Pressan - 23.11.1989, Page 18
18
Fimmtudagur 23. nóv. 1989
ÍKVEIKJA í STAÐ GJALDÞROTS
Samsæri verslunareiganda og fíkniefnaneytanda
Örþrifaráð gjaldþrota verslunareig-
anda við Laugaveginn var að kaupa
fikniefnaneytanda til að kveikja i versl-
uninni. Samsærið komst upp þegar fikni-
efnaneytandinn aðvaraði vin sinn sem
bjó á hæðinni fyrir ofan verslunina. Lög-
reglan vinnur að rannsókn málsins.
EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON
Það er þetta með að létta sér Kfið og nýta
frítímann vel. Hver kannast ekki við að eiga von á
áríðandi símtali og neyðast til að hanga heima í
biðstöðu. Óþolandi. Fá svo kannski símhringingu frá
gömlum vini sem hefur réttu hugmyndina
um hvernig hægt sé að verja kvöld-
inu, eða helginni og verða að hafna
boðinu vegna þess að maður á von á
símhringingu! Ha.
Svarti sfminn náði feykilegri
útbreiðslu hérlendis í gamla daga
eins og allir vita. Hversu margir skyldu hafa lent í því
að vera nýlagstir ofan í heitt og
notalegt bað þegar sá svarti lét f
sér heyra? Vafalaust margir.
Þetta hvimleiða vandamál er úr
sögunni:
Komið er á markaðinn
afburða nett tæki, GoldStar
heimilissímsvarinn. Símsvari og
nútímalegur sfmi í einu tæki.
Allt þetta nýja. Minni,
fjarstýring, hátalari o.s.frv.,
o.s.frv. en fyrst og fremst alveg
hreint frábær gripur sem léttir
Iffið. Eigi maður von á símtali en verði einhverra
hluta vegna.að bregða sér frá er
einfaldlega hægt að hringja f .
heimilissímsvarann, stimpla inn
lykiltöluna og hlusta á þau skil-
aboð sem á bandinu kunna að
vera. Ekkert mál.
GoldStar
heimilis-
símsvarinn
er loksins
fémsúlmgmr
íslandi
*.
- tæknibyiting á heimilinu -
Gripurinn fæst á ótrúlega góðu verði eða kr. 14.800.-
stgr. Svo er boðið uppá kjör sem allir eiga að ráða við, þ.e.
greiðslukortasamninga til allt að 6 mánaða.
Nákvæmar leiðbeiningar á íslensku fylgja, fullkomin
viðhaldsþjónusta og ársábyrgð.
Verið velkomin.
A-RANSIT
. TRÖNUHRAUNI 8 . 220 HAFNARFIRÐI . SÍMI 91-65250) •
Verslunareigandinn átti um nokkra
hríð í erfiðleikum með reksturinn.
Þegar aðstoð frá erlendum sam-
starfsaðila brást voru honum öll
sund lokuð. Athafnamaðurinn
þekkti lítillega ungan fíkniefnáneyt-
anda og fékk hann til liðs við sig.
Tryggingarupphæð á lager versl-
unarinnar var hækkuð úr hálfri
milljón króna í fimm milijónir. Með
þeim hætti hugsaði eigandinn sér
að komast yfir verstu greiðsluvand-
ræðin.
Ráðabruggið gekk út á það að
fíkniefnaneytandinn skyldi bera eld
að versluninni. Verslunareigandinn
myndi segja til hvehær hann ætti að
láta til skarar skríða.
Fíkniefnaneytandinn féllst á að
taka verkið að sér gegn borgun og
samdist um upphæð á bilinu 15 til
25 þúsund krónur. Hann fékk að
vita heimilisfangið og rann þá upp
fyrir honum að kunningi hans bjó á
hæðinni fyrir ofan verslunina. Til að
eiga ekki á hættu að vinna voða-
verk gerði fíkniefnaneytandinn
kunningjanum orð um að hann
skyldi fá viðvörun áður en íkveikjan
ætti sér stað.
Lögreglan komst á snoðir um
samsærið þegar kunninginn var
handtekinn fyrir meint fíkniefna-
misferli. Væntanlegur brennuvarg-
ur var yfirheyrður og hann játaði
fyrirætlan sína.
Ljúfur og vel þokk-
aður
Verslunareigandinn er vel þokk-
aður af þéim sem hann á viðskipti
við. Fyrir utan verslunina á Lauga-
veginum rak hann aðra í Kvosinni.
Húsnæðið leigði hann á báðum
stöðunum.
„Drengurinn lenti í vanskilum hjá
mér. En hann kom alltaf og spjallaði
við mig þegar hann gat ekki borg-
að," segir kona sem leigði verslunar-
eigandanum. „Hann reyndi að láta
dæmið ganga upp en viðskiptin
gengu bara ekki nógu vel,“ bætir
hún við.
Aðrir sem til þekkja taka í sama
streng. Athafnamaðurinn, sem er
ungur að árum, hafi reynt að standa
sig en ekki tekist að halda rekstrin-
um gangandi. Hann skuldar víða en
í fæstum tilvikum er um að ræða há-
ar upphæðir.
Lögregluna grunar að áætlunin
um að kveikja i búðinni við Lauga-
veginn sé ekki fyrsta tilraun sama
aðila til að sviðsetja eldsvoða.
Verslunareigandinn var handtek-
inn í kjölfar játningar fíkniefnaneyt-
andans og látinn laus eftir yfir-
heyrslu. Hann hefur áður komið við
sögu lögreglunn^r, meðal annars
vegna fíkniefnamála.
Síðastliðinn vetur varð eldur laus
í bakhúsi verslunar i Kvosinni. Næt-
urvörður sá til tveggja unglinga sem
pukruðust nálægt því húsi sem
kviknaði í.
Verslunareigandinn varð fyrir
nokkru tjóni vegna eldsins, og var
það bætt af tryggingafélagi. Ekki
tókst að hafa hendur í hári ungling-
anna og málið er óupplýst.
Þegar uppvíst varð um ráðagerð-,
ina milli verslunareigandans og
fíkniefnaneytandans var bruninn í
Kvosinni tekinn á ný til meðferðar
lögreglu.
Ekki er hægt að fá staðfest hver
varð árangur rannsóknar lögregl-
unnar. Jón Snorrason, deildarstjóri
rannsóknarlögreglunnar, vildi það
eitt segja að „allir brunar eru rann-
sakaðir".
Ólíklegt er að ákært verði i mál-
inu fyrr en seinnipart vetrar. Það fer
hinsvegar það orð af athafnamann-
inum að undarlega oft sleppi hann
við ákæru þó tilefnið sé ærið.
„Hann er svo vel ættaður," er skýr-
ing ónefnds heimildamanns.