Pressan


Pressan - 21.06.1990, Qupperneq 14

Pressan - 21.06.1990, Qupperneq 14
Fimmtudagur 21. júní 1990 14 EFTIR: ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR - MYNDIR: EINAR ÓLASON Við dægurmálaútvarp rásar 2 starfa nokkrar konur sem við heyrum i hvern virk- an dag vikunnar og það eru þær konur sem við ætlum að leyfa ykkur að sjá framan í núna. Að sögn einnar útvarps- konunnar, Katrínar Bald- ursdóttur, hafa konur átt á brattan að sækja innan dæg- urmálaútvarpsins: ,,Hér á dægurmálaútvarp- inu hafa verið mjög sterkir og ákveðnir karlmenn en nú er farið að halla á þá. Til skamms tíma var Guðrún Gunnarsdóttir eina konan á dægurmálaútvarpinu, en á síðustu mánuðum hefur orð- ið breyting á. Það má eigin- lega segja að Guðrún hafi barist nánast vonlausri bar- áttu innan um karlmennina. Við konurnar erum með mjög gott samtryggingar- kerfi í gangi milli okkar og hér ríkir góður samstarfs- andi.“ Katrín segir að daglega sé í gangi barátta milli kynjanna innan dægurmálaútvarpsins, þótt hlustendur verði að sjálf- sögðu ekki varir við slíkt: „Það líður ekki sú mínúta hér að ekki sé háð barátta," segir Katrín. „Þetta er mikil, skemmtileg og skapandi bar- átta og stundum má ekki á milli sjá hvort kynið hefur yf- irhöndina! Hlutfall karla og kvenna innan dægurmálaút- varpsins hefur verið að breyt- ast og þar sem við erum allar sterkar og ákveðnar konur eiga karlarnir mjög erfitt uppdráttar með sína karl- rembu... Við veitum þeim mjög gott aðhald og það er ekki ennþá séð fyrir hvort kynið muni sigra baráttuna." Borgaðu rafmagnsreikninginn áður en þú ferð í fríið! Þáverður heimkoman ánægjuiegri Það er ómetanlegt að komast í gott sumarfrí en það er líka notalegt að koma heim aftur — ef allt er í lagi. Áður en við förum göngum við tryggilega frá öllu. Við greiðum rafmagnsreikninginn svo að heimilistækin geti sinnt skyldum sínum í íjarveru okkar og þjónað okkur strax við heimkomuna. Dreifikerfi Rafmagnsveitu Reykja- víkur er eitthvert hið öruggasta í heimi. Viðskiptavinirnir geta treyst á góða og ódýra orku, ef þeir aðeins greiða fyrir hana á eðlilegum tíma. Verði misbrestur þar á bætast við dráttarvextir — og þá er líka stutt í hvimleiða lokun. Rafmagnsreikningar eru sendir út á tveggja mánaða fresti. Gjalddagi þeirra er 5. dagur næsta mánaðar eftir útgáfudag (15. dagur næsta mánaðar hjá ellilífeyrisþegum). Ef reikningur hefur ekki verið greiddur á gjalddaga reiknast á hann dagvextir. Láttu rafmagnsreikninginn hafa forgang! RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT34 SÍMI686222 PRESSU MOLAR menn muna voru þrjú dag- vistarheimili opnuð formlega rétt fyrir borgarstjórnarkosningarnar, Gullborg, Klettaborg og Heiða- borg. Ákveðið hafði verið að mála heimilin í íslensku fánalitunum, eitt yrði að mestu blátt, annað að mestu rautt og hið þriðja að mestu hvítt, en allir þrír litirnir annars notaðir. í ræðuhöldum var meðal annars bent á hversu gott yrði að kenna börnun- um fánalitina og menn settu upp sína þjóðlegustu ásjónu. Nú vekur það hins vegar mikla athygli að Gullborg hefur að stofni til verið máluð græn en að auki hvít og rauð og spyrja menn hvað orðið hafi af hinni þjóðlegu hugsjón! Gárungarn- ir hafa auðvitað fundið skýringuna; heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefur ruglað arkitektana svo í rím- inu að þeir völdu óvart liti ítalska fánans ...

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.