Pressan - 18.10.1990, Síða 9

Pressan - 18.10.1990, Síða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. OKTÓBER Sjálfsmorðstíðni ungra manna á aldrinum 15 til 24 ára er hœrri á Islandi en í nokkru afþeim löndum sem skila inn upplýsingum um sjálfsvíg til Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar. Tíðni sjálfsmorða íslenskra karl- manría á þessum aldri er til dœmis tvisvar sinnum hœrri en í Sviþjóð, sem þó er með tíundu hœstu sjálfsmorðs- tíðnina. Grunar að sjálfsvíg séu önnur algengasta dánarorsök unglinga HELGA HANNESDÓTTIR GEÐLÆKNIR Tíðni sjálfsmorða meðal ungra manna á Islandi helst ekki í hendur við fjölda sjálfsvíga í öðrum aldurs- hópum. í heild eru sjálfsvíg á íslandi ekki ýkja fleiri en meðal annarra þjóða. Ef miðað er við tölur um öll sjálfsmorð er ísland sextánda í röð- inni samkvæmt upplýsingum frá Al- þjóðaheilbrigðismálstofnuninni, en 35 lönd skila slíkum upplýsingum inn til hennar. Þar sem þessi háa tíðni sjálfs- morða meðal ungra íslenskra karl- manna er ekki almennt kunn meðal fólks innan heilbrigðiskerfisins hafa litlar sem engar rannsóknir verið gerðar á orsökum þess að Islending- ar skera sig jafnmikið frá öðrum þjóðum hvað þetta varðar og raun er á. Samkvæmt upplýsingum PRESS- UNNAR er málið hins vegar enn al- varlegra fyrir það, að þessi sjálfs- morð eru mun tíðari í ákveðnum landshluta en annars staðar á land- inu. HELMINGI HÆRRI SJÁLFSMORÐSTÍÐNI MEÐAL UNGRA MANNA EN ANNARRA Sjálfsmorðstíðni hjá öllum aldurs- flokkum er 14,0 á hverja 100 þúsund íbúa á íslandi eða um 34 sjálfsmorð á ári. Sjálfsmorðstíðni hjá ungum mönnum á aldrinum 15 til 24 ára er hins vegar 31,2 af 100 þúsund íbú- um. Tíðni sjálfsmorða meðal ungra karlmanna á íslandi er því meira en helmingi hærri en meðal allra ann- arra aldurshópa. Samkvæmt upplýsingum frá Al- þjóðaheilbrigðismálastofnuninni framdi 41 ungur maður á aldrinum 15 til 24 ára sjálfsmorð á árunum 1984 til 1989. Eins og áður sagði jafngildir þetta 31,2 sjálfsmorðum á ári á hver 100 þúsund í þessum ald- ursflokki. Það land sem hefur næst- hæsta tíðni sjálfsmorða í þessum aldursflokki er Austurríki, en sjálfs- morðstíðni ungra manna þar er 27^2 á hverja 100 þúsund íbúa. Á eft- ir Islandi er sjálfsmorðstíðnin hæst í Noregi af Norðurlöndunum, eða 23,6.1 Svíþjóð er hún 16,9 og í Dan- mörku 16,5. ísland sker sig ekki á sama hátt úr þegar litið er til sjálfsmorða í öllum aldurshópum. Þar er ísland í sex- tánda sæti ásamt Kanada. Sjálfs- morðstíðni er langhæst í Ungverja- landi eða þrisvar sinnum hærri en á Islandi. Það eru því einkum sjálfsmorð ungra manna og pilta á íslandi sem vekja athygli í upplýsingum Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinn- ar. KOM GEÐLÆKNUM GERSAMLEGA í OPNA SKJÖLDU Það var löng og krókótt leið sem þessar ógnvekjandi upplýsingar um háa sjálfsvígstíðni íslenskra drengja fóru til íslands. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin kallar árlega eftir töl- fræðiupplýsingum frá landlækni og hagstofu hér og í þessu tilviki var síðan unnið úr þeim upplýsingum í Genf, ásamt upplýsingum frá 33 öðrum löndum. Það var svo á al- þjóðlegu þingi barna- og unglinga- geðlækna í Japan í sumar sem töl- urnar um geigvænlega þróun sjálfs- víga ungra íslenskra manna voru lagðar fram. Helga Hannesdóttir, sem sat þing- ið ásamt þremur öðrum íslenskum geðlæknum, segir að þessar upplýs- ingar hafi komið þeim gersamlega í opna skjöldu. Það varð því fátt um svör þegar fulltrúar annarra landa á þinginu óskuðu upplýsinga um hvernig íslensk stjórnvöld tækju á þessum vanda og hvort rannsóknir hefðu verið gerðar á forsögu þeirra ungu manna sem hafa fyrirfarið sér undanfarin ár. „Það var meira en lítið óþægileg aðstaða fyrir okkur íslendingana að vita þetta ekki, þó við geðlæknar gerðum okkur grein fyrir því að tíðni sjálfsvíga meðal ungra manna hefði aukist og hefðum oftar en einu sinni spurst fyrir hjá heilbrigðisyfir- völdum um hvernig þau tækju á þessum málum," segir Helga og bætir við að fátt hafi verið um svör. „Algengasta dánarorsök unglinga hér á landi er slys en mig grunar jafnvel að önnur algengasta orsökin sé orðin sjálfsmorð meðal unglings- drengja, þó ég sé ekki viss um það,“ sagði Helga. UPPLÝSINGARNAR LÁGU FYRIR EN VORU EKKI KYNNTAR SÉRSTAKLEGA Ólafur Ólafsson landlæknir sagði í samtali við PRESSUNA að hæst hefði sjálfsvígstíðni í þessum aldurs- hópi verið 1981—’85, en virtist nú fara lækkandi. „Þetta er ekki séríslenskt vanda- mál,“ segir landlæknir, „því tölur héðan haldast í hendur við sam- bærilegar tölur frá öðrum löndum. Þessar tölur lágu fyrir hjá landlækn- isembættinu en við kynntum þær SJÁLFSMORÐ UNGMENNA FLEST Á ÍSLANDI 1 ísland mmi 31,2 2 Austurríki mm 27,2 : 3 Sviss mm 26,3 4 Kanada mm 25,5 5 Ástralía mm 24,4 i 6 Noregur mn 23,6 ! 7 Bandaríkin mn 21,3 8 Ungverjaland mn 21,0 ; 9 Sovétríkin mi 17,4 : 10 Svíþjóð mi 16,9 : Eins og sjá má af töflunni hér aö of- an er sjálfsmorðstíðni ungra manna á aldrinum 15 til 24 ára haest á íslandi af öllum þeim löndum sem skila inn slíkum upplýsingum til Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar. Tölurnar sýna sjálfsmorðstíðni á hverja 100 þúsund íbúa í þessum aldurshópi. Súlurnar sýna hins vegar hvað þessi tíðni jafngildir mörgum sjálfsmorð- um á ári miðað við íbúafjölda á ís- landi. Eins og sjá má er sjálfsmorðs- tíðni ungra manna um helmingi hærri á íslandi en í Svíþjóð. Ef litið er til sjálfsmorða í öllum aldursflokkum greina (slendingar sig ekki frá öðrum þjóðum. Á íslandi er sjálfsmorðstíðnin sú sextánda hæsta. ekki sérstaklega, því þetta er álitið mjög viðkvæmt mál. Tölur þessar hafa birst í heilbrigðisskýrslum embættisins og í öðrum ritum. Auk þess hafa þessi mál verið rædd mjög víða á undanförnum árum, með læknum og öðru heilbrigðisstarfs- fólki." Þrátt fyrir þessi ummæli land- læknis virðast upplýsingar um tíðni sjálfsvíga ekki hafa farið víðar en svo, að fæstir viðmælenda PRESS- UNNAR úr heilbrigðisstéttum höfðu kynnst þeim fyrr en nýverið. „Að baki sjálfsvígum eru ýmsar ástæður, margar sjálfsagt óþekktar, og oft eru hér að baki einhver veik- indi,“ segir landlæknir. „Einnig eru samverkandi þættir og meðal þeirra má nefna atvinnuleysi, brostnar vonir og væntingar. Auk þess má nefna vímuefnaneyslu ungs fólks, en fleira kemur til. í dag hefur fólk með litla eða enga menntun ekki sömu möguleika og aðrir. Til að skapa óskaþjóðfélag þarf ákveðinn stöðugleika í þjóðfélaginu og jafna þarf aðstöðumun manna.“ HÖFUM ENGAN GRUN UM LÍÐAN UNGLINGA Á LANDSBYGGÐINNI Tengsl einstaklinga við umhverfið hafa verið skoðuð rækilega undan- farna áratugi og viss fylgni hefur fundist milli félagslegs skipulags og sjálfsvíga. Þórólfur Þórlindsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla ís- lands, segist ekki vita af neinni at- hugun á slíkri fylgni hér á landi. „Við þurfum að kanna aðstæður unglinga á íslandi," segir Þórólfur og bætir við að engar tölur liggi fyr- ir um útbreiðslu fíkniefnaneyslu unglinga né hvernig andleg líðan þeirra sé almennt. „Við höfum held- ur engan grun um líðan íslenskra unglinga á landsbyggðinni eða hvernig þeir sjá framtíð sína fyrir sér í öllum þeim breytingum sem nú ganga yfir. Við vitum af hópi ung- menna sem eru í vandræðum, bæði hér í Reykjavík og úti á landi, en vit- um ekki hve stór þessi hópur er og ég hygg að stærð hans kæmi mönn- um á óvart ef slík könnun yrði gerð. Því miður vantar mikið á að við stöndum nágrönnum okkar jafnfæt- is í rannsóknum á uppvaxtarskilyrð- um unglinga. Ég hef verulegar áhyggjur af því að þær þjóðfélags- breytingar sem nú ganga yfir hafi miklu meiri áhrif á unglingana en við gerum okkur grein fyrir. Ungt fólk á landsbyggðinni stendur frammi fyrir stórfelldum samdrætti í sjávarútvegi og landbúnaði og þeir sem alast upp á þessum stöðum hljóta að líta til framtíðar á annan hátt en við gerðum fyrir tíu árum. Kannski eru þessar tölur um háa tíðni sjálfsmorða ungmenna vís- bending um að eitthvað annað og meira sé að hjá íslenskum ungling- um. Við vitum það ekki en auðvitað ber okkur skylda til að athuga það,“ segir Þórólfur Þórlindsson. SJÁLFSMORÐ AUKAST ÞEGAR UPPLAUSN RÍKIR í ÞJÓÐFÉLAGINU Hvaða einkenni eru það þá á ís- lensku þjóðfélagi sem ýta undir að ungum mönnum á aldrinum 15 til 24 ára finnist sjálfsvíg vera eina hugsanlega lausnin á tilvistarsárs- aukanum? Ástæðna sjálfsvíga má leita víða og ugglaust eru flestar þeirra bæði flóknar og einstaklingsbundnar. Meðal eldra fólks má nefna geðsjúk- dóma, langvarandi drykkjusýki, líf- efnisfræðilega þætti og viðvarandi þunglyndi. En ef spurt er um þjóðfé- lagslegar ástæður má geta tíma- mótakönnunar sem félagsfræðing- urinn Emil Durkheim gerði í Frakk- landi stuttu fyrir síðustu aldamót. í könnun sinni bendir Durkheim meðal annars á að sjálfsmorðstíðni sé breytileg frá einu tímabili til ann- ars og einnig að tíðni sjálfsvíga teng- ist þjóðfélagsskipulagi á ákveðinn hátt. Félagsleg einangrun, sem meðal annars lýsir sér í því þegar fjölskyldubönd rofna, eykur hætt- una á sjáifsmorðum og eins er hætta í aðsigi þegar upplausnarástand rík- ir innan þjóðfélagsins og örar breyt- ingar ganga yfir á skömmum tíma. Durkheim nefndi fleiri fylgifiska upplausnar, meðal annars aukna skilnaðartíðni. Væri um mikla sundrungu innan samfélagsins að ræða og mannleg samskipti í lág- marki taldi Durkheim að ýmis fé- lagsleg vandamál, til dæmis sjálfs- morð og skilnaðir, færu vaxandi. Margir aðilar í ýmsum löndum hafa fylgt þessum kenningum Durk- heims eftir og staðfest þær á þeim rúmlega hundrað árum sem liðin eru frá útgáfu verksins. Á RÆTUR í EINHVERRI ÞJÓÐFÉLAGSMEINSEMD Hvernig ætla heilbrigðisyfirvöld að bregðast við vandanum? „Upplýsinga-, fræðslu- og stoð- fundir hafa verið haldnir, meðal annars að tilstuðlan heilbrigðisyfir- valda og annarra. Áreiðanlega þarf víða að bæta geð- og sálfræðiþjón- ustu, en enn hefur enginn bent á betri stofnun til þess að undirbúa börn sæmilega fyrir lífið en góða fjölskyldu," segir Ólafur Ólafsson landlæknir. „Mikilvægt er að bæta hag fjöl- skyldna og gera fólki kleift að vera meira með börnunum sínum. Það er staðreynd að vinnuálag og langur vinnudagur eru ekki góð forsenda þess að geta notið samvista við sína nánustu og gefið ungviðinu gott veganesti. Hugsanlegt er að gildis- mat þorra samfélagsins sé með röngum áherslum og stundum finnst mér við vera á einhverri und- arlegri leið; í burt frá grundvallar- gildunum. Aukin sjálfsvígstíðni er óskaplega margþætt mál en eitt- hvað er greinilega að úr því við fá- um þetta yfir okkur. Ég kann ekki svör við því öllu en er ekki í nokkr- um vafa um að þetta á sér rætur i einhverri þjóðfélagsmeinsemd," segir landlæknir. „Það mikilvægasta í þessu máli er að greina einstaklinga í sjálfsmorðs- hugleiðingum á mjög virkan hátt, til þess að koma viðkomandi til með- ferðar og koma í veg fyrir sjálfs- morðið," segir Helga Hannesdóttir. „í þjóðfélagi okkar eru svo miklir fordómar að jafnvel þó fólk fremji sjálfsmorð er sterk og ríkjandi af- neitun á að viðkomandi hafi átt við einhver vandamái að stríða og jafn- vel verið þunglyndur. Það eru miklir fordómar gegn geðsjúkdómum í landinu, sérstaklega geðrænum kvillum hjá börnum og unglingum, og lítið hefur verið reynt að vinna gegn þeim," sagði Helga. AÐSTANDENDU R HRÆÐAST FORDÓMA UMHVERFISINS Forsaga þeirra ungu manna sem endað hafa líf sitt fyrir eigin hendi er ekki þekkt og iilmögulegt að sanna með tölum að vanræktu barni sé hættara við sjálfsvígi en öðrum. Vandamálið er það „óþægi- legt“ og fólk upplifir það sem svo mikinn smánarblett að hvorki syrgj- endur sjálfir né nánustu aðstand- endur þeirra fá sig til að ræða um nístandi sorgina, missinn og það sem betur hefði mátt fara. Algengt er að þeir foreldrar sem missa barn vegna sjálfsvígs byrji á að ásaka sjálfa sig og tortíma sér jafnvel íleit að skýringum sem aldr- ei fást. Ástæða sjálfsvígsins er hulin og aðstandendur þess látna standa berskjaldaðir í sektarkennd sinni og skömmustu. Fólk unnir sér engrar hvíldar og flýr þá stundum á náðir áfengis eða róandi lyfja eða hellir sér út í allt of mikla vinnu í stað þess að takast á við sársaukann. Sektarkennd sem þessi getur stað- ið fólki fyrir þrifum allt lífið og þeg- ar þar við bætist að fólk hræðist for- dóma umhverfisins er ekki að undra að því finnist öll sund lokuð. Foreldr- ar eða maki þess látna leitast gjarna við að taka á sig byrðar sem enginn ræður við meðan örvæntingarfull leit að skýringu fer fram. Erfitt reyn- ist að fá fólk til að viðurkenna reið- ina út í hinn látna, og þessum stöð- uga sársauka sem ástvinurinn or- sakaði fylgja mikil líkamleg og and- leg einkenni. FUNDIR UM SJÁLFSMORÐ MIKIÐ SÓTTIR Vegna breytts þjóðfélagsmynsturs fer stuðningur aðstandenda við syrgjendur minnkandi, því eftir langan vinnudag hefur fólk ekki orku til að fara í sorgarhús dag eftir dag. Syrgjendur virðast því fá lítinn stuðning frá fjölskyldu og vinum en geta þess í stað leitað til fólks með faglega þekkingu. Samtök um sorg og sorgarvið- brögð eru vettvangur fyrir fólk sem deila vill reynslu sinni og sorg með ÓLAFUR ÓLAFSSON LANDLÆKNIR öðrum og á fyrstu sex mánuðum starfseminnar voru skráðar yfir eitt þúsund komur. Samtökin halda ár- vissa fundi um missi vegna sjálfsvígs og eru þeir best sóttir allra funda samtakanna, auk þess sem athygli vekur að þessa fundi sækja karlar í jafnmiklum mæli og konur. Er þá bæði um að ræða feður þeirra sem hafa fyrirfarið sér og einnig er al- gengt að þeir sem fyrst koma að fólki, svo sem lögreglumenn, telji sig þurfa á aðstoð að halda eftir erf- iða aðkomu. Ólöf Helga Þór, for- maður samtakanna, bendir á að fundir séu haldnir á vegum þeirra í Laugarneskirkju á hverju þriðju- dagskvöldi og kveðst vera viss um að umræða um sjálfsvíg, orsakir þeirra og afleiðingar geti verið til gagns. Þórdís Bachmann Meöal þeirra sem aðstoðuðu PRESSUNA við gerð þessarar greinar voru Helga Hannesdóttir barnageðlæknir, Ólöf Helga Þór námsráðgjafi, ól- afur Olafsson landlæknir, Sigmundur Sigfússon, geðlæknir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, og Þórólfur Þórlindsson prófessor. Við höfum engan grun um líðan unglinga á landsbyggðinni ■^^■■■^^■^■■■^^B ÞÓRÓLFUR ÞÓRLINDSSON FÉLAGSFRÆÐIPRÓFESSOR Ekki í nokkrum vafa um að þetta á sér rætur í einhverri þjóð- félagsmeinsemd

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.