Pressan - 18.10.1990, Page 20
20
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. OKTÓBER
Eitt sinn var einn af þekktari utangarðsmönnum landsins orð-
inn langþreyttur á peningaleysinu og ákvað að fá sér vinnu.
Okkar maður hafði þá ekki unnið í fjölmörg ár og kunni í raun fátt
til verka. Eftir að hafa rennt augum yfir atvinnuauglýsingarnar
í Morgunblaðinu leist honum best á eina þar sem pípulagninga-
meistari auglýsti eftir vönum pípulagningamanni. Þó hann
hefði aldrei unnið við pípulagnir fannst honum að það hlyti að
vera skemmtileg vinna. Okkar maður hringdi því strax í meistar-
ann og var boðaður í viðtal samdægurs.
Það fór vel á með utangarðsmanninum og meistaranum.
Okkar maður sagðist hafa búið í Svíþjóð í nokkur ár og unnið þar
við pípulagnir. Meistarinn þekkti nokkra af kollegum sínum sem
höfðu flutt til Svíþjóðar í atvinnuleysinu mikla seint á sjöunda
áratugnum. Það stóð heima að okkar maður kunni nýjar sögur
af hverjum þeirra.
Að lokum sló meistarinn í borðið og sagði að sér litist vel á
okkar mann og vildi ráða hann strax. Hann spurði hvort hann
gæti ekki skaffað verkfæri sjálfur og okkar maður hélt nú það.
Hins vegar væru þau enn ókomin frá Svíþjóð þar sem hann
hefði sent þau á eftir sér með skipi. Meistarinn lét það ekki á sig
fá og fékk okkar manni sín eigin verkfæri, lykla að bíl fyrirtækis-
ins og miða með heimilisfangi í Kópavogi og sagði honum að
líta á málið.
Okkar maður hélt nú í Kópavoginn. Þegar þangað kom opnaði
fyrir honum heldri frú, leiddi hann inn á haðherbergi og sagði
að það væri eitthvað að baðinu hjá sér. Síðan fór frúin fram, sett-
ist við símann og spjallaði lengi við vinkonur sínar.
Eftir langa bið var frúna farið að undra hvað tefði pípulagn-
ingamanninn og ákvað að líta til með honum. Þegar hún opnar
baðherbergisdyrnar sér hún hvar maðurinn liggur allsnakinn í
freyðibaði ofan í baðkarinu. Þegar hann sér upplitið á frúnni seg-
ir hann sannfærandi röddu:
„Frú mín góð, ég sé bara ekkert að baðinu yðar."
(Úr drykkjumannasögum)
Við lok prófa í háskólanum gekk eitt sinn stúlka að félögum
sínum, dæsti og sagði: „Ég ætla sko aldeilis að sletta úr skauf-
unum í kvöld."
(Úr mismælasögum)
NOTAÐU
HEILANN
Miðað við niðurröðun frétta
og auglýsinga í Morgunblað-
inu virðist ekki vera mikill
fögnuður með framboð Inga
Björns Albertssonar á þeim
bæ.
Stuðningsmenn Inga
Björns birtu þannig auglýs-
ingu með mynd af kappanum
í Mogganum í gær. Þetta var
áberandi auglýsing þar sem
Ingi Björn sat á gólfinu og bað
lesendur um stuðning til að
honum gæti hlotnast stóll
undir rassinn. En við hliðina á
auglýsingunni var frétt frá ír-
landi þar sem fyrirsögnin var:
„Hefja drykkju 13 ára".
í sama blaði var grein eftir
Helenu Albertsdóttur, hers-
höfðingja og systur Inga
Björns. Þar hvatti hún fólk til
að kjósa Inga Björn, sem hefði
sannað ágæti sitt á þingi þó
hann hefði rambað þar inn
óreyndur. Undir grein Helenu
var auglýsing þar sem stóð
stórum stöfum: „Notaðu heil-
ann betur".
Auglýsingasérfræðingar
væru sjálfsagt ekki lengi að
draga þá ályktun að vegna
þessara tengsla efnis og aug-
lýsinga væri herferð Inga
Björns nánast fyrir bí.
FORTÍMNFMIN
Þátttakendur íprófkjöri verða að hafa útlitið á hreinu. Björr
Bjarnason, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, og Guðmund
ur Magnússon sagnfræðingur, sem báðir keppa að þing-
mannssæti, láta kjósendur ekki velkjast i vafa um ímynd sína
í prófkjörsbaráttunni og dreifa hljóðlega „hinum opinberu
myndum" af sér. Björn veit að brosmildur frambjóðandi með
massífan bókaskáp í bakgrunni er líklegri til að ná árangri en
blaðamaður í letilegri stellingu tottandi pípu. Þannig voru
a.m.k. fyrstu myndirnaraf Birni í baráttunni. Guðmundur veit
hins vegar að alvörugefinn ungur maður í hvítri skyrtu með
vel hnýtt bindi á meiri möguleika en strákslegur maður í
kragalausri peysu. Væntanlega sjá lesendur strax hvaða
myndir eru „æskilegastar" að mati prófkjörskandídatanna.
N
TAR
Flestir
sér Ijósmyndatœknina til aö líta sem
best út, en GeirH. Haarde lœturþad
ekki duga. I miðjum prófkjörsslagn-
um hjó Sjólfstœðisflokknum bregður
Geir ó það róð að dreifa teikningum
afsér íhús. Kannski verður hann inn-
an skamms kominn íhóp með Tinna,
Andrési Önd, Tomma og Jenna og
Tarzan.
SJÚKDÓMAR OG FÖLK
Lykt
ÓTTAR
GUÐMUNDSSON
Flestir virðast vanmeta
eigið lyktarskyn. Menn
bera sig saman við dýr eins
og hundinn og dást að
óbrigðulu lyktarskyni hans
og hæfileika til að fylgja
slóð á lyktinni einni saman.
Aldrei gæti ég rakið spor á
þennan hátt með nefinu
einu saman," segja menn
mæðulega og kasta þannig
rýrð á eigin hæfni til að
finna lykt. Það er rétt að
hundurinn er færari að
þefa uppi hluti en mann-
eskjan en þó er iyktarskyn
hennar mjög merkilegt.
Hjá manninum liggja endar
lyktartaugarinnar í slím-
himnum nefsins svo að lykt
verður að leysast upp í siím-
inu til að komast að endun-
um og hafa áhrif á þá. Lykt-
artaugin liggur síðan beint
inn í frumstæðari hluta
heilans þar sem lyktar-
skynið er geymt. Hundar
eru betur settir hvað þetta
varðar vegna þess að lyktin
á auðveldara með að kom-
ast að taugaendum og
hundsheilinn er fær um að
geyma ótrúlega fjölbreytta
lykt. Maðurinn hefur á hinn
bóginn þróast á annan veg
og nýtir heilann til annarra
hluta eins og allir vita. Þó
virðist hver manneskja
geta geymt í minni sínu
nokkuð hundruð lyktarteg-
undir og lyktarskynjunin er
mikilvæg fyrir ýmsar upp-
lifanir.
LYKT OG KYNLÍF Lyktin
skiptir miklu máli fyrir kyn-
hegðun flestra spendýra.
Lyktartaugin liggur beint
inn í frumstæðari hluta
heiians og hefur þaðan
mikil áhrif á stöðvar sem
hafa með kynlíf og kynhvöt
að gera. Hundar virðast
finna á lyktinni ef tík er fús
til kynmaka og láta þá nef-
ið vísa sér leiðina í kynlíf-
inu. Dýr mynda efni sem
vekur upp kynhvötina og
fyllir dýr af gagnstæðu
kyni iosta og girnd. Ekki er
vitað hversu mikilvægt
lyktarskynið er fyrir kynlíf
manneskjunnar. Líkaminn
framleiðir þó ákveðin ilm-
efni sem kallast ferómón-
ar eða ektóhormón og
eiga að laða hitt kynið að
viðkomandi líkama. Frum-
stæðir hlutar heilans
skynja þessa lykt á ómeð-
vitaðan, kynæsandi hátt.
Efni sem kallast andró-
stenon hefur fundist í svita
og þvagi karlmanna og hef-
ur áhrif á kynhegðan
kvenna. Á sama hátt mynd-
ast ferómónar í leggöng-
um kvenna sem hafa áhrif á
kynhegðun karlsins. í
frönsku er til orðið „Casso-
lette" um þessa sérstöku
kynferðislegu lykt af hverj-
um einstaklingi.
ILMEFNI OG KYNHVÖT
Nú á tímum ríkir mikil
hrifning á ilmvötnum sem
kæfa alla eiginlega líkams-
lykt. Sagt er að þessi efni
hafi komið til sögunnar við
frönsku hirðina til að dylja
lyktina af gömlum óhrein-
indum, þegar búið var að
loka böðum og laugum
vegna hættu á útbreiðslu
ýmissa sjúkdóma. Þessi
ilmefni hafa haldið velli
þrátt fyrir breytta tíma,
aukið hreinlæti og þvotta,
og flestir eiga sér nokkrar
tegundir tii að bera á marga
staði líkamans; svitalyktar-
eyði undir hendurnar, ilm-
efni eða rakspíra í andiitið
og bak við eyrun, ilmsápur
til þvotta á húð og hári.
Þessi efni breiða yfir lykt-
ina af eigin ferómónum.
Ég hef oft skemmt mér yfir
auglýsingum frá framleið-
endum ilmefna, þegar þeir
fullyrða að lykt þeirra sé
kynæsandi og geri karlinn
eða konuna ómótstæði-
lega. Það er vafasamt að
slíkar fullyrðingar standist,
því að tilbúni ilmurinn
breiðir yfir lykt sjálfrar
náttúrunnar sem hefur sér-
stök, beinskeytt áhrif á heil-
ann og vekur upp frum-
stæðar, ómeðvitaðar kyn-
ferðislegar tilfinningar.
ILMEFNI SJÁLFRAR
NÁTTÚRUNNAR Ég sá
fyrir löngu niðurstöður
ákaflega óvísindalegrar
rannsóknar sem gerð var á
kynæsandi eiginleikum
ilmefna. Nokkrar konur
neru bak við eyrun ýmsum
tegundum dýrra og fínna
ilmefna og enn aðrar tóku
dropa úr leggöngunum og
settu á sama stað. Nokkrir
karlmenn voru látnir hring-
snúast í kringum konurnar
og meta hver þeirra vekti
mestan kynferðislegan
áhuga. Konurnar með
leggangadropann nutu
mestrar hylli án þess að
karlarnir gerðu sér grein
fyrir af hverju. Lyktarskyn-
ið gæti sennilega gegnt
stærra hlutverki en það
gerir nú í samskiptum fólks
ef hætt væri að breiða yfir
náttúrulega lykt líkamans
með öllum þessum efnum.
Ilmefnin virka sennilega á
einhverjar stöðvar heilans
en ekki á þessar einu og
sönnu sem hafa með girnd
og losta að gera.