenn við Djúpið eru heldur óánægðir með það að skipinu skuli hleypt í hörpudiskinn. Ekki aðeins eru þeir tortryggnir út í þrýstiplóg- inn heldur minnkar sá kvóti sem þeir fá í sinn hlut í réttu hlutfalli við afla Villa Magg. Það er þó ekki útséð með það hvort Villi Magg fer á þær veiðar sem áætlað er. Vinnslan sem bátur- inn ætlaði að leggja upp hjá var seld á nauðungaruppboði síðastliðinn mánudag. „Tek ekki þátt í þessu" Einn af hluthöfum skelfiskvinnsl- unnar Bjartmars hf. á ísafirði var Finnbogi Bernódusson. Bjartmar var með hörpudiskskvóta og ætlun- in að Villi Magg veiddi fyrir vinnsl- una. Á mánudag voru eignir Bjartmars boðnar upp á nauðungaruppboði. Sá sem bauð hæst í þrotabúið heitir Gunnar Þórðarson, eigandi Isvers á ísafirði. Gunnar fékk góssið á 130 milljónir. í samtali sem blaðamaður átti við Gunnar á mánudag sagðist hann ekki ætla að láta Villa Magg hafa neitt af þeim kvóta sem fyrirtæki hans réði yfir. Gunnar taldi ekki rétt að báturinn veiddi af þeim hörpu- diskskvóta sem rækjusjómenn við ísafjarðardjúp hafa notið góðs af. „Það er geðþóttaákvörðun ráð- herra að gefa Villa Magg þetta leyfi og ég tek ekki þátt í slíku,” segir Gunnar. Það er aftur á móti ólíklegt að Finnbogi Bernódusson hafi ekki gert ráðstafanir til að mæta gjald- þroti Bjartmars. Það er nokkuð langt síðan séð varð hvert stefndi. Jón R Jónasson, skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytis, staðfesti í samtali við blaðamann að útgerð Villa Magg hefði farið þess á flot við ráðuneytið að báturinn fengi aukn- ar veiðiheimildir. Enn sem komið er svarar ráðuneytið því til að ef Villi Magg eigi auknar heimildir verði að úrelda annan bát á móti.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.