Pressan - 23.11.1989, Page 23
Fimmtudagur 23. nóv. 1989
23
urlagi en byggir einn og
seinna sem mann langar í núna, ef
maður getur eignast það þá!“
Tíu Búddamunkar í
brúðkaupinu
Nú kemur það fram hér að framan
að þú fórst yfir hnöttinn þverán og
endilangan á sínum tíma, og þar
fannstu reyndar eiginkonu þína.
Hvað var það sem dró þig til jafnfjar-
lægs staðar og Thailand er?
„Það var einkum tvennt sem dró
mig þangað. í fyrsta lagi hafði ég
heyrt að næturlífið þar væri í meira
lagi fjölskrúðugt og fjörugt og í því
hafði ég hugsað mér að taka þátt.
Mér fannst ég einhvern veginn hafa
farið á skjön við það hér heima og
hugsaði mér því gott til glóðarinnar.
Hitt atriðið sem togaði svo mjög í
mig var löngun til að kynnast leynd-
ardómum austurlenskrar dulspeki
og athuga hvort ég myndi rekast á
• vissa manneskju, nokkuð gamla, en
andlit hennar hafði ég alloft séð fyr-
ir mér. Þessa manneskju tel ég jafn-
vel vera nokkurs konar andlegan
Jeiðbeinanda og það má geta þess
að ég hef fundið hana!
Ég pæli mikið í andlegum málefn-
um en ég er þess hins vegar fullviss
að yfirkeyri maður sig á þeim hlut-
um, þessum andlega krafti, þá dreg-
ur maður um leið úr þeim verald-
lega og öfugt. Það hefur verið mikil
vakning í þessum málum hér að
undanförnu og það er út af fyrir sig
ágætt. Ég held hins vegar að þrátt
fyrir að fólk trúi því að það hafi ver-
ið til áður, trúi á fyrri líf og endur-
holdganir, þá fæddumst við hér og
nú í þessu lífi, til þess að takast á við
það sem hér er. Fólk fer oft of geyst
og notar svo kannski þar að auki
„hjálpar- og bætiefni", eins og eitur-
lyf allskyns sem gera hvern mann
verri en hann er. í dag finnst mér að
ég sé búinn að ná andlegu jafnvægi,
en ég er samt viss um að eftir eitt ár
eða svo sé ég að ég var alls ekki í svo
góðu jafnvægi þegar allt kemur til
alls. Með öðrum orðum að þótt okk-
ur líði vei í dag og okkur finnist að
við séum komin á einhvern leiðar-
enda, höfum náð einhverju jafn-
vægi, þá má í raun alltaf gera betur,
alltaf bæta við.
Þetta voru sem sagt tvær megin-
ástæður þess að ég fór til Thailands
haustið 1987. Ég hafði það í flimt-
ingum þegar ég fór að kannski
myndi ég ná mér þar í konu, jafnvel
þó ég hafi ekki viljað viðurkenna að
til þess væri leikurinn gerður. Samt
sem áður hef ég kannski vitað innst
inni að eitthvað slíkt myndi gerast.
Ég hafði ekki enn fundið mér
samferðamann í lífinu, kominn
hátt á þrítugsaldurinn, og hafði
reyndar ekki stórar áhyggjur af því.
Mér fannst ég einfaldlega ekki vera
nægilega þroskaður til að kunna að
meta það sem konan mín, Nok, býð-
ur upp á og krefst. Með öðrum orð-
um að deila lífinu með öðrum. Ég
hitti Nok reyndar ekki í þessari um-
ræddu ferð. Hitt er annað mál að ég
heillaðist svo gjörsamlega af landi
og þjóð að ég var kominn til Thai-
lands að nýju í febrúar 1988, aðeins
nokkrum mánuðum eftir að ég kom
þar fyrst. Þá var ég þarna austurfrá
í u.þ.b. 2 mánuði og það var í þeirri
ferð sem ég kynntist Nok. Hún kom
svo hingað til mín það sama sumar
og ég fór til hennar rétt fyrir síðustu
áramót. Úr þeirri ferð kom ég í
febrúar síðastliðnum, kvæntur með
tvö börn.
Við giftum okkur á thailenska
vísu að búddískum sið, því ég hélt
að ég myndi sleppa auðveldar frá
slíkri giftingu en hér heima. Ég fékk
loforð um að giftingin yrði látlaus í
heimahúsi, en eftir 14 tíma nær
stanslausa dagskrá í giftingunni fóru
nú að renna á mig tvær grímur.
Þarna voru meðal annars 10 Búdda-
munkar svo nokkuð sé nefnt.
Thailand er að mínu mati land
andstæðnanna. Það má segja að
manni ofbjóði á báða vegu. Annars
vegar eru flottheitin svo gífurleg og
hins vegar örbirgðin algjör. Það
hreyfði verulega við mér að sjá fólk
sem átti ekki neitt og hafði enga
möguleika á að eignast neitt af þeim
veraldlegu hlutum sem lífið snýst
um hjá svo mörgum okkar, en
var samt svo innilega hamingju-
samt. Margfalt hamingjusamara og
áhyggjulausara en við sem búum
við alít þetta lífsöryggi og öll þessi
gæði. Svo það er ekki nema von að
maður spyrji sig hvað sé í gangi hér
heima?!"
Vilja konuna mína
leigða
Þú ert kvæntur og konan þín er úr
annarri heimsálfu, þar sem lífið hef-
ur upp á allt aðra hluti að bjóða og
krefst allt annarra hluta af fólki. Er
erfitt að eiga thailenska konu á ís-
landi?
Það má segja að það sé hörku-
vinna en uppskeran er líka í sam-
ræmi við það. Einn af kostunum við
það er sá að þegar ég þarf að út-
skýra fyrir henni hluti sem mér
finnst sjálfsagðir sé ég að þeir eru í
raun alls ekki svo sjálfsagöir. Hlutir
sem við tökumst í mörgum tiffellum
á við upp á hvern einasta dag. Sem
dæmi get ég nefnt alla þá skatta sem
við höfum hér. Til hvers eru þeir? Til
hvers er rafmagnseftirlit, eða heil-
brigðiseftirlit? Af hverju eiga versl-
unarmenn sér frídag? Af hverju
breytast íslendingar svo um helgar.
Sumir verða einstakir vinir manns,
svo góðir að maður losnar jafnvel
ekki við þá heilu og hálfu kvöldin,
en svo líta þeir ekki upp úr götunni
á virkum dögum. Aðrir ganga ber-
serksgang að nóttu til, illa til reika
og sjást svo eftir helgi í stífpressuð-
um buxum með bindi og skjala-
tösku.
Nok hefur, eins og ég sagði áðan,
verið í vagninum að deginum til og
oft er hún reyndar með mér þar á
nóttunni. Því er ekki að neita að við
höfum orðið fyrir nokkru aðkasti
frá fólki, t.d. hefur eldra fólk stund-
um sagt henni að hunskast heim til
sín og láta ekki sjá sig hér. Fólk hefur
líka spurt mig í fyllstu einlægni
hvort ekki sé hægt að fá konuna
mína leigða eina og eina nótt, eða
hvað drátturinn kosti! Ég get nefnt
sem dæmi að eitt sinn kom til mín
maður sem var með konu upp á
arminn. Hann spurði mig si svona
hreint út hvort hann fengi ekki kon-
una mína leigða eina nótt. Ég spurði
hann að bragði hvað nóttin kostáði
hjá hans konu og hann gekk gjör-
samlega af göflunum, svo móðgað-
ur varð hann!
Ég get ekki orðið vondur út í þetta
fólk, en mér sárnar verulega hvað
fólk getur orðið lokað og tillitslaust.
Kannski má rekja þetta ástand fólks
til þess hraða, þeirrar óánægju og
streitu sem alltof mörg okkar eru