Pressan - 21.06.1990, Blaðsíða 16
16
Fimmtudagur 21. júní 1990
HEIMSÓKN Á SAMBÝLI STYRKTARFÉLAGS VANGEFINNA í VÍÐIHLÍÐ:
„Hefðum aldrei sett son
okkar á stofnun“
Foreldrar Ólafs eru vinsælir gestir á heimil-
inu. Þau eru einmitt í heimsókn um leið og
blaðamaður og hljóta sömu góðu viðtökurn-
ar, ekki bara hjá syni sínum heldur öllum íbú-
unum. Guðmundur, sem erspariklæddur, tek-
ur fram sérríflösku sem hann keypti á Spáni
og veitir af mikilli rausn. Ólafur kemur með
konfektið og býður öllum margsinnis, en
steingleymir að fá sér sjálfur.
Meðan foreldrar Ólafs ræða við blaðamann
PRESSUNNAR virðast Ólafur, Guðmundur og
Ása hlusta með athygli á það sem fram fer.
Strákarnir skjóta stöðugt inn athugasemdum,
oftast um eitthvað allt annað, og Asa situr hjá
mjög kímnisleg á svipinn og hlær með sjálfri
sér að öllu saman.
Umræðuefnið er engu að síður alvarlegt.
Foreldrar Ólafs eru að segja frá reynslu sinni.
„Óli hefur aldrei verið á stofnun. Við hefðum
aldrei látið hann frá okkur inn á stofnun ótil-
neydd. En reynsla okkar af því að hafa hann
hér hefur eingöngu verið jákvæð. Við kviðum
fyrir því að hann flytti að heiman, en hann
var sjálfur með í ráðum og var farinn að
hlakka til að flytja. Það er ómetanlegt að
hann skuli geta flutt að heiman eins og sjálf-
stæður einstaklingur á meðan við erum enn
í fullu fjöri. Hérna hefur hann fengið nýtt, gott
heimili og nýja fjölskyldu en við getum áfram
haldið miklu og góðu sambandi við hann,“
segja hjónin Ragna og Björgvin.
„Sonur minn er fæddur og uppalinn hér í
Reykjavík á heimili okkar. Það er okkur öllum
mikilvægt að hann geti haldið áfram að búa
í sínu umhverfi, á eðlilegu heimili eins og
hann hefur gert alla tíð. Hvers vegna ætti
hann að vera lokaður inni á stórri stofnun eða
vera sendur til dæmis út á land þegar hann
getur búið við fullkomið öryggi á eigin heim-
ili?“ segir Björgvin, faðir Óla.
þegar ég spyr hvort þau haldi að börnin
þeirra hefðu haft betra af því að eiga aðra ná-
granna. Ein dóttir þeirra er með þeim. Hún er
hvergi feimin við íbúana á 11. Þeir eru líka
barngott fólk. Ólafur er fljótur að sækja kon-
fektið þegar þau koma, því í dag er hátíð hjá
Spánarförunum sem eru nýkomnir heim.
Helgi og Birna reyna að siða dóttur sína sem
tekur tvo mola, þegar Óli réttir henni kon-
fektið. „Það á bara að taka einn,“ segir Helgi.
Þetta finnst Óla óþarfa athugasemd. „Hún
ræður sér sjálf,“ segir Óli.
heimsókn hjá Ólafi og við sitjum öll inni í
stofu. íbúarnir á 11 eru nýkomnir heim frá
Spáni, brúnir og sællegir, allir nema Heba.
Hún er blind og í hjólastól og hafði ekki tæki-
færi til þess að vera með. „Þau skemmtu sér
mjög vel, dönsuðu öll kvöld og við vorum
samferða góðu fólki," segir Solveig.
„Eg var á Spáni að dansa og Ása var á Spáni
líka,“ segir Ólafur. Hann og Ása eru bestu vin-
ir og Ólafur býður henni og öðrum gestum oft
út í litla húsið sitt sempabbi hans hefur smíð-
að í bakgarðinum. „Ása á Spáni líka," segir
Ása. Hún er kona um fimmtugt síbrosandi og
ánægjuleg. Hún á erfitt með að tala og sér
mjög illa, en það er auðvelt að komast í sam-
band við hana þótt ekki sé einfalt að ráða
fram úr því sem sagt er.
Pau vilja ráða sínu lífi sjálf
„Þetta er í rauninni það sem skiptir mestu
máli. Fatlað fólk þarf líka að fá að stjórna lífi
sínu sjálft eftir því sem hægt er og við sem
stöndum betur að vígi eigum að veita því að-
stoð til þess," segir Solveig.
Hún telur að það sé alveg ómetanlegt fyrir
þetta fólk að lifa utan stofnana og inni á sínum
eigin heimilum. „Hér eru þau eins sjálfstæð
og ábyrg og þau geta orðið. Þau eru sjálfráða
og fjárráða, þó þau geti ekki skrifað nafnið
sitt, þau kosta heimilisreksturinn sjálf með
því að borga húsaleigu af örorkubótum og
tekjutryggingu. Þau fara stundum saman í frí
og lifa að miklu leyti eins og lítil fjölskylda,"
segir Solveig. „Fjölskyldan er núna nýkomin
heim úr fríi sem alfarið var hugmynd íbúanna
sjálfra. Þau hafa meira en tillögurétt um
hvernig þau nýta frístundirnar. Hlutverk
starfsfólksins er ekki að segja þeim fyrir verk-
um, heldur að hjálpa þeim til þess að lifa eigin
lífi."
Mannréttindi fyrir alla
Ragna og Björgvin eru foreldrar Ólafs, sem
býr á sambýlinu. Ólafur er einkabarn þeirra,
og þar til hann fluttist í sambýlið í Víðihlíð bjó
hann heima hjá foreldrum sínum. Þau eru í
Foreldrum Óla finnst ómetanlegt að sonur þeirra hefur haft tækifæri til þess að
stofna eigið heimili.
Óli og Ása hafa verið góðir vinir í mörg ár.
Óli og Þórhildur að skoða myndir úr Spán-
arferðinni.
Guðmundur bauð gestunum sérríglas með kaffinu.
;
Til vinstri: Hérna eru allir íbúarnir í Víðihlíð 11 úti á stétt-
inni í góða veðrinu. Sitjandi frá vinstri: Heba, Ása og Óli.
Standandi: Þórhildur og Guðmundur.
Pabbi hans Óla smíðaði kofann sem Óli á í bakgarðinum.
Honum finnst gaman að bjóða gestum í kofann sinn.