Pressan - 15.03.1990, Page 28

Pressan - 15.03.1990, Page 28
28 Fimmtudagur 15. mars 1990 annars konar viðhorf Vinsamlega handskrifið bréf til JRK og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau í einka- bréfi. PRESSAN — Jóna Rúna Kvaran, Ármúla 36, 108 Reykjavík. Mikilvœgi sjálfsþekkingar ,,Kœra Jóna! Þaö er eiginlega þrennl sem mig langar aö fá álil þill á. Fyrir þad fyrsta fyrirgefningin, í ödru lagi sjálfsást og að lokum sjálfsímynd. Eg er um þrílugl og er nýskilin. Vissulega er skilnaður „ódýr lausrí' en slundum þó óumflýjanlegur. Hann óskadi eflir honum og þar af leidandi er ég á uissan hátt nidur- lœgd. Þad er sama þóll ég reyni ad skilja manninn eins og hann er með kostum og göllum. Eg á samt erfill með uð fyrirgefa honum að velja þessa óskemmlilegu leið, án þess að berjast svolítið. Ég hef verið mjög til- finningalega einangruð. Ná er ég allt i einu farin að sýna tilfinningar mínar og innri mann og þá upp- gölva ég ýmislegl miður áhugavert, ég er ströng, hörð og alvarleg við sjálfa mig og þar af leiðandi við aöra. Að undanförnu hefég tekið á þessum vanda og bœði reynl að vera umburöarlynd og elsk að sjálfri mér. En það skrítna er að ég á belri samskipti við aöra en fyllisl stundum óbœrilegri seklarkennd yf- ir því að vera góð við sjálfa mig. Það er enginn vafi á að starf mill kann að ráða miklu um hvernig aörir meta mig. Heldur þú, Jóna, að ég geti nokkurn líma sœlt mig við að þetta sé eðlilegur hluti þess að hafa kosið sér ákveðið lífshlutverk? Hafðu þökk." Kæra indíánakona! Þakka þér innilega fyrir einlægt og heiðarlegt bréf. Við reynum í sameiningu að velta fyrir okkur mögulegum skýringum á þessu þrennu sem kvelur þig og hugsan- legum leiðum til lausnar. Tímabil straumhvarfa Þegar jafn mikilvægar breytingar eiga sér stað í lífi okkar og hjóna- skilnaður er hætt við töluverðum innri skjálfta. Fyrirgefning í þessu ástandi er ekki möguleg því við get- um ekki séð hvað í raun og veru ætti að fyrirgefa. Við vorum nefnilega ekki að hafna neinum, heldur leita skýringa á ástandi sem óneitanlega virkar lamandi. Vissulega er fyrir- gefningarformið einn fegursti vott- ur kærleikans hjá kristnum mönn- um. í hugarangri þess ástands sem skapast vegna hæfileikaskorts okk- ar sjálfra eða annarra til að sjá, hverju maður veldur sjálfur og hverju hinn póllinn, er hætt við að sá sem ekki er tilbúinn að slíta sam- bandi, en vill leita lausnar án flótta og sjálfsblekkingar, verði öskureið- ur og sundurtættur þegar ekki er á hann hlustað. Þú ert enn á valdi þess liðna þegar þú segir: ,,Ég er hörð, ströng og alvarleg við sjálfa mig." Þetta er greinilega vísbending um að þér sjálfri hætti til að hafna per- sónu þinni og þarna þarftu að læra fyrst að fyrirgefa sjálfri þér það að vera eins og þú ert. í stað þess mild- ar þú þig í annarra manna garð, en ef þér svo verður á að elska sjálfa þig þá byrja refsiaðgerðir sem byggjast upp á óbærilegri sektar- kennd. Hætt er við að þú eigir nokk- ur vantöluð orð við tilfinningalega parta þína. Nú er iífshlutverk þitt þess eðlis, eins og þú bendir rétti- lega á, að auðvelt er fyrir ókunnuga að villast á persónu þinni. Við því er engin lausn vegna þess einfaldlega að þeir hafa rétt á að hafa hvaða skoðun sem er á þér. Rétt sjálfs- ímynd er nauðsynleg og hana fáum við með því að láta ekki mat ann- arra á persónu okkar og verkum breyta því sem okkur er kært og eðlilegt í eigin fari. Skriftin skodud Upphafsstafir gefa til kynna góða greind, frelsisþrá, skapfestu, sjálfstæða hugsun og járnvilja. Þetta getur skýrt af hverju nauðsynlegt er að rökrænar ástæður þurfi að liggja á bak við mikilvægar ákvarðana- tökur, eins og skilnað. Tölustafir benda á mjög gott upplag og andúð á tvöfeldni í hugsun. í tölustöfum kemur líka fram, að vegna ótta við breytingar, bæði hjá sjálfri þér og í aðstæðum þínum, þrjóskast þú við að horfast í augu við óumflýjanleg- ar breytingar í einkalífi. Það mynd- ast náttúrulega taugaspenna innan frá sem afleiðing af þessu. Slík af- staða og líðan geta snúist í órétt- mæta sektarkennd gagnvart eigin sjálfsímynd, þér finnst þú hafa brugðist. Efri stilkir stafanna vísa til þess að frá bernsku hafir þú verið undir of sterkum áhrifum einstakl- ings sem er einfaldari gerðar en þú sjálf. Neðri stilkir gefa til kynna, að þú hafir tilhneigingu til að þóknast fólki á skökkum stöðum og leggir of mikið kapp á að sanna þig. Þetta er óþarfi, vegna þess að hæfileikar þín- ir eru augljósir. Þú átt eftir að hoppa hæð þina yfir að hafa sloppið úr hjónabandinu tiltölulega ódýrt eins og þú bendir sjálf á. Mótaðilinn gerði þér vissulega greiða með því að hafna þér þannig og á ómeðvit- andi þátt í að færa þig huggulega í átt að draumastelpunni þér, Guði sé lof. Innri stilkir gefa til kynna, að þú getir orðið brautryðjandi í störfum og áhugasvið þín geti breyst. Spáss- íur benda á, að þú sért trygglynd, langrækin, þver og hrædd við að sýna þínar réttu tilfinningar. Aftur á móti kemur greinilegaj' ljós á bilinu á milli orða þinna að þú kannt að elska, ert bliðlynd, einlæg og kannski hrekklaus. Halli stafanna vísar til þess, að það sem þú getur reiknað út fyrirfram falli þér best, allt sem kemur aftan að þér skelfi Þig- Punktar og kommur eru vís- bending um að þú sért friðsöm, en hafir gaman af að ögra fólki, sér- staklega ef það metur þig ekki rétt. Auk þess segir þetta, að þú sért sveigjanleg, fordómalaus, sniðug og jákvæð, þegar kemur að lausn mála fyrir alla nema þig sjálfa. Halli skriftarinnar segir, að þú sért hug- myndarík, samviskusöm og góð- gjörn. Hallinn gefur líka til kynna að þú sért vinnualki, auk þess að vera þægileg félagslega. Þetta getur skýrt alvöru þína og pirring, þegar þú ert misskilin. Frekar einræn manngerð, tilfinningalega lokuð, en djúpt hugsandi. Uppörvandi fyrir þann sem bæri gæfu til að elska þig, en ekki að breyta þér, það gerir þú auðveldlega sjálf. Eða eins og kröfuharða sveita- stúlkan sagði eftir hörkukartöflu- tínslu í fyrrasumar: „Elskurnar mín- ar, síðan ég fékk mér eldrauða bik- iníið og hœtti að hlýöa heimsku fólki er ég ennþá áhugaverðari, jafnvel í grœnmetisstakknum." Kæra indíánakona, Guð gefi þér hugrekki til að vera þú sjálf og megi sem flestir átta sig á innri manni þin- um, þvi hann er töluvert sérstakur. Með vinsemd, kynlifsdálkurinn Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. Þjódfélagslegt hlutverk kláms/erótíkur Fyrir stuttu barst mér bréf ut- an af landi frá lögfróðum aðila. Þessi einstaklingur taldi að „um- burðarlyndi í íslensku þjóðfé- lagi væri ekki nægilegt" til að hann vildi láta nafn sitt koma fram. Eg skil það og vil bara þakka þessum aðila fyrir afar áhugavert bréf. Ein af spurningunum sem hann velti fram var hvort klám geti haft þjóðfélagslegu hlut- verki að gegna. Vissulega eru til ýmsar kenningar um það, en mér finnst afar mikilvægt að við séum nokkurn veginn sammála um hver skilgreining kláms sé (og hvað sé erótík) áður en um- ræðan heldur lengra. Ég get að minnsta kosti ekki rætt um þjóð- félagslegt hlutverk kláms nema skilgreina hugtakið að ein- hverju leyti og gera það upp við mig hver sé munurinn á því og erótík. Þetta er alls ekki auðvelt verk, því þó við yrðum sammála um skilgreiningu er „grátt svæði“ þarna á milli. Allsber karlmadur Almenningur hefur ótrúlega skiptar skoðanir á því hvað telst klám og hvað ekki. Ein ástæðan fyr- ir því hvað klámumræða er erfið er að engir eru sammála um skilgrein- ingu. Það væri ákaflega erfitt að fara að reisa brú án þess að hafa skil- greint eðli brúa! Fyrir tólf árum birt- ust niðurstöður rannsóknar á við- horfum almennings í Bandaríkjun- um (ekki til neinar íslenskar rann- sóknir) til kláms í „Journal of Sex Research“-tímaritinu. Þar kom til dæmis fram að 11% finnst það vera klám að sjá par kyssast — andlitin sjást eingöngu. Helmingi úrtaksins fannst það vera klám að sjá allsber- an karlmann og 79% að sjá tvo karl- menn kela hvorn við annan. Kannski myndum við íslendingar svara öðruvísi og samsvarandi tölur væru í dag — hér á landi — 2%, 20% og 50%, af því við teljum okkur að sumu leyti frjálslyndari í kynferðis- málum (hvað svo sem „frjálslyndi" þýðir meðal okkar). Sínum augum lítur hver silfriö Bréfritari segist ekki skilja hvern- ig beri að skilja þau sjónarmið — sem virðast við fyrstu sýn ósættan- leg — að klám geti verið hjálpar- meðal í kynlífi og að það geti ógnað kvenfrelsi. Fyrir sjálfa mig geng ég út frá því að klám sé list, prentað efni og kvikmyndir sem sýni mann- eskjur niðurlægðar á einhvern hátt og örvi kynferðislega þann sem les eða horfir. Til að hrella mig enn frekar gæti ég svo spurt sjálfa mig hvað sé niðurlægjandi og hvað ekki! Og fyrir sjálfa mig geng ég út frá því að í erótík riki meira jafnrétti meðal fólks og að það sé ekki niðurlægt. Fyrir eina manneskju getur klám verið ágætis hjálparmeðal í kynlífi, en sama efni virkað niðurlægjandi á kvenfrelsiskonur. Viröing í fyrirrúmi Það er rétt sem bréfritari segir, að hegningarlagaákvæði eru ekki beinlínis sett til verndar kvenfrelsi og gegn kynferðislegu ofbeldi, held- ur fremur þeim sem eru viðkvæmir fyrir slíku efni. Bréfritari minnist á eina kenning- una um þjóðfélagslegt hlutverk kláms — það að klámið sé einhvers- konar öryggisventill fyrir kynferðis- lega bælingu meðal einstaklinga sem gæti annars verið skaðleg um- hverfinu. Nýrri kenning er að klám kenni þeim, sem horfa á það, ofbeldi og hvernig hægt er að niðurlægja einstaklinga í sínu nánasta um- hverfi. Þess vegna hafa kvenfrelsis- konur áhyggjur af klámi sem niður- lægir konur, börn — jú, og karlmenn líka. Sjálf hef ég ekkert á móti kyn- ferðislega örvandi efni — ef — það hefur jákvæð áhrif á viökomandi. Með jákvæðum áhrifum á ég við að sjálfsvirðing haldist og virðing í samskiptum við aðra. Mikið var gaman að fá svona bréf — takk!

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.