Pressan - 21.06.1990, Side 22
Fimmtu'dagur'21. 'juní^ 9^0
Gylfi Baldursson heyrnar- og talmeinafræðingur:
„Finnstgott
að hafaþað gott“
Pegar þeir sem þekkja Gylfa Baldursson
heyrnar- og talmeinafræðing eru spurðir
hvað þeim finnist fyrst ogfremst einkenna
hann er svarið aðeins eitt orð: Húmor.
EFTIRÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR
MYND: EINAR ÓIASON
Hann er sagður hafa fæðst í góðu skapi og það hafi verið að-
alsmerki hans alla tíð. Líf hans hefur þó ekki verið neinn dans
á rósum. Níu ára gamall fékk hann lömunarveikina og næstu
árin dvaldi hann mikið á sjúkrahúsum.
Mikið tap fyrir ÍR
Gylfi Baldursson segir sjálfur að hann hafi verið sérhann-
aður til að koma í heiminn 3. nóvember 1937. ,,Þann dag lagð-
ist móðir mín á borðstofuborðið á heimili sínu á Hávallagötu
45 og bjó sig undir að koma mér í heiminn. Sú bið varð nokkuð
löng því ég fæddist ekki fyrr en fimm sólarhringum síðar, eða
þann áttunda nóvember. Einn vinur foreldra minna, Árni Pét-
ursson læknir, var meira og minna inni á heimilinu þessa daga;
til að annast mömmu en ekkert síður pabba!" Foreldrar hans
voru Fríða Guðmundsdóttir og Baldur Sveinsson og er Gylfi
einkasonur þeirra.
Hann gekk í Landakotsskólann og var í ÍR, enda segir hann
það nánast hafa verið skyldu. Þegar hann er spurður hvaða
íþróttir hann hafi æft svarar hann að hann hafi staðið stutt við
hjá ÍR: ,,Ég fékk lömunarveikina níu ára gamall og þar með var
ÍR-málið úr sögunni. Einn kunningi minn sem var með mér í
skóla og í ÍR kom til mín í heimsókn þegar ég losnaði úr ein-
angrun. Hann vottaði mömmu samhygð sína með því að segja
að þetta væri mikið tap fyrir ÍR!“
Man ekki eftir dramatískum viðbrögðum
Þegar ég spyr hvort ekki hafi verið erfitt fyrir níu ára gutta
að vera haldið í einangrun svarar hann neitandi: ,,0g ég var
svo sljór í fyrstu að ég mátti ekkert vera að því að vorkenna
mér neitt sérstaklega. Ég man auðvitað eftir alls konar við-
brögðum, en engum eins dramatískum og fólk vill endilega að
ég muni. . . Ég veit ekki hvort ég hef verið svona vitlaus, eða
svona vel hannaður. Auðvitað hefur það líka hjálpað að hafa
valið sér rétta foreldra og lundarfar. Það hefur eflaust spilað
eitthvað inn í.“
Gylfi segir að fólk hafi mikla tilhneigingu til að tala um hvað
þeir sem verða fyrir einhverju séu „duglegir": „Það var mikið
talað um hvað ég væri duglegur. En maður er ekkert dugleg-
ur; manni er skammtað einhvers konar lundarfar og mér
finnst ég aldrei hafa verið neitt sérstaklega duglegur. Ég var
bara heppinn. Maður áorkar ýmsu vegna þess að maður hefur
svo mikinn stuðning annars staðar frá. Þótt ég sé óduglegur að
tjá þakklæti þá kann ég að meta þann stuðning sem ég fæ.
Áuðvitað eru þar fyrst og fremst að verki foreldrar mínir, kon-
an mín og börnin." Hann segir það alltaf hafa verið eðlilegt fyr-
ir þeim öllum að hann væri í hjólastól og það er stutt í húmor-
inn. Hann segir frá því þegar Arngunnur dóttir hans var lítil og
jafnaldra hennar í næsta húsi var að gorta sig: „Pabbi minn er
líka flugmaður," sagði hún. Arngunnur svaraði að bragði:
„Pabbi minn er líka lamaður!"
— Hvort hann hafi alltaf haft svona létt og gott skap svarar
hann hlæjandi: „Það er nú ekki víst að allir í kringum mig sam-
þykki það. Allra síst þeir sem næst mér standa í fjölskyldunni!
En jú, jú, ég hef alltaf haft létt skap.“
Sér sjúkrahúsdvalirnar
í,, n os talgí ulj óm a ‘ ‘
Þegar Gylfi veiktist var hann í níu ára bekk Landakotsskóla
og segist ekki hafa komist aftur í barnaskóla fyrr en í lok tólf
ára bekkjar og þá aðeins til að taka barnaprófið: „Ég hafði ein-
hverja heimakennslu, en á þessum árum var ég úti um hvipp-
inn og hvappinn. Ég var á spítulum í Danmörku og í Bandaríkj-
unum. Mamma fór með mér í allar þessar spítalaferðir þegar
ég var krakki og pabbi fór stundum með. Þegar ég var tólf ára
var ég skilinn eftir á sjúkrahúsi í Boston í Bandaríkjunum þar
sem ég dvaldi í sjö mánuði."
Hann hlær bara þegar ég spyr hvernig upplifun það hafi ver-
ið að vera aleinn, 12 ára, á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum: „Mér
fannst það heilmikið ævintýri," svarar hann. „Maður sér þessa
hluti vafalaust í einhverjum nostalgíuljóma eftir á, en það sem
eftir stendur er eins og ævintýri. Að minnsta kosti kann ég að
meta þessa spítalaupplifun sem heljarmikla reynslu. Það voru
til dæmis forréttindi að læra erlend tungumál svona snemma
og ég hef búið að því alla tíð síðan. Sagan hefur endurtekið sig
með börn mín, sem hafa elt okkur hjónin út um heim og lært
útlensku sem hefur komið þeim vel.“
Á þeim árum sem Gylfi sótti lækningu til útlanda var sjúkra-
dvöl erlendis að litlu leyti greidd af ríkinu og Gylfi minnist þess
að slíkar ferðir hafi verið gríðarlega dýrar: „Foreldar mínir
voru bæði í Oddfellow og ferðirnar og sjúkrahúsdvalirnar voru
að mestu kostuð af þeim og hugsanlega einhverjum öðrum að-
ilum. En það stóð ekki til að mamma væri með mér í þessari
löngu dvöl — og þurfti reyndar ekki því ég plumaði mig alveg
ágætlega."
Ekki var það minn dugnaður...
Þótt hann missti jafnmikið úr skólagöngu og raun ber vitni
segir hann það ekki sérstaklega hafa komið að sök: „Ég fór
beint inn í annan bekk gagnfræðaskóla, sem þá var uppi á
hanabjálka í Jóns Loftssonar-húsinu. Strákarnir, bekkjarbræð-
ur mínir, burðuðust með mig á bakinu upp og niður hvern ein-
asta dag þennan vetur. Bjarni Felixson var einn þeirra, þá strax
orðinn mikill íþróttamaður. Allir þessir strákar voru iðnir við
að drösla mér á milli, bæði í gagnfræðaskólanum og í mennta-
skólanum. Ekki var það minn dugnaður að sækja skóla dag-
lega,“ segir hann og hlær. „Og ég veit ekki hvað ég hef ferðast
mörg hundruð kílómetra á bakinu á vinum mínum á þessum
Gylfi er liðtækur píanisti. Margir muna eftir honum úr
þættinum „Kontrapunkti", spurningakeppni milli Norð-
urlandanna sem ríkissjónvarpið sýndi í vetur. Þar sýndu
Gylfi og félagar hans ótrúlega þekkingu á sígildri tónlist.
Hér er hann með sjö ára dóttur sinni, Yrsu Þöll.
árum — á bíó og böll og upp um fjöll og firnindi. Það hefur mik-
ið breyst. Það var ekkert verið að hugsa um aðbúnað fyrir fatl-
aða á þessum árum, enda tölurnar miklu minni en í dag og
minni ástæður til að ráðast í miklar endurbætur. Mamma
keyrði mig að skólanum og strákarnir drösluðust með mig inn
og út.“
Þegar Gylfi er spurður hvort það hafi háð honum mikið á
þessum aldri að vera bundinn við hjólastól glottir hann og
svarar: „Auðvitað háði það mér svona praktískt séð. En þó
ekki mikið. Þetta var bara lífið og mér hefur aldrei fundist þetta
neitt stórmál. Kannski er þetta einhver „varnarmekanismi", að
loka augunum fyrir staðreyndum, en ég upplifi fötlun mína oft
meira í gegnum aðra. Fötlunin verður þá kannski einhvers
konar baggi á öðrum en ég hef aldrei upplifað hana sem stóran
bagga á sjálfum mér. Ég held að fötlun sé fyrst og fremst inn-
stilling, hvernig maður upplifir sína „skavanka". Ég veit um
fólk sem er töluvert miklu fatlaðra af því að hafa bólu á nefinu
heldur en ég er af mínum slappleika. Ég held við höfum öll í
fjölskyldunni lært að horfa fram á veginn í stað þess að staldra
of mikið við mótlæti liðins dags.“
Pað átti að láta mig ganga
Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1956 og lagði þá leið sína til
Danmerkur í endurhæfingu: „Það var eilíflega verið að reyna
að troða mér á hækjur í þessum spítaladvölum mínum. Það átti
að láta mig ganga og var verið að burðast við það í tíu ár. Það
er svolítil tilhneiging hjá þeim sem eru fulltrúar þess sem á að
teljast eðlilegt að troða þeim staðli upp á sem allra flesta. Það
þekki ég úr fagi mínu núna, heyrnarfræðinni. Það var verið að
rembast við að koma mér á fætur með mörgum kílóum af stáli,
leðri og hækjum. Jú, það var vont,“ segir hann aðspurður. „Og
ég komst á fætur, gat dröslast áfram nokkra metra og stóð á
öndinni. En það var ekki fyrr en ég var orðinn fullorðinn og
kominn til Danmerkur að ég var i fyrsta skipti spurður að því
hvernig mér sjálfum fyndist að hætta þessari vitleysu og setjast
í hjólastól. Mér fannst það hið besta mál. Ég hugsa oft um þetta
þegar verið er að troða okkar ,,normum“ upp á þá sem eru eitt-
hvað öðruvísi."
*
Akveðin skilaboð frá kerfinu
Hann dvaldi í Danmörku einn vetur og byrjaði eftir heim-
komuna í læknisfræði við Háskóla íslands: „Ég hætti í læknis-
fræðinni eftir fyrsta árið því ég fékk óbein skilaboð um að þetta
nám hentaði ekki svona körlum eins og mér. Tímarnir hafa
breyst ansi mikið. Þessi skilaboð voru ótvíræð; ákveðin skila-
boð frá kerfinu um að þessi strákur ætti helst ekki að fara út
í þetta nám. Ég hafði reyndar áður fengið svipaðar ráðlegging-
ar. Mömmu og pabba var til dæmis ráðlagt að vera ekkert að
senda strákinn í menntaskóla, heldur eitthvert hentugra nám
eins og úrsmíði." Þessari frásögn fylgir glymjandi hlátur Gylfa
sem virðist mjög einkennandi fyrir hann.
Eftir að Gyifi hætti í læknisfræðinni lagði hann stund á mál
og málvísindi: „Ég var í ensku, frönsku, dönsku og þýsku og
hafði það náðugt á þessum tíma. Ég gat varla hætt þótt ég væri
búinn að taka BA-próf. Stuttu eftir að ég lauk prófinu kom ástin
til sögunnar."
Pegar ástin kom inn í myndina
Hún kom í samkvæmi í Reykjavíkurborg. Þar hitti Gyifi konu
sína, Þuríði Jónsdóttur. Þegar hann fær spurninguna „jaín-
aldra þín“? svarar hann á augabragði: „Henni finnst það ekki!
Hún talar um að ég muni eftir hlutum úr stríðinu.. .! Hún er
nokkrum árum yngri og við grínumst oft með það að það sé
kynslóðamunur á okkur.“ Hann dregur svolítið að svara þegar
ég spyr hvort þetta hafi verið ást við fyrstu sýn en segir svo:
„Ég get auðvitað ekki svarað fyrir hana, en að minnsta kosti
voru fyrstu kynnin nóg til þess að henni þótti ástæða til að frek-
ari kynni ættu sér stað og hún er búin að umbera mig í 28 ár.
En ég varð strax skotinn í henni."
Þau giftust tæpu ári eftir að þau sáust fyrst og fyrsta barniö,
Arngunnur Ýr, fæddist nokkrum mánuðum síðar. Þá starfaði
Gylfi hjá Upplýsingastofnun Bandaríkjanna sem blaðamaður,
þýðandi og fleira, en tveimur árum síðar lögðu þau land undir
fót: „Haukur Þórðarson læknir kveikti í mér með að fara að
læra meira og talaði um að það vantaði talkennara hér. Ég sótti
um og fékk Fulbright-styrk og við fluttum til Ann Arbor í Mich-
igan, þar sem við bjuggum í tvö ár, frá '64-T56. Þá var konan
mín ófrísk að barni númer tvö, Bryndísi Höllu, sem fæddist
sem bandarískur ríkisborgari og nýtur þess enn. í Michigan
byrjaði ég í talmeinafræðinni en smám saman fór ég að leggja
meiri áherslu á heyrnarfræðina og hef alltaf litið meira á mig
sem heyrnarfræðing. Ég lauk mastersprófi í heyrnar- og tal-
meinafræði í árslok 1965 og þá fluttum við aftur heim."
Á heyrnardeild
Heilsuverndarstöðvarinnar
Hann segir ekki hafa verið mikið fyrir sig að gera fyrstu mán-
uðina og hann hafi starfað við talkennslu í skólum til haustsins
1966: „Þá var ég ráðinn forstöðumaður heyrnardeildar Heilsu-
verndarstöðvarinnar. Þá var þegar kominn angi að þessari
deild þar sem voru Erlingur Þorsteinsson læknir og María
Kjeld fóstra. Þarna um haustið varð þetta sjálfstæð deild
Heilsuverndarstöðvarinnar og við vorum ráðnir þangað ég og
Birgir Ás Guðmundsson, heyrnaruppeldisfræðingur og tal-
kennari. Við fórum í fullan gang haustiö 1966 og einmitt þá var
að dembast yfir okkur slóðin eftir rauðuhundafaraldurinn sem
gekk hér á landi '64—65 og skildi eftir sig hæstu prósentu af
fötluðum börnum í einu landi miðað við höfðatölu. Þetta var
heljarmikil eldskírn fyrir okkur."
í þessu starfi hjá Heilsuverndarstöðinni var Gylfi til ársins
1976: „Þá fórum við að hugsa okkur til hreyfings. Við áttum
ágæta vini frá námsárunum í Bandaríkjunum, sem voru fluttir
til Nova Scotia í Kanada. Einn þessara vina var tekinn við starfi
yfirmanns heyrnar- og talmeinastöðvarinnar þar og vildi endi-