Pressan - 18.01.1990, Side 6

Pressan - 18.01.1990, Side 6
6 mjög lagleg kona. Ég hef kynnst íslenskum bridge- spilurum og er kunnugt um að ís- lendingar eiga mjög gott bridgelið sem leikur á alþjóðamótum. Fyrir um það bil viku var mér boðið að leika á bridgemóti á íslandi, en því miður kemst ég ekki vegna anna. Ég verð mjög upptekinn þetta ár og alveg fram í maí 1991. Ég hef mikið. að gera núna og ég er mjög ánægð- ur með það. Mér hafa boðist fleiri hlutverk í kvikmyndum eftir að það varð ljóst að ég er orðinn gamall og þessi erfiði tími á milli aldursskeiða er liðinn." — Er það góð tilfinning? „Já, þessi tími, þegar maður er hvorki ungur né gamall, er mjög erf- iður. Kvikmyndaleikstjórarnir vita ekki hvort þeir eiga að láta mann segja: Ég elska þig, eða segja: Meg- um við tala við dóttur þína? Nú er Ijóst að héðan í frá mun ég leika gamla menn. Það er dásamleg til- finning, vegna þess að nú er ég sátt- ur við sjálfan mig. Þessi barátta er mjög erfið, líka í einkalífinu. Fólk segir ,,ó, hann er svo sætur" og svo sér það allt í einu að maður er orð- inn gamall. Þá verð ég að ákveða það með þeim að ég sé orðinn gam- all. Nú hefur mér verið boðið að leika mjög áhugaverð hlutverk, í rauninni miklu áhugaverðari hlut- verk en áður, þegar það var aðal- lega útlitið sem þurfti að nota.“ Kvæntist stjörnunni — Þú hefur nýlega lokið við að leika í kvikmynd á Ítalíu, er það ekki? „Ég lék þar í mynd sem var skrif- uð af einum besta handritahöfundi Itala, Nino Guerra, sem hefur skrif- að handrit fyrir helstu kvikmynda- leikstjóra Ítalíu, svo sem Antonioni og Fellini, þar á meðal Amarcord Þetta er mjög rómantísk mynd um sjötug hjón, sem hafa verið gift í fjörutíu ár og fara í ferðalag saman. Falleg og klassísk mynd og mjög einföld. Næsta mynd sem ég leik í verður gerð á Fnglandi og þar leik ég með Peter O’Toole. Það verður mjög athyglisverð mynd." — Hvenær byrjaðirðu að leika í kvikmyndum? „Ég byrjaði i Egyptalandi 1953. Þá var ég 21 árs og ég kvæntist leik- konunni sem lék á móti mér. Hún var stjarna í Egyptalandi. Við skild- um hins vegar fyrir tuttugu árum. Við eigum einn son. Hann er upp- kominn og býr í Montreal í Kanada. Hann á einn son sem heitir líka Omar og er sex ára. Ég lék í um það bil tuttugu mynd- um í Egyptalandi. Svo lék ég í Arab- íu-Lárens og þannig hófst hinn al- þjóðlegi ferill minn. Ég hef sem sagt leikið í kvikmyndum í 37 ár. Ef ég hefði verið opinber starfsmaður væri ég komin á eftirlaun!" — Hvaða hlutverk er þér kær- ast? „Það veit ég ekki. Það er skrýtið að hugsa svona. Ég hugsa bara um morgundaginn. Um næsta hlutverk. Sum hlutverkin voru góð, en tök- urnar voru erfiðar og mér leið ekkis vel. Ég minnist kannski annarra með ánægju, enda þótt kvikmyndin hafi ef til vill ekki verið mjög merki- leg. Jafnvel með meiri ánægju en annarra hlutverka í kvikmyndum sem urðu frægar. Það er lífið sem er mikilvægt og vinnan er hluti af líf- inu.“ — Hefurðu leikið í leikhúsi? „Já, á Englandi fyrir fjórum árum. Leikritið var á fjölunum í sjö mánuði og ég hafði mikla ánægju af að leika í því. Nú ætla ég að setja leikrit á svið hér í Frakklandi í lok þessa árs og leika í því sjálfur. Það er amerískt Ieikrit sem aldrei hefur verið sett upp áður og ég læt sjálfur þýða það á frönsku. Mér finnst gaman að leika í leik- húsi vegna þess að í kvikmyndun- um fer allt eftir leikstjóranum. Ef hann er góður eru leikararnir góð- ur, ef hann er slæmur eru leikararn- ir líka slæmir. Allt er á hans valdi, en ekkert á valdi leikarans. En á svið- inu stjórnar leikarinn hraðanum. Ef maður finnur að áhorfendur eru að byrja að verða órólegir getur maður aukið hraðann. Ef maður leikur illa í leikhúsinu er það manni sjálfum að kenna. Hins vegar ber leikstjórinn ábyrgðina, ef maður leikur illa í kvikmyndum. Það er hægt að taka mann beint af götunni og láta hann leika í kvikmynd og hann getur verið frábær, ef leikstjórinn er góð- ur. Það er auðveldara að leika í leik- húsi, ef maður er verulega góður leikari. Það sem er erfiðast af öllu er að leika vont hlutverk hjá vondum leikstjóra. Að leika í kvikmynd er mjög auðvelt ef leikstjórinn er góð- ur og hlutverkið gott.“ Mér mistókst i einkalífinu — Hefurðu leikið í kvikmynd- um í Egyptalandi síðan í gamla daga? „Ég gerði eina mynd í Egypta- landi. Eg skrifaði handritið, stjórn- aði og lék í myndinni. Hún fékk mjög góða dóma. Hún fjallaði um pólitísk og félagsleg vandamál heima og gagnrýndi ástandið þar. Ég fékk raunar verðlaun fyrir mynd- ina á nokkrum litlum kvikmyndahá- tíðum. Ég fer heim svona einu sinni eða tvisvar á ári en það þreytir mig. Ég er of vinsæll þar! Þá langar mig aftur til Frakklands þar sem fólk læt- ur tilfinningar sínar í ljós á kulda- legri hátt. Mér finnst það ágætt, því þá fæ ég að vera í friði.“ — Frægðin hefur þá ýmsa ókosti? „Ég er orðinn vanur þessu núorð- ið. Þegar ég fer á mannamót bý ég mig undir það í huganum að fólk komi til mín og vilji tala við mig og fá eiginhandaráritun. Og þá er þetta ailt í lagi, ég get þolað það. Ég fengi áreiðanlega áfall ef ég færi út á götu og enginn þekkti mig! Ég hugsa að ég yrði líka óánægður með það! Það sem er hræðilegt við frægð- ina er ekki þessi ágangur fólks, held- ur það að maður getur ekki átt einkalíf. Mér hefur mistekist hrapal- lega í einkalífi mínú.-’Ég hef ekki gifst eftir að ég skildi fyrir tuttugu árum. Það er útilokað. Engin kona myndi þola að lifa svona lífi með mér, að vera stöðugt á ferðalögum og búa á hótelum alla ævina. Það er heldur ekki hægt að ætla að búa saman, en vera stöðugt aðskilin. Það er þetta sem er erfitt. Sonur minn og sonarsonur búa í Montreal, móðir mín býr í Madrid og systir mín í Bandaríkjunum svo ég hef ekki þá ánægju, sem er fólgin í því að hafa fjölskyldu sína nálægt sér. Mig langar til að eiga fjölskyldu, eða eiga félaga. Konu til þess að búa með.“ Daglega flengdur með inniskó — Sérðu eftir þessu núna? „Nei, ég get ekki sagt það. Ég veit ekki hvað hefði orðið annars. Kannski hefði ég átt betra líf ef ég hefði ekki orðið frægur, kannski hefði ég orðið hamingjusamari. Ég er ekki viss. Það er tilgangslaust að hugsa um það. Þetta voru mín örlög. Eg er örlagatrúar. Ég trúi því að maður eigi örlög sem maður getur ekki breytt mikið. Ég var viss um að ég yrði frægur maður, þegar ég var drengur, alveg frá tóif ára aldri. Kannski var það mamma mín, sem kom þessu inn hjá mér. Hún er enn á lífi, Guði sé lof. Hún ákvað, þegar ég fæddist, að ég ætti að vera eitt- hvað merkilegt og flengdi mig á hverjum degi með inniskó. Við hverja smáyfirsjón sló hún mig með inniskónum. Hún vildi að ég yrði fullkominn. Hún vissi ekki hvað ég ætti að vera frægur fyrir, heldur ákvað bara að ég skyldi verða fræg- ur. Kannski hafði þetta áhrif...“ — Vildirðu snemma verða leikari? „Ég hefði getað orðið stærðfræð- ingur eða eðlisfræðingur, því ég hafði mjög góða hæfileika á því sviði. Kennararnir mínir vildu að ég lærði stærðfræði, en ég var hrifinn af leikhúsinu. Mér var sagt að ég væri fífl, fyrst ég gæti orðið eitthvað sem væri verulega merkilegt; ekki bara leikari. Það þótti ekki merki- legt. Pabbi var á móti því, vegna þess að á þessum tíma var skömm að því að vera leikari, en mamma viidi allt sem ég vildi. Þegar ég var lítill flengdi hún mig, en seinna meir var mér allt leyfilegt. Pabbi skipti svo um skoðun, auðvitað, þegar ég var orðinn frægur. Þannig er lífið, þannig eru feður. Sonur minn vildi verða leikari og ég var á móti því. Hann hlýddi mér. Hann er mjög ánægður með það núna, en hins vegar hefði ég ekki orðið ánægður ef ég hefði hlýtt pabba mínum.“ Hætti að spila þeg- ar ég er óstfanginn — Býrðu hér í París? „Já, en ég er hér ekki nema 3—4 mánuði á ári. Ég er stöðugt á ferða- lögum og leik í kvikmyndum í ýms- um löndum. Ég vinn ekki hérna. Ég bý mestan hluta ársins á hótelum, upp úr ferðatöskunum, svo að segja. Ég er þreyttur á þessu og reyni að vera heima þegar það er mögulegt. Þetta er staðurinn þar sem ég geymi bækurnar mínar og fötin mín. Hérna er ráðskonan mín og ritari sem hafa báðar verið hjá mér í 22 ár. Húsgögnin og allt hér er ódýrt, eng- inn íburður. Þetta er piparsveina- íbúð.“ — Ertu ekki fjárhættuspilari? „Jú, út úr leiðindum. Ég spila bara þegar mér leiðist. Þegar ég er ást- fanginn spila ég ekki fjárhættuspil. Ekki heldur bridge. En þegar ég er ekki ástfanginn og er ekki að vinna — því oft hefur maður nokkurra mánaða frí á milli mynda — þá spila ég. Ég spilaði bridge í nokkur ár svo að segja samfleytt. Þá var ég ekki ástfanginn!" Vil greinda, úti- vinnandi lconu — Hvernig konur finnst þér mest spennandi? „Konur!? Ég vil ekki alhæfa um konur. Ég þekki ekki konur. Ég vil bara þekkja eina konu. Það er nóg. Fyrsta skilyrðið er að hún sé greind, vegna þess að ég get ekki búið með manneskju sem er ekki greind. Svo er betra að hún vinni. Kona sem sit- ur heima allan daginn og gerir ekk- ert hefur frá engu að segja. Aðgerð- Fimmtudagur 18. jan. 1990 arleysi er leiðinlegt. Nútímakonur eru áhugaverðari vegna þess að þær eru þátttakendur í þjóðfélag- inu. En ég vil að konur séu blíðar, ekki hörkulegar eða árásargjarnar. Ég er sjálfur ekki árásargjarn maður og mér geðjast ekki að þannig fólki. Nútímakonur eru stundum árásar- gjarnar til þess að sanna að þær séu jafnokar karlmanna, en það sannar bara ekkert. Mér finnst að konur ættu að vera ánægðar með að vera konur og stoltar af því." — Þú hefur leikið á móti feg- urstu leikkonum heimsins. Hvaða konur finnst þér falleg- astar? „Mikil fegurð er leiðinleg til lengdar, vegna þess að henni fylgir sjálfsdýrkun. Fólk segir oft um fal- legar konur að þær séu heimskar, en þær eru það kannski alls ekki. Þær nota bara ekki heilann. Þær eru svo fallegar að þær þurfa það ekki. Svo þykjast þær vera að gera manni mikinn greiða, ef þær láta svo lítið að elska mann. Það er eitthvað ann- að en bara fegurðin sem dregur mig að konu. Ég fell kannski fyrir ein- hverju í augnaráðinu." Tala sex tungumól — með hreim — Þú sagðist áðan hafa vitað að þú yrðir frægur. Trúirðu á yf- irskilvitlega hluti? „Ég trúi öilu sem ekki er víst. Það sem ekki er víst er mögulegt. Það er betra að trúa en trúa ekki. Allt sem er mögulegt gæti hugsanlega orðið. Ég held að það sé ágætt að hugsa svona og það er alls ekki óvísinda- legt í rauninni og mjög jákvætt. Ég fæst samt ekki við neinskonar dul- ræn fræði, stjörnuspár eða þvílíkt. Ég get ekki notað hugsun og lífsvið- horf annarra manna, ég verð að hafa mitt eigið. Viðhorf þýsks heim- spekings á 19. öld henta ekki mér, sem fæddist í Alexandríu á þessari öld. Ég verð að hafa viðhorf sem henta mínu lífi, hér og nú. Sömu hlutir henta ekki fólki í New York og á Indlandi. Ég myndi fljótlega missa vinnuna ef ég ætlaði mér að vera búddisti í New York en á Ind- landi væri það frábært, að sitja und- ir tré og hugsa um lífið og dauðann." — Þú talar mörg tungumál, er það ekki? „Ég tala sex tungumál, en ekkert þeirra án hreims; jafnvel ekki arab- ísku. Ég var svo heppinn að alast upp í alþjóðlegu umhverfi, í Alex- andríu, þar sem bjó fólk af ýmsu þjóðerni, Grikkir og ítalir og ýms- ir fleiri. Það er þetta umhverfi sem Lawrence Durrell lýsir í bókum sínum. Ég talaði fjögur tungumál strax í æsku, enda er enginn vandi að læra mál sem barn og unglingur. Nú finnst mér þetta stundum verra, því það er svo mikið kvalræði að koma til lands þar sem maður getur ekki tjáð sig, þegar maður er vanur að geta það hvar sem er.“ — Hvað gerir þú í frístundum? „Ég les mikið. Svo finnst mér gaman að borða góðan mat og drekka gott vín. Ég fer sjaldan í bíó. Bara þegar um er að ræða myndir sem þarf að sjá á stóru tjaldi. Vanda- málið er að fólk vill tala við mig þeg- ar ég fer í bíó. Ég get ekki bara farið í biðröðina, keypt miða og sest svo í sætið mitt. En eins og ég sagði áð- an yrði ég sennilega hræddur ef enginn tæki eftir mér. Ég héldi að allir hefðu gleymt mér! Auðvitað mun ég gleymast, en ég reyni að fresta því augnabliki eins lengi og kostur er!“ jr fMuðvitað mun ég gleymast, en ég reyni að fresta því augnabliki eins lengi og kostur er!" Omar Sharif bauð Guðrúnu Finnbogadóttur, blaöamanni PRESSUNN- AR, heim í íbúðina sina i París. Hér er Guðrún mætt til leiks. „Eg fengi áreiöanlega áfall, ef ég færi út á götu og enginn þekkti mig!" Mér hefur mistekist hrapattega í einkatífí mínu.77 M kominn fíengdi mig á hverjum degi i. Hún viidi að ég yrði fuii // Þegar ég er ástfanginn spiia ég ekki fjárhættuspii. Ekki heidur bridge. // // Mað myndi engin kona þoia að iifa svona iífi með mér."

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.