Pressan - 09.08.1990, Side 24

Pressan - 09.08.1990, Side 24
24 Fimmtudagur 9. ágúst 1990 kynlifsdálkurmn Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. Náttúran spáin 9. — 15. ágúst (21 murs—20 upril) Ekki búast viö neinum kraftaverkum, en mál sem þú hefur haft áhyggjur af virðist þó komast i höfn á naestunni. Þér er þess vegna óhætt aö brosa út í annað og slappa betur af en þú hefur getað undanfarið. Reyndu siðan að gleðja ákveðinn aðila. (21. upril—20 mui) Þér tókst að yfirstíga erfiðan hjalla fyrir skemmstu og nú verður gatan greiðari. Gættu þess þó að verða ekki kaerulaus og halda að lánið elti þig, hvernig sem þú hegð- ar þér. Sýndu nákomnum ættingja meiri skilning og bjóddu fram aðstoð þina. (21. mui—21 júni) Þú ert í einhverju uppnámi og finnst heimur- inn afar óréttlátur, en hvernig væri að líta svolitið í eigin barm. Átt þú ekki lika sjálfur sök á þessum vanda? Reyndu að halda ró þinni og koma með tillögur til úrbóta, en búðu þig undir ósigur. (22. júni—22. júlí) Lífið er ekki jafnerfitt og þér finnst það þessa dagana. Þú hefur bara gert úlfalda úr mý- flugu, eins og þú sérð ef þú beitir skynsem- inni. Beindu huganum að því jákvæða i kringum þig og vertu þakklátur fyrir það — i stað þess að væla vegna smámuna. (23. júli—22. ágúsl) Þú ert hress og kátur að eðlisfari og nú þart einhver nákominn á því að halda að þú léttir honum lifið. Reyndu að gera þitt besta, þó þú vildir fremur verja tímanum á annan hátt. Þetta er timabundið ástand og þú verður feginn eftir á. (23. úaúsl — 23. sepl.) Tómleikatilfinning herjar á þig um þessar mundir og þér verður mikið hugsað til fortið- arinnar. Þú breytir hins vegar ekki því sem liðið er, svo þetta er alveg tilgangslaust. Horfðu fram á veginn og reyndu að hafa nóg fyrir stafni til að dreifa huganum. (23. sepl.—24. oht.) Þú ert enn að jafna þig eftir frétt, sem kom þér verulega á óvart. Láttu hana ekki setja þig úr jafnvægi, heldur einbeittu þér að því að hugsa um sjálfan þig. Komdu fjölskyld- unni i skilning um að þú þarfnist næðis. Þú ert ekki allra þjónn! Stærsta og mikilfenglegasta guðs- húsið sem ég kemst í er að finna úti í guðsgrænni náttúrunni að mínu mati. Þetta guðshús hefur líka verið og er enn uppspretta einhvers krafts sem bæði má skoða á jarðlífeðlis- fræðilegan hátt með vísindalegum þankagangi eða tilfinningalegan hátt með allsherjarskynjun. Þessi kraftur, hvernig svo sem menn kjósa að ræða um hann, er geysimikil orka sem stöðugt er að skapa í einni hnitmiðaðri hringrás. Sumir halda því fram að þessi sköpunarorka sé eitt og hið sama og kynorkan. Það að elskast er þá í rauninni tilbeiðsla ef líkja má nátt- úrunni við guðshús. Það er ekki að ósekju að talað er um „náttúruna" í okkur mannfólkinu — „Hann er að verða náttúrulaus," segjum við þeg- ar getan til að elskast fer dvínandi. Og segir ekki eitt máltækið: „Þótt náttúran sé lamin með lurk, leitar hún út um síðir"? Það þýðir ekki að afneita innsta eðli sínu. Tenging Og einhvers staðar höfum við far- ið út af veginum ef við álítum það guðlast að nefna kynlíf og trú í sama tilgangi. Upprunalega kemur enska heitið „religion" yfir trú úr latneska orðinu „religare" sem þýðir teng- ing. Tengingu við almættið finna sumir hvergi eins skýrt og í móður náttúru. í samlífi tveggja einstakl- inga er hægt að upplifa tengingu sem á sér enga hliðstæðu í mannleg- um samskiptum. Sumar af þeim þjóðum sem við köllum í fávísi okkar „frumstæðar þjóðir" eins og Kung-fólkið í Kala- hari eyðimörkinni, voru í svo miklu jafnvægi eða tengingu við náttúr- una að engra sérstakra getnaðar- varna var þörf. Ástæðuna var að finna í mataræði þeirra sem var það fitulítið að það seinkaði byrjun tíða og síðar egglosi eftir fæðingu. Aðrar þjóðir kunnu skil á jurtum sem þær neyttu til að stemma stigu við frjó- semi. Meðal þjóða sem lifðu þannig í órofa keðju með náttúrunni var mannskepnan ekki miðpunktur al- heimsins heldur deildi tilveru sinni með öðrum lífverum. Það er kannski ofar skilningi nútíma- mannsins sem þrátt fyrir hátækni hefur enn ekki ráð undir rifi hverju til að sporna við mengun og offjölg- un mannkynsins og hefur ekki enn tekist að koma eðlilegu jafnvægi á að nýju. Stoltir goshverir og jökulsœngur í verkum ýmissa listamanna og rithöfunda er oft gripið til náttúr- unnar sem einhvers konar kynferð- islegs aflvaka. Það má vel vera að nú finnist einhverjum of langt geng- ið með kynlífstal en þetta er stað- reynd eigi að síður. D.H. Lawrence rithöfundur — sem voru hugleikin tengsl kynlífsins og náttúrunnar — á einu sinni að hafa gengið fram af vini sínum þar sem þeir voru á gangi. Allt í einu krýpur rithöfund- urinn niður, þefar af fallegu blómi og engist sundur og saman í auð- særri sælu! Ford vinur hans sagði síðar meir að þetta hefði verið óþægileg stund. Það þarf ekki heldur annað en að líta í íslenskar Ijóðabækur til að sjá hversu hugleikin náttúran er okkur mannfólkinu. Og hvernig hún teng- ist oft „náttúrunni" í okkur sjálfum. Stundum er náttúrunni líkt við elsk- huga eða móður þar sem „golan kyssir sveininn" en það kemur fram í ljóðinu „Aftankyrrð" eftir Jóhann- es úr Kötlum. Hrafn Gunnlaugsson fer heldur ekki í neina launkofa með líkinga- mál sitt í Ijóði sínu „Rauðir sniglar". Þar er hann stórbrotinn í lýsingu sinni — skýin eru svartar sængur, í örmum hennar glóir bergkvika og eldingar leiftra. Ljóðinu lýkur síðan á eftirfarandi hátt: „sjóðandi löður spýtist úr stoltum goshver eins og frjóregn yfir freknóttan akur" (Is- lensk Ijóð 1964—1973, Menningar- sjóður 1976). Ef skýin eru ekki sængur yfir sjóðheita elskendur er jökullinn það eins og kemur fram í íjóði Dags Sigurðarsonar „Höfuð- skepnur". I jökulsænginni eru fell- ingarnar gjár og sprungur. Undir sænginni er hin heittelskaða — „Þú varst eldurinn eilífi undir jökulbúng- unni" (íslensk ljóð 1954—1963, Menningarsjóður 1972). Náttúran í manninum er eins og lítill heimur út af fyrir sig. Var það ekki Davíð Stefánsson sem sagði: „líkaminn er fagur sem laufguð björk en sálin er ægileg eyðimörk"? Nú eru íslendingar í þúsundatali nýkomnir úr ferðalagi eftir verslun- armannahelgina en það er spurning hversu margir hafa notið náttúrunn- ar á þeysireið um þjóðvegina, elt- andi sólina undir Combi-camp hjól- hýsahimni. Kannski er fólgið í því visst frí að upplifa öðruvísi stress en það venjulega! JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR KYNFRÆÐINGUR (24. okl —22. nóu.) Ahugi þinn á ráðgátum getur farið út í öfgar. Athugaðu aö það kæra sig ekki allir um að ræða sína einkahagi eða leyndarmál, sem þér koma ekkert við! Það er líka óþægilegt að umgangast þig þessa dagana, því streit- an þín er smitandi. Slappaðu af. (23. nóu.—21. des.) Þú ert fullur tilhlökkunar — og ekki að ástæðulausu. Biðin er hins vegar ekki á enda og þú verður að sýna meiri þolinmæði. Reyndu að láta skapvonskuna ekki ná tök- um á þér, því þú verður að halda ró þinni og gerast sáttasemjari í deilum í fjölskyldunni. (22. des.—20. jun.) Nú hefur þú eitthvað að hlakka til og það er gott og blessað. En mundu að það hafa ekki allir nærstaddir sama tilefni til að gleðjast og þú. Taktu tillit til þessara sála og reyndu að skilja að þín gleði getur undirstrikað óham- ingju annarra. (21. junúur—19. febrúur) Það er óþarf i að hafa áhyggjur af því að tæki- færin séu að ganga þér úr greipum. Horfðu frekar fram á veginn og njóttu allra þeirra möguleika, sem þar er að finna. Hættu svo að hlífa öðrum fjölskyldumeðlimum og taka einn á þig alla ábyrgð. (20. febrúar—20. mars) Þaö er mikið að gera, en það getur enginn tekið þátt i hverjum einasta gleðskap, sem efnt er til. Reyndu aö taka lifinu með ró a.m.k. eitt kvöld yfir helgina og hugaðu svo- lítið að nánustu framtið. Þú færð þá eflaust snjalla hugdettu.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.