Pressan - 15.03.1990, Blaðsíða 23

Pressan - 15.03.1990, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 15. mars 1990 23 EVROPUFERÐIR Frumherjar í Portúgalsferðum Ferðaskrifstofan Evrópuferðir er alhliða ferðaskrifstofa, sem býður ferðir til allra áfangastaða. Evrópuferðir eru frumherjar í Portúgalsferðum og hefur skrifstofan ávallt getað boðið sérhannaðar ferðir til Portú- gals, Madeira og Azoreyja. Ferðatilhögun Evrópuferða til Portúgals er þannig: Flogið er með Flugleiðum til London og þaðan samdægurs með Tap-Air Portugal til Portúgals, Madeira eða Azoreyja. Evrópuferðir eru umboðsmenn fyrir portúgölsku ferða- IfeiÍ ; skrifstofuna Caravela hér á landi, en Caravela er eign Tap- Air Portugal. Caravela-ferðaskrifstofan var stofnsett til þess að bjóða fram úrvals gistingu og þjónustu í Portúgal allt árið j um kring. Farþegar sem ferðast með Evrópuferðum/Caravela njóta ; allrar þeirrar þjónustu og trygginga, sem það felur í sér að ; ferðast með jafnviðurkenndri ferðaskrifstofu og Caravela er. Fararstjórn Caravela/Evrópuferða í Portúgal og flutningur j til og frá flugvelli eru innifalin í verði og auk þess er bíla- j leigubíll innifalinn á vissum hótelum. Þá eru golf-gjöld, | ,,green-fee", innifalin í gistiverði nokkurra hötela, svo sem á j Hótel Penina í austurhluta Algarve í Suður-Portúgal. Caravela/Evrópuferðir bjóða um 200 hágæðagististaði í j Portúgal, á Madeira og á Azoreyjum. Vandaðu valið. Caravela/Evrópuferðir sérhanna fyrir þig í ferðina. FERÐAVAL í Sólarströnd við Svartahafið J n'n ll'ni " V' ' FerðavaJ býður ferðir til Svartahafsins sem er á sömu j breiddargráðu og virtsæiustu baðstrendur Miðjarðarhafsins. j Sjórinn við strendur Slunchev Bryag (sólarströndina) er j ómengaður og strendurnar tandurhreinar. Boðið er upp á j tveggja eða þriggja vikna ferðir og er fiogið á laugardögum j til Luxemborgar en þaðan til Varna sem er ein stærsta og j elsta borgin við Svartahafið. Siðan er ekið til íbúðarhúsanna j í Elenite-hverfinu sem er nýjasti hfuti sumarleyfisborgarinn- j ar Sólarstrandar. Hálft fæði er innifaiið í verðinu, en hægt er að fá fullt fæði j fyrir u.þ.b. kr. 1.300,- í tvær vikur og kr. 2.000,- i þrjár vikur. j Fólki er ráðiagt að kaupa fullt fæði vegna hins hagstæða ! verðs. Gestir okkar geta borðað á hvaða veifingahúsi sem er j á svæðinuen þar eru yfir fjörutíu veitingastaðir með hið fjöl- j breyttasta fæðuval, allt frá afþjóðlegum mat til sérrétta ] heimamanna og ljúffengra fiskrétta. Við Elenite er 7ÍM) \ metra löng strönd en baðströndin er alls á sjötta kílómetra j að lengd. A Sólarstranderu næturklúbbar og spilavíti, diskó- | tek ogkrár. Þarer hægt að faraá hestbak, leika tennis, keilu, I blak og körfubolta. Hægt er að leigja mótorhjól, reiðhjól, j bregða sér á sjóskíði, leigja sér bát. Einnig er boðið upp á j fjölda styttri og lengri skoðunarferða um nágrennið, m.a. til ] Istanbul. Sumarhúsakjarninn „Elenite" er í sólarstrandarhverfinu „Sunny Beach Resort", í um tíu kílómetra fjarlægð frá mið- j bænum. Þaðan eru fimmtán kílómetrar til Nessebar og 37 j kílómetrar til flugvallarins í Bourgas. Elenite Holiday Village er sumardvalarstaður í sólarpara- i dísinni við Svartahafið. Dvalið i nýjum glæsilegum stúdíó- I íbúðum við ströndina. Sumarhúsin eru hönnuð af finnskum arkitektum, en þau j eru tveggja hæða, 26 fermetrar hvor hæð og eru svalir á efri I hæð en garðskiki við þá neðri. Tvær íbúöir eru Í hverju húsi | með eldhúshomi, herbergi og baðherbergi með salerni. Innanstokks í aðalherbergi eru tvö rúm, tveir setustólar, I eða einn sófi þar sem búa má um tvö börn, borð, þrír stólar, skrifborö og snyrtiborð, tveggja hurða fataskápur, tösku-j Igrind, tveir Ieslampar, svefnborð við hvort rúm, útvarp, sími jog 600W rafofn. í anddyri og eidhúsi eru snagar, spegill; vaskur, ísskápur, j hitaplata, skápur fyrir eldhúsgögn þar sem er að finna diska, hnífapör, potta og pönnur í baðherberginu er salerni, steypibað, vaskur, rafhitaður vatnsgeymir, 350W rafofn og spegill. FERÐASKRIFSTOFA ÍSLANDS Óendanlegir möguleikar Utanlandsdeild Ferðaskrifstofu íslands annast skipulagn- ingu einstaklingsferða um allan heim. Sérstök áhersla hefur verið lögð á þjónustu við fyrirtæki og stofnanir varðandi við- skiptaferðir. Má þar nefna hraðþjónustu ferðaskrifstofunnar, þar sem viðskiptavinum býðst heimsendingarþjónusta. í vaxandi mæli hefur Ferðaskrifstofa íslands annast skipu- lagningu orlofsferða einstaklinga. Þeim fer sífellt fjölgandi sem vilja ferðast á eigin spýtur og reyna nýja og spennandi áfangastaði. Utanlandsdeild Ferðaskrifstofunnar býður far- seðla með öllum helstu flugfélögum heims, lægstu fargjöld sem völ er á hverju sinni og hagstætt verð á hótelum og bíla- leigubílum. Það eru óendanlegir möguleikar sem bjóðast þegar orlofs- ferðir eru annars vegar. Ferðaskrifstofan hefur milligöngu um pöntun ferða með erlendum ferðaskrifstofum. Einnig sér hún um útvegun íbúða eða sumarhúsa víðs vegar um heiminn. Má þar nefna sumarhús í Danmörku og Þýska- landi, íbúðir á frönsku rívíerunni, ferðir í Karabíska hafið og margt fleira. SAMVINNUFERÐIR —LANDSÝN Boðið upp á ferðir á framandi slóðir Sumarbæklingur Samvinnuferða-Landsýnar kom út 11. febrúar sl„ í 32.000 eintökum, en hann hefur að geyma sum- arleyfisáætlun ferðaskrifstofunnar frá páskum fram á haust. Helstu áfangastaðir SL í hópferðum til sólarlanda eru strandbæirnir Santa Ponsa og Cala d’Or á Mallorca; Beni- dorm á meginlandi Spánar, Vouliagmeni-ströndin á Grikk- landi og Riccione og Portoverde á Adríahafsströnd Italíu. Sæluhúsin sívinsælu í Kempervennen í Hollandi og Franka- skógi í Frakklandi standa öllum opin, farþegum í flug og bíl bjóðast prýðileg sumarhús í Danmörku og Hollandi, — og á dagskrá rútuferða hefur bæst við ný ferð um austantjalds- löndin. Auk þessa má nefna að boðið er upp á ferðir á framandi slóðir; til Thailands og Hawaii og nú í fyrsta sinn til Egypta- lands, lúxusferð með m.a. 7 daga siglingu á Níl. Kátum dög- um fyrir eldri borgara hefur fjölgað svo um munar, í sumar verða kátir dagar í Kanada, á Mallorca vor og haust og nú í fyrsta sinn i Austurríki en fararstjórnin er ævinlega í hönd- um Ásthildar Pétursdóttur. Skipulagðar goifferðir eru mjög vinsælar meðal farþega SL og í ár verða þær til Cala d’Or á Mallorca um páska, til Torquay á Englandi um hvítasunnuna og til USA með haust- inu, allar í fararstjórn Kjartans L. Pálssonar. Einnig minnum við á áætlunar- og viðskiptaferðir, ferðir á málaskóla, íþróttaferðir og ferðir innanlands jafnt fyrir hópa sem ein- staklinga — allt árið, hvert sem er, hverjar sem óskimar eru. Ver-ðiag á ferðum hjá Swnvinnulerðum-Landsýn er mjög hagstætt. Tekist hefur að lækka verð flestra sólarlaadaferða í krónutölu og halda verði annarra ferða því sem næst óóreyttu. Sé tekið mið af verðbólgu þýðir þetta venriega verðlækkun, en samanburður á verði ferða milii ára á for- síðu verðhsta SL segir meira en mörg orð. Þessi árangur hef- ur ekki verið á kostnað þjónustunnar, þvert á móti er brydd- aðupp á ýmsum nýjungum eins og sjá má í baekiingnum. Vert er að minnast á einstakt tilboð; 3=2, þriggja vikna ferðir á tveggja vikna verði. Allir sem ganga frá ferðapöntun og fulfnaðargreiðslu fyrir 15. mars, annaðhvort með stað- greiðslu eöa samningi um greiðslukjör, hafa um sautján sól- ariandaferðir að velja á þessu einstaka tilboðsverði. Nú eru liðnar fjórar vikur síðan sumaráætlun Samvinnu- ferða-Landsýnar kom út og hefur bókast vel í fjölda sumar- leyfisferða, einhverjar eru þegar uppseldar. Páskaferðimar LAND OG SAGA í fótspor pílagríma Ferðaskrifstofan Land og saga býður upp á eftirfarandi ferðir 1990; Listaferðin til Madrid á Spáni 14.-19. mars er fullbókuð. Páskaferðin 9.-22. apríl er óhefðbundin gönguferð á Mallorka. Þetta er auðveld gönguferð í guðsgrænni náttúr- unni en langferðabíll er einnig með í för. Nokkrir frjálsir dag- ar í lokin við strönd. Fararstjóri er Steinunn Harðardóttir. Um hvítasunnuna bjóðum við upp á vikuferð til Berlínar undir fararstjórn Steingríms Gunnarssonar. Dvalið verður bæði í Vestur- og Austur-Berlín. I ágúst er hin árlega Rússlandsferð okkar með Ingibjörgu Haraldsdóttur. Dvalið verður í 4 daga í Moskvu, 7 daga við Svartahafið í Yalta og 3 daga í Leningrad. Flogið er í gegnum London til Rússlands og möguleiki á að framlengja ferðina. þar. í september er 15 daga rútuferð til Santiago de Compstela á Norður-Spáni. Santiago de Compstela er ein af þremur helgustu borgunum ásamt Róm og Jerúsalem. Ferðin hefst í París og leið pílagrímanna forðum er fylgt. Fararstjóri er Steingrímur Gunnarsson. í september-október verður farin róleg og notaleg rútu- ferð til Suður-Frakklands. Flogið er til Parísar, keyrt til Aix- en-Provence í Suður-Frakklandi og dvalið þar um kyrrt en boðið upp á skoðunarferðir út frá sama stað. Skoðunarferðir verða m.a. að Riviera-ströndinni, til Camargues, kúrekahér- aðsins og baðstrandarferð til Cassis.. Fararstjóri er Ingibjörg Pétursdóttir. Um miðjan október er sigling eftir Dóná um borð í skemmtiferðaskipinu Donauprinzessin. Siglt er frá Passau til Búdapest með viðdvöl í Dúrnstein, Esztergom, Bratislava, Melk og Vín. Skoðunarferðir eru á hverjum stað, skemmti- dagskrá öll kvöld um borð og allur matur innifalinn. Dvalið um kyrrt í viku í Þýskalandi áður en haldið er heim á leið. Fararstjóri er Karin Hartjernstein. Þá er þriggja vikna ferð til Kenýa með Philippe Patay, öðru nafni Filippusi Péturssyni, en hann er löngu þekktur fyrir ævintýraferðir sínar, m.a. til Sahara í október sl. og Nepal undanfarin ár. Við bjóðum einnig upp á góða þjónustu í sambandi við einstaklingsferðir hvort sem er innanlands eða utan. Ferðaskrifstofan Land og saga hefur flutt aðsetur sitt aö Bankastræti 2. ÍJrval ferða Ferðabær býðuruppá fjolda ferða um (káskana, og má þar nefna lúxushúsin og íbúðinw í Mösíenbeirg við Saarburg í Þýskalandi, en þaagað er 25 mífl. ateífiír fiá Lúxemborg. Vikuferð um [íáskaoa kostar Isr. 2l9.2ÖO,- á mann miðað við fjögurra manna f jölskykiuí 3jaiherl>e>rgjaíliúð, og er bíll inni- falinn. Þá er boðið upp á sumariwa í Zaadvu«rt-í Hollandi, sem er baðströnd við Noróursjóittfi, en þangað er 30 mínútna til Mallorcaog Benidorm eru uppseldar en nokkur sæti laus til Thailands og til Þýskalands. Greinilegt er að ferðahugur er i fólki, umboðsmenn á landsbyggðinni fá fjölda heimsókna og söluskrifstofurnar iða af iífi frá 9—17 hvern virkan dag. Menn virðast almennt vera vel virkir í verðsamanburði og kunna vel að meta töi- urnar i verðlista SL. Ef þú óskar nánari upplýsinga þá veitum við þær fúslega, Helgi Daníelsson, sölustjóri hópferða, og Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri SL. akstur til Amsterdam. Vikuferð þangað kostar kr. 25.950,- á mann, miðað við fjögurra manna fjölskyldu. Lax- og silungsveiði í Skotiandi er nýjung á vegum Ferða- bæjar. Vikuferð um páska kostar kr. 56.620,- og er innifaliö flug, gisting, morgun- og kvöldverður, svo og veiðileyfi. Ferðir til Grænlands njóta sívaxandi vinsælda, og er nú boðið upp á 5 daga ferö þangað um páskana. Flogiö er til Kulusuk og dvalið þar, eða farið með þyrlu yfir til Angmags- salikog gist á hóteli. Ef gist erí Kulusuk, þá kostar ferðin kr. 32.975,-, en sé gist á Hótel Angmagssalik kostar ferðin kr. 42.445,- og er morgunverður innifalinn. í Grænlandsferð- inni er gefinn kostur á hundasleðaferðum, útsýnisflugi með þyrlu, snjóbílaferðúm og einnig er tiivalið að bregða sér á gönguskíði. Umpáskanaergefinnkosturásólarlandaferðummeð við- komu í London. Farið er tiLMaliorca, Benidorm, Costa del Sol, Kanaríeyja, Algarve, Möltu og Kýpur. Tveggja vikna ferð um páska kostar frá kr. 40.100,- á mann núöað við fjögurra manna fjölskyldu. ■ |É V 11 * í II t

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.