Pressan - 18.01.1990, Page 28

Pressan - 18.01.1990, Page 28
28 annars konar viðhorf Ger nsj .8r lueBbuímrnii Fimmtudagur 18. jan. 1990 Bréfum til Jónu Rúnu Kvaran verður að fylgja fullt nafn og kennitala, en þeim upplýsingum er haldið leyndum ef óskað er. Utanáskriftin er: PRESSAN — Jóna Rúna Kvaran, Ármúla 36, 108 Reykjavík. Börnin sent við eigum ekki Þegar tvær manneskjur fella hugi saman og annaðhvort ganga í hjónaband eða taka upp sambúð er varla liðið ár áður en þær hafa eignast barn í flestum tilvikum. Fjölskylda hefur skap- ast. Við köllum barn eða börn sem við eignumst með þessum hætti börnin eða barnið okkar. Gera má ráð fyrir, að flestir telji að þeir eigi börnin sín. Þessi eignarréttarhugmynd getur haft slæm áhrif fyrir barnið síðar meir, því hún getur haft það í för með sér, að sumir foreldrar telji að þeir geti af þessum ástæðum ráðskast með börn sín að eigin vild, ekki einungis meðan þau eru ung, heldur stundum fram- eftir öllum aldri. Það er þess vegna hollara að líta svo á, að maður eigi ekki beinlínis börnin sín, heldur hafi verið trúað fyrir þeim, eins og Kahlil Gibran bendir á í ljóðum sínum í „Spá- manninum", og eigi því að ann- ast þau eins vel og maður getur meðan þau eru ósjálfbjarga. Við skulum minnast þess í þessu sambandi, að margar manneskj- ur, sem hafa tekið að sér fóstur- börn, hafa reynst þeim hinir elskuríkustu foreldrar, þótt þau hafi komið i heiminn fyrir til- stilli annarra en þeirra. Því mið- ur er ekki alltaf hægt að treysta því að hinir raunverulegu for- eldrar verði góðir og réttlátir foreldrar. Það fer eftir skaphöfn þeirra og andlegum þroska. Minnumst þess að börn eru dá- samlegir einstaklingar ef þau fá notið sín. Því eru einlæg vinátta og skilningur á þörfum barns það sem verður kveikjan að meiri hagsæld og betri tækifær- um þegar það tekur sjálft við taumunum. Hvetjum börn til aö nota hœfileika sína í sem flestu Þessi eignarréttartilfinning, sem minnst var á hér að framan, getur leitt til þess að faðir eða móðir bein- línis krefst þess af börnum sinum, að þau njóti sömu menntunar og foreldrarnir vegna þess að þetta séu börnin þeirra. En nú verða börn oft gjörólík foreldrum sínum að áhuga- málum og öðru leyti, þegar þeim vex fiskur um hrygg. Þetta eru aðrar sálir en foreldrarnir og verða því að fá að njóta sín sem slíkar. Best er ef foreldrar hafa þroska til þess að fylgjast gaumgæfilega með áhugamálum barnanna og leyfa þeim að læra það sem hugur þeirra stendur til og hjálpa þeim til þess. Vanmat á hæfileika barns til að sjá mun á réttu og röngu er oft á tíðurn alvarleg fyrirstaða í samskiptum okkar foreldranna við börnin. Við göngum iðulega að því sem sjálf- gefnu að börn skilji ekki eitt og ann- að sem viðkemur tengslum við full- orðið fólk. Þetta er hugsanavilla og óþarfa einföldun á skynsemi barns sem svo sannarlega hugsar sitt, þrátt fyrir allt. Börn sem eru gagnrýnd mikiö fyrir þörf sína fyrir andlegt frelsi og jafnrétti tapa sem fulloröiö fólk oftast hæfileika sínum til að liafa skodun á einu og öðru af þeim ástæðum, það er hryggilegt. Lœdum ekki sektarkennd inn hjú börnum okkar Sektarkennd er fyrirbrigöi sem flest börn kannast vel viö, tilfinning sem við foreldrarnir erum nokkuö lagnir við að læöa inn svo að vilji okkar fái betur notið sín. Athugum eitt algengt dæmi: For- eldri við barn sem ekki vill hlýöa. „Gunna og Jón gera alltaf þaö sem þeim er sagt. Heldurdu að það sé munur aö eiga svoleiðis börn. Hvernig væri að þú reyndir þó ekki væri nema einu sinni til tilbreyting- ar að líkjast þeim." Framhaldið gæti auðveldlega hljómað einhvern veg- inn svona: „Auk þess er hausinn á mér hreinlega að klofna vegna þreytu, en þér er náttúrlega sama um það, bara ef þú getur gert þaö sem þér hentar." Hvað gerist svo í framhaldi af þessu? Foreldrið sendir barni sínu kuldalega augngotu og þegir svo þunnu hljóði. Barnið þolir illa þannig aðstæöur og annaðhvort lætur undan, þó þaðtelji sig i fullum rétti til að hlýða ekki, eða örvinglast og fyllist óbærilegri sektarkennd. Barnið finnur að það stoðar lítið að hafa skoðun, það er búið að ákveöa, að ef það líkist ekki annarra manna börnum er það ófært og jafnvel upp- reisnarseggur. Enn bætist við sektarkenndina og börnin hugsa: Það þýðir ekki að reyna að bera hönd fyrir höfuð sér, hvað þá að gera tilraun til að koma skoðun sinni á framfæri, því þá er bara bent á, að fullorðnir hafi alltaf rétt fyrir sér, sem náttúrlega er fjarri sanni. Fullorðið fólk er ekki óskeik- ult frekar en aðrir þjóðfélagsþegnar, okkur hættir bara til að ofmeta okk- ur sjálf en vanmeta börnin. Skortur á samræðum við börn leiðir iðulega af sér þann misskilning. Berum virdingu fyrir skoöunum barna okkar Það þarf tíma til að rækta tengsl við börn og sá tími er og getur verið vandfundinn, vegna þess aö lífs- gæðakapphlaupið er of krefjandi ef þörfin fyrir óþarfa lúxus er dýr- mætari en innilegar samræöur og mikilvæg skoöanaskipti viö börn eru látin lönd og leið af slíkum ástæðum. Fer þá samband barns og foreldra fram á hlaupum og gagn- rýni situr í fyrirrúmi, en minna verður um gagnleg skoðanaskipti á milli okkar foreldranna og barn- anna sem okkur er trúað fyrir í mislangan tíma og eiga í raun sitt líf sjálf. Reynslan hefur sýnt aö í sam- skiptum foreldra og barns er samn- ingaleiðin farsæl, þ.e.a.s. að reyna öllum stundum, hversu langan tíma sem þaö tekur, að finna lausn allra mála, þannig að allir geti haldið ein- hverju af sínum viðhorfum til streitu og ekki halli á barnið í þeim efnum, það á sinn rétt. Betra er að börnin eigi færri flíkur, minni herbergi og jafnvel enga möguleika á utanlands- ferðum en stórstressaða foreldra sem standa ekki undir eigin kröfum um velmegun og gleyma í allri gervimennskunni að börn þarf að elska sem vitiborna einstaklinga sem verða að fá að mótast eins og eðli þeirra kallar á, en ekki eins og við foreldrarnir væntum að innra með þeim búi. Við getum leiöbeint þessum elskum og aukiö hæfni þeirra til að taka sem mesta ábyrgð á sínu lífi, þótt lítil séu, en ekki búið til í þau það sem ekki er fyrir hendi í upplagi þeirra. Auk þess getum við hrósað þeim og hvatt þau er vel tekst til og við skynjum að þau eiga eitthvað innra með sér sem gæti aukið velferð þeirra eða annarra. Er um að gera að gefa sér tíma til aö benda þeim á hugsanlegar leiöir til að finna hæfileikum sínum farveg. Stuölum aö heilbrigöu líferni Hrós, kærleikur, góður svefn, hollt fæði og hvatning eru mikil- vægir þættir í lífi barna, eins er sú kjölfesta sem vissan um tilvist guðs er hverju barni, og þá er styrkur bænarinnar nokkuð sem ekki ætti að vanrækja. Þegar við foreldrar erum óá- nægö með framkomu barna okkar ættum við að íhuga hvort ekki sé hægt að milda erfitt samband með því t.d. að vanda betur val á því sem kalla mætti aðalatriði í samskiptum. Reyna sem sagt að greina aukaatrið- in miskunnarlaust frá. Barn sem er andlega og líkamlega rétt skapað verður að vera óþjált líka, annað væri ónátturulegt. Foreldrar geta verið mjög þreytandi ef því er að skipta, t.d. getur ofríki verið barni óbærilegt ásamt endalausum kröf- um um hlýðni. Jafnvel á skökkum stöðum. Börn þurfa að fá að vera þau sjálf sem mest, en þeim veitir þó ekki af umhyggju, svo sem tilfinn- ingalegri og sálrænni sem byggist á persónulegum kærleika. Börn eru nefnilega eins og móðir jörð, þau þola ekki að vera enda- laust i sól. Þau þurfa öll tilbrigöi innra veðurfars ef þau eiga að þríf- ast eðlilega. Þess vegna er óhátt- vísi að fara fram á að þau séu öllum stundum með sólskinsbros á vör. Betra væri að öll tilbrigði andlegs veðurfars fengju að leika um þeirra viðkvæmu sál. Heimtum ekki að börn séu ónáttúruleg og stöðluð. Betra er að þau séu sjálfum sér sam- kvæm og kunni að meta andleg verðmæti en að þau séu öllum stundum eins og fagurlega skreyttar silkibrúður sem ekkert gerist í hug- anum hjá. Höfum í huga það sem bros- milda bóndakonan sagði eitt sinn í fermingarveislu, að gefnu tilefni: „Elskurnar mínar, reyn- um að hafa í huga, að börn eru fyrst og fremst áhugaverðir ein- staklingar og eiga sitt líf sjálf. Því meir sem þau minna á rétt sinn, því betra. Því minna sem foreldrar skipuleggja þau, því já- kvæðara.“ JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL kynlifsdálkurinn Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN— kynlífsdúlkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. Fullnæging kvenna ..Kœru Jónu. Ég vil í>jurnan fú ud frwdust um fullnœi>mgu kvennu. Eg er 18 úru, nýbyrjud í föstu sumbundi og huföi þú sumfurir í fyrstu skiptiö. Vid höf- um hufl sumfurir nukkrum sinnurn ug þó svu vid tökum ukkur nægun tírnu, þú hef ég uldrei fengid full- nwgingu ug vurlu fundid til ertingur. Meö ósk um uö þú svurir þessu bréfi, Suru." Þakka þér fyrir bréfið Sara. Þú ert alls ekki ein um þessa spurningu. Hispurslaus fræðsla um eðlilega starfsemi líkamans og kynferðis- lega örvun hefur greinilega verið bágborin meðal okkar á íslandi. Þegar ég segi þetta tek ég mið af því hversu algengt umræðuefni þetta er meðal kvenna. Afleiðingarnar af þessu fræðsluieysi eru meðal annars þær að konur vita of litið um eigin líkama og hvernig þær geta fundið út hver sé besta leiðin til að fá full- nægingu. Ekki er öll vitleysan eins Allt of margir, bæði unglingar og fullorðnir, halda að leggangasam- farir eigi að veita báðum fullnæg- ingu ef rétt er að staðið. Þetta er ekki rétt. Ástæður þessarar rang- hugmyndar eru mýmargar en tengj- ast margar tilbúnum hugmyndum um yfirburði annars kynsins. Til dæmis hélt Freud því fram að konur sem fengju ekki fullnægingu með leggangasamförum væru með óþroskuð kynfæri. Þessi vitleysa í honum er bara ein af fáum atriðum sem hafa orðiö þess valdandi að konur í okkar upplýsingaóða þjóð- félagi halda að eitthvað sé að þeim ef þær „fá það" ekki í þeirri stell- ingu sem er best fyrir hann — og þá á ég við maka hjá gagnkynhneigðu pari. Samfarir eru góöar fyrir hans örvun Auðvitað eru samfarir góð leið fyrir karlmanninn til að fá fullnæg-. ingu því þannig fá kynfæri hans nógu mikla og rétta örvun. Kynfæri kvenna eru ekki eins uppbyggð og kynfæri karla, þannig að ef þú skoðar bara þá einföldu staðreynd geturðu skilið að kannski þurfir þú öðruvísi örvun en hann. Snípurinn eða sælubletturinn hjá konum er ekki inni í leggöngunum heldur er hann lítill húðnabbi fyrir ofan þvagrásina þar sem skapa- barmarnir koma saman. Snípurinn er samsvarandi vefur og kóngurinn á tippinu og eru þeir næmustu hlut- ar kynfæranna. Sumar konur fá auðveldlega full- nægingu í samförunum og án nokk- urrar örvunar á snípinn. Þessar kon- ur hafa næman vef — oft nefndur G- bletturinn — en það er samsvarandi vefur og blöðruhálskirtillinn í karl- mönnum. En allt tal um að leg- gangafullnæging sé æðri en full- næging af annars konar örvun er tóm þvæla og hefur engan tilgang í sjálfu sér. Það sem skiptir máli er bara að þekkja hvað maður þarf til að „fá það“ ef mann langar að „fá það“. Margt hœgt aö gera í venjulegum leggangasamförum örvast snípurinn oftast ekki nóg vegna þess hvar hann er staðsettur. Þess vegna þarf að nudda hann með fingrum eða veita örvun á einhvern annan hátt, til dæmis með því að láta sleikja hann, með því að beina á hann vatnsbunu eða með því að nota titrara. Sjálfsfróun er ein besta leið fyrir konur með fullnægingarerfiðleika að læra inn á eigin líkama — hvað þarf til að örva þær. Þegar sú vitn- eskja er komin í höfn er hægt að sýna makanum hvernig örvun þú þarft. Til að það sé hægt þarftu aö vera í sambandi við manneskju sem þú treystir og þorir að sýna þig al- veg eins og þú ert, því um er að ræða frekar viðkvæman þátt varð- andi sjálfa þig sem kynveru. Full- nægingarerfiðleikar leysast ekki með því að hafa samfarir lengur eða með því að bíða og vona að þú lagist einhvern veginn. Það er einnig gott að lesa bækur um kynlíf kvenna. Gangi þér vel. JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR KYNFRÆÐINGUR

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.