Pressan - 18.10.1990, Síða 10

Pressan - 18.10.1990, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. OKTÓBER RÍKISSJÓÐIR OG RÍKISBANKI Skuldir fyrirtækja Einars Guðfinnssonar lækkaðarum600 milljónir króna. Þar af um 290 milljónir vegna útstrikunar skulda og breytingar skulda í hlutafé. 290 MIUJONIR AfSKULDUM HNARS GUÐFINNSSONAR ARFTAKARNIR FÁ AÐ HALDA ÖLL- UM VÖLDUM ÞRÁTT FYRIR KROFU ATVINNUTRYGGINGA- SJÓÐS UM HIÐ GAGNSTÆÐA. Einar Jónatansson, talsmaöur fyrir- taekja Einars Guðfinnssonar, útilok- ar ekki að fyrirtækin verði opnuð fyrir nýjum hluthöfum „einhvern tímann í framtíðinni". Að tilstuðlan opinberra sjóða og banka verður með einföldum pennastrikum þurrkað yfir hluta afskuld- um fyrirtœkja Einars Guðfinnssonar og co. íBolungar- vík. Alls verða skuldirnar lœkkaðar um 600 milljónir króna. Þar af vega þyngst skuldir sem losna vegna sölu togarans Sólrúnar, en einnig kemur til hrein skuldaniðurfelling af hálfu Byggðasjóðs og eftirgjöf dráttarvaxta af hálfu Landsbankans ogjafnvel útstrik- un skulda. Að auki þurfa nokkrir lánardrottnar að breyta skuldum í hlutafé. Með pennastrikunum og þessari breytingu í hlutafé er œtlunin að losa fyrirtœk- ið við skuldir sem nema 290 milljónum. Til viðbótar þessu þarf atvinnutryggingasjóður að veita lán að upphœð 200 milljónir króna, en á síðasta ári lánaði sjóðurinn fyrirtœkjunum 126 milljónir. Ekkert fyrir- tœki hefur fengið jafnmikið lánað hjá sjóðnum. í kjölfar aðgerðanna er ætlunin að sameina fyrirtæki Einars Guð- finnssonar í Bolungarvík, að versl- unardeildinni undanskilinni, og flest bendir til að eiginfjárstaða verði jákvæð að sögn forsvars- manna fyrirtækisins, en aðgerð- irnar voru ákveðnar án þess að uppgjör lægi fyrir um reksturinn það sem af er þessu ári og án þess að stjórnendur fyrirtækisins legðu fram áætlanir um rekstur næstu árin. SALA SÓLRÚNAR LOSAR 340 MILUÓNIR Fyrirtæki sem tilheyra Einars Guðfinnssonar-fjölskyldunni í Bolungarvík (EG) eru fimm talsins, auk þess sem fjölskyldan á 47,5% í útgerðarfyrirtækinu Júpíter hf. á móti hlut Hrólfs Gunnarssonar, útgerðarmanns og skipstjóra. I kjölfar aðgerða lánardrottna nú er ætlunin að sameina í eitt fyrirtæki Ishúsfélag Bolungarvíkur hf., sem rekur frystihús og rækjuvinnslu, Baldur hf„ sem gerir út togarann Dagrúnu, Völustein hf„ sem gerir út togarann Heiðrúnu, og loðnu- verksmiðjuna og saltfiskverkun- ina, sem heyra undir móðurfyrir- tækið Einar Guðfinnsson hf. Hins vegar verður stofnað sérstakt fyr- irtæki um rekstur verslunardeild- ar Einars Guðfinnssonar, en ekki er ákveðið hve mikið af skuldum það fyrirtæki yfirtekur. Forsvars- menn EG stefna að formlegri sam- einingu fyrirtækjanna um áramót. Þá hefur verið gengið frá sam- komulagi um sölu á frystitogaran- um Sólrúnu til Frosta hf. í Súðavík og útgerðarfélagsins Rastar hf. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR er ætlunin að losa skuldir að upphæð 340 milljónir króna með þeim hætti. Samkomulag er um að Frosti leggi 400 tonn af botnfiski til vinnslunnar í Bolung- arvík næstu fimm árin. Hvað varðar Júpíter er gert ráð fyrir 20 milljóna króna aukningu hlutafjár, sem verður að líkindum fjármögnuð með láni frá atvinnu- tryggingasjóði. Ennfremur er gert ráð fyrir 14 milljóna króna skulda- lækkun Júpíters hjá Landsbankan- um, en nokkuð er á reiki hvort það verður gert með niðurfellingu dráttarvaxta eða beinlínis útstrik- un skulda. í viðræðum milli lánar- drottna hefur m.a. komið til tals að Landsbankinn taki á sig allt að 80 milljónum króna af skuldum EG-fyrirtækjanna hjá bankanum, en bankinn á líka þann möguleika að breyta þeim í hlutafé. Fyrir- greiðsla til íshúsfélags Bolungar- víkur, Baldurs og Völusteins og loðnuverksmiðju er talin nema um 225 milljónum af heildarpakk- anum. Auk skuldalækkunar hjá Landsbankanum er reiknað með hlutafé frá Skeljungi og Trygginga- miðstöðinni, að upphæð um 35 milljónir samkvæmt heimildum PRESSUNNAR, en hér yrði líka um að ræða breytingu á skuldum í hlutafé. EG-fyrirtækin eru í mikl- um viðskiptum við bæði þessi fyr- irtæki, kaupa t.d. olíu af Skeljungi fyrir allt að 12 milljónum króna á mánuði. BYGGINGASTOFNUN STRIKAR YFIR 52 MILLJÓNIR Pennastrik Byggðastofnunar nema 52 milljónum króna. Þar af eru 23 milljónir hrein niðurfelling skulda, en 29 milljónum verður breytt í víkjandi lán, sem engin vissa er fyrir að greiðist nokkurn tímann. Framkvæmdasjóður strikar 10 milljónir út, samkvæmt heimildum PRESSUNNAR, og ákveðið er að eigendur leggi til 30 milljónir. Einar Jónatansson segir ekki ákveðið hvar lán verði tekið vegna þessa og segir ekki hafa komið til umræðu hvort núver- andi eigendur leggi fram persónu- leg veð til að fjármagna aukningu hlutafjár. Eins og áður sagði nemur, skuldalækkun samtals 600 millj- ónum króna. Að auki kemur til lánveiting atvinnutryggingasjóðs upp á 200 milljónir og er áætlað að 140 milljónir fari til EG-fyrir- tækja en 60 milljónir til Júpíters, þar af 20 milljónir vegna hlutafjár- aukningar. Landsbankinn hefur haft forystu um aðgerðir til hjálpar fyrirtæk- inu. Ólíkt því sem oft hefur verið í samskiptum Landsbankans og at- vinnutryggingasjóðs var það ekki bankinn sem gekk harðar fram um skilyrði. Landsbankinn naut fulltingis Byggðastofnunar, sem tók af skarið um útstrikun skulda og hjó ásamt Landsbankanum á þann hnút sem málið var komið í vegna skilyrða atvinnutrygginga- sjóðs. ATVINNUTRYGGINGASJÓÐI STILLT UPP VIÐ VEGG Atvinnutryggingasjóði ber ein- ungis að lána til útflutningsfyrir- tækja og því þurfti m.a. að skoða öll fyrirtækin í Bolungarvík sem heild, til að uppfylla að sem mestu leyti skilyrði reglugerða. Slíkt hef- ur reyndar líka verið gert vegna lána til KEA og Kaupfélags Aust- ur-Skaftfellinga á Höfn, þar sem um blandaðan rekstur er að ræða. í fyrra hafði sjóðurinn lánað 126 milljónir til Ishúsfélagsins, með Byggðastofnun kýs frekar að gefa eftir 52 milljónir króna af skuldum fyrirtækj- anna en breyta þeim í hlutafé. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR hafa Lands- bankinn og Byggða- stofnun leynt og Ijóst stefnt að því að tryggja völd núver- andi eigenda, þrátt fyrir kröfu atvinnu- tryggingasjóðs um aukna þátttöku ann- arra aðila. því skilyrði að rekstri þess yrði haldið aðskildum frá Einari Guð- finnssyni og co„ sem er að mestu verslunarfyrirtæki. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR komust stjórnarmenn sjóðsins hins vegar að því á fundi í Bolungarvík í sum- ar að þetta hafði lítt eða ekki kom- ið til framkvæmda. Nú hafa þeir hins vegar tekið ákvörðun um allt að 200 milljóna króna lán til við- bótar án þess að geta fylgst með að sameining fyrirtækjanna gangi eftir, sem er forsenda þess að ekki sé verið að brjóta gegn reglugerð um starfsemi sjóðsins. Hlutverki atvinnutryggingasjóðs lýkur í haust og eftir það verður ekki á færi stjórnarmanna að fylgjast með framvindunni. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR komu Byggðastofnun og Landsbankinn í veg fyrir að krafa atvinnutryggingasjóðs, um nýtt hlutafé frá aðilum í Bolungarvík, næði fram að ganga sem skýlaust skilyrði. Hingað til hefur atvinnu- tryggingasjóður lagt áherslu á til- komu nýs hlutafjár við endur- skipulagningu svipaðra fyrir- tækja. Einar Jónatansson, tals- maður EG og sonarsonur Einars Guðfinnssonar, stofnanda fyrir- tækjanna, segist þó ekki vilja úti- loka þann möguleika einhvern tímann í framtíðinni og bendir á að með sameiningu fyrirtækjanna fjölgi í rauninni hluthöfum sem standi að heildarrekstrinum, þar sem fjölmargir utan fjölskyldunn- ar séu einnig eignaraðilar að ís- húsfélaginu. MILLJARÐUR SITUR EFTIR Matthías Bjarnason, formað- ur stjórnar Byggðastofnunar og þingmaður Vestfirðinga, mun hafa þrýst á um að Byggðastofnun breytti hluta af skuldum í hlutafé. Matthías vildi ekki staðfesta þetta í samtali við PRESSUNA, en sagði að ekki hefði náðst samkomulag innan stjórnar, menn hefðu talið að ef það kæmi til fylgdi á eftir hol- skefla frá öðrum sjávarútvegsfyr- irtækjum. Þrátt fyrir þetta benda nokkrir viðmælenda PRESSUNN- AR á að Byggðastofnun og hluta- fjársjóður hafi t.d. breytt hluta af skuldum Freyju á Suðureyri í hlutafé á sínum tíma. Því virðist sem Byggðastofnun hafi mun minni trú á fyrirtækjunum í Bol- ungarvík en Freyju á Suðureyri eða stofnunin hafi beinlínis viljað tryggja óbreytta eignaraðild að fyrirtækinu. Nokkrir viðmælenda PRESSUNNAR segja að í rauninni hafi leynt og ljóst verið unnið að því að halda fyrirtækinu í höndum núverandi eigenda. Nettóskuldir EG-fyrirtækjanna allra um síðustu áramót námu um 2 milljörðum króna, voru um 2,4 milljarðar brúttó, samkvæmt heimildum PRESSUNNAR. Einar Jónatansson segir hins vegar að raunskuldir nemi um 1500 millj- ónum. Eftir aðgerðir nú segir Ein- ar að skuldir sameinaða fyrirtæk- isins muni nema ríflega 900 millj- ónum króna. Hann segir að í góðu árferði eigi fyrirtækið eftir sam- einingu að geta velt um 1400 millj- ónum. Nettótekjur í hlutfalli við skuldir verði því þokkalegar mið- að við stöðu sjávarútvegsfyrir- tækja almennt. Kristján Þorvaldsson Bolungarvík verður áfram í greipum fyrirtækja Einars Guðfinnssonar samkvæmt vilja lánardrottna.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.