Pressan - 21.06.1990, Blaðsíða 10

Pressan - 21.06.1990, Blaðsíða 10
10 GEÐDEILDIR, frh. endanum beri þeir ábyrgð- ina á meðferð sjúklings. Togstreita milli þessara tveggja stétta er því ekki ný af nálinni og að öllum líkind- um á hún óvíða jafn auðvelt uppdráttar og á geðdeildum. A endanum hlýtur hún að bitna á þeirri þjónustu sem þar er veitt og þar með þeim sem síst skyldi - sjúklingun- um. Hin eiginlega meðferð þeirra fer að miklum hluta til fram inni á deildum sem ger- ir miklar kröfur til allra sem þar starfa dags daglega Helgason ræður öllu og þeg- ar því sleppir þá tekur Þór- unn Pálsdóttir við í hans um- boði. Það sem stendur barna- og unglingageð- deildinni fyrir þrifum er að hún skuli vera viðhengi við aðrar geðdeildir Landspíta- lans. Hún ætti að vera sjálfs- tæð eining, bæði fjárhags- lega og stjórnunarlega. Eins og málum er háttað í dag eru hjúkrunarframkvæmda- stjórar geðdeildanna ófjárr- áða og geta varla keypt svo mikið sem penna nema með hæfan hjúkrunarfræðing sem hrakist hafði áður úr starfi vegna gagnrýni á vinn- ubrögð hjúkrunarstjórnar geðdeilda. Tel ég það hæpna röksemd fyrir því að útiloka vel menntaða og hæfa hjúkr- unarfræðinga frá störfum við geðdeildir Landspítalans að hjúkrunarforstjóri sé í per- sónulegri andstöðu við þá einstaklinga og misnoti þar með vald sitt gegn þeim“. Sá hjúkrunarfræðingur sem hér um ræðir er menntaður geðhjúkrunar- Starf á barna- og unglingageðdelldum er mjög erfltt og gerlr mlklar kröfur tll starfs- fólks. þ.á m. hjúkrunarfræðinga. Mörk milli ábyrgðar og stjórnunar lækna og annarra sérfræðinga annars vegar og hjúkrunarfræðinga hins veg- ar hljóta við slíkar aðstæður að verða nokkuð óljós en það kallar óumflýjanlega á gott samstarf allra sem hlut eiga að máli. En þar virðist hnífurinn einmitt standa í kúnni a.m.k. hvað einstakar deildir varðar. Hjúkrunar- fræðingar sem PRESSAN ræddi við kvarta undan því að í stað góðrar samstjómar ríki stjórnleysi á bama- og unglingageðdeildinni. Þær eigi erfitt uppdráttar eða eins og fyrrverandi deildar- stjóri legudeildar barna, Sig- ríður H. Bjarnadóttir, segir í bréfi til Hjúkrunarfélags ís- iands: „...þaðerviðurkennd staðreynd að hjúkrunar- fræðingar eru ekki vinsælir á deildinni...". Segir hún að sérfræðingar deildarinnar hafi leitað „...með einstaka meðferðarþætti beint til starfsfólksins án samráðs við hjúkrunarfræðing og var því ekki nokkur leið að fylgjast með því sem fram fór á deildinni“. PRESSAN hafði sam- bandi við Pál Ásgeirsson, yf- irlækni á barna- og ungling- ageðdeildunum, vegna þeirra uppsagna sem sett hafa svip sinn á deildina, en hann vildi ekki tjá sig um málið og vísaði því alfarið til hjúkrunarstjórnar og hjúkr- unarfræðinga deildanna. Úttekt á stöðu barna- og unglinga- geðdeildanna Hugtök eins og „stjórn- leysi“ og „miðstýring" ganga eins og rauður þráður í gegn- um samtöl sem PRESSAN hefur átt við hjúkrunarfræð- inga sem sagt hafa upp störf- um á geðdeildunum, sem og uppsagnarbréf þeirra. I fljótu bragði virðist í þessu fólgin ákveðin mótsögn en það má líka færa gild rök að því að mikil samþjöppun valds í efstu lögum stofnunar leiði af sér stjórnleysi þegar neðar dregur. Þar fái sjálf- stæði og frumkvæði ekki að njóta sín. Þannig segir Borghildur Maack: „Hjúkrunin á að hafa sína eigin faglegu yfir- stjórn á geðdeildunum rétt eins og á öðrum deildum allra sjúkrahúsa. En þannig er það ekki í raun. Tómas leyfi frá hjúkrunarfor- stjóra.“ í bréfi til stjórnamefndar ríkisspítalanna lagði Borg- hildur til að gerð yrði hlut- laus úttekt á faglegri stöðu og starfsemi barna- og ung- lingageðdeildanna. í samtali við PRESSUNA sagði Da- víð Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítalanna, að stjóm- endur spítalans hefðu ærið oft velt því fyrir sér með hvaða hætti væri skynsam- legt að gera slíka úttekt á deildunum. „Barnageðl- ækningar eru tiltölulega ný grein og það er flókið að gera slíka úttekt. Barna- og unglingageðdeildir alls stað- ar í heiminum eru mjög erf- iðar deildir og starfinu þar fylgir mikil streita sem þeir sem þar vinna taka óneitan- lega inn á sig. Starfið er ein- faldlega þess eðlis.“ Að- spurður sagði Davíð að hug- myndin um úttekt væri ekki ný af nálinni. „í geðlækni- ngum eru oft uppi mismun- andi sjónarmið og í tengslum við þau koma auðvitað upp ágreiningsmál en ég tel ekki að ágreiningur á barna- og unglingageðdeildinni sé meiri en reikna má með á slíkri deild. Mál Borghildar Maack finnst mér ekki dæmigert fyrir þann ágreining.“ Geðhjúkrunar- frœðingur útilokaður frá stöifurn Það sem vekur athygli varðandi uppsagnir hjúkr- unarfræðinganna á barna- og unglingageðdeildinni er að þær telja sig ekki njóta þess stuðnings í starfi sem þær þurfi frá yfirstjórn hjúkrunarinnar. Borghildur Maack segir t.d. í fyrrnefndu bréfi til heilbrigðisráðherra að hjúkrunarforstjórinn, Þórunn Pálsdóttir, hafi hind- rað sig „...sem hjúkrunarf- ramkvæmdastjóra svo og aðra hjúkrunarfram- kvæmdastjóra geðdeildanna í að sinna okkar störfum samkvæmt starfssviði hjúkr- unarframkvæmdastjóra, þar undir er m.a. ráðning starfs- fólks til eininga þeirra er þær eru hjúkrunarframkvæmda- stjórarfyrir, m.a. nú nýverið bannaði Þórunn Pálsdóttir öllum hjúkrunarfram- kvæmdastjórum geð- deildanna að ráða til starfa vel menntaðan og faglega fræðingur og starfar nú á geðdeild Borgarspítalans. Eins og fyrr er fram komið gagnrýndi hann hjúkrun- arstjórnina harðlega í upp- sagnarbréfi sínu árið 1986. Hann sagði í samtali við PRESSUNA að vissulega hefði hann notað sterk lýsin- garorð í uppsagnarbréfi sínu en það hefði hann gert til að freista þess að skapa um- ræðu um stöðu hjúkrunar á geðdeildunum. Sér vitan- lega hefði sú umræða hins vegar ekki farið fram. ,,En við búum í lýðfrjálsu landi og mér hlýtur að vera frjálst að hafa skoðanir á yfir- stjórninni án þess að það verði til þess að útiloka mig frá störfum á geðdeildum ríkisspítalanna. Eg hef hins vegar óneitanlega orðið var við að þaðan andar köldu til mín og ég nenni ekki að sækjast eftir starfi á stofnun sem ekki vill mig þegar til staðar er önnur sem vill mjög gjarnan nýta sér- menntun mína.“ Erfitt að fá hjúkrunarfrœðinga til starfa Uppsagnarbréfi þessa hjúkrunarfræðings lauk með þeim orðum að það mætti velta því fyrir sér „... hvort það flokkist undir tilviljun hversu illa gengur að halda í faglega menntað starfsfólk við stofnunina og/eða laða að nýtt fólk“. Ljóst er að það er erfiðara að manna stöður hjúkrun- arfræðinga á geðdeildum Landspítalans en á öðrum deildum hans. Þannig er nú um 61% af stöðuheimildum hjúkrunarfræðinga setið á geðdeildunum en 94% á öðrum deildum. Þessar tölur verða þó að túlkast með var- úð vegna þess að orsaka- þættir geta verið margir og samverkandi. Það mun vera alþjóðlegt fyrirbæri að geð- deildir njóta ekki sömu virð- ingar og aðrar deildir sjúkra- húsa en auk þess nefna margir að geðhjúkrun sé ekki gert sérlega hátt undir höfði í námi hjúkrunarfræð- inga hér á landi. PRESSAN hafði sam- band við Þórunni Pálsdóttur hjúkrunarforstjóra vegna allra þeirra mála sem hér eru til umfjöllunar, en hún sagði að þarna væru erfið og flókin mál á ferðinni sem hún kysi að tjá sig ekkert um. KNATT Fimmtudagur 21. júní 1990 RNAN Leikir í 1. deiid karla: Möguleikar liöanna: Athyglisverðir leikmenn: FRAM KAPLAKRIKAVELLI miöuikudaginn 27. júní kl. 20 Frammarar mega varast það að vanmeta andstæðinga sína eins og þeir gerðu gegn Víking- um í síðustu umferð en þá töp- uðu þeir óvænt og við það hljóp kærkomin spenna í topp- baráttuna. FH-ingar voru ekki sannfærandi í tapleik sínum gegn KR og voru heppnir að tapa ekki með meiri mun. Eng- inn vafi leikur á því að fá lið standast Fram snúning þegar það nær sínum besta leik. FH- ingar geta verið erfiðir and- stæðingar þegar þeir sýna sitt besta en ekki lítur út fyrir að lið- ið ætli að verða i toppbaráttu að þessu sinni. Fram er sigurstranglegra en jafntefli eru hugsanleg úrslit. Markvörður FH, Halldór Hall- dórsson, bjargaði liði sínu frá stórtapi gegn KR um daginn. Hann gæti reynst FH-ingum dýrmætur í þessum leik. Þá hljóta FH-ingar ávallt að binda vonir við markahrókinn skæða Hörð Magnússon en hann hef- ur ekki sýnt sínar bestu hliðar það sem af er sumri. Birkir Kristinsson, markvörð- ur Fram og landsliðsins, hefur verið í sviðsljósinu í sumar vegna frábærrar frammistöðu. Ef hann hefur mikið að gera í þessum leik er hann vís til afreka. Gaman er að fylgjast með varnarmanninum efni- lega Jóni Sveinssyni en eins og flestir vita er krökkt af stór- stjörnum í Fram-liðinu. KA ÍBV AKUREYRI midvikudaginn 27. júní kl. 20 KA-menn eru komnir í gang eftir herfilega byrjun og hafa unnið tvo leiki í röð. Liðið er of sterkt til að vera í fallbaráttunni og við spáum KA-mönnum allt að fjórða sæti þegar upp verð- ur staðið í haust. Eyjamenn hafa komið mjög á óvart og eru í toppbaráttunni um þessar mundir. Það er hins vegar skoðun okkar að þegar línur fara að skýrast í næstu umferð- um stefni þeir heldur niður en KA upp. Við spáum norðlensk- um sigri í þessum leik. Unglingurinn í framlínunni, Þórður Guðjónsson, varnar- maðurinn Ormar Örlygsson og framherjinn Jón Grétar Jóns- son eru meðal þeirra leik- manna KA sem geta blómstr- að á góðum degi. Þá er spurn- ing hvort varnarmaðurinn sterki Gauti Laxdal fer ekki að koma inn í liðið en hann hefur verið meiddur. Hlynur Stefánsson hjá ÍBV hefur komið á óvart og virðist þar vera framtíðarleikmaður á ferðinni og mikill markaskorari. Gamla kempan Sigurlás Þor- leifsson hefur einnig verið drjúgur svo og Júgóslavinn Andrei Jerina. ÍA ÞÖR AKRANESI miduikudaginn 27. júní kl. 20 Fallbaráttuleikur, því hér eig- ast tvö neðstu liðin við. Þórsar- ar eru sterkir á heimavelli en það er getuleysi þeirra á útivelli sem gerir þeim lífið erfitt. Við höllumst að Skagasigri á heimavelli liðsins. Hjá ÍA hefur Alexander Högnason átt mjög góða leiki. Spurning hvort hann heldur áfram að skora í þessum leik. Þá er alltaf gaman að fylgjast með hinum síunga kappa Karli Þórðarsyni sem orðinn er 35 ára gamall. Hjá Þórsurum hefur Júgóslavinn Luca Kostic í senn verið höfuðið í vörn liðsins og skorað flest mörkin. VALUR KR VALS-VELLI miövikudaginn 27. júní kl. 20 Tvímælalaust stórleikur um- ferðarinnar eins og sést af stigatöf lunni hér að neðan. KR- ingar gætu skotist í fyrsta eða annað sætið með sigri og Vals- menn gætu staðið einir á toppnum ef þeir sigra. Bæði liðin hafa leikið vel að undan- förnu en spurning er hvort heimavöllur og margir gamlir sigrar á KR reynast Valsmönn- um sterkt sálrænt vopn gegn Vesturbæingum. Við spáum jafntefli. Atli Eðvaldsson leikur sinn fyrsta leik í KR-peysunni en hann gerði það ekki gegn FH um daginn eins og áður var haldið. Ef Atli fellur vel inn í lið- ið gæti það haft geysilega góð áhrif á varnarleik KR-liðsins sem er veikasta hlið liðsins. Rúnar Kristinsson kom sterkur til leiks eftir fjögurra leikja bann um daginn og Þorsteinn Hall- dórsson hefur verið jafnbesti maður liðsins að undanförnu með miklum dugnaði sínum og baráttu á miðjunni. Og Pét- ur Pétursson er alltaf skæður. Hjá Val hefur Sigurjón Kristins- son átt mjög góða leiki í sumar og skorað mörg mörk. Þá hefur Steinar Adolfsson vakið mikla athygli. VÍKINGUR STJARNAN VÍKINGSVELLI föstudaginn 29. júní kl. 20 Víkingar komu sannarlega á óvart með sigri á Fram um dag- inn en þrátt fyrir sigurinn lék Vikingsliðið ekki sérlega vel. Hér eru tvö baráttulið á ferðinni sem ekki eru líkleg til að verða mjög ofarlega í deildinni. Erfitt að spá um úrslit. Júgóslavinn Goran Micic er alltaf jafnsterkur í liði Víkings og er iðinn við að skora. Aðal- steinn Aðalsteinsson og Trausti Ómarsson hafa verið sterkir á miðjunni. Þá hljóta Víkingar að binda vonir við hinn sprettharða framherja Atla Einarsson. Hjá Stjörnunni beinist athygli að Árna Sveins- syni og Lárusi Guðmundssyni sem hafa verið drjúgir við að skora undanfarið. STAÐAN í FYRSTU DEILD: leikir u i t mörk stig Fram 6 4 1 1 13:1 13 Valur 6 4 1 1 11:5 13 KR 6 4 0 2 10:7 12 ÍBV 6 4 0 2 8:10 12 Víkingur 6 2 2 2 7:7 8 Stjarnan 6 2 1 3 7:12 7 FH 6 2 0 4 9:9 6 KA 6 2 0 4 6:10 6 ÍA 6 1 2 3 5:10 5 Þór 6 1 1 4 3:8 4

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.