Pressan - 21.06.1990, Blaðsíða 21
21
Fimmtudagur 21. júní 1990
PRESSU
c
^Vtarfsiiði Vinnuskóla Reykja-
víkur vex stöðugt fiskur um hrygg.
Frá því í fyrra hefur sérstakur hópur
unnið við landgræðslu á Nesjavöll-
um. í sumar eru 180 unglingar á
Nesjavöllum og starfa þeir meðal
annars við lúpínugræðslu og við að
stinga upp rofabörð. Reynslan af
starfi vinnuskólanna á Nesjavöllum
í fyrra þótti góð þegar árangur
starfsins var metinn í vor...
una haida þeir áfram að funda í
Templarahöllinni, bæði um aðgerð-
ir dagsins og væntanlega einnig um
framhaldið . . .
V
ið greindum frá því á dögun-
um að liðsmenn úr Nýjum vett-
vangi hefðu gengið til liðs við Al-
þýðuflokkinn og vakti innganga
Hrafns Jökulssonar athygli. Nú
fregnum við að Alþýðuflokknum
hafi bæst fleiri liðsmenn úr þeirri átt
þótt engin nöfn fáist uppgefin í því
sambandi. Hins vegar vekur athygli
að þrátt fyrir meintar ófarir krata í
kosningasamvinnunni með Nýjum
vettvangi og ólgu og óánægju í kjöl-
far þess hefur enginn sagt sig úr
flokknum af þeim sökum eftir kosn-
ingarnar, skv. heimitdum af skrif-
stofu flokksins . ..
^Íveir hópar fatlaðra vinna í
sumar hjá Vinnuskólum Reykja-
víkur. Þetta eru 26 einstaklingar,
sem eru staðsettir á Miklatúni og
vinna fjóra tíma á dag. Þessi hópur
hefur starfað við vinnuskólana síð-
astliðin nokkur ár með góðum
árangri. Hjá bæjarvinnunni er
einnig starfandi hópur fatlaðra við
garóyrkjustörf. . .
Í^yrirtækið Myndbær vinnur nú
að gerð fræðslumyndbands um
Evrópubandalagið, sem dreift
verður til fyrirtækja og samtaka í
þjóðfélaginu og væntanlega víðar.
Þá er einnig í undirbúningi frétta-
blað um EB af hálfu fyrirtækisins.
Umsjónarmaður er Glúmur Bald-
vinsson sem starfað hefur sem
fréttamaður að undanförnu. Hon-
um ætti líka að vera málið skylt á
annan veg því Glúmur er sonur
Jóns Baldvins Hannibalssonar
utanríkisráðherra, sem eins og aliir
vita hefur látið sig Evrópumálin
nokkru skipta . ..
Í^élagar í BHMR hafa nóg að
gera, en þeir mæta ekki til vinnu í
dag vegna ósættis við ríkisstjórn-
ina um launamál. 3.500 manns
eru í félaginu og búist er við því að
stærstur hluti þeirra leggi niður
vinnu á morgun. Aðgerðanefnd hef-
ur skipulagt allan daginn frá morgni
til kvölds. Dagurinn hefst með fundi
og trúlega kaffidrykkju í kjallara
Templarahallarinnar klukkan 9.
Um hádegisbilið ganga háskóla-
menntaðir ríkisstarfsmenn í kröfu-
göngu niður að Alþingi og afhenda
bæði forsætisráðherra og fjármála-
ráðherra mótmæli. Eftir afhending-
ii
^^^mhverfið kringum Tann-
garð, hús tannlæknanema við há-
skólann, kvað vera heldur andfúlt í
sumar. Skammt þar frá er nefnilega
safnað í haug grasi og garðúrgangi
og geymt einhvern tíma, þar til
henta þykir að fjarlægja úrganginn.
Þessu er safnað saman á flötinni rétt
við Vatnsmýrarveginn. Gangandi
og hjólandi vegfarendur kvarta yfir
sterkum rotnunarfnyk af þessum
völdum og telja að úrbóta sé
þörf. . .
I Morgunblaðinu um síðustu
helgi var greint frá kapphlaupi um
tilboð í Leiguflug Sverris Þór-
oddssonar og afskiptum banka-
stjóra Landsbankans af málinu, en
vélar fyrirtækisns eru veðsettar í
bankanum. Fram kom í greininni að
vélar Leiguflugsins væru metnar á
15 milljónir en áhvílandi skuldir
á þeim næmu 23 milljónum. Ekki
virtist þetta atriði hafa vakið upp
spurningar Morgunblaðsmanna en
ýmsum þykir þetta athyglisvert í
meira lagi þegar svo virðist sem
traust lánastofnun á borð við Lands-
bankann hafi lánað til fyrirtækis
með veði í eignum sem standa ekki
nema að hluta undir skuldunum . . .
að heyrist að háskólamennt-
aðir ríkisstarfsmenn hafi ekki orðið
hrifnir þegar Ólafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra
sendi þeim óvæntan glaðning í
launaumslaginu á dögunum. Þetta
var orlofsuppbót sem BHMR hafði
aldrei samið um. Þykir félögum
BHMR að Ólafur Ragnar sé að gefa
tóninn um það að hann ætli að
troða samningum BSRB og ASI
upp á BHMR að þeim forspurðum.
Ekki er vitað hvort félagar í BHMR
munu skila launauppbótinni aftur til
föðurhúsanna . . .
Mercedes
Benz
árg. 1982
Ekinn 126 þús. V8-vél. velour-innr.,
bensínmiðstöð, rafmagnssóllúga,
litað gler ásamt fl. Skipti möguleg.
Uppl. í síma 621314 í kvöld og yfir
helgina
TIL SÖLU
Beltagrafa J.C.B.
808 L.C. í mjög
gódu lagi.
1500 lítra ný skófla
med nýjum
snúningskransi og
pinjón.
Upplýsingar gefur
Haraldur í síma
83151.
SIEMENS
Sjónvarpstœki
| Sjónvarps-
| myndavélar
I
Hljómtœkja-
samstϚur
Utvarpsvekjarar
Gœðatœki fyrir
þig og þína!
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
IUMFEROAR
RAD
Ferðaviðtœki