Pressan - 18.01.1990, Qupperneq 18
18
m
■ íkisútvarpinu, rás 2, bættist
nýveriö nýr liösmaður. Þaö er Katr-
ín Baldursdóttir sem gengur til
liös viö rásar 2-fólk, en Katrín var
áöur starfandi blaðamaður á
Frjálsu framtaki, sem nú heitir
Fródi hf. Jafnhliða því sem ráðiö
verður í stööu Katrinar mun Froöi
hf. ráða i vor nýjan ritstjóra aö
tímaritinu Manníifi. Kitstjóri þess
síðustu árin hefur veriö Svanhildur
Konráðsdóttir sem hyi»i>ur nú á
nám í Kantaraborg . .
Ifilú eru liðin tíu ár frá því aö
kvikmyndin Land og synir var
frumsýnd, en hún var fyrsta ís-
lenska kvikmyndin á hinu svokall-
aöa kvikmyndavori, timabilinu frá
|)ví samfelld kvikmyndagerö hófst í
landinu. í tilefni afmælisins 26.
janúar ætlar Félag kvikmynda-
gerðarmanna aö efna til ráðstefnu
en þangað veröur meöal annarra
boðið menntamálaráðherra, for-
seta Islands, fjárveitinganefnd
Alþingis, úthlutunarnefnd Kvik-
myndasjóðs og fleirum auk kvik-
myndaleikara og kvikmyndagerö-
armanna. í vetur stendur til aö
leggja fyrir Alþingi nýtt frumvarp í
kvikmyndamálum og meö ráöstefn-
unni vilja kvikmyndageröarmenn
ekki aöeins gera upp áratuginn sem
liöinn er, heldur jafnframt, og ekki
síöur, leggja drög að þeim næsta. Er
þaö mat þeirra aö veröi ekki komiö
fótunum undir þessa grein, sem
fram til þessa hefur nánast veriö
kostuö af einstaklingum, sé þessi
tegund listgreinar úr sögunni. . .
f yrir áramútin seldu þeir Gísli
Lárusson og Pétur Kjartansson
hlut sinn í Arnarhóli/Óperukjall-
aranum. Kaupandi var Sveinn Úlf-
arsson sem rekiö hefur Sælker-
ann, en Sveinn var jafnframt einn
þeirra sem stóöu að stofnun fyrstu
íslensku krárinnar, Gauks á
Stöng . . .
A
^^^anægjuraddir heyrast frá
Seyðisfirði vegna ákvöröunar
bæjaryfirvalda um að aöstoöa
einn fréttaritara á staönum. Þar er
um aö ræöa fréttaritara ríkissjón-
varpsins sem óskaöi eftir styrk frá
bænum til kaupa á tökuvél. Varö
bæjarstjórnin sammála um að veita
skyldi styrk þennan, að upphæö
250.000 krónur. Aðrir fréttaritarar
hafa ekki notið sömu aðstoðar bæj-
arins og þykir þessi ákvörðun sýna
glöggt þann mismun sem geröur er
á fjölmiölum . . .
STAÐGREÐSLA 1990
SKAÍTHLUTim. OG
PERSÓNUAFSLÁFTUR
ÁRÐ1990
Breyting á almennu skatthlutfalli og persónuafslætti hefur ekki í för með sér að ný
skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Launagreiðanda ber
hins vegar að nota ofangreint skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar ?
við útreikning staðgreiðslu.
Veita skal launamanni persónuafslátt í samræmi við það hlutfall persónuafsláttar sem
RÍKISSKATTSTJÓRI
Fimmtudagur 18. jan. 1990
sjúkdómar 9
Gömul kon
l'.g var einu sinni kallaöur í vitjun
til gamallar ekkju, sem haföi dottið
heima hjá sér. Hún bjó ein í stórri
íbúö og einhvern tímann hafði hún
komiö til mín á stofuna út af blóö-
þrýstingshækkun, svima og svefn-
leysi og fengiö lyf viö þessu öllu.
íbúöin hennar var i stóru, reisulegu
húsi í hjarta bæjarins og ótal stjúp-
mæður stóðu í blóma í garðinum
þegar ég renndi bílnum í hlað. Elsta
dóttir konunnar opnaði fyrir mér og
sagöi önuglega: — Mikið var aö þú
komst, ég var farin aö halda að þiö
ætluðuð aö láta hana liggja hérna á
gólfinu i allan dag. Hún er hérna
inni, sagöi hún svo og sletti höföinu
til á þóttafullan hátt. Gamla konan
lá á gólfinu i stofunni. Hún var
greinilega þjáö en bar sig vel og
sagðist hafa hrasað illa og komiö
niður á mjöðmina. Hún var klædd í
bleikrósóttan slopp og blárósótta
inniskó og brúna þykka sokka. Ég sá
strax, aö hún hlyti að hafa brotnaö,
vinstri fóturinn var greinilega styttri
en hinn og snúinn svo tærnar vís-
uöu út á hlið. — Hún er svo skolli
sleip þessi rýamotta, sagöi gamla
kona, og bendi á Ijóta dumbrauða
mottu sem lá á gólfinu í kuöli. — Ég
er margbúin að renna til á henni,
bætti hún svo viö afaskandi. — Þú
ert sennilegast brotin viö lærleggs-
hálsinn, sagöi ég aö aflokinni skoö-
un á fætinum, viö veröum aö
hringja á sjúkrabíl og senda þig i
spítala.
Stofan skoöuö
Meöan við biöum eftir bílnum leit
ég í kringum mig í stofunni og sá aö
hún var yfirhlaöin. A veggjunum
héngu nákvæmar málaöar eftirlík-
ingar af Vestmannaeyjahöfn. Hús-
gögn voru með eiturgrænu pluss-
áklæöi og á tveimur kommóöum og
nokkrum innskotsboröum stóð mik-
ill fjöldi mynda af börnum og barna-
börnum konunnar. Eins og víðar i
þessum kaupstaö var greinilegt aö
einhver haföi flutt til Bandarikj-
anna, því nokkur barnanna voru
meö framandlega hárgreiöslu og
klædd í furðuleg sumarföt. Ljós-
hæröur piltur var með flata stúd-
entshúfu meö dúski og brosti þessu
fallega samræmda bandaríska
brosi, sem gert hefur veg amerískra
tannkremsframleiðenda svo mik-
inn. — Þetta eru börnin hennar Sig-
ríöar minnar, hún flutti til Ameríku,
sagöi gamla konan dapurlega og
hún haföi greinilega ekki fyrirgefiö
almættinu þetta. — Maðurinn henn-
ar gerðist vörubilstjóri eftir aö hann
hætti í hernum og dó fyrir nokkrum
árum, fariö hefur fé betra. Hún haföi
greinilega aldrei sæst viö þennan
vesalings tengdason. — Æ,
mamma, faröu nú ekki aö tala um
Siggu og hann Dikk, sagði dóttirin
og þaö vottaði fyrir óþolinmæöi í
röddinni. Síöan kom sjúkrabíllinn
og sjúkraflutningsmennirnir lyftu
henni varfærnislega upp á börur og
báru út úr húsinu. — Vertu sæl,
sagði ég, og gangi þér vel!
Blövaö vesen á þessu lidi
— Viltu ekki kaffi? spurði dóttirin,
þegar allir voru farnir. — Bölvað
vesen á þessu gamla fólki, þetta er
alltaf sídettandi. — Já, sagði ég, það
er algengt að gamalt fólk detti
héima hjá sér. Sennilega meiöist
þriðji hver einstaklingur yfir sjötugt
vegna falls árlega. Meira en helm-
ingur slysadauöa hjá eldra fólki staf-
ar af byltum. A bæklunardeildum er
stór hluti sjúklinganna einmitt eldri
konur sem hafa dottið og brotið lær-
leggshálsinn eins og hún mamma
þín. Það er ekki eins algengt aö
gamlir menn brotni, þar sem bein
þeirra eru eitthvað sterkari. Konur
veröa fyrir úrkölkun, þegar aldur-
inn fer að færast yfir þær og tíðir
hætta, og þaö hefur í för með sér
meiri hættu á beinbrotum. — Þetta