Pressan - 21.06.1990, Blaðsíða 11

Pressan - 21.06.1990, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 21. júní 1990 PRESSU önnum hefur þótt heldur dauft yfir verslunarhúsnæðinu í Kringlunni 4. Við heyrum að fyrir dyrum standi miklar breytingar á húsnæðinu og verði það tengt Kringlunni 6. Breytingum og sam- tenginu húsanna á að vera lokið 1. nóvember og þá mun herradeild P & Ó líklega fara aftur á sinn fyrri stað. Núna eru starfræktar þrjár verslanir í Kringlunni 4, Rodier, Karen og Naf Naf, auk blómaversl- unarinnar Blóma og listmuna, sjoppu og myndbandaleigu. Þessir aðilar hyggjast ekki gefast upp og bíða átekta eftir að líf færist í bygg- inguna á nýjan leik næsta vetur... I dag fer fram fyrsti fundur ný- kjörinnar borgarstjórnar og á dagskrá m.a. kjör í borgarráð og nefndir/stjórnir borgarinnar. Eftir stíf fundahöld og erfiða samninga tókst loks samkomulag milli minni- hlutaflokkanna. Fyrst náðist sam- komulag um að standa saman, sem ekki var sjálfgefið. Síðan hófust flóknir samningar um nefndasæti, en svo háttar til að minnihlutinn er aðeins öruggur með einn fulltrúa í 5-manna-nefndir en annar maður- inn lendir í hlutkesti gegn fjórða manni Sjálfstæðisflokksins. Flokkarnir skiptast á með öruggan mann í borgarráð og byrjar Sigur- jón Pétursson. Samkvæmt heim- ildum PRESSUNNAR fær Nýr vett- vangur örugglega fulltrúa í hafnar- stjórn, byggingarnefnd, stjórnir heilsugæslustöðva miðbæjarins og austurbæjar nyrðri, atvinnumála- nefnd, stjórn SVR, skipulagsnefnd og íþrótta- og tómstundaráð. Kvennalistinn fær örugglega full- trúa í stjórn sjúkrastofnana, stjórn Dagvistar barna, umferðarnefnd, Sorpu, memingarmálanefnd, barnaverndarnefrd og stjórn heilsu- gæslustöðvar austurbæjar syðri. Framsóknarflokkurinn fær ör- uggan mann í fræðslu- og skóla- málaráð, stjórn veitustofnana, Landsvirkjun, framtalsnefnd, jafn- réttisnefnd og stjórn heilsugæslu- stöðvar vesturbæjar og Alþýðu- bandalagið fær öruggan mann í endurskoðunarnefnd borgarreikn- inga, heilbrigðisnefnd, félagsmála- ráð, umhverfisnefnd, húsnæðis- nefnd, stjórn innkaupastofnunar og ferðamálanefnd. Samsvarandi skipting er um framboð í hlutkestis- sætin, en þar bia menn við e.k. „lottólýðræði"; ánn flokkur gæti unnið öll sín hlutlesti meðan annar tapar öllum. . . s ^^saga er í gangi þessa dagana að Björn Guðmundsson og Ulfur Sigurmundsson hafi hætt störfum fyrir Útflutningsráð íslands en starfi áfram erlendis á launum frá Félagi íslenskra iðnrekenda. Þetta mun heldur ónákvæm frétt og það rétta í málinu er að samkomulag hefur tekist milli útflutningsráðsins og Landssambands iðnaðarmanna um að samtökin kosti viðskiptaf- ulltrúa í Kaupmannahöfn og New York næstu tvöárin. Verður Björn búsettur í Kaupmannahöfn og Úlfur í New York. Pótt þeir verði kostaðir af samtökum iðnað- arins munu þeir starfa í mjög nánu samstarfi við Útflutningsráð ís- lands... lítillega hefur verið fjallað um pólitíska hlið Mógilsármálsins í fjölmiðlum og þótt starfsmenn hafi afneitað pólitískum þætti málsins í blaðagreinum á það sér þrátt fyrir allt hápólitískan aðdraganda. Inn í deiluna hafa blandast yfirvinnu- greiðslur til Jóns Gunnars Ottós- sonar, forstöðumannsins sem sagt var upp á dögunum og allt snýst um. Sambýliskona hans er Margrét Frí- mannsdóttir sem sæti á í fjárveit- inganefnd Alþingis og mun flokksbróðir hennar, Steingrímur Iandbúnaðarráðherra, hafa talið sig í verulegri klemmu þegar ágreiningur kom upp á síðasta ári vegna yfirvinnureikninga frá Mó- gilsá. A síðustu mánuðum hafa svo stofnanaátök blandast deilunni þar sem forstöðumaðurinn er sagður hafa viljað að rannsóknarstarfsemi skógræktarinnar færðist undir hið nýja umhverfisráðuneyti, sem landbúnaðarráðuneytið vill ekki heyra á minnst. .. Þ að var mikið fjör í Lækjarg- ötunni 17. júní þegar skemmtikraftar komu þar fram. Eitt skyggði þó á að fólk nyti skemmtunarinnar sem skyldi. Það var hvítur fíll sem af einhverjum orsökum var ekki fjarlægður þegar Batman og aðrir gestir hurfu af sviðinu. Ffll þessi skyggði á sviðið og sáu þeir sem ekki náðu stæði í brekkunni við menntaskólann því lítið sem ekkert af þeim sem á svið- inu stóðu. Þakkar fólk sínum sæla að hvítir fflar eru sjaldséðir á göt- um borgarinnar... s ^^tuðningsmenn homma og les- bía í Noregi halda því fram að hæg- risinnaðir einstaklingar þjáist af „fóbíum“ í garð samkynhneigðra. Skoðanakannanir í Noregi sýna engu að síður að 70% norsku þjóð- arinnar eru fylgjandi því að hom- mar og lesbíur njóti sömu réttinda og aðrir í sambúð. Reyndin hefur þó verið önnur hingað til og langt í land með að hommar og lesbíur njóti sömu réttinda og í Danmörku þar sem pör af sama kyni geta gifst. Nú hefur verið lögð fram tillaga á norska Stórþinginu um ný lög sem tryggi rétt homma og lesbía. Að baki tillögunni standa einstak- lingar úr þremur stjórnmálaflokk- um, tveimur á vinstri vængnum og einum á þeim hægri. Norska ríkis- stjórnin hefur ekki á dagskrá að greiða götu homma og lesbía... ^fastagestir em oftast fremur íhaldssamir, þegar „staðurinn þeirra’’ er annars vegar. Það vakti því víst litla lukku meðal föstu kúnn- anna, þegar ákveðið var að breyta útlitinu á Mímisbar á Hótel Sögu. Breytingin var samt sem áður gerð og nú hefur barinn verið opnaður aftur í nýrri mynd. Forráðamenn hótelsins vonast auðvitað til að fastagestirnir skili sér aftur, þrátt fyrir „helgispjöllin”, og hafa m.a. tekið ákvörðun um að hafa opið fjögur kvöld í viku í stað tveggja. .. b..................... handa við myndatökur á íslenskum framhaldsþáttum fyrir börn og unglinga. Þeir verða gerðir eftir bók Guðmundar Ólafssonar leikara, Emil og Skunda, en Guðmundur er jafnframt leikstjóri þáttanna. Upp- tökustjóri verður Gunnlaugur Jónasson. . . M Isafirði hafa menn fundið upp nýtt lögmál; „Péturslögmál- ið ”. Er það kennt við Pétur Sig- urðsson, forseta Alþýðusam- bands Vestfjarða, og til komið vegna þess að Pétur er gjarna kall- aður til þegar krötum liggur lífið á. Kölluðu þeir Pétur til liðs við bæjar- stjórnarframboðið í þriðja sæti listans í vor en útkoman varð sú að A-listinn tapaði þriðja manninum í kosningunum og fékk tvo kjörna. Svipað var upp á teningnum fyrir allnokkrum árum þegar Pétur var kallaður til leiks í þriðja sæti. Þá misstu þeir það einnig. Unnu það að vísu upp árið 1986 (án Péturs) en „Péturslögmálið” endurtók sig í vor eins og kunnugt er.. . Þ að hefur komið á daginn að fyrsta konan í heimi sem sest hefur í stól varnarmálaráðherra uppfyllir ekki þau skilyrði sem þarf til þess að gegna þessu embætti. Þessi kona er fínnsk og heitir Elisabeth Rehn. Hún var útnefnd af finnska forsetanum Mauno Koivisto til starfans fyrir rúmri viku. Það eru sjálfsagt skiptar skoðanir um hvort það sé skref í rétta jafnréttisátt að kona verði æðsti yfirmaður stríðs- manna. En hitt er öruggt að jafnrétti er óþekkt fýrirbæri í hern- um. Það hefur til dæmis verið sett sem skilyrði fyrir því að mega gegna embætti varnarmálaráð- herra að viðkomandi hafi lokið herskyldu. Finnskar konur gegna ekki herskyldu og þess vegna átti Elisabeth Rehn ekki að fá þennan ráðherrastól þó að hún hafi verið svokölluð Lotta í sínu ungdæmi... Er synd að vera skynsamur? I Pressunni 14. júní sl. er birt grein þar sem getgátur eru leiddar að því að vélarnar í sex togurum séu rangt skráðar, vegna þess að sá sjöundi er með of litla vél. Aður en farið var lít í endurbyggingu sex togara sem byggðir voru í Japan á árunum '72—73 var gerð ítarleg úttekt á orkusparnaðarmöguleikum þess- ara skipa. Breytingarnar á skipun- um voru síðan framkvæmdar í sam- 11 ræmi við það. Valdar voru hagstæð- ustu vélar og skrúfubúnaðir sem völ var á fyrir þessi skip og skipt var um framstefni, sett var mjög stór pera á skipin sem lengdi vatnslínuna um fjóra metra. Þessi pera dregur stór- lega úr „stampi” skipanna á móti vondu veðri og skilar vélarorkan sér þess vegna betur á togi, auk þess minnkar mótstaða skipsins á sigl- ingu. Útgerð togarans Drangeyjar, nú Aðalvíkur, valdi að fara aðrar leiðir; öðruvísi vél, öðruvísi skrúfubúnað og sleppa perustefninu. Orkuþörf Aðalvíkur er því miður töluvert meiri en hinna skipanna, eins og sést best á því að hún eyðir u.þ.b. 25% meiri olíu en þau, þar sem hún notar fleiri hestöfl. Bolli Magnússon skipatæknifræðingur nisbimingar - æfíngagallar — töskur sundfatnaður — skór — boltar - dómaravörur. Sjáum um að merkja búninga. HOFFELL UMBOÐS & HEILDVERSLUN Ármúla 36 Fteykjavík • Símar 91 - 83830 oq 91 - 82166 • Fax 91-678047 NfSEHm AF RÚSKim- ÚS LEÐÚRFAMÐI LÍTIÐIRR Þ/IBBÚRGAR SIG PILOT Hafnarstræti 16, sími 624404

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.