Pressan - 09.08.1990, Side 23

Pressan - 09.08.1990, Side 23
Fimmtudagur 9. ágúst 1990 23 9AKAPPHLAUPIÐ meðan ég starfaði heima, en vonandi hefur það breyst eins og svo margt annað á þessum tíu árum. Árið 1980 voru varla nokkrir staðir nema Hótel Holt, Saga, Loftleiðir og Esja, en nú eru veitingastaðir á hverju strái.“ Islendinjgarnir í Carmel hittast nokkuð oft þótt þeir hafi ekki eiginlegt Islendingafélag á staðnum. Þorrablót vita þeir varla hvort þeir eiga að sækja til Los Angeles eða San Francisco þar sem Carmel er staðsett miðja vegu milli þessara tveggja stórborga: „Báðir staðirnir toga í okkur,“ segir hann. „Við fór- um héðan nokkrir íslendingar árið 1982 og elduðum matinn á þorrablóti í Los Angeles. Súrmaturinn kom að heiman, en auðvitað höfðum við líka lambalæri! Hins vegar eru flestar Is- lendingahátíðirnar haldnar á laugardögum, hvort sem það er þorrablót eða 17. júní hátíð, og laugardagar eru verstu dagar vikunnar fyrir fólk í veitingabransanum. Af þeim sökum hef ég sjaldan getað mætt.“ ísland er alltaf „heima“ Konráð var fyrsti íslendingurinn sem ég hitti en ekki sá síð- asti sem viðurkenndi að hann hefði heimþrá: „ísland togar allt- af í mann," segir hann. „í mínum huga er ísland alltaf „heima“. — Ég umgengst mest Bandaríkjamenn hér, enda erum við ís- lendingarnir flestir í veitingabransanum og þar af leiðandi með einkennilegan vinnutíma. Staðurinn sem ég vinn á er tíu mánaða gamall og það tekur tíma að vinna hann upp. Að með- altali vinn ég því 290 tíma á mánuði." Þrátt fyrir fegurðina sem Konráð býr við á hverjum degi seg- ist hann sakna íslands: „Ég sakna barna minna og fjölskyldu, sem öll býr á íslandi," segir hann hiklaust og bætir síðan við: „Ég sakna einnig íslands á stundum. Það er margt gott hér, en það er líka margt gott heima. Það eru plúsar og mínusar á báð- um stöðum. Kalifornía hefur góða veðrið umfram ísland og hér í Carmel hef ég náttúrufegurðina eins og heima á íslandi. Allt iðgrænt, allt árið þó. Ég hef sjóinn og fjöllin auk þess sem hér eru tré alls staðar. Á sama tíma er ég alveg laus við lífsgæða- kapphlaupið á Islandi, sem er að gera alla vitlausa og gjald- þrota á sama tíma. Hér á ég góða vini og mér líður vel hér, en ég gæti hins vegar ekki hugsað mér að búa í stórborg." Á kosningahátíð Clints Eastwood. Borgarstjórinn og fram kvæmdastjórinn á góðri stund. Veitingahúsamarkaðurinn fullur í Carmel Hvort hann langi til að opna eigin veitingastað svarar hann að auðvitað sé það draumurinn, en það sé meira en að segja það að ráðast í slíkt verk: „í Carmel má ekki setja upp nýjan veitingastað og eina leiðin væri því að kaupa gamlan og breyta honum, sem er mjög dýr framkvæmd fyrir utan það að fast- eignaverð hér er svo hrikalegt. Sem dæmi þá var staður hér seldur nýlega til japanskra eigenda fyrir 700.000 bandaríkja- dollara og sá staður tekur aðeins um 60 manns í sæti. Þetta verð er bara fyrir veitingastaðinn og „good will" en ekki fyrir fasteignina. Það má þó segja að þetta verð sé í hærri kantinum! Ég held hins vegar að það sé alveg vonlaust að ætla sér að setja upp íslenskan veitingastað; hann myndi aldrei bera sig.“ Konráð leggur áherslu á að enginn leggi af stað í leit að at- vinnu í Bandaríkjunum nema hafa tilskilin leyfi: „Sá veitinga- staður sem ræður starfsmann sem ekki hefur atvinnuleyfi er sektaður um 1000 dollara fyrir fyrsta brot. Sektin margfaldast því eftir því sem fleiri eru við ólögleg störf. Við tökum ljósrit af öllum skjölum, vegabréfum, starfsleyfum og tilheyrandi til að lenda ekki í neinum vandræðum. Það er dýrkeypt fyrir veit- ingastaði að ráða fólk sem ekki hefur leyfi, enda forðast flestir að lenda í slíku. Þeir veitingastaðir sem helst taka fólk án starfsleyfis eru þess eðlis að ég held ekki að nokkur sækist eftir að vinna hjá þeim, en aftur á móti eru atvinnumöguleikarnir fyrir þá sem hafa atvinnuleyfi því sem næst endalausir. Það vinna núna yfir 8 milljónir manna á veitingastöðum og tengd- um atvinnugreinum hér í Bandaríkjunum og það er áætlað að þeir verði um 11,4 milljónir árið 2000. Bandaríkjamenn borða að meðaltali úti 3,7 sinnum á viku, eða 192 sinnum á ári. Þess- ar tölur telja allt frá samlokum og upp úr. Launin eru rúmir 4 dalir á tímann (240 krónur) hér í Kaliforníu en í öðrum fylkjum getur það farið niður í 2 dali. Allir þjónar byrja á þessu kaupi en svo er það þjórféð sem bjargar þeim.“ Ekki gleyma að gefa þjórfé! í framhaldi af því tölum við um hversu miklu máli þjórfé skiptir. „Það skiptir öllu máli,“ svarar hann að bragði. „Hér í Bandaríkjunum er vaninn að greiða 15% í þjórfé, plús eða mín- us, eftir því hvað gestúnum þykir um þjónustuna. Sá sem hugs- ar svo að hann geti sparað sér þá upphæð, e’nda komi hann aldrei aftur á viðkomandi stað, er þar með að rýra tekjur heilu fjölskyldanna. Evrópubúar eru svolítið gjarnir á að vera nískir á þjórfé, enda fá þeir oft á tíðum lélegri þjónustu en Banda- ríkjamenn. Þetta á einkum við um Þjóðverja, sem eru þekktir fyrir gefa lítið sem ekkert þjórfé." Hann er ekkert viss um að íslenskir þjónar stæðu sig betur ef þjórfé tíðkaðist á íslandi: „Almennt finnst mér íslenskir þjónar sjá vel um viðskiptavini sína," segir hann. „Samkeppnin er orðin svo hörð heima að hver og einn reynir sitt besta. Ég held þó að innifalið þjórfé eigi eftir að komast á í Bandaríkjun- um fyrr eða síðar því „Sam frændi" vill fá sitt.“ Spurningarmerkin að mestu horfin Konráð Halldórsson er með báða fætur á jörðinni. Hann lifir ekki á rósrauðum skýjum draumaheimsins. Þegar hann lagði af stað frá íslandi fyrir tæpum ellefu árum var framtíðin full af spurningarmerkjum. Eru þau öll horfin? „Svona meira og minna já,“ svarar hann. „En auðvitað veit maður aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Kannski verð ég hér áfram, kannski fer ég í annað land. Ég get jafnvel átt eftir að flytja heim. Lífið er gott og þægilegt eins og er.“ Síðasta spurningin sem ég ber upp við Konráð í þessu viðtali er sú hvort hann sé ævintýramaður eða hvort hann telji sig fæddan undir heillastjörnu: „Kannski er ég að hluta til ævintýramaður. Það sýndi ferðin mín hingað í upphafi. En ég held ekki að ég sé fæddur undir heillastjörnu. Ég er liins vegar fæddur í Vogarmerkinu og vog- un vinnur, vogun tapar. . .“ PRESSAN í KAL/FORNÍU TEXTI OG MYNDIR: ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.