Pressan - 15.03.1990, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 15. mars 1990
20
sjúkdómar og fólk
Draumar, Guðrún Ósvífurs og Freud
Allir þurfa að sofa, til að halda
heilbrigði og kröftum. Meðalsvefn-
tími fullorðins einstaklings er 7,5
klst. og breytist það lítið þó árin líði.
Margir hafa miklar áhyggjur af
svefninum, finnst þeir sofa lítið og
ganga erfiðlega að sofna. Blómleg-
ur iðnaður með svefnlyf ber þessum
áhyggjum vitni. Flestir eru þó sam-
mála um, að stöku svefnlaus nótt
geri ekkert til og „enginn hefur
dáið úr svefnleysi", sagði einn
lærifaðir minn einhvern tímann
kaldranalega við mann sem stöðugt
vildi tala um svefnlausar nætur.
Nauðsynlegasti hluti svefnsins er
draumatíminn. Fyrir nokkrum ára-
tugum veittu menn því athygli, að
skipta mátti svefntímanum í ákveð-
in skeið eftir því hversu djúpt menn
sváfu og hvernig augnhreyfingarn-
ar bak við augnlokin voru í svefni.
Fólk dreymir þegar augnhreyfing-
arnar eru hvað mestar og svefninn
lausari. Þessi draumatímabil koma
með reglulegu millibili alla nóttina
og taka um 20% svefntímans. Þetta
má sjá á heilaritum. en þau breytast
verulega í draumsvefninum. Gerðar
hafa verið tilraunir með sjálfboða-
liða, sem hafa verið sviptir draum-
svefni en fengið að sofa eðlilega að
öðru leyti. Þessir einstakiingar haga
sér eins og þeir hafi misst allan
svefn, verða uppstökkir og ergilegir,
svo það virðist nauðsynlegt að
dreyma.
Um drauma
Draumar eru einkennilegt fyrir-
bæri, samsafn mynda og furðulegra
skynjana, þar sem einstaklingnum
finnst hann lifa ákveðna atburði,
honum finnst sér ógnað eða fagnað.
í draumnum endurspeglast hugar-
sýn um skjótan frama eða niðurlæg-
ingu. Draumveröldin er margslung-
inn heimur alls kyns tákna og svip-
mynda. Mannkynið hefur um aldir
velt fyrir sér draumum og þýðingu
þeirra. Draumar hafa verið álitnir
vera fyrir einhverju og þeir menn
kallaðir draumspakir sem gátu ráð-
ið drauma svo bragð væri að. Einn
slíkur var Gestur Oddleifsson á
Barðaströnd í Haga í Laxdæla-
sögu. Guðrún Ósvífursdóttir fór
til hans og bað hann ráða fjóra
drauma sína. í fyrsta draumnum
hafði hún krókfald á höfði sem hún
kastaði í læk, í öðrum hafði hún
mikinn silfurhring á hendinni sem
hún týndi í vatni, í þriðja draumnum
átti hún gullhring sem brotnaði og í
þeim fiórða átti hún gullhjálm sem
hún tapaði í Breiðafjörð. Gestur réð
draumana þannig, að Guðrún
mundi eignast fjóra eiginmenn og
fengju þeir allir óblíð örlög. Guð-
rúnu setti dreyrrauða er hún heyrði
draumráðninguna og lái henni hver
sem vill. Gísli Súrsson var maður
berdreyminn og átti hann sér tvær
draumkonur, önnur var honum hlið-
holl en hin spáði illu einu. Hann réð
af hátterni draumkvennanna hvað
framtíðin bæri í skauti^sér, hversu
langt hann ætti eftir ólifáð og fleira.
En líta má á drauma á annan hátt en
Gestur Oddleifsson og Gísli
Súrsson gerðu.
Önnur túlkun drauma
Sigmund Freud var þekktur
austurrískur læknir sem lagði
grundvöllinn að nútímasálgrein-
ingu. Hann hafði enga trú á forspár-
gildi drauma og gaf út árið 1899 Die
Traumdeutung (Draumatúlkanir).
Fyrir þetta verk sitt hlaut hann
frægð og frama, aðhlátur ýmissa
efasemdarmanna og óðdauðleika í
heimi draumrannsókna og sálfræði.
(Auk þessa fékk hann liðlega 4000
ísl. krónur fyrir vikið.) Freud taldi
drauma eiga upptök sín í undirmeð-
vitund eða dulvitund einstaklings-
ins, og þeir væru via regia (hinn
konunglegi vegur) inn í undirheima
sálarinnar. Með hjálp draumanna
væri hægt að komast framhjá ýms-
um varnarháttum og uppgötva
þannig leyndardóma sem einstakl-
ingurinn vildi ekki að sæju dagsins
Ijós. Túlkun á draumnum beinist að
því að athuga hvern einstakan hluta
hans og færa sér í nyt. Dæmigerður
draumur í veröld sjúklinga Freuds
er draumur konunnar, sem fannst
hún vera stödd ásamt móður sinni
og ömmu við dularfullt hringborð.
Eitthvað lak í. sífellu úr loftinu sem
truflaði hana. Hún reyndi að stöðva
rennslið og vekja athygli móðurinn-
ar og ömmunnar á því en gat það
ekki. Þennan draum réð freudisti
þannig, að konan hefði átt í miklum
erfiðleikum, þegar blæðingar hóf-
ust hjá henni og móðirin og amman
hefðu alveg brugðist og ekkert sagt
henni um blæðingarnar og áhrif
þeirra. Draumurinn endurspeglaði
þetta; henni fannst hún bjargarlaus
gagnvart rennsli sem aldrei virtist
ætla að taka enda og amman og
mamma stóðu álengdar og horfðu
á. Freud taldi að draumarnir endur-
spegluðu þannig löngu liðin atvik
sem lifðu í undirmeðvitundinni og
væru oft rót alvarlegra truflana.
Freud hefði þannig haft litla trú á
draumspeki Gests Oddleifssonar og
sennilega hefði Gestur borið litla
virðingu fyrir Freud og fundist túlk-
un hans á draumum harla lítiis virði.
Sennilega hefði Freud ekki einu
sinni verið kallaður draumspakur.
Freud og Guörún
Ósvífursdóttir
Ég var að velta því fyrir mér um
daginn, hvað Freud hefði sagt við
Guðrúnu Ósvífursdóttur, ef hún
hefði farið til hans á stofu með
draumana sína en ekki til Gests.
Freud hefði spáð í draumana og tal-
ið þá eiga upptök sín í sálardjúpum
Guðrúnar; hún væri síhrædd við að
missa eitthvað frá sér og vildi ekki
tapa því sem hún ætti. Hann hefði
sennilega talið Guðrúnu hafa stöðv-
ast í þroska á einu af frumskeiðum
æviferilsins, þegar einstaklingurinn
lærir að lifa með hvötum sínum.
Þessi truflun gerði Guðrúnu ákaf-
lega óörugga og kvíðna og það væri
aðalvandamál hennar. Hann hefði
reynt að aðstoða hana eftir föngum
og aukið innsæi hennar og skilning
á eigin viðbrögðum. Hefðu þau
Guðrún og Sigmund hist síðar á æv-
inni og Guðrún sagt honum frá
mönnum sínum fjórum og afdrifum
þeirra hefði Sigmund sennilega tal-
ið fjöllyndi Guðrúnar eiga rætur að
rekja til þessa óöryggis og þeirrar
spennu sem það skapaði.
Er mark aö draumum?
Mér datt þetta í hug eitt kvöldið,
þegar draumráðningamaður Aðal-
stödvarinnar lék af fingrum fram
og réð drauma fyrir þjóðina í gríð og
erg. Hvað hefði hann sagt við kon-
una með drauminn um ömmu og
mömmu og rennslið úr loftinu?
Hann hefði sennilega talið, að kon-
an ætti eftir að fara í ferðalag með
ömmu og mömmu til einhvers
svæðis þar sem mikið væri um renn-
andi vatn eins og t.d. til Niagara-
fossanna. Hver túlkunin er best?
Svo rætist hver draumur sem
hann er ráðinn, segir í Þjóðsögum
Jóns Árnasonar. Stöfuðu hjóna-
bandsraunir Guðrúnar Ósvífurs-
dóttur af ofurtrú hennar á spár
Gests Oddleifssonar og mikilli
taugaveiklun sem gerði hana óhæfa
til að njóta einhverrar hamingju?
Gat hún helgað sig hjónabandi, sem
hún trúði að fengi fljótlega bráðan
endi? Hefði henni liðið betur, ef hún
hefði hitt Freud og fengið aðra
draumráðningu og innsæismeðferð
eða hefði þetta allt farið á sama veg-
inn? Hefði Freud þá eyðilagt alla
dramatíkina í Laxdælu? Eða er eitt-
hvert sannleiksgildi í orðum íslend-
ingasögu: Ekki er mark að
draumum?
ÓTTAR '&' K
GUÐMUNDSSON JT
pressupenm
Lik börn leika best
Pressnpennar eru Gudmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnar-
firði, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagnfræðingur, Jón Ormur Hall•
dórsson stjórnmálafræöingur, séra Sigurður Haukur Guðjónsson,
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Lára V. Júlíusdóttir, fram-
kvæmdastjóri ASÍ.
Nýjasta nýtt úr heimi félagsvísind-
anna er að mikil vinna eiginmanns
og heimilisföður hefur ekki slæm
áhrif á hjónabandið nema síður sé.
Þetta leiða nýjar samnorrænar
kannanir í Ijós að því er sagt var í
fréttum ríkisútvarpsins nú nýverið.
Áður en lengra er haldið er rétt að
taka það framað allar mínar upplýs-
ingar um þessa könnun hef ég úr
fyrrnefndri frétt og vel kann að vera
að hún segi ekki nema hluta sög-
unnar. Hafi ég aftur á móti tekið rétt
eftir þá náði könnunin til 113 ís-
lenskra hjóna á aldrinum 25—45 ára
sem áttu það sammerkt að eiga
a.m.k. tvö börn undir 16 ára aldri.
Meðalvinnutími karla utan heimilis
var um 56 stundir á viku og kvenna
um 21 stund. Rúsínan í fréttinni var
svo sú, að þeim mun meir sem karl-
ar vinna utan heimilis þeim mun lík-
legra er aö konur (átti þetta líka við
um karla?) séu ánægðar með hjóna-
bandið, heimilislífið og kynlífið.
Sagt með öðrum orðum; ánægja
kvenna vex í réttu hlutfalli við fjar-
veru karla af heimilinu. Ályktunin
sem fréttamaðurinn dró af þessu var
á þá leið að mikil vinna væri ekki
skaðleg ungu og hraustu fólki.
Þegar annar
aöilinn snuöar
Mér finnst önnur ályktun nær-
tækari. Hún er sú, að þeim mun
meir sem karlar vinni utan heimilis
þeim mun skýrari sé hin hefð-
bundna verkaskipting kynjanna og
þeim mun ólíklegra sé að nokkur
jafnréttisbarátta fari fram milli
hjóna. Á heimili þar sem karlmað-
urinn vinnur 56 stundir á viku utan
heimilis en konan 21 er það á hans
ábyrgð að draga að búinu en hennar
að vinna úr. Að öllum líkindum er
vinnuálag þessara hjóna nokkuð
jafnt. Ef Meðalgunnan í þessu dæmi
bætti hins vegar á sig vinnu utan
heimilis til að gera Meðaljóninum
sínum kleift að vera meira heima
með börnunum, þá færi fljótlega að
halla verulega á hann hvað vinnu-
framlag varðar. Allar kannanir sem
mér er kunnugt um — innlendar
sem erlendar — sýna nefnilega ótví-
rætt að karlar taka ekki á sig meiri
ábyrgð á heimilisstörfum þótt konur
bæti á sig launavinnu. í kjölfarið
sigiir barátta kvenna fyrir því að
karlar leggi sitt af mörkum til heim-
ilisins — jafnréttisbaráttan — og
óánægja þegar hún skilar ekki
árangri. Það er enginn ánægður í
sambúð þar sem annar aðilinn
snuðar.
Á árinu 1982 kom út jafnréttis-
könnun í Reykjavík sem gerð var að
tilhlutan jafnréttisnefndar borgar-
innar. Þessi könnun leiddi m.a. í Ijós
að heildarvinnutími kvenna var al-
mennt lengri en karla og að hann
jókst verulega með aukinni at-
vinnuþátttöku. Þannig var heildar-
vinnutími þeirra kvenna sem unnu
eingöngu við heimilisstörf að með-
altali 51,4 stundir á viku en hinna
sem voru í fullu starfi utan heimilis
63,5 stundir. Þegar litið er svo á
þann vinnutíma sem karlar notuðu
í heimilisstörf kemur í ljós að hann'
lengdist afskaplega lítið þegar litið
er á heildina þó sambýlis- eða eigin-
konur væru í fullu starfi utan heimil-
is. Þeir karlar sem voru kvæntir
konum sem eingöngu sinntu heimil-
isstörfum notuðu að meðaltali 5
stundir á viku í heimilisstörf. Við
hlutastarf eiginkonu fóru vinnu-
stundirnar upp í 5,8 stundir og við
fullt starf eiginkonu utan heimilis
fóru þær upp í 7,3 stundir á viku.
Við þetta er svo því að bæta að
kannanir frá öðrum löndum sýna að
aukin atvinnuþátttaka giftra
kvenna dregur úr heildarvinnu-
stundafjölda eiginmanna þeirra.
Sem sagt: Á sama tíma og heildar-
vinnustundafjöldi kvenna eykst
minnkar hann hjá körlum. Þarf frek-
ari vitna við um tvöfalda byrði úti-
vinnandi kvenna?
Fikra sig inn ú heimilin
Allar kannanir sem gerðar hafa
verið renna stoðum undir það reikn-
ingsdæmi reynslunnar að til að
framfleyta og sinna sómasamlega
fjögurra manna fjölskyldu komist
venjulegt launafólk ekki af með
minna en 75—80 stundir á viku á
vinnumarkaði og 40 stundir í heim-
ilisstörf. Svo notaðar séu viðmiðanir
vinnumarkaðarins þá eru þetta þrjú
stöðugildi sem tvær manneskjur —
hjón eða sambýlisfólk — verða að
skipta með sér og því aðeins getur
verið jafnt á komið með þeim að
þær skipti byrðunum tiltölulega
jafnt. Það er ein af forsendum þess
að fólk sé sæmilega ánægt. Og svo
vikið sé aftur að þeirri könnun sem
gerð var að umtalsefni í upphafi
þessa pistils þá mætti auðvitað túlka
niðurstöður hennar á þann veg, að
besta mögulega skiptingin sé sú að
karlar beri ábyrgð á vinnumarkaðn-
um, konur á heimilinu. Það sé lík-
legt til að tryggja ánægju sem
flestra.
Sú túlkun væri þó mikil einföldun
á veruleikanum og til þess eins fallin
að breiða yfir þá staðreynd að þrátt
fyrir áratuga jafnréttis- og kvenna-
baráttu hefur enn ekki tekist að fá
allan þorra karla til að fikra sig inn
á heimilin á sama hátt og konur
fikra sig inn á vinnumarkaðinn. Þeir
hafa ekki mætt konum á miðri leið
og afleiðingin er megn óánægja
margra kvenna. Spurningin sem við
konur stöndum andspænis er þá sú,
hvort við eigum að gefast upp við
svo búið, sætta okkur við hefð-
bundna verkaskiptingu kynjanna
og líta á vinnumarkaðinn sem auka-
búgrein? Ef við gerðum það værum
við að frysta vinnuskipulag samfé-
lags sem einu sinni var og takmarka
möguleika sona okkar og dætra til
að verða heilar manneskjur sem
velja á grundvelli langana og getu
en ekki kyns. Viljum við það?
INGIBJÖRG SÓLRÚNj
GÍSLADÓTTIR