Pressan - 21.06.1990, Page 20
20
brfdge
Það er góð regla með tvílita
hönd að setja upp hliðarlitinn áð-
ur en ráðist er í trompið.
♦ 862
V 6
♦ G852
* KD1076
4 KD10974
V D83
4 Á93
4.3
4 G5
V 1052
4 D10764
4> 854
4 Á3
V ÁKG974
4 K
4« ÁG92
Suður gefur, enginn á, og opn-
unin er 2-hjörtu, hálfkrafa. Vestur
stingur inn 2-spöðum og eftir tvö
pöss fylgdu 3-lauf. Norður var þá
ekkert að tvinóna við hlutina og
fór rakleitt í 5-lauf. Þrátt fyrir upp-
haflegt pass norðurs taldi suður
stökkið lofa svo vænlegum tromp-
stuðningi að hann hnykkti á með
6-laufum.
Suður vann spaðaútspilið og
sneri sér strax að hliðarlitnum.
Hjartaás og hjarta á tromp og
heim á höndina á tromp. Staðan
var ekki ljós svo suður var í klípu.
Voru hjörtun 3—3 eða þyrfti að
trompa eitt enn? Ef sú var raunin
var nóg til vinnings að trompin
væru jafnskipt úti.
Sagnhafi ákvað að trompa enn
hjarta, komst að raun um sér til
angurs að það hefði ekki þurft og
þegar trompin lágu 3—1 voru
óumflýjanlegir tapslagir á spaða
og tígul.
Ekki er hægt að segja að vel hafi
verið að verki staðið. Þar eð ekki
er hægt að sigrast á 5—1-hjartaleg-
unni útilokum við þann mögu-
leika og tökum á ÁK í hjarta
ÁÐUR en við trompum í litnum. Ef
í ljós kemur að við þurfum eina
trompun enn í hjartanu til þess að
setja upp litinn verðum viö ein-
faldlega að treysta á 2—2-tromp-
legu.
En hliðarliturinn brotnar vel svo
við ráðum auðveldlega við
3—1-skiptinguna.
Enginn höfuðverkur.
OMAR
SHARIF
skók
Kóngar á vergangi
Minni Morphys var frábært.
Hann lærði lögfræði innan við tví-
tugt og var sagt að hann kynni
heilu lagasöfnin utanbókar. Hann
kunni ógrynni af skákum og sín-
um eigin skákum gleymdi hann
ekki heldur. Morguninn eftir að
hann tefldi blindskákirnar frægu í
París las hann þær allar eftir minni
fyrir ritara sínum. Þetta blindtefli
tefldi hann við átta af snjöllustu
skákmönnum Parísarborgar á
Café de la Régence og vakti feikna
mikla athygli. Tvær skákanna hafa
lesendur séð hér í þáttunum og í
dag kemur samtímamynd frá þess-
um viðburði.
Annars var Morphy einnig víð-
kunnur fyrir forgjafartöfl sín. Það
tíðkaðist lengi fram eftir, jafnvel
fram á þessa öld, að góður skák-
maður gæfi lakari manni forgjöf er
hann tefldi við hann, og Morphy
tefldi mikið af slíkum skákum.
Hér koma tvö dæmi af forgjafar-
töflum Morphys.
Dg4+ Kd3 16 De2+ Kc2 17
d3+ Kxcl
Og nú er komin fram staðan sem.
sýnd var hér á undan. Hefði svart-
ur viljað tefja fyrir hvít gat hann
reynt Kbl, en ávinnur sér aðeins
stundargrið. Hvítur leikur þá 18
0-0 og við 18 — Kxa2 er svarið 19
Dc2 og mátar. En nú mátar hvítur
strax:
18 0-0 mát.
í næstu skák kemst kóngurinn
líka á glæfralegt flakk og mátið
þar er einnig skrautlegt:
Morphy (án hróksins á al) — G.H.
New York 1858
1 e4 e5 2 Rf3 Rc6 3 Bc4 Bc5 4 b4
Bxb4 5 c3 Ba5 6 d4 ed4 7 0-0
Rf6
Þessi eðlilegi leikur er ekki góð-
ur. Best er 7 — Bb6 til að geta
svarað 8 Db3 með Ra5.
8 Ba3 Bb6
En nú kemur þessi leikur of
seint, 8 — d6 var betra.
9 Db3!
a b c d e f g h
Sá sem sér þessa mynd hlýtur að
spyrja sjálfan sig: Hvernig í ósköp-
unum hefur svarti kóngurinn
komist alla leið upp í borð hjá
hvít?.Skákin svarar þvi:
Morphy (án hróksins á al) — N.N.
I e4 e5 2 Rf3 Rc6 3 Bc4 Rf6 4
Rg5 d5 5 ed5 Rxd5?
Hér er hefðbundni leikurinn 5
— Ra5, en einnig er til í dæminu
að leika 5 — Rd4. Leikur svarts er
ekki góður og getur hvítur nýtt sér
hann með því að leika 6 d4, en
einnig með riddarafórninni sem
færir honum snarpa sókn.
6 Rxf7! Kxf7 7 Df3+ Ke6 8 Rc3
Rd4?
Betra er annaðhvort Rb4 eða
Re7.
9 Bxd5+ Kd6 10 Df7 Be6
Og hér var De7 betri kostur.
II Bxe6 Rxe6 12 Re4+ Kd5 13
c4+ Kxe4 14 Dxe6 Dd4 15
9 - d5 10 ed5 Ra5 11 Hel Be6
Svartur reynir að rýma c8
handa kónginum.
12 de6! Rxb3 13 ef7+ Kd7 14
Be6+ Kc6 15 Re5+ Kb5 16
Bc4+ Ka5 17 Bb4+ Ka4 18
ab3+ mát!
GUÐMUNDUR
nppr Irii'.i T.niu^lvi.rn.-ivi
Fimmtudagur 21. jum 1990
krossgátan
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23 24
Verölaunakrossgáta nr. 91
Skilafrestur er til 30. júní og í verdlaun er bókin Kímni og skop
íNýja testamentinu eftir séra Jakob Jónsson. Menningarsjóður
gefur út. Utanáskriftin er: PRESSAN — krossgáta nr. 91, Ármúla 36,
108 Reykjavík.
Dregið hefur verið úr réttum lausnum á krossgátu nr. 89. Lausnar-
orðin voru: Brennt barn forðast eldinn. Vinningshafinn er Elín
Rósa Sigurðardóttir, Hótel Eddu, 880 Kirkjubæjarklaustri.
Fœr hún senda Ijóðabók Olafs Jóhanns Sigurðssonar, Nokkrar
vísur um veðrið og fleira.
f krossgátu nr. 90 gleymdist að númera stafina sem mynda áttu
lausnarorðin. Það er því lausn gátunnar í heild sem gildir í það
skipti. Biöjumst við velvirðingar á þessum mistökum.