Pressan - 15.03.1990, Page 29
Fimmtudagur 15. mars 1990
spáin
15. — 20. mars
Pú ættir að beina huganum meira að því
óþekkta, og dulræna ef til vill lika. Það gæti
komið sér vel fyrir þig. Það kann aldrei góðri
lukku að stýra að beina huganum einvörð-
ungu að efnisheiminum. i vikunni er líklegt
að þess verði farið á leit við þig að þu geymir
verðmæti fyrir nákominn. Láttu innsæið
ráða ferðinni sem frekast er kostur.
(21. ufiril—20. muí)
Haltu þig við þær manneskjur sem styðja
þig og þínar hugmyndir. Mundu gamla mál-
tækið: Sameinaðir stöndum vér, sundraðir
föllum vér. Einhverjir kunna að þykjast
styðja þig en gera það ekki þegar i harðbakk-
ann slær. Á sliku fólki er best að vara sig. Það
er varhugavert.
í þessari viku má heita réttast að taka fjár-
málin í gegn og koma á þau betra skipulagi.
Margt getur unnist með góðu skipulagi. I
ákveðnum málum þarftu að seilast ansi
langt eftir upplýsingum. í sliku tilfelli er gott
að hafa fólk sem þú getur treyst og irúað —
og öfugt verður það reyndar líka að vera.
Annars gæti verr farið.
(22. júni—22. júlij
Gefðu forvitni þinni lausan taum, leiktu
einkaspæjara ef þig langar til, rannsakaðu,
skoðaðu og leitaöu. Liklegast er reyndar að
þér liki ekki allt sem þú kemst aö i ákveönu
máli sem hefur verið að angra þig. En þegar
til lengri tima er litið er betra að hafa leitað
og fundið en leitað ekki og ekkert fundið.
(22. júli—22. úiiúsl)
Eitthvað er um það að þú hafir vanrækt
samband þitt við fólk, jafnvel við eldra fólk,
foreldra, ömmu og afa eða skyldmenni á há-
um aldri. Þessu er þér best að breyta sem
fyrst þvi oft er það gott sem gamlir kveða.
Þetta gæti hugsanlega orðið valdur að
skemmtilegum endurfundum.
(22. ájjúsl—22. sept.j
Liklega þarftu að skila frá þér verkefni eða
verki á ákveðnum tima og getur í engu hnik-
að þeim tíma. Jafnvel þó þú sjáir sæng þína
uppreidda. Það sem gildir er aö vera ákveð-
inn og ganga hiklaust til verks, hálfkák mun
ekki færa þér nokkurn skapaðan hlut.
Skýrðu mál þitt hratt, ákveðið og skýrlega ef
einhver æskir skýringa.
(22. sept —24. okl.)
Það sem þú hefur leitað er nærri sem stend-
ur og kemur liklegast í leitirnar alveg á næst-
unni. Taktu eftir þessu. Einbeittu þér að pen-
ingamálum, vöxtum, ávöxtunarleiðum og
þessháttar. Ef allt fer eins og liklegast er þá
mun þér aukast ábyrgð á næstunni en það
þýðir lika meiri vinna. Ohjákvæmilega hlýtur
þetta að fara saman.
(24. okt.—22. nóv.)
Það eru fyrst og fremst dómgreind þin og
frumkvæði sem á reynir á næstu dögum.
Mikilvægt er að vikka sinn eigin sjóndeildar-
hring með umræðum við aðra. Batnandi
manni er best að lifa og maður manns gam-
an. Einhverjar likur eru á að rómantíkin geti
leikið stóra rullu í lifi þinu á næstunni, jafnvel
með manneskju sem þú hefur enn ekki séð.
(22. núv.—2l. des.)
Það eru góðar likur á þvi að þú lendir i hring-
rás sem þú ræður kannski ekki mikiö við. en
gæti á hinn bóginn fært þér umtalsverðan
gróða. Erfitt er þó að segja nákvæmlega á
hvaða sviði það er. Margir heillast af þér
þessa dagana, það finnst þér gott en gættu
þess einvörðungu að láta það ekki stiga þér
til höfuðs, ef til vill munu nokkur leyndarmál
upplýsast í þessari vikunni.
(22. des.—20. jun.)
Margvislegar veislur, samkvæmi og reyndar
teiti hverskonar eru nokkuð mikilvæg um
þessar mundir. Að vísu getur þetta lif leitt af
sér hærri reikninga að borga, en sá kostnað-
ur er léttvægur fundinn miðað við þann akk
sem þú getur haft af samskiptum við fólk
um þessar mundir. Littu til langs tima.
(21 junúur—10. íebrúur)
Nú verðurðu að þrýsta á að tekin verði
ákvöröun um feril þinn. Þú ættir að sækja
um fund með yf irboöurum þinum og ganga
hreint til verks. Láttu þá svara því hver raun-
veruleg framtið þín er. Mikilvægt er einnig
aö halda vel til haga öllu sem þú hefur gert
og gæti nýst þér þegar til lengri tima er litið.
(20. febrúur—20. mars)
Sveigjanleiki gæti komið þér að góðum not-
um á næstu dögum, sem og umburðarlynd-
ið. Þú verður að horfa fram hjá göllum fólks
og taka því eins og það er. Annaö þýöir ekki.
Einhver nákominn þér mun líða nokkuð fyrirí
heilsuleysi og það leggst þungt á þig. Réttu,
úr bakinu engu aö siður. Það stoðar litt að
bera harm heimsins á herðum sér. i
29
i frqmhjáhlqupi
Sæmundur Palsson,
byggingarmeistari og lögreglumaöur
„Neyðarlegast
þegar ég stjórnaði umferí
með opna
— Hvaða persóna hefur haft
mest áhrif á þig?
„Faðirminn, Páll Magnússon."
— Án hvers gætirðu síst ver-
ið?
„Heilsunnar."
— Hvað finnst þér leiðinleg-
ast?
„Að bíða á læknisstofu."
— En skemmtilegast?
„Dansa, ferðast, tefla og spila
bridge."
— Hvenær varðstu glaðast-
ur?
„Þegar við hjónin eignuðumst
okkar fyrsta barn."
— Hvað fer mest í taugarnar
á þér?
„Þras og ósamkomulag."
— Manstu eftir ákvörðun
sem breytti miklu fyrir þig?
„Er ég hætti að smíða og gerð-
ist lögregluþjónn."
— Við hvað ertu hræddur?
„Helst við að missa heilsuna."
— Manstu eftir neyöarlegu
buxnoklðuf
atviki sem hefur hent þig?
„Eitt sinn kom saumspretta á
buxurnar þegar ég var að sýna
dans í Þjóðleikhúskjallaranum.
Annað neyðarlegt atvik var þeg-
ar það myndaðist algjört um-
ferðaröngþveiti þegar ég var að
stjórna umferð með opna
buxnaklauf og skyrtuna úti!"
— Hver er eftirlætisbílteg-
undin þin?
„Mercedes Benz 280 SEL."
— Hver er tilgangurinn með
lífinu?
„Að sjá börnin sín dafna og
vaxa úr grasi og láta gott af sér
leiða með jákvæðu hugarfari."
— Ef þú þyrftir að skipta um
starf, hvað vildirðu þá helst
taka þér fyrir hendur?
„Fara aftur til smíða eða starfa
við byggingareftirlitsstörf."
— Hvað er betra en kvöld-
stund í góðra vina hópi?
„Það er fátt, nema þá helst
kvöldstund með fjölskyldunni
sem orðin er nokkuð stór."
lófalestu
í þessari viku:
Bogmadur
(karl fæddur 29.11. '55)
Þessi maður er undir miklu álagi
og þarf að öllum líkindum að ein-
beita sér mjög mikið í vinnunni.
Frá 17 til 22 ára aldurs átti hann af-
ar erfitt með að gera upp við sig
hvaða starfi hann ætti að stefna
að.
Hann er ástríðufullur og hönd
hans minnir á hendur franskra að-
alsmanna til forna. Greindarlína
hann er sérlega bein, svo hann
ætti aö hafa góða rökhugsun og er
því eflaust snjall í raungreinum.
Þessi hæfileiki hefur vaxið stig af
stigi á undanförnum árum. Bestu
ár hans í starfi eru frá 45—48 ára
aldri og allt fram undir sjötugt.
Hann er diplómatískur og vill
frekar semja en standa í átökum.
En hann er viðkvæmur og líður oft
ekki nógu vel á tilfinningasviðinu.
VILTU LÁTA LESA
ÚR ÞÍNUM LÓFA?
Sendu þá TVÖ GÓÐ LJÓSRIT af
hægri lófa (örvhentir Ijósriti
þann vinstri) og skrifaöu eitt-
hvert lykilorð aftan á blöðin,
ásamt upplýsingum um kyn og
fæðingardag. Utanáskrift:
PRESSAN — lófalestur, Ármúla
36, 108 Reykjavík.
AMY
ENGILBERTS
draumar
íslendingar eru með eindæmum
Ijóðelsk þjóð. í draumum sínum
yrkja þeir og það jafnt látnir sem lif-
andi. Það er jafnvel ekki trútt um að
þeim látnu sé enn auðveldara að
nota bundið mál.
Margar sögur eru til af draumvís-
um, þær eru eiginlega sérstakur
kafli í hinu flókna kerfi draumanna.
Oftast rættust vísnadraumarnir
beint, voru bein aðvörun eða bara
frásögn. Ef einhvern af lesendum
dreymir vísu, hvort sem hann þykist
yrkja sjálfur eða að einhver annar
hafi vísuna yfir, þá vil ég biðja þann
hinn sama að. snarast fram úr og
skrifa vísuna.’ Draumvísur eru svo
bráðskemmtilegt fyrirbæri að við
höfum ekki efni á að láta þær glat-
ast. Mig langar að segja ykkur örfá-
ar sögur um draumvísur — og ítreka
við ykkur að gæta þeirra vísna sem
ykkur kann að dreyma og skrifa nið-
ur ef þið þekkið gamlar frásagnir
um slíkt sem ekki hafa komist á
prent. Ég mundi taka fegins hendi
við öllu slíku ef þið vilduð vera svo
vinsamleg aö senda mér það.
Amma mín sagði mér sögu um
tvö systkini. Pilturinn fór til sjóróðra
á veturna — eins og það hét í þá
daga sem menn fóru á vertíðir á
opnum árabátum. Stúlkan öfundaði
bróður sinn af því að fá að fara að
heiman og róa, sjálfsagt hefur hana
einnig langað til að kynnast nýju
fólki og stöðum. ,,Og svo hlýtur að
vera gaman á sjónum," sagði hún.
,,Það er svo notalegt að láta báruna
vagga sér.“ Ekki breyttist þó hlut-
verkaskipting systkinanna. En eina
vertíðina dreymdi stúlkuna að bróð-
ir hennar kæmi til hennar og hefði
yfir vísu þessa:
Ég er á íloti út vtö sker
öll er þrotin vörnin.
Báran vota vaggar mér —
þú veist hvaö notalegt þaö er.
En pilturinn hafði farist um þetta
leyti á vertíðinni.
Flestar draumvísurnar tengjast
dauðanum og sambandi ástvina eft-
ir hann, svo sem vísur Skáld-Rósu
sem hún kvað á glugganum hjá Rós-
ant syni sínum í draumi. En hann
hafði haft miklar áhyggjur af því
hvort móðir hans, sem honum þótti
mjög vænt um, hefði farið vel eins
og það var kallað, þ.e. hlotið Guðs
blessun eftir dauðann. Slíkar
áhyggjur voru algengar á dögum
bókstafstrúarinnar. Svo dreymdi
hann að móðir hans kæmi að glugg-
anum yfir rúminu hans og kvæði
nokkrar vísur í glöðum rómi. Ein
þeirra er svona:
Á hausti fölnar rósin rauö,
reifast hvítum hjúpi.
Móöir þín í Drottni dauö
dó á Stóra-Núpi.
Þetta er þeim mun merkilegra sem
Rósant vissi ekki að móðir hans
hefði dáið á Stóra-Núpi en hélt að
hún hefði verið stödd á öðrum bæ.
En Skáld-Rósa lést á ferðalagi sem
kunnugt er. Þegar svo sannar fregn-
ir komu af andlátinu þóttist Rósant
ekki þurfa að efast lengur og áhyggj-
ur hans hurfu með öllu.
Enn eru þekktar ævagamlar
draumvísur svo sem þessi:
Gengiö hef ég um garöinn móö,
gleöistundir dvína.
Hauskúpuna, heillin góö,
hvergi finn ég mína.
Einhver hafði farið óvarlega með
bein sem komu upp úr kirkjugarði
og höfuðkúpa týnst. Eigandi henn-
ar, löngu látin kona, kom svo
áhyggjum sínum á framfæri með
þessum hætti. Kannske komast
skilaboð betur milli heimanna ef
máttur Ijóðstafanna bætist við hina
venjulegu orku.