Pressan - 23.11.1989, Síða 22
Fimmtudagur 23. nóv. 1989
J
Ævintýramaðurinn Bogi Jónsson selur kínarúllur að nae
óstuddur einbýlishús yfir fjölskylduna ó daginn.
Þeir eru eflaust margir sem hafa
staldrað við hjá Boga, þar sem hann
selur Kínarúllur úr einstökum sölu-
vagni sínum í Austurstræti og hefur
reyndar gert í nokkur ár. Margir láta
það verða sitt síðasta verk, áður en
haldið er heim eftir erfiða nótt á ein-
hverju öldurhúsanna, að sporð-
renna rúllu og spjalla svolítið við ná-
ungann sem afgreiðir þær. Hann er
jafnan glaðbeittur mjög, ekkert
virðist koma honum úr jafnvægi,
jafnvel þó að stundum liggi við að
menn vegi hver annan framan við
lúguna hjá honum. Hann segir
reyndar að ofbeldið i miðbænum sé
síst verra en það var þegar hann var
þar slagsmálahundur í vímuneyslu.
Það sé nefnilega þannig að í hvert
skipti sem fjölmiðlar geri mikið úr
ástandinu flykkist þeir sem eru í leit
að vandræðum á þessar slóðir, og
hafi oftar en ekki erindi sem erfiði.
Maðurinn sem um er rætt er Bogi
Jónsson, blikksmiður úr Kópavogi,
sem eytt hefur fjölda stunda í stræt-
inu í tvennum skilningi þess orðs og
hefur farið yfir heiminn þveran og
endilangan, þar sem hann fann
loksins konuna sem hann leitaði að.
Hann hefur sökkt sér í andleg mál-
efni og flotið upp á yfirborðið á ný
og byggir sér nú stórt einbýlishús á
Alftanesinu. Þegar húsið verður til-
búið getur hann nánast horft inn í
stofu á Bessastöðum, liggjandi í
baði!
Það þykir reyndar ekki svo merki-
legt í dag að fólk byggi sér stór hús
hér á landi. Hitt er kannski öllu
merkilegra að í stað þess að sökkva
sér í skuldir og þar að auki mjög
aukna vinnu, þá hætti Bogi að
vinna, keypti sér hamar og nagla,
timbur og smiðssvuntu og hófst
handa. Þegar lesendur berja þetta
viðtal augum er Bogi að Ijúka við að
gera fokhelt, aðeins þremur mánuð-
um eftir að fyrsti nagiinn var negld-
ur. Ekki hefur hann flokk trésmiða
og annarra fagmanna sér tii fullting-
is, heldur gerir hann það sem gera
þarf allt sjálfur!
Byggði slðast
dúfnakofa
Bogi er blátt áfram, nánast svo
blátt áfram að manni dettur einna
helst í hug að hann hafi fundið orð-
takið upp! Þar sem við sitjum hvor á
móti öðrum, undirritaður með skrif-
blokk og penna, hann með aðra
höndina utan um konuna sína, hina
um kaffibollann, spyr ég hann fyrst
hvernig það hafi viljað til að hann
tók upp á því að byggja sér einbýlis-
hús?
,,Það er von þú spyrjir. Þetta hófst
nú á því að árið 1982 keypti ég lóð-
ina í rugli. Á þessum tíma var mitt
sukktímabil að líða undir lok og
sennilega er þetta eitt það skynsam-
legasta sem ég tók mér fyrir hendur.
Ég lét svo teikna húsið af einhverj-
um orsökum, sennilega litið á þetta
allt saman sem stórskemmtilegt æv-
intýri, eða fjarlægan draum. Það
var grafið fyrir húsinu 1983 og ég
steypti sökklana fljótlega eftir að af
mér rann, sennilega árið 1985. Að
því loknu hélt ég að mér höndum í
nokkur ár, svona rétt á meðan ég
var að kynnast þessum Boga sem ég
hef verið að ferðast með i gegnum
tíðina. Það var svo fyrir rúmu ári
sem ég tók þá ákvörðun að bygging
þessa húss væri eitthvað sem ég
virkilega vildi að yrði að veruleika.
Ég ákvað um leið, að ég gæti byggt
það sjálfur, einn og óstuddur að
mestu, jafnvel þó að ég hafi síðast
byggt úr timbri þegar ég var fjórtán
ára og þá var byggingin dúfnakofi!
Ég hef í þessu ævintýri mínu
stuðst við þá kenningu að ég geti
allt sem í mannlegu valdi stendur, ef
ég bara vil það. Spurningin er ein-
faldlega þessi: Hversu mjög vil ég
það?
Það má eiginlega segja að hjólin
hafi svo byrjað að snúast fyrir al-
vöru á afmæli Reykjavíkurborgar,
þann 18. ágúst síðastliðið sumar. Þá
byrjaði ég að slá upp og hef verið
við þetta meira og minna síðan.
Helgarnar hjá mér eru reyndar
nokkuð frjálslega skipulagðar hvað
byggingarvinnuna varðar, enda er
ég í rúlluvagninum aðfaranætur
laugar- og sunnudaga. Þá vinn ég
iðulega frá 8—19 í húsinu, fer þá
heim og legg mig til 22, vinn í vagn-
inum frá 23—05 og er svo kominn í
húsið að nýju um tíuleytið morgun-
inn eftir.
Ég hef vissulega staðið frammi
fyrir því við þessa byggingu að nú
þurfi ég á hjálp að halda og þannig
var það til dæmis með þakið. Ég var
þess fullviss að ég réði ekki við það
einn og því var ég búinn að taka lof-
orð af kunningja mínum, sem er tré-
smiður, um að koma og aðstoða mig
þegar þar að kæmi. Örlögin höguðu
því hins vegar þannig að þegar kom
að því að setja upp fyrstu sperruna
flaug hann fyrirvaralaust til vinnu í
Svíþjóð og hann kom ekki heim fyrr
en sama daginn og ég lauk við að
smíða þakið, sem ég gerði auðvitað
einn.
Það felst kannski ákveðin bilun í
því að blikkari og rúllugerðarmaður
skuli ráðast í þetta verkefni, en ég
hef svo gaman af að sýna fram á að
það sé hægt að storka þessari bless-
uðu áunnu skynsemi okkar, sem oft
segir okkur að eitt og annað sé ekki
hægt, sem er svo ekkert mál.
Þetta brölt mitt er kannski ekki
það skynsamlegasta sem maður
gerir sjálfum sér, en þetta er engu að
síður stórkemmtilegt og verðugt
verkefni að takast á við. Ég er hald-
inn þeirri áráttu að verða stöðugt að
vera að skapa eitthvað, að sjá eitt-
hvað eftir mig, og þarna gefst tæki-
færi til þess. Auk þess hef ég senni-
lega aldrei haft jafngóð laun, þegar
grannt er skoðað. Eg á oft í megn-
ustu vandræðum með að sofna á
kvöldin vegna þess hversu mikið ég
hlakka til að takast á við næsta dag.
Það er hins vegar ekkert sjálfsagt
að fá tækifæri til að gera þá hluti
sem ég er að gera og það get ég ein-
faldlega vegna þess að ég er giftur
góðri konu. Hún vinnur alla daga í
vagninum okkar og við höfum, má
segja, sama þankagang. Við lifum
auk þess á austurlenska vísu sem
kemur meðal annars fram á matar-
reikningnum. Hann er fyrir tvo full-
orðna og tvo matfreka stráka um
17.000 kr. á mánuði, sem ég held að
hljóti að vera tiltölulega vel sloppið.
Við búum frekar ódýrt, leigjum
gamla tannlæknastofu sem búið er
að gera íbúðarhæfa, nýtum fötin
okkar betur en margur annar, feng-
um gefin gömul húsgögn sem voru
í lagi en aðrir voru hættir að nota og
fleira í þeim dúr.
Við erum þess minnug á hverjum
degi að það er mun gáfulegra að
njóta þess sem við höfum í dag, í
stað þess að ætla sér að njóta þess