Pressan - 18.01.1990, Side 4
lítilræði
af 70 kvæðum Þorgeirs
Menn sem kunna til verks eru oft heldur illa
séöir.
Og ekki nema von, því þegar öllu er á botn-
inn hvolft eru hæfir menn oftast til stórvand-
ræöa, ekki síst ef einhverjir vitsmunir fylgja
hæfninni, aö ekki sé nú talað um náöargáfu.
Hæfur maöur á þaö til aö valda umhverfi
sínu og samferöamönnum miklu hugarangri
vegna þess aö meö hæfni sinni varpar hann
stundum skugga á umsvif hinna vanhæfu sem
jafnan eru í meirihluta og getur jafnvel lætt
þeirri hugmynd inn hjá saklausu fólki að hand-
vömm sé ekki sjálfsagður hlutur eöa náttúru-
lögmál.
Ljóöskáld sem er vitsmunavera, kann til
verks og hefur þaraðauki í hjartabrjóstinu fal-
inn þann eld sem kallaöur hefur veriö náöar-
gáfa, er mesta óþurftarskepna vegna þess aö
meö kvæöum sínum getur hann slysast til aö
sýna framá aö Ijóö þurfa ekki endilega aö vera
vond.
Meö einni Ijóðabók, eöa bara einu kvæöi, er
hugsanlegt aö gera lungann af allri íslenskri
samtímalýrik aö fánýtu kjaftæöi.
Ljóðskáldi, sem hefur slíkt tortímingarvald, á
ekki aö hampa, og vænlegast aö þegja hann í
hel þó ekki væri nema af tillitssemi við hina
fjölmörgu sem viö Ijóðlist fást.
Þaö fer einlægt um mig hrollur þegar þeir
sem kunna til verks láta hendur standa framúr
ermum, tildæmis trésmiöir.
Ég fyllist einkennilegum óhug þegar ég sest
viö eldhúsborð sem smíöaö er af slíkri íþrótt aö
allir fætur eru jafnlangir og ég hugsa til þess
með hryllingi hvað ég á oft eftir aö komast í
uppnám útaf hrákasmíðinni á öllum hinum
eldhúsboröunum sem velta á mislöngum fót-
unum.
Og stundum er ég andvaka útaf þeim fáu
andans mönnum á íslandi sem kunna til verks:
málurum sem kunna aö mála, söngvurum sem
kunna aö syngja, leikurum sem kunna að leika,
spilurum sem kunna að spila o.s.frv.
Má ég þá heldur biöja um fúskarana sem
gera engum mein.
Enda eru þeir, sem betur fer, lífseigari held-
uren hinir hæfu og afsannar þaö kenningu Dar-
wins um náttúruvalið og þá furðulegu tilgátu
aö hinir „hæfustu" lifi af, kenninguna sem H.
Spencer kallaöi „Survival of the fittest".
Ég held aö þessi kenning gæti svosem átt
viö allt sem lífsanda dregur, nema kannske
mannskepnuna.
Og þó mætti, til aö sleppa hundalógikkinni
ekki alveg, eftilvill segja sem svo, aö sá yröi
langlífastur sem hæfastur væri í vanhæfninni.
Bækur koma út hérlendis einusinni á ári, fyrir
jólin.
Söluhæstu bækurnar eru jafnan þær sem
mesta fá umfjöllun og auglýsingar, aö viö-
bættu því sem þjóöin hefur smekk fyrir.
í ár hlutu bestu viðtökurnar útlendur eldhús-
reyfari og „Sagan sem ekki mátti segja", en þaö
var saga sem einhver maöur haföi lofaö pabba
sínum — gott ef ekki á dánarbeðnum — aö
segja ekki og var eiðrofið notað sem auglýs-
ingatrikk.
Smekkur sem íslensku þjóöinni finnst greini-
lega afar aölaöandi.
Annars ætla ég ekki aö fara aö fella dóm á
litteratúrinn sem kom út fyrir þessi jól. Þaö
hafa aðrir svo sannarlega gert meö litríkum
hætti og miklu brambolti í skrautlegum aug-
lýsingum.
Síöan hafa, aö venju, verið tilkvaddir sér-
stakir bókvitsmenn, stundum kallaöir bók-
menntagagnrýnendur, og úr þeirra stílvopnum
hefur svo streymt ómælt blek í fræöilega og
vitsmunalega úttekt á hverju hugverki fyrir sig,
mörghundruö titlum, í íslenskum fjölmiölum,
svona einsog til aö leiðbeina fólki um þaö hvaö
þaö eigi aö kaupa til aö gefa.
Og kallað bókmenntagagnrýni.
Einn er sá pési sem menningarvitarnir hafa
enn ekki fundið og kannske eins gott, því hér
er um aö ræöa hættulegt góss sem rak á af-
skekkta fjöru á annarlegri strönd í jólabókaflóð-
inu og mætti líkja viö tundurdufl svo hættulegt
sem bókagagnrýnendum virðist aö nálgast
þaö.
Þetta eru 70 kvæöi Þorgeirs Þorgeirssonar í
lítilli yfirlætislausri bók, afrakstur þrjátíu ára.
Þaö er til marks um hve háskalegt innlegg
þessi Ijóðabók er í íslenska nútímalýrikk aö
mér vitanlega hefur ekki nokkursstaöar birst
stafkrókur um kverið. Ljóöelskir menningarvit-
ar, bókrýnendur og gagnrýnar hafa ekki rekiö
upp bofs um útgáfu þess, hvað þá aö þaö væri
tilnefnt til verðlauna einsog nú er aö veröa
plagsiður um eitt og annaö.
Eftilvill ætti Þorgeir að vera jafnstoltur af
tómlætinu og verkinu sjálfu.
Kannske er hann ekkert stoltur. Kannske
finnst honum þetta bara sjálfsagt, eðlilegt og
ekkert merkilegt.
Það er svo undarlegt aö þannig hugsa
stundum þeir sem eru hæfir, kunna til verks og
búa yfir náðargáfu.
Aö segja hug sinn eftir kúnstarinnar reglum
er bara verk sem þarf að vinna og vísast aö
smíðagripurinn verði nothæfur um langan ald-
ur þó pottaglamri, jólaklukkum og horna-
blæstri sé sleppt þegar hann lítur dagsins Ijós
og launaðirsérfræðingar hafi ekki veriö keyptir
til aö mæra hann í fjölmiðlum.
Um þessa litlu Ijóðabók get ég lítið sagt,
kannske ööru fremur vegna þess aö mér verö-
ur stundum oröfall þegar eitthvaö rétt, satt,
fallegt og gott verður á vegi mínum.
Ég býst við aö fleirum en mér fari eins, þegar
þeir lesa þessi Ijóö og jafnvel þó þeir hafi um
langan aldur „sýslaö viö orðin" eöa einsog Þor-
geir segir í lokaerindi Ijóðsins „ég sem hef
sýslað við orðin
ég sem hef sýslað við orðin
einsog maður sem á
undir vindanna náð
og í vonum
velflesta úrkosti sína
stend hér á víxlaratorgi
og betla mér orð
handa örsoltnum
hugsunum mínum
handan við umferðargný
handanvið
umferðargnýinn og verslunarglauminn
Kvæöin í þessari bók veröa ekki þöguö í
hel.
Og þó ganga megi útfrá því sem vísu aö
hinir vanhæfu veröi oftast langlífari en hinir
hæfu, má telja fullvíst aö þessi kvæöi lifi eft-
ir aö flest þaö, sem lengi hefur á íslandi ver-
iö sett saman undir samheitinu „Ijóö", er
löngu búiö aö geispa golunni.
Kodak
Express
MÍIVÚTUR
Opnumkl. 8.30.
iffnnTiniiimimmimif
ljósmyndaþjónustan:hf
. LAUGAVEGI 178 ■ SÍMI 68 58 11
....................
mm