Pressan - 09.08.1990, Síða 18

Pressan - 09.08.1990, Síða 18
18 Gömul og vel hirt hús þar sem rósarunnar njóta sín til fulls eru einkennandi fyrir Carmel. Þetta litla hús býður feröamönnum gistingu. Fimmtudagur 9. ágúst 1990 Carmel í Kaliforníu: Þar er bannað að dansa. Þar er bannað að flytja lifandi tónlist. Þar verður fólk að kunna að ganga í myrkri því engir Ijósastaurar vísa leiðina. Carmel í Kaliforníu. Bærinn sem kvikmyndaleikarinn og leikstjórinn Clint Eastwood kom í heimsfréttirnar þegar hann gerðist bæjarstjóri þar. Pað voru ekki allir bæjarbúar jafn hrifnir af þeirri auglýsingu sem bærinn hlaut, en ferðamönn- um fjölgaði verulega og nú koma árlega um 2,5 milljónir gesta í bæinn. Að aka inn í Carmel er eins og að vera skyndilega kippt úr hversdagsleikanum inn í miðja ævintýrabók. Lítil gamaldags hús, blómahaf, hvít ströndin við Kyrrahafið, frið- urinn — allt þetta er ólíkt öllum öðrum stöð- um. Carmel er jafnvel allt öðruvísi en næsta borg við, Monterey. Carmel hefur sjarma sem enginn annar smábær býr yfir og það er ekki að ástæðulausu að bærinn er oft kallað- ur „Carmel-undrið". Engin umferðarljós, fimm Ijósastaurar Maður tekur ekki eftir því í fyrstu að það eru engin umferðarljós í bænum. Það virðist engum liggja á í umferðinni og allir vita hver á réttinn og hvenær. íbúar í Carmel eru aðeins 4.700, en þar eru reknir 80 veitingastaðir sem allir virðast ganga vel. Til samanburðar mætti hugsa sér hvað gerðist ef jafn mörgum veitingahúsum væri komið fyrir í álíka stóru íslensku bæjar- félagi; til dæmis Vestmannaeyjum. Það eru auðvitað þessir 2,5 milljón ferðamenn sem halda starfseminni uppi, allan ársins hring, enda ríkir þarna eilíft sumar. Enginn stórmarkaður er rekinn í Carmel, eingöngu litlar sérverslanir þar sem verðlag er í hærra lagi. Lítið enskt tehús í ,,Hans og Grétu" stíl vekur sérstaka athygli ferða- mannsins, en nánast öll húsin eru byggð í gömlum stíl. Veitingastaðir eru litlir og hlý- legir og á mörgum þeirra er einungis hægt að kaupa létt vín eða bjór og vonlaust að biðja um líkjör með kaffinu á eftir. Það er dimmt í Carmel á kvöldin. Ekki myrkur eins og við þekkjum það, heldur niðamyrkur! Ástæðan er sú að aðeins fimm Ijósastaurar eru í allri borginni. Öll sú birta sem fæst eftir að rökkva tekur kemur frá þeim fyrirtækjum eða verslunum sem vilja bera kostnað af lýsingu. Á mjög mörgum úti- veitingastöðum loga arineldar, ekki einn eða tveir, heldur allt upp í tíu. Carmel hefur alla tíð laðað að sér lista- menn og annað skapandi fólk því þar finnur það næði til að sinna hugðarefnum sínum. Það er ekki að ástæðulausu að margir af þekktustu leikurum og rithöfundum heims- ins hafa valið sér Carmel og nágrenni sem heimili þegar að þeim tímamótum kemur að þeir vilja forðast sviðsljósið. Á þessum slóð- um bjó til dæmis Jack London og John Steinbeck skrifaði þarna sínar merku bæk- ur, til dæmis „Cannery Row“ eða „Ægis- götu“ eins og bókin heitir á íslensku. Bæjarstjóri í samkeppni við bæjarbúa Clint Eastwood bauð sig fram í embætti bæjarstjóra eftir að hafa þrætt við byggingar- nefnd bæjarins um hús sem hann var að byggja. Clint vildi hafa húsið tveimur fetum hærra og örlítið breiðara en það er nú. Eftir eilífa fundi, skriftir, símtöi og breytingar á teikningum var húsbyggingin samþykkt, en þessi vinnubrögð í bæjarráði og byggingar- nefnd var ein af ástæðunum fyrir því að Clint bauð sig fram til bæjarstjóra. Hann bauð sig ekki fram til endurkjörs fyrir tveimur árum og ein af ástæðunum sem hann gaf var að hann vildi sinna börnum sínum meira, því þegar þau voru yngri var hann á eilífu flakki við myndatökur og annað og hafði lítinn tíma til að sinna fjölskyldunni. Bæjarbúar voru fæstir hrifnir af þeirri athygli sem beindist skyndilega að Carmel og þó flestir væru ánægðir með störf hans sem bæjar- stjóra þá er það raunverulega ósk sumra þeirra sem þar búa að bærinn verði girtur af með rammgerðri girðingu svo hver sem er komist ekki inn. Annað atriði var það sem gerði Clint East- wood óvinsælan hjá sumum bæjarbúum. Það voru kaup hans á veitingastöðum og lóð- um í borginni. Sum keypti hann af ævintýra- mennsku, önnur af hugsjón. Áður en hann var kosinn bæjarstjóri átti hann hlut í einum veitingastað, Hog’s Breath Inn, en keypti stuttu síðar annan, Mission Ranch sem sagt er nánar frá hér á eftir. Hog’s Breath Inn eða „Andardráttur villigaltarins”, er mjög skemmtilegur staður sem að mestu er utanhúss. Nafnið er kannski ekki mjög hljómfagurt á íslensku, en staðurinn sér- stæður. Við arineld úti í horni má oft sjá Clint Eastwood sitja með glas þegar líða tekur að miðnætti. Þegar PRESSAN var í Carmel var Clint hins vegar að leikstýra mynd sem verið er að taka í Saratoga og heitir The Rookie. Sjálfur fer Clint með aðalhlutverkið en í næststærsta hlutverkinu er Charlie Sheen, sonur leikarans Martins Sheen. Rookie er tuttugasta myndin sem Clint Eastwood vinn- ur fyrir Warner Brothers. Lifandi tónlist og dans: bann- að í Carmel! Clint Eastwood er jafnframt eigandi að Mission Ranch, sem er rétt fyrir utan borg- armörkin. Þar eru mótelherbergi, veitinga- hús og stór hlaða, þar sem dansað er og á Veitingastaðurinn Hog's Breath er að hluta til í eigu Clints Eastwood. Hér sest hann niður á kvöldin þegar hann er ekki upptekinn við kvikmyndaleik og/eða leikstjórn. Arineldarnir eru ein- kennandi fyrir veitingastaði í Carmel. Niðri: Pétur Bogi Hockett er starfandi matreiðslumaöur á veitingahúsinu Fresh Cream í borginni Monterey sem er örstutt frá Carmel. Þar hefur hann starfað í nokkra mánuði, unir sér vel en seg- ist eyða ansi miklu í símtöl heim til íslands... keypti land fyrir 5 milljónir bandaríkja- dala. Það er ástæða fyrir því að djassunnendur sækja í Mission Ranch á mánudagskvöldum til að hlusta á djasshljómsveitir. Öll lifandi tónlist er bönnuð i Carmel. Jafnframt er bannað að dansa í borginni og þeir sem vilja endilega bregða undir sig betri fætinum fara einfaldlega yfir til Monterey, þar sem nóg er af diskótekum. Staða póstburðarmannsins verður aldrei auglýst Það er ýmislegt fleira sem vekur athygli í Carmel. Til dæmis það að engin númer eru á húsunum. Og hvernig fær fólk þá póstinn sinn? kann einhver að spyrja. Því er auðsvar- að: Það sækir hann í pósthólfið sitt. I Carmel er semsé enginn starfandi póstur og hafi ein- hver í hyggju að sækja um slíkt starf er það vonlaust! Það er líka einkennileg tilfinning að spyrja til vegar í Carmel. Svarið sem þú færð getur hljómað eitthvað á þfessa leið: „Staðurinn er i öðru húsi frá suð-austur horni á sjöundu götu; á milli San Carlos og Mission mánudagskvöldum mæta þar stórhljóm- sveitir og leika djass eða blues. Sjálfur er Clint mikill djassunnandi og þegar hann varð sextugur í maí síðastliðnum fékk Kyle sonur hans engan annan en Herbie Hancock til að mæta í veisluna og leika eft- irlætislög afmælisbarnsins. En þótt Clint Eastwood sé í samkeppni við bæjarbúa um veitingarekstur á hann líka sín- ar hugsjónir. Ein þeirra er sú að hann vill ekki að byggð vaxi í Carmel. Til að hindra frekari byggingar í bænum tók hann sig til og

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.