Pressan - 23.11.1989, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 23. nóv. 1989
25
NO
spam
23. nóvember—28. nóvember
(21. mars—20. upril)
Metnaöi þínum veröur aö einhverju leyti
fullnægt næstu dagana. Þú munt lenda í
þeirri aðstööu aö hitta fólk í háum stöðum
sem getur reynst þér afskaplega vel ef rétt
er á málum haldið. Gættu þín einungis á aö
þaö komi skýrt og greinilega fram að þú get-
ir tekið við fyrirskipunum jafnauðveldlega
og þú getur skipaö fyrir.
rrv-l (21. upril—20. mui)
Pér munu berast góöar fregnir einhvern
tíma vikunnar, en það er ekki víst að þú skiljir
til hlítar i hverju góðu tíðindin eru fólgin.
Bjartsýni á lífið og tilveruna mun hjálpa þér
við að ná áttum, gaettu hins vegar alla tíð að
því að sýna einlægni og koma fram af heil-
indum við alla, hverjar sem aðstæður eru.
(21. mui—21. júni)
Vertu á verði, ekkert er nákvæmlega eins og
það sýnist, jafnvel ekki hjá þinum bestu vin-
um. Það sem gerist að tjaldabaki er stund-
um mun mikilvægara en það sem gerist í
allra augsýn. Hugsanlega reynir einhver að
blekkja þig og ef þú þarft að halda einhverju
leyndu skaltu alls engum segja frá því. í raun
er engum treystandi um þessar mundir.
. (22. júni—22. júli)
Ástvinir þinir eiga það skilið að þú komir
fram við þá af hlýju og nærgætni. Það mtin
borga sig í fleiri en einum skilningi þegar til
lengri tima er litið. Láttu hefðirnar lönd og
leið, breyttu til þannig að þess sjáist merki.
Hér er ekki bara verið að tala um að skipta
um rás á útvarpstækinu.
(23. júlí—22. útjúsl)
Óhófleg bjartsýni getur komið þér í koll,
bæði í vinnu og ekki síður í umgengni við
fólk. Ekki eyða peningum áður en þeirra er
aflað og ekki treysta um of á aðstoð annarra,
þú getur alltaf lent í því að þurfa að gera allt
sjálfur og þá er um að gera að hafa til þess
timann. Raunsætt mat á aðstæðum er gott
þegar fram i sækir.
a*
(23. ágúst—23. sept.)
Gættu þess alltaf að eiga tíma frátekinn fyrir
skemmtan og afslöppun. Þér hættir til hins
gagnstæða. Ferðalög gætu orðið skemmti-
leg einmitt nú á þessum árstima þegar eng-
inn býst við neinu úr þeirri áttinni, sérstak-
lega ef einhver nákominn fæst í stutta ferð
með þér.
(23. sept.—24. okt.)
Til þín verða gerðar óvenjulitlar kröfur á
þessum næstu dögum. Það hefur í sjálfu sér
enga merkingu, en á hinn bóginn gerir það
að verkum að þú getur tekist á við verkefni
sem þú hefur lagt til hliðar og geymt betri
tima. Sá tími er kominn. Ekki láta happ úr
hendi sleppa. Tækifærin gerast ekki betri.
(24. okt.—22. nóv.)
Hugmynd um að styðja ákveðið málefni
hefur skotið upp kollinum. Nú er rétti tíminn
til að gera það og láta skeika að sköpuðu um
hvort þú þarft að leggja á þig meira eða
minna til að ná árangri. Þitt göfuga framlag
mun afla þér nýrra vina og gera tilveruna lit-
rikari og auka henni tilgang.
^ (23, nóv.—21. des.)
Vertu undir það búinn aö notfæra þér að-
stæðurnar hverju sinni. Taktu meira frum-
kvæði en þú hefur gert; þú hefur ekki mikið
um það að segja hvað nákvæmlega gerist í
þínu nánasta umhverfi, en þú getur ráðið
með hvaða hætti það hefur áhrif á þig.
Gættu þín á að sýna ekki of augljóslega til-
finningar eða opinbera hugsanir um menn
og málefni. Þögnin getur verið gulls ígildi.
m
^ ’ T (22. des.—20. jan.)
Skilin milli vináttu og ástar geta orðiö óljós
i huga þínum vegna ákveðins atviks sem
hendir þig. Gættu þin á að kasta ekki frá þér
góðum vini vegna þess að þið eigið ekki
saman sem elskendur og sómuleiöis eru
elskendur ekki alltaf vinir þegar á þarf að
halda. Ekki vera feiminn viö að kynnast nýju
fólki og ná vináttu þess.
w J M (21. janúur—10. febrúar)
Þú ert fullur sjálfstrausts um þessar mundir.
Nýttu þér það. Taktu forystu í hópi sem hef-
ur alltaf vantað einhvern til að taka af skarið.
Láttu vita að þú Kafir það sem þarf til að vera
í forsvari. Gættu þín hins vegar á því að
ganga ekki um of fram í þessum málum.
Flas er ekki til fagnaðar.
(20. febrúar—20. mars)
Ákveðin merki benda til afbrýðisemi í ein-
hverju þeirra sambanda sem þú stendur í.
Óljóst er hver nákvæmlega öfundar þig eða
af hverju og það veldur þér bobba, en þú
finnur skrýtna tilfinningu leika um loftið á
stundum. Taktu þessu með jafnaðargeði,
þetta gengur yf ir ef menn gæta þess að hafa
taumhald á sér. Réttu hinn vangann, það
gengur oftast vel.
i tframhjáhlaupi
Önundur Björnsson,
prestur og bókaútgefandi
Gæti síst verið én
leiðinlegs fólks
— Hvaöa persóna hefur haft
mest éhrif á þig?
„Foreldrar mínir án tvímæla."
— Án hvers gætirðu síst ver-
iö?
„Leiðinlegs fólks samkvæmt
frekari skilgreiningu sem ég fer
ekki út í að sinni."
— Hvaö finnst þér leiðinleg-
ast?
„ Að þurfa að ganga á eftir fólki
með sjálfsagða hluti."
— En skemmtilegast?
„Þegar hlutirnir ganga upp og
ég er metinn að verðleikum."
— Hvað fer mest í taugarnar
á þér?
„Björn Björnsson meðan hann
gegndi stöðu bankastjóra Al-
þýðubankans."
— Manstu eftir einhverri
ákvöröun sem breytti miklu
fyrir þig?
„Þegar ég ákvað að hætta
prestskap og stofna útgáfufyrir-
tækið Tákn með Guðmundi
Árna Stefánssyni."
— Við hvað ertu hræddur?
„Mistök af hálfu hvers sem er."
— Hvenær hefurðu orðið
glaðastur á ævinni?
„Þegar börnin litu dagsins Ijós
og alltaf þegar ég get staðið við
gefin loforð."
— Ef þú þyrftir að skipta um
starf, hvað vildirðu helst taka
þér fyrir hendur?
„Prestskap og þurfa ekki að
vera bónbjargamaður eins og
menn þurfa í þeirri stétt og hafa
þurft að vera vegna lágra launa."
— Áttu þér draum sem þú
vilt upplýsa?
„Að það sem ég tek mér fyrir
hendur hverju sinni gangi far-
sællega upp."
lófales
I þessari viku:
Steinar
(strákur,
fæddur 22.3. 1977)
Fæðing þessa barns gekk ekki
eðlilega fyrir sig. A.m.k. hafa
læknavísindin eitthvað þurft að
grípa þar í taumana.
Þetta er drengur, sem að öllum
líkindum hefur við vandamál að
stríða sem snerta höfuðið eða
jafnvægisskynið. Þrek hans og út-
hald aukast hins vegar stöðugt
með árunum. Hann er dagfars-
prúður og umburðarlyndur.
Þetta er afar greindur en mjög
viðkvæmur drengur, sem þarf
mikla hlýju og umhyggju. Hann
þarfnast einnig töluverðrar vernd-
ar og uppörvunar, því eitthvað
skortir á sjálfstraustið. Hann hefði
gott af að stunda mikið íþróttir.
Drengurinn verðurlengi háðurfor-
eldrum sínum og æskuárin eru
góður tími í lífi hans. Hann verður
mjög varkár í tilfinningamálum,
raunsær og hagsýnn — og alls
ekki tilbúinn til að kvænast fyrr en
eftir 26 til 27 ára aldur. Hann þarf
að vera í vernduðu umhverfi og
sækist eftir ró og næði.
Seint á unglingsárum eða upp
úr tvítugu verður stefna hans í
námi fastmótuð og það er líklegt
að hann snúi sér að einhverjum
vísindum sem ævistarfi.
VILTU LÁTA LESA
ÚR ÞÍNUM LÓFA?
Sendu þá tvö góö Ijósrit af
hægri lófa (nema þú sért örv-
hent/ur) og skrifaðu eitthvert lykil-
orð aftan á blöðin, ásamt upplýs-
ingum um kyn og fæðingardag.
PRESSAN — lófalestur, Ármúli
36, 108 Reykjavík.
AMY
ENGILBERTS
m
>7
fi
draumar
. . .Ijósan ber hún lokkinn.. .
Og illt er að missa lokka sína í
draumi. En fleira er varhugavert.
Það er forn ráðning að slæmt sé að
dreyma sig missa tönn. Hvernig
gæti það verið öðruvísi? Fyrir daga
tannlæknanna var það eitt af áföll-
um hversdagslífsins að missa tenn-
ur. Útlit og heilsa biðu hnekki. Slíkt
gat héldur ekki boðað gott í draumi.
Tannmissir er vinarmissir eða vin-
áttuslit. Ef mikið blæðir verður
sorg manns langvinn og sár. Sérlega
slæmt er að missa augntönn í
draumi. Að dreyma tennur sínar
lausar og skröltandi er talið fyrir
veikindum, fremur þó á einhverjum
nákomnum en dreymandanum
sjálfum. En ef engin tönn dettur þó
úr, fær sjúklingurinn bata. Að missa
tönn getur einnig verið missir barns
eða ættingja. Fallegar tennur
boða aftur dreymandanum gott.
Draumar varðandi útlit manns
eru yfirleitt skýrir og auðráðnir eins
og sést á draumum um tennurnar.
Svipað gildir þykist maður misaa
hönd eða fót, draumurinn bendir
til missis og því meiri sem manni
þykir blæða meira. Þykist maður
hafa áverka eða sár sem saumað
hefur verið saman er það áfall
sem maður kemst yfir.
Þá skiptir ekki litlu hvernig maður
er hærður í draumum sínum. Að
hafa sítt, þykkt hár er gæfudraum-
ur. Hrokknir loklcar eru líka gæfu-
legir. Forn er sú ráðning að hver
lokkur tákni afkomanda dreymand-
ans. Þannig dreymdi Hálfdán
svarta, föður Haraldar hárfagra, að
hann hefði mikið og sítt hár sem
hrökk alit í allavega litum lokkum.
Draumur þessi var ráðinn á þann
veg fyrir kónginn að af honum
kæmi mikil ætt — og auðvitað var
því bætt við að allt yrðu það
konungar og stórmenni, en máske
hefur það nú verið af því að
dreymandinn vildi gjarna hlusta á
það.
Að dreyma sig gráhærða/n eða
missa hár í draumi er fyrir mótlæti.
Þykist maður greiða sér og greiðan
fyllist af hári er það einnig fyrir
örðugieikum eða leiðindum.
Draumar um hár snerta mjög oft
ástamál og fjölskyldulíf. Eins og um
ástamálin er flestu fólki mjög annt
um hár sitt, vill hafa það fallegt og
aðlaðandi og leggur bæði tíma og
peninga í að svo megi verða. Það er
því ekki svo undarlegt þó að í
draumum okkar sé hárið táknrænt
fyrir lífsgæfuna. Ef við gæfum því
eins mikinn tíma að rækta heimilis-
hamingju okkar og við gefum hár-
snyrtingunni, mörg hver, trúi ég að
minna yrði um neikvæða drauma
um horfið hár.
Draumar um mildð og fallegt
skegg eru einnig taidir körlum góðs
viti. Dreymi konu að hún sé komin
með skegg mun hún bera ábyrgð og
standa í framkvæmdum. Þessi ráðn-
ing er auðsjáanlega gömul, frá þeim
dögum þegar valdamenn þjóðfé-
lagsins voru síðskeggjaðir öldungar.
Að raka skegg af sér er þá að sjálf-
sögðu fyrir leiðindum og tjóni. Að
hafa sítt skegg sem maður setur
innundir peysu eða skyrtu merkir
að maður hefur meira vald en í
fljótu bragði sýnist og getur haft
áhrif ef maður vill. Og megi ykkur
öll dreyma að þið séuð með dragsítt
hár eða skegg.
Steinunn Eyjólfsdóttir