Pressan - 21.06.1990, Síða 13

Pressan - 21.06.1990, Síða 13
13 Fimmtudagur 21. júní 1990 Þrátt fyrir gamaldags áfengislöggjöf finnst Jan Hagen aö ísland hafi flesta þá kosti sem ráðstefnuland þarf aö hafa. Þegar fjársterkir erlendir aðilar halda ráðstefn- ur á Islandi geta þeir sem lifa á ferðamönnunum glaðst í hjarta sínu, enda hefur verið gert átak íþví að kynna ísland sem ráðstefnuland. Hinn dæmi- gerði „ráðstefnutúristi“ er miðaldra hvítflibbi, með krítarkort ípeningaveskinu og mikinn áhuga fyrir mat og drykk og góðri þjónustu. Það sem heillar hann mest er þó allt sem er óvenjulegt og öðruvísi. En hvernig er að vera ráðstefnugestur á íslandi? EFTIR BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR MYNDIR: EINAR ÓLASON Jan Hagen frá Ósló í Noregi er þrautþjálfaður ráðstefnu- maður. Hann er upplýsinga- stjóri, starf hans tengist al- þjóðlegum lyfjaiðnaði og á vegum þess iðnaðar hefur Jan ferðast um heim allan, á lækna- og lyfjaráðstefnur. Nú er hann staddur á íslandi í fyrsta sinn, á 600 manna læknaþingi, og hefur þegar myndað sér skoðanir um móttökurnar. Jan getur borið Reykjavík saman við Singa- pore, Rio De Janeiro og flest- ar borgir í Evrópu. ,,Það er spennandi að koma hingað. Island er svo sérstakt, landslagið, loftslag- ið, allt er öðruvísi en maður á að venjast," segir Jan Hagen. ,,Að fara til Islands á ráð- stefnu þykir næstum eins merkilegt og að fara til Ástr- alíu eða Suður-Ameríku. Eg hef ekki orðið fyrir vonbrigð- um með móttökurnar og á ör- ugglega eftir að koma hingað aftur." Viljum sjálfír skammta okkur vínið Jan Hagen þykir merkilegt hvað aðstaða fvrir ráðstefnu- hald er fullkomin í Reykjavík. ,,Það er auðséð að íslending- ar eru stórhuga í fram- kvæmdum. Ráðstefnuaðstað- an í Háskólabíói er með því besta sem gerist fyrir ráð- stefnur af þessari stærð. Hót- elin eru líka góð, þjónustan frábær, lífleg og hlýleg, en mér sýnist að þið eigið í basli með að losa ykkur við gamal- dags áfengislöggjöf. Að mín- um dómi hafa erlendir ferða- menn ekki skilning á því að koma að lokuðum bar á hót- elunum upp úr miðnætti. Við viljum sjálfir ákveða hvenær við erum búnir að fá nóg að drekka. Það er líka gamal- dags að vera vísað á bug þeg- ar maður biður um bjór um miðjan daginn. Svo er ekki einu sinni vatnsbragð, hvað þá meira, af léttölinu sem þið kallið pilsner," segir Hagen. „Þetta eru auðvitað smá- atriði. Jákvæðu þættirnir voru langtum fleiri. Það sem boðið var upp á í frístundum var vel heppnað. Við fengum að fara á hestbak, sem er mjög sérstök upplifun. Ég frétti að það hefði líka verið boðið upp á miðnæturkeppni í golfi. Ferðirnar sem boðið var upp á voru stuttar og markvissar, yfirleitt bara á einn stað. Það kunnum við vel að meta, því fátt er leiðin- legra en að þeytast á hunda- vaði á marga staði í sömu ferðinni og sjá engan þeirra almennilega. Það er betra að sjá fleiri staði næst. Því miður vannst ekki mikill tími til þess að fara út fyrir bæinn, en þó var farið með okkur á „Ting- vollene"," segir Norðmaður- inn. Hótei eru alls staðar eins „Helsti gallinn við flestar ráðstefnur, hvar sem er í heiminum, er tilbreytingar- leysi funda- og hótellífsins. Það skiptir ekki máli hvort þú situr á hóteli í New York, Stokkhólmi eða París. Þegar þú hefur séð eitt ráðstefnu- hótel hefurðu séð þau öll. Umgjörðin um ráðstefnuna skiptir þess vegna miklu máli. Sá litli tími sem ráð- stefnugestir hafa til þess að vera ferðamenn verður að nýtast vel. Rútuferðir um ná- grennið eru ekki alltaf besti kosturinn. Það er heldur ekki skynsamlegt að teyma ráð- stefnufólkið um bæinn til þess að skoða of mörg söfn og of margar kirkjur. Þetta erum við alltaf að gera og við erum löngu hætt að hafa gaman af því," segir Jan Hagen. Hann hefur aldrei komið til íslands áður en oft ætlað sér að sitja ráðstefnur hér á landi. „Hót- elin hérna eru góð, en við vorum sett á fjögur mismun- andi hótel víðsvegar um bæ- inn. Samgöngumar á milli þeirra og miðbæjarins finnst mér stirðar. Það er eiginlega ekki um annað að ræða en taka leigubíl. Strætisvagna- kerfið var okkur óskiljanlegt og virtist ekki vera mjög gott. íslendingar verða að leggja alla áherslu á hina miklu sér- stöðu sem landið hefur. Þetta tekst ykkur ágætlega, en auðvitað má alltaf gera betur. Það eina sem ég sakna í fljótu bragði var að geta ekki kom- ist í stutta ferð á trillu. Það ætti að bjóða ferðamönnum upp á að fiska sjálfir á smá- bátum úti á flóanum," segir Jan, en hann getur líka vel hugsað sér að komast í lax- inn, næst þegar tækifæri gefst. „Það var eins og að koma í nýjan heim að lenda á Kefla- víkurflugvelli. Reykjanes- skagi minnir á tunglið og Reykjavík er öðruvísi en allar aðrar borgir sem ég hef séð." Ekki nógu vel kiædd PRESSAN dreif sig með hin- um víðförla ráðstefnumanni á veitingahúsa- og kráarölt í miðbænum. Hann var vel klæddur en auðsjáanlega skítkalt engu að síður. Veður- guðirnir litu ekki með vel- þóknun á þing meltingarsér- fræðinga sem stóð í síðustu viku. Sumarveðrið var illi- lega íslenskt, sex vindstig og rigningarhraglandi. „Einu alvarlegu mistökin sem voru gerð í sambandi við þá kynningu sem við fengum um landið var að það var ekki gerð nógu rækilega grein fyr- ir því hvernig föt þyrfti að hafa með. Margir eru of illa búnir og sumir það illa að þeir geta alls ekki notið þess að ganga um göturnar. Þó að við hefðum hugmynd um að hér væri kaldara en við erum vön og oft rigning, þá áttum við ekki von á svona miklu roki og nístingskulda. Það er alveg nauðsynlegt að vera vel klæddur hérna. En ef klæðaburðurinn er í sam- ræmi við aðstæður þá skiptir veðrið mjög litju máli. Eng- inn kemur til íslands til að sleikja sólina. Rigningin og rokið staðfesta víkingseðli ís- lensku þjóðarinnar enn frek- ar og gera landið ennþá at- hyglisverðara fyrir okkur sem erum venjulegt skrif- stofufólk úr venjulegum evr- ópskum borgum. Sjálfum finnst mér mest gaman að skoða mannlífið á veitinga- húsum og skemmtistöðum, og það er ég ekki einn um,“ segir Jan Hagen. Eins og í Dublin Á kráaröltinu með upplýs- ingastjóranum voru fjölmarg- ir læknar og lyfjasölufólk frá ýmsum löndum. Þau kunnu vel að meta andrúmsloftið sem ríkti á íslensku kránum en þeim þótti bjórinn hlægi- lega dýr. „Það er mjög skemmtilegt að fara á íslensku krárnar og ótrúleg bjórmenning hérna, miðað við hvað það er stutt síðan þið fenguð bjórinn. Þetta er bara alveg eins og í Dublin! Skemmtanalífið er reyndar allt með miklum blóma hér á landi. Islending- ar hafa líka verið duglegir að auglýsa næturlíf Reykjavíkur meðal erlendra ferðamanna. Allir hafa heyrt um íslensku diskótekin, sem eru fádæma stór og vel sótt miðað við fólksfjölda á Islandi. Þetta er kannski af því að veðrið er svo vont að þið getið sjaldan verið úti í náttúrunni. í hópn- um sem ég er í ætla allir á diskótek, þó að þetta sé flest rígfullorðið fólk, sem er vant að stunda flest annað frekar en diskótek," segir Jan Hag- en. Ekki dýrt á íslandi Meðal ráðstefnugesta sem voru að kynna sér íslenska skemmtanabransann mátti heyra þau orð falla, að þetta væri sérstæðasta land sem þau hefðu heimsótt og að þau gætu vel hugsað sér að koma aftur til þess að kanna ísland nánar á eigin vegum. Jan Hagen segir að þessi þriggja daga ráðstefnudvöl hafi verið vel til þess fallin að vekja forvitni fólks á landinu. „Þó að ég hafi heyrt margt um ísland, þá kemur flest á óvart engu að síður. Það er ekki hægt að ímynda sér neitt um svona óvenjulegt land. Maður verður að sjá það sjálfur. Sagan segir að allt sé svo dýrt á íslandi. Þetta finnst mér ekki alls kostar rétt. Matur á veitingastöðum er ekki mjög dýr, og miðað við gæði þeirrar þjónustu sem hér er í boði held ég ekki að neinum í mínum hópi of- bjóði verðlagið á íslandi."

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.