Pressan


Pressan - 23.11.1989, Qupperneq 28

Pressan - 23.11.1989, Qupperneq 28
11 þessar mundir er að koma á markað endurminningabók Sverris Hermannssonar banka- stjóra, sem þekktur er fyrir að segja meiningu sína umbúðalaust. í bókinni heldur Sverrir því m.a. fram að í stjórnarmyndunarviðræðum árin 1974 og 1979 hafi Gunnar Thoroddsen verið með í huga svip- að ,,plott“ og síðan gekk upp við myndun stjórnarinnar árið 1980, þegar hann varð forsætisráðherra. Einnig fullyrðir Sverrir að Geir Hallgrímssyni hafi verið settir úr- slitakostir á fundi i Stykkishólmi, sem urðu til þess að hann bauð sig ekki fram í formannskjöri í Sjálf- stæðisflokknum — og þannig hafi Þorsteini Pálssyni verið tryggt embættið... Íf jölmiðlar sem greindu frá átök- unum á landsfundi Alþýðu- bandalagsins virðast hafa horft framhjá þeirri niðurstöðu sem varð hvað alvarlegust fyrir stöðu Ólafs Ragnars. Hún er sú að eftir þennan fund virðist ölium helstu stuðnings- mönnum hans hafa verið ýtt til hlið- ar. Landsfundurinn var nokkurs konar endapunktur á hreinsunum í kringum höfuðóvininn Ólaf Ragnar. Má nfja upp að fyrir tveimur árum var Össur Skarphéðinsson felld- ur í kosningu til framkvæmdastjórn- ar og fyrir þennan landsfund var honum ýtt til hliðar við fulltrúakjör- ið í Alþýðubandalagsfélaginu í Reykjavík. í vor fór Mörður Árna- son ritstjóri út í hreinsuninni á Þjóð- viljanum og nú er Kristín Ólafs- dóttir hætt í framkvæmdastjórn flokksins, Svanfríður Jónasdóttir felld úr varaformannssætinu og Björn Grétar Sveinsson hættur sem ritari. „Það er enginn eftir í ábyrgðarstöðu innan flokks eða blaðs nema Ólafur úr þessum armi flokksins," sagði viðmælandi PRESSUNNAR sem hefur góða inn- sýn í gang mála. Þess ber þó að geta að þeir Björn Grétar og Már Guð- mundsson, efnahagsráðgjafi Ólafs, fengu kosningu í framkvæmda- stjórnina, en næstkomandi mánu- dag mætir stjórnin til síns fyrsta fundar og ákveður hverjum skuli falin formennskan. Útilokað er að annar hvor þeirra fái stöðuna en heimildir okkar herma að trúlega haldist samkomulag um að „miðju- maður“ sem ekki er of brennimerkt- ur af átakafylkingum verði fyrir val- inu... Þ að getur vel farið svo að hér á landi verði stofnaður sérstakur kvennabanki að erlendri fyrir- mynd. Ekki er um að ræða banka, sem verslar með konur (sbr. sæðis- banki), heldur banka sem konur starfrækja til þess að auðvelda kvenfólki að verða sér úti um fjár- magn vegna atvinnurekstrar. Kvennabankar eru starfandi í ýms- um löndum og eiga þeir aðild að Ai- þjóðakvennabankanum og það myndi hugsanlegur banki hér á landi einnig gera. Konur innan Kvennalistans hafa kynnt sér mál- ið og eru um þessar mundir að viða að sér frekari gögnum til að kanna hvort mögulegt sé að stofna slíkan kvennabanka á íslandi... íHemar við ýmsar deildir há- skólans hafa árlega þegið veislur á kostnað ríkisins í ráðuneytum og opinberum stofnunum, eins og fram hefur komið í tengslum við alla „brennivínsumræðuna" undanfar- ið. Yfirleitt er yfirskinið „námsferð" eða „kynning" þegar haldið er til slíkrar veislu. Fyrir örfáum vikum fengu laganemar svo að sækja flug- málastjórn heim og var höfðing- lega tekið með víni og veisluföng- um öðrum. Það er þó varia á færi annarra en færustu lögskýrenda að túlka hvernig slíkt má samræmast lögfræðinámi, nema þá að skyndi- legur áhugi hafi vaknað á sérnámi í loftferðarétti... H^Éargir stuðningsmanna Ól- afs Ragnars eru fokvondir út í for- manninn fyrir „að svíkja" Svanfríði Jónasdóttur á landsfundinum. Þeir benda á að hann hafi staðfest í viðtali við Stöð 2 að hann hafi vitað þrem vikum fyrir fundinn að flokks- eigendafélagið ætlaði að fella hana en Ólafur lét ekkert uppi um það við sína menn. Andstæðingar Ólafs segja nú að þeir hafi leitað eftir sam- komulagi við hann fyrir fundinn um að koma sínum manni í varafor- mannsstólinn án kosningaátaka. Þá eru Ólafsmenn margir óhressir með að hann skyldi ekki berjast fyrir Svanfriði á landsfundinum sjálfum og steininn hafi svo tekið úr þegar hann lýsti engri andúð sinni á út- komunni þegar úrslit lágu fyrir og virtist bærilega sáttur við varafor- mannsskiptin... f^urnherbergið í Sambandshús- inu var nýlega tekið í notkun. Her- bergið er innréttað fyrir óformlega fundi ráðamanna Sambandsins með nokkrum stökum stólum og veit- ingaborði. Útsýni í Reykjavík er óvíða betra en úr turnherbergi Sam- bandshússins við Kirkjusand. .. NOKKRAR GRÁÐUR Á GELSÍUS GETA RÁDID ÚRSUTUM NÁKVÆM ÞJÓNUSTA TRYGGIR VERÐMÆTI Þekking flutningafyrirtækis á þörfum viðskiptavina speglast í öruggu flutninga- kerfi enda ræður vörumeðferð oft úrslitum um hvaða verð fæst fyrir farminn þegar á markað er komið. Þegar EIMSKIP flytur vandmeðfama vöru á borð við fisk eða ávexti fylgjast starfsmenn félagsins nákvæmlega með hitastigi og ástandi gáms - allt frá dyrum seljanda að dyrum kaupanda. Gámar EIMSKIPS eru í stöðugri endur- nýjun og eru þeir ásamt vöruskálum félags- ins sniðnir að kröfum viðskiptavina um meðferð og hitastig hverrar vöru. ALHLIÐA ÞJÓNUSTA LÆKKAR KQSTNAÐ Þau fyrirtæki, sem velja alhliða flutn- ingaþjónustu EIMSKIPS, komast hjá óþarfa umstangi og áhættu og lækka þann- ig heildardreifingarkostnað sinn. Fullkomið upplýsingakerfi EIMSKIPS auðveldar eftirlit með vörum viðskiptavina og dregur úr hættu á að sendingar þeirra misfarist. Þeir geta á skömntum tíma fengið nákvæntar upplýsingar um hvar varan er í flutningakerfinu. Sú vitneskja reynist ómetanleg við birgðahald, skipulagningu og í samskipt- um við erlenda viðskiptaaðila. ÖRUGG ÞJÓNUSTA GREIÐIR FYRIR VIÐSKIPTUM Forráðamenn fyrirtækja vita að í áætl- unum sínum geta þeir reitt sig á faglega þjónustu og þróað flutningakerfi EIMSKIPS. Það er EIMSKIP kappsmál að njóta þess trausts áfram með því að vera vakandi yfir síbreytilegum þörfum viðskiptavina sinna. EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.