Pressan - 18.01.1990, Qupperneq 31
oc
31
Oftfí* *i'\i S' .•
Fimmtudagur 18. jan. 1990
FIMMTUDAGUR
18. janúar
Stöö 2 kl. 21.50
LINCOLN
Bandurísk sjónvarpsmynd
Leikstjóri Lamunt Johnson
Adalhlutverk Sam Waterston,
Mary Tyler Moore
Framhaldsmynd í tveimur hlutum
sem greinir frá forsetatíð Abrahams
Lincoln. Lincoln er einn nafnkunn-
asti forseti Bandaríkjamanna, og
eins og líklegast flestum er kunnugt
var hann myrtur í embætti sem hef-
ur auðvitað aukið á frægð hans og
allt umtal um hann, fært hann í goð-
sögulegar hæðir næstum því. Lin-
coln er m.a. þekktur fyrir andstöðu
sína gegn þrælahaldi og hann sam-
einaði Bandaríkin eftir borgara-
styrjöldina. Síðari hluti á dagskrá
25. janúar.
FÖSTUUAGUR
19. janúar
STÖÐ 2 kl. 21.55
KÚREKI
NÚTÍMANS ***
(Urban Cowboy)
Bandarísk bíómynd
Gerd 1980
Leikstjóri James Bridges
Adalhlutuerk John Travolta,
■Debra Winger, Scott Glenn,
Madolyn Smith
Hér takast á draumur og veruleiki,
ímyndun og sannleikur. John Tra-
volta, þarna á hátindi frægðar sinn-
ar, leikur ungan mann sem hrífst af
skemmtistaðnum Gileys, vergjörn-
um konum sem þar finnast, vél-
knúnu nauti og síðast en ekki síst
þeirri ímynd sem staðnum fylgir,
einhvers konar karlmennskuímynd
sem reyndar stenst ekki í raunveru-
.leikanum, þegar út fyrir veggi
skemmtistaðarins kemur. Þessi
mynd fær þrjár stjörnur hjá Maltin
en hún snarféll reyndar á sínum
tíma. Þetta er einskonar lítil sneið af
mannlífinu þar sem fólk reynir að
lyfta sér upp úr hversdagsleikanum
með því áð ímynda sér tilveruna á
annan hátt en hún er. Verður því
sennilega grátbrosleg eða bara sorg-
leg á endanum.
Sjónvarpið kl. 22.20
HÁLENDINGURINN
(The Highlander)
Bandarísk bíómynd
Gerö 1986
Leikstjóri Russel Mulcahy
Aöalhlutverk Christopher Lambert,
Roxanne Hart, Sean Connery
Mikil ævintýramynd um ódauðlega
veru og óvin hennar og eltingaleik-
ur þeirra gengur fram og aftur í tíma
og rúmi, hendist um einar þrjár ald-
ir og tvær heimsálfur. Frá I7du ald-
ar Skotlandi til Bandaríkjanna á 20.
öld. Hér er ágæt hugmynd gerð
heimskuleg og leikstjórinn hefur
augsýnilega fengið skólun í gerð
myndbanda fyrir rokk- og popp-
bransann, þannig að áhorfendur
þurfa að hafa sjóveikitöflur við
höndina, a.m.k. þeir sem ekki eru
vanir slíkum myndböndum. Conn-
ery þykir sýna nokkur tilþrif en þá
er það því miður upptalið.
Stöð 2 kl. 00.30
SKIKKJAN ***
(The Robe)
Bíómynd
Gerö 1953
Leikstjóri Henry Koster
Aöalhlutverk Richard Burton,
Jean Simmons, Michael Rennie
Myndin er byggð á skáldsögu Lloyds
C. Douglas um rómverskan hundr-
aðshöfðingja sem hefur yfirumsjón
með krossfestingu Krists. Burton
heitinn var tilnefndur til Óskars-
verðlauna fyrir leik sinn sem hundr-
aðshöfðinginn. Á þessum þrjátíu og
sjö árum sem liöin eru frá gerð
myndarinnar hefur leikstíll hins
vegar breyst svo mikið að Burton
virkar stífur og fullur af tilgerð.
Myndin er annars í meðallagi,
sæmileg en ekki meir.
LAUGARDAGUR
20. janúar
Stöð 2 kl. 21.20
SKYNDIKYNNI **%'
(Casual Sex)
Bandarísk bíómynd
Gerö 1987
Leikstjóri Genevieve Robert
Aöalhlutverk Lea Thompson,
Victoria Jackson, Stephen Shellen,
Jerry Levine
Hér er á ferð ákaflega nútímalegt
viðfangsefni, nefnilega hræðslan
við skyndikynni á tímum eyðniveir-
unnar sjálfrar. Tvær ungar stúlkur,
um þrítugt það er, leita hamingjunn-
ar. Þær eru ólíkar, önnur á margt
sambandið að baki, hin er feimin og
hlédræg. Stúlkurnar ákveða aö fara
og leita gæfunnar á heilsuræktar-
hæli í Kaliforníu, markmiðið er aö
ná sér í stöndugan eiginmann.
Vandinn er hinsvegar mikill, því
ekki er hægt að steypa sér í skyndi-
kynni á þessum síðustu og verstu.
Myndin segir'söguna út frá sterkri
kvenlegri vitund sem er afar áber-
andi. Mynd í meðallagi, heiðarleg
en gengur ekki upp.
Stöð 2 kl. 22.55
V0PNASMYGL **%
(Lone Wolf McQuade)
Bandarísk bíómynd
Gerö 1983
Leikstjóri Steve Carver
Aöalhlutverk Chuck Norris, David
Carradine, Barbura Carrera
Hér er komiö Rambótilbrigöi,
Chuck Norris, sem einkum er þekkt-
ur fyrir að slá á hvíta tjaldinu, a.m.k.
fremur en fyrir snjallan leik. Hér
leikur hann náunga frá Texas sem
reynir að hafa hendur í hári óvinar
síns en inn í málin fléttast aðrar per-
sónur sem hafa áhrif á framvindu
mála. Myndin er dálítið of langdreg-
in, að vísu er umgjörð hennar góð
en aulaleg hliðarsaga skemmir mik-
ið. Norris slæst af miklum krafti og
fegurö eins og alltaf, hafi menn
gaman af slíku á annað borð.
Sjónvarpið kl. 23.35
HANNA 0G SYSTUR
HENNAR ****
(Hanna and Her Sisters)
Bandarísk bíómynd
Gerö 1986
Leikstjóri Woody Allen
Aöalhlutverk Mia Farrow, Michael
Caine, Carrie Fisher, Max Von
Sydow, Woodie Allen, Burbaru
Hershey, Diana Wiest o.fl.
Tvímælalaust kvikmyndaupplifun
vikunnar að þessu sinni, ein besta
mynd síðustu ára, og jafnvel þó
miklu aftar væri leitað. Enn tekst
Woody á við samband karla og
kvenna í New York og tekst það frá-
bærlega. Það er léttara yfir þessari
mynd en mörgum öðrum sem leik-
stjórinn smávaxni hefur gert áður
og eftir en hér segir af Hönnu, fjöl-
skyldu hennar og venslamönnum
og einu og öðru sem á daga þeirra
drífur. Woody Allen fékk Óskars-
verðlaunin fyrir handrit sitt og þau
Michael Caine og Diana Wiest fengu
Oskarsverölaun sem bestu leikarar í
aukahlutverki.
SUNNUDAGUR
21. janúar
Stöð 2 kl. 00.05
HEIMURINN í AUGUM
GARPS ****
(The World According to Garp)
Bandarísk bíómynd
Gerö 1982
Leikstjóri George Roy Hill
Aöalhlutverk Robin Williums,
Mary Beth Hurt, Glerin Close,
John Lithgow, Hume Cronyn
Skruggugóð mynd, svo ekki sé
meira sagt. Segir af ævi rithöfundar-
ins Garps og tekur á privatmálum
hans ef svo má segja. Hann lifir í
skugga móður sinnar sem, og það
tekur hann nærri sér, hristir met-
sölubók fram úr erminni, á meðan
hann puðar og puðar við skriftirnar
en selur lítið. Hér er tekiö á hvers
konar vandamálum, víða komið við
og í myndinni eru margir frábær-
lega góðir karakterar. Þar má fyrsta
nefna móðurina (Glenn Close sem
þarna lék sitt fyrsta hlutverk í kvik-
mynd), kynskiptinginn (John Lith-
gow) og svo auðvitað Garp sjálfan
(Robin Williams). Leikstjórinn á
aðra mynd á dagskrá Stöðvar 2 í
þessum mánuði, öðruvísi en líka
góða, nefnilega The Sting.
FEUlKifl
eftir Mike Atkinson
vi€? K'fern R
VJUU PVR.
dagbókin
hennar
Það vissu nú allir að amma á Eini-
melnum væri háð símanum, en
núna er þaö ekki lengur neitt grín.
Það bilaði sko síminn á Einimeln-
um fyrir tíu dögum, eins og stund-
um kemur fyrir án þess að fólk veröi
beinlínis viðþolslaust. En síminn er
svona álíka mikilvægur fyrir ömmu
og hendurnar, þannig að það mynd-
aðist verulegt hættuástand á svæð-
inu. (Hún er með samtals fimm sím-
tæki í húsinu, af því það er allt út í
stöllum og svoleiöis og hún vill geta
komist í síma á andartaki, hvar sem
hún er stödd. Amma er þessi týpa,
sem aldrei kæmist yfir þaö ef hún
missti af djúsí kjaftasögu eða heim-
boði.)
Þar sem amma er ekki vön aö tala
viö neina plebba eða einhvern al-
menning, ef hún þarf aðstoð, byrjaði
hún á að tékka á því hver væri
„símamálaráðherra". Það reddaði
liins vegar litlu. Konurnar á skipti-
borðinu í stjórnarráðinu sögðu
nefnilega, eftir smávandræöagang,
að það væri sköllótti komminn með
rauða háriö (æ, eöa þannig . . .) sem
réði öllum símamálum á landinu.
()g amma hefur sko engin sambönd
í Álþýðubandalaginu! Það er alveg á
tæru.
Hún byrjaði nú á að rífast soldiö
viö skiptiborðskonurnar út af því aö
símamálum væri stjórnað í sam-
gönguráðuneytinu. Ómmu finnst að
félagsmálaráðherra eigi að sjá um
að síminn sé í lagi, vegna þess aö
maöur fær svo mikinn félagsskap út
úr símanum. En aumingja konurnar
ráöa víst litlu um svona mál og þeg-
ar þær voru orönar þreyttar á frekj-
unni í ömmu gáfu þær henni bara
beint samband við félagsmálaráðu-
neytið. Þar kom einhver meiriháttar
Ijúf kona í símann, sem hafði rosa-
lega þolinmæði við aö hlusta á kröf-
ur um að félagsmálaráðherra fengi
strax í gær yfirumsjón með félags-
legum öryggistækjum eins og sim-
um. Loksins fattaði amma þó að
þetta þýddi ekki neitt, en hún var
grútspæld, því hún hafði vonaö aö
kona skildi betur þetta neyðar-
ástand sitt en karlmaður.
Næst sneri amma sér að Pósti og
síma, en þetta stríð hennar fór nátt-
úrulega fram heima hjá mér og
teppti okkar síma í heilan dag, þó
hún hefði ekki mikið samviskubit af
svoleiðis smámunum. Hún talaði
við alla yfirmenn, sem til voru í fyr-
irtækinu, en enginn gat sagt hók-
us-pókus og kippt símanum hennar
í lag. Ég meina það . . . annaðhvort
er verkfall eða ekki. En amma kall-
aði mennina bara rolur og óhæfa
stjórnendur og ég veit ekki hvað og
hvað, þangað til þeir skelltu á hana.
Aumingja mamma varð næst fyrir
barðinu á ömmu, bara af því hún er
.soldið framarlega í Kvennalistan-
um. Amma sagði að hún væri ekki
almennilegur pólitíkus, ef hún gæti
ekki reddað smámáli eins og einum
símaræfli, og nú skyldi hún sýna
vald sitt. En mamma blés nú barasta
á þetta kjaftæði og gerði ekkert —
og þess vegna er amma flutt heim til
okkar þangað til verkfallið leysist.
(Ég býst við aö mamma endist
styttra en verkfallið. Hún fer örugg-
lega að nota einhver sambönd í
kerfinu á allra næstu dögum, þegar
amma verður búin að endurraða
húsgögnunum í stofunni, krítísera
matinn og teppa símann í nokkra
daga!)