Pressan - 21.06.1990, Blaðsíða 9

Pressan - 21.06.1990, Blaðsíða 9
9 ... i PPf Fimm ur 2l': juní ÍÖ§6' il GEÐDEILDIR LANDSPÍTALANS: með yfirstjómina A undanförnum árum hefur oftsinnis komið upp mikil óánægja meðal hjúkrunarfræðinga og annars starfsfólks geðdeilda Landspítaians með yfirstjórn deildanna. A þetta ekki síst við um yfírstjórn hjúkrun- ar. Þannig hafa uppsagnir vegna þessa verið tíðar og árið 1988 skrifuðu tíu hjúkrunarfræðingar undir bréf þar sem þeir óskuðu eftir viðræðum við hjúkrunarst- jórnina ,,til að freista þess að fínna viðunandi lausn á atriðum, sem þeir telja alvarleg vandamál stofnunar- innar“. EFTIR INGIBJÖRGU SÓLRÚNU GlSLADÓTTUR MYNDIR EINAR ÓLASON Þær deildir sem virðast hafa orðið hvað harðast úti vegna þessarar óánægju eru barna- og unglingageð- deildirnar á Dalbraut. Þar hafa verið tíð skipti á hjúkr- unarframkvæmdastjórum á undanförnum árum og mun enginn þeirra hafa enst lengur en tvö og hálft ár í starfi. Þeim sem lengst starfaði, Borghildi Maack, var vikið úr starfi þann 27. júlí á síð- asta ári eftir að hún hafði staðfastlega neitað að segja upp af sjálfsdáðum. Eina ástæða uppsagnar sem upp var gefin var , ,samstarfsörð- ugleikar". Af fyrirliggjandi gögnum í málinu er ljóst að þeir voru vissulega fyrir hendi. Hér verður ekki lagt mat á það hverjum þar var um að kenna, en gögnin vekja óneitanlega þá spurn- ingu hvort lausnin á sam- starfsörðugleikunum á geð- deildunum felist í því að æ fleiri hjúkrunarfræðingar hætti störfum - nauðugir viljugir Samþykkt um brottvikn- ingu Borghildar var gerð í stjórnarnefnd ríkisspítal- anna samkvæmt tillögu hjúkrunarforstjóra. Borg- hildur fékk ekki að tala máli sínu í nefndinni né heldur leituðu einstakir nefndar- menn eftir hennar hlið á málunum. í kjölfar brott- vikningar ritaði Borghildur heilbrigðisráðherra bréf þar sem hún segir: „Þeir einstak- lingar sem trúíega eiga hlut að máli varðandi brottrekst- ur minn, eða þau Þórunn Pálsdóttir, Páll Ásgeirsson og Tómas Heigason vilja ekki samvinnu, heldur kúg- un og valdníðslu. Þvkir mér afar óeðlilegur framgang- smáti að leita ekki annarra ieiða en ítrekað reyna að þvinga mig sjálfa til upp- sagnar og síðan þær aðgerð- ir að reka mig úr starfi, án þess svo mikið sem að gefa mér kost á að tala máli mínu, né heldur að upplýsa mig um þær kvartanir gegn mér sem væntanlega liggja fyrir.“ Gerrœðisleg yfirstjórn Þó það hafi ekki mikið verið tíðkað hjá ríkisspítul- unum að segja hjúkrunar- fræðingum upp.störfum, þá má líta á mál Borghildar sem hápunkt á nokkuð langri þróun. í gögnum sem Borg- hildur sendi ráðuneytinu með bréfi sínu er m.a. að finna uppsagnarbréf hjúkr- unarfræðings frá frá árinu 1986 þar sem hann gagnrýnir harðlega samskipti stjórn- enda Kleppsspítala við starfsfólk sitt og segir síðan: „Ég tel það ógnun fyrir mig sem faglega ábyrgan hjúkr- unarfræðing að verða vitni að og óbeint þátttakandi í því skipulagsleysi og niður- rifsstarfsemi sem á sér stað innan stofnunarinnar.“ Þá talar hann um „gerræðislega yfirstjórn hjúkrunarmála“ og segir hana ekki veita möguleika á nýbreytni eða sveigjanleika í starfi. Átján starfsmenn á þeirri deild sem hann veitti fors- töðu skrifuðu undir bréf til hjúkrunarstjórnarinnar þar sem þeir lýstu því yfir að þeir teldu af eigin reynslu að „...þær ástæður sem hann færir fyrir uppsögn sinni eigi við rök að styðjast". Sögðu þeir að þeir teldu stofnunina setja ofan með slíkri fram- komu við gott starfsfólk. Eins og fyrr sagði skrifuðu tíu hjúkrunarfræðingar undir bréf til hjúkrunarst- jórnar þar sem þær óskuðu eftir viðræðum um vanda- mál geðdeilda Landspíta- lans. Eitt af því sem þær vildu ræða var hvernig koma mætti „...ívegfyrirað hjúkr- unarfræðingar hætti störfum vegna óánægju". Ein þeirra sem skrifuðu undir þetta bréf var Ingrid Björnsdóttir. Aðspurð um það hver hin „alvarlegu vandamál" væru sem þær vitnuðu til sagði hún, að þar væri um svo margt að ræða að því yrðu ekki gerð skil í stuttu máli. „Samvinna milli læknastjórnar og hjúkrun- arstjórnar er afsicaplega slæm og það er illa unnið að áætlunum fyrir spítalann. Maður veit aldrei hvað er að gerast. Það er ekki nokkur leið að átta sig á því hvar og hvemig ákvarðanir eru tekn- Togstrelta mllli stétta hlýtur að bitna á þelm sem síst skyldi - sjúkllngum. ar sem hafa verulega þýð- ingu bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Þetta er ríkisspít- ali en í raun virðast Tómas Helgason og Þórunn Páls- dóttir geta rekið þetta eins og einkastofnun. Hjúkrun- arstjórnin er mjög illa sam- hæfð og vinnubrögð öll fyrir neðan allar hellur. Eitt af því sem við vorum mjög óá- nægðar með var hvernig tekið var á ágreiningsmál- um. Það hefur verið áber- andi hjá hjúkrunarstjórninni að líta svo á að þegar starfs- fólk er óánægt og vill ein- hverju breyta þá sé það vegna þess að það eigi sjálft í persónulegum vandamál- um. Mál eru því ekki rædd á opnum fundum heldur er fólk kallað fyrir í einkavið- töl. Starfsfólk fær mjög lítinn stuðning frá hjúkrun- arstjórninni, ég tala nú ekki um ef það hefur lent upp á kant við Tómas Helgason." Togstreita milli stétta Á árinu 1988 og fyrri hluta ársins 1989 sögðu fimm hjúkrunarfræðingar á barna- og unglingageðdeildinni, þar af fjórir deildarstjórar, upp störfum vegna óánægju með yfirstjórn hjúkrunar- sviðs geðdeildanna og ág- reinings við einstaka sérf- ræðinga. Óánægjan virðist að hluta til vera af persónu- legum toga en að öðru leyti snýst hún unl sjálfstæði í starfi, faglega ábyrgð og stjórnun. Samkvæmt hjúkr- unarlögum eru hjúkrunar- fræðingar lögvernduð starfs- stétt með sjálfstæða ábyrgð og stjórnun varðandi allt sem lýtur að aðhlynningu og hjúkrun. Þannig vinna þeir ekki undir stjórn lækna held- ur sérstakrar hjúkrunarst- jórnar. Þetta fyrirkomulag er mörgum læknum þyrnir í augum og telja þeir að á (Lesendur eru bednir velvirding- ar á röngum orda- skiptingum í grein- inni, sem stafar af tœknilegum örd- ugleikum. Ritstj.)

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.