Pressan


Pressan - 09.08.1990, Qupperneq 25

Pressan - 09.08.1990, Qupperneq 25
25 • • - • t . "í ,:Cí-‘ i'JTi Vri Fimmtudagur 9. ágúst 1990 sjúkdómar og fólk Stoffugangur Á flestum sjúkrahúsum telja lækn- arnir sig vera ókrýnda konunga starfseminnar. Þeir vilja ráða sem mestu og taka tímamótamarkandi ákvarðanir á hverjum degi. Sér til fulltingis hafa þeir aðrar heilbrigðis- stéttir, sem læknunum finnst mis- skilja eigið , hlutverk og valdsvið læknanna. Þetta veldur oft miklum deilum um starfssvið hjúkrunar- fræðinga, sjúkraliða, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara, félagsráðgjafa og ann- arra sem vilja ráða meiru á sjúkra- húsunum en læknum finnst góðu hófi gegna. Læknarnir sjálfir eru alls ekki sammála, hver þeirra eigi að ráða mestu, svo margar lækna- styrjaldir hafa verið háðar inni á ís- lenskum sjúkrahúsum. Þegar svona deilur verða hatrammar eru stöku sinnum fengnir gleðisnauðir ungir menn í gráleitum jakkafötum með vínrauðar stresstöskur til að teikna svokölluð skipurit með pílum og örvum í allar áttir. Eg hitti einn svona skipuleggjara um daginn og hann sagði mér dapurlega frá verk- efni sem hann hafði fengið. Ég átti erfitt með að skilja stofuganginn, sagði hann lágum rómi og lagaði slipsið með hendinni, og áttaði mig aldrei á hlutverki hans og mikil- vægi. Já, sagði ég, stofugangurinn er merkilegt fyrirbæri, en það tekur áratug í heilbrigðiskerfinu að skilja hann til fullnustu. Annars hefur hann breyst mikið, og var mun tign- arlegri áður fyrr, en þó gilda enn ákveðnar grunnreglur, sem hafa verður í heiðri. Skemmtilegastir voru svokallaðir stór-stofugangar. Herfrœðileg niðurröðun Sjúklinginn sem liggur í rúmi sínu og sér stór-stofugang ganga prúð- mannlega inná stofuna grunar ekki hversu flóknar reglur gilda um niðurröðun og skipulagningu þeirra sem þar eru. Fyrstur fer yfirlæknir- inn, ef hann er með, og heldur á til- skipunarbókunum eins og veldis- sprota. Næstir ganga sérfræðing- arnir á deildinni, sem telja sig eiga viðkomandi sjúklinga og leiðist að þurfa að standa yfirlækninum ein- hver skil á líðan þeirra. Sérfræðing- arnir eru oft með ólundarsvip og reyna að grípa dagblöð, sem verða á vegi þeirra og fletta þeim kæruleys- islega. Næstir koma aðstoðarlækn- arnir, sem ætla sér að verða sér- fræðingar einhvern tíma og telja sig vita meira um sjúklinginn en baeði yfirlæknirinn og sérfræðingurinn. Aðstoðarlæknarnir eru búnir að taka sjúkraskrá og skoða sjúkling- inn og finnst þeir eiga í honum hvert bein. Með læknunum ganga svo hjúkrunarfræðingarnir, tveir eða fleiri og fyrir þeim fer hjúkrunar- deildarstjórinn. Hjúkrunarfræðing- arnir eru sjálfstæð stétt innan sjúkrahúsanna, og lúta ekki stjórn læknanna. Þær eru í stöðugri sjálf- stæðisbaráttu og eru því oft með þvermóðskusvip eins og sérfræð- ingarnir, en rýna þó sjaldnast í dag- blöðin. Á eftir koma hjúkrunarnem- ar og læknanemar. Stofugangur á góðum degi getur talið 6—7 mánns og ganga allir í röð sem fer eftir menntun og mannvirðingum. Síðan er farið í einum hnapp að rúmi hvers einstaks sjúklings og hann spurður um líðan sína. Sjúklingnum bregður oft þegar hersingin kemur og missir bæði mál og skilning og hafa margir verið álitnir elliærir eða kjánar vegna þess. Samtalið fer fram milli læknisins og sjúklingsins en aðrir þátttakendur heyra fæst af því sem fram fer. Gamall maður að austan Ég reyndi að reikna það út hvað einn svona stofugangur kostaði, sagði dapureygði skipuritsmaður- inn, og tók saman tíma allra starfs- stéttanna, reiknaði þeim tímakaup og lagði saman en enginn vildi heyra á þetta minnst. Við verðum að hafa þetta svona, sögðu læknarn- ir, alltaf var farinn stofugangur, þar sem ég lærði á besta stað heims. Alltaf fór Florence Nightingale stofugang, en hún þurfti ekki að burðast með þessa lækna með sér, sögðu hjúkrunarfræðingarnir. Sem betur fer eru þó oftast farnir minni stofugangar, þar sem læknir og hjúkrunarfræðingur fara ein saman og leysa vandamálin. Ég gekk með þeim stór-stofugang um daginn, sem mér fannst mjög einkennilegur. í einu rúminu lá gamall maður að austan í einhverjum rannsóknum og við hliðina á honum unglingspiltur úr Reykjavík. Stofugangurinn kom í öllu sínu veldi og herbergið fylltist. Þau mynduðu hálfhring um rúm gamla mannsins og stóð yfirlæknir- inn næstur honum á hægri hönd og síðan raðaðist kringum rúmið eftir mannvirðingum. Og hvernig líður, Jón minn, sagði yfirlæknirinn blíð- lega en jafnframt mjög ópersónu- lega. Á sama tíma var sérfræðingur- inn í hálfum hljóðum að hvísla því að honum, af hverju Jón væri kom- inn. Ég heyrði orðin hóstakjöltur, elli og rannsókn. Hinn sérfræðing- urinn fann gamalt eintak af Tíman- um og las það af stakri athygli og sýndi einum læknanemanum fyrir- sögn og híó hæðnislega. Annar hjúkrunarfræðingurinn fór að raða einhverju dóti, sem var á náttborð- inu og sendi einn sjúkraliðanna fram með hálfétinn banana. Jón gamli virtist missa málið við þennan hamagang. Hann stamaði einhverju en sagði fátt. Ég ætla að fá að hlusta þig sagði sérfræðingurinn, viltu fara úr skyrtunni. Gamli maðurinn sett- ist upp og byrjaði að hneppa hægt upp hnöppunum en enginn gat beð- ið eftir því svo skyrtunni var lyft upp og samstundis voru komnar 6 hlust- unarpípur á bakið á þeim gamla. Læknanemarnir höfðu flýtt sér á vettvang og ýtt hjúkrunarfræðing- unum til hliðar til að geta hlustað manninn með hinum alvöru lækn- unum. Sjúkraliðinn tók í hendurnar á gamla manninum og hjálpaði hon- um að sitja uppi í rúminu. Hósta, sagði yfirlæknirinn og Jón reyndi að reka upp lágt hóstakjöltur. Þetta er ágætt, sagði einhver og gamli mað- urinn lagðist aftur fyrir. Sérfræðing- urinn sem hafði lesið Tímann lagði frá sér blaðið, leit á hina. Var eitt- hvað að heyra? spurði hann letilega. Smáslímhljóð, sagði yfirlæknirinn. Er slím niðrí mér? spurði þá gamli maðurinn. Vill ekki einhver gefa mér hóstasaft svo ég nái því upp? Stofugangurinn leit á hann með lófalestur I þessari viku: Flosi (karl, fæddur 1.5. 1958) Þessi maður hefur sterkt ímyndunarafl, er glaðlyndur og svolítill munaðarseggur. Hann gæti haft mörg járn í eldinum og honum hættir til fljótfærni. Þetta er fjölhæfur maður, en verslun eða viðskipti ættu eflaust vel við hann — eða þá iðnaðarsvið. Hann þarf að vera óháður og frjáls í fram- kvæmdum sínum, svo það hentar honum vel að starfa sjálfstætt. Það hafa orðið töluverðar breyt- ingar í tilfinningalífi þessa manns upp úr 1986—1988, en á þeim ár- um sem hann er núna að ganga í gegnum má hann búast við um- hleypingum tengdum frama, starfi eða starfsstefnu. Hann gæti verið að hugsa um að flytja eða breyta um umhverfi. Það eru mikl- ar líkur á því og mikið gæti orðið um ferðalög á næstu sex til sjö ár- um. Þetta er sælkeri, sem ætti að muna að hóf er í öllu best. Ef hann ráða getur ð frekar gamall maður. VILTU LATA LESA UT ÞÍNUM LÓFA? Sendu þá TVÖ GÓÐ LJÓSRIT af hægri lófa (örvhentir Ijósriti þann vinstri) og skrifaðu eitthvert lykilorð aftan á blöðin, ásamt upp- lýsingum um kyn og fæðingardag. Utan- áskrift PRESSAN — lófalestur, Armúla 36, 108 Reykjavík. AMY ENGILBERTS á heimavelli Ryðblettir Algengt er að fólk fái ryðbletti í föt sín eða í þvottinn. Einkum voru þetta tíðir blettir hér áður meðan notaðir voru blikkbalar eða önnur ílát úr málmi til þvottar eða annarra heimilisnota. Nú er þetta nær því liðin tíð, en samt verða ýmsir járn- hlutir á vegi okkar sem geta valdið ryðblettum, og ekki er auðvelt að ná þeim úr íiema með sérstakri meðferð, en hins vegar vilja þeir með tímanum eta gat á venjuleg bómullarefni, svo ekki er ráðlegt að draga lengi að hreinsa þá úr. Hægt hefur stundum verið að fá sérstakan ryðblettaeyði í verslunum eða apót- ekum og er þá sjálfsagt að fylgja ná- kvæmlega þeim leiðbeiningum sem honum fylgja. En séu ekki tök á að ná í þennan eyði (sem áður var seld- ur undir nafninu „Magica") verður að nota annaðhvort oxalsýru eða sýrusalt sem hvort tveggja fæst í apótekum og eru eiturefni og þarf því að viðhafa sérstaka varúð við notkun þeirra. Gott er að prófa á saumi eða afgangi hvort efnið í flík- inni þolir hreinsiefnið. Alltaf er mun erfiðara að eiga við hvers konar bletti í fiíkum úr mislitum efnum eða viðkvæmum silki- og gerviefn- um. Er þá oft ráðlagt að láta efna- laug annast hreinsunina, einkum þegar um er að ræða vandaðar flik- ur. En bómullar- og hörefni og önn- ur litarekta efni eiga að þola hreins- un með oxalsýru eða sýrusalti, ekki síst hvítt heimilislín. Leysið upp I matsk. af oxalsýru í 1 dl af vatni og dýfið blettinum í upplausnina og nuddið hann ef til vill milli fingr- anna lítillega, dýfið svo aftur í þar til hann smá hverfur úr. Skolið vand- lega úr hreinu vatni. Sé um stóra ryðbletti að ræða í rúmfatnaði eða öðru heimilislíni, hvítu eða litar- ekta, má nota sýrusalt, leysið það einnig upp í volgu eða hálfköldu vatni, 1 tsk. í hálfan lítra af vatni (setjið fyrst heitt vatn á það og gætið þess að það leysist vel upp), farið síð- an eins að og lýst er hér áður með oxalsýruna. Skolið síðan vandlega úr hreinum vötnum. Heppilegast er að taka ryðbletti úr heimilislíni áður en þvottur er þveginn, þá skolast þessi hreinsiefni vel úr við þvottinn. Sama gildir um vorkunnsemi, síðan sagði yfirlækn- irinn, við björgum þessu, Jón minn, þetta verður allt í lagi. Hvernig er þvagið? Hann snerist svo á hæli og ætlaði að næsta rúmi, þegar Jón stundi upp: Hvernig var þvagið hjá mér? Yfirlæknirinn stansaði og sagði; Þvagið, við skulum sjá. Hann leitaði i bókunum en fann hvergi neitt um umrætt þvag, svo hann sneri sér að sérfræðingnum og spurði hvernig þvagið hans Jóns væri. Sérfræðing- urinn mundi þetta ekki heldur, svo hann sneri sér að aðstoðarlæknun- um og spurði þá þess sama. Þeir fóru í baklás og urðu mjög vand- ræðalegir, því þetta áttu þeir að muna. Hver og einn bölvaði í hljóði að muna þetta ekki og missa af gullnu tækifæri til að vinna sig í álit. Hjúkrunarfræðingarnir vissu ekk- ert um þvagið hans Jóns og lækna- nemarnir því síður, svo stofugangur- inn vissi ekki hverju svara skyldi. Yf- irlæknirinn sneri sér að Jóni og sagði föðuriega, við athugum þetta seinna, Jón minn. Ég reiknaði út, hvað þessi stund inni á stofunni hefði kostað skattborgarana, og teiknaði upp öðruvísi skipulag á skipurit og sýndi yfirlækninum. Hvað sagði hann? spurði ég. Hann sagði ekkert, heldur setti mitt skipu- rit inní möppu sem á stóð, „skemmtilegar tillögur", svo sagðist hann ekki hafa meiri tíma og vísaði mér út. Heldurðu að þetta verði einhvern tíma notað? spurði hann. Nei, sagði ég, en fékkstu þetta ekki vel borgað? Jú, sagði hann. Þá eiga allir að vera ánægðir sagði ég, þú fékkst borgað, eitthvað var gert og enginn fer eftir því. fleiri bletti. Það er því skynsamlegt að skoða vandlega fatnað sem á að setja í þvottavélina og athuga hvers konar blettir eru í honum og hvort ekki séu einmitt þar á ferð blettir sem þarf að meðhöndla áður. Oft eru t.d. litarblettir í handklæðum og leirþurrkum sem gætu fest í við þvottinn, og er þá stundum nóg að bera í þá blautsápu (grænsápu, krist- alsápu), uppþvottalög eða þvotta- duft með efnakljúfum, láta þetta liggja á blettinum um stund, nudda hann síðan lítillega milli fingra sér eða bursta með mjúkum bursta, áð- ur en flíkin er þvegin.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.