Pressan - 18.10.1990, Side 22
22
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. OKTÓBER
Ódauðleikinn
Á næstunni gefur Mál og menning
út nýjustu skáldsögu milans kund-
ERA í íslenskri þýðingu FRIÐRIKS
RAFNSSONAR. Bókin heitir „Ódauð-
leikinn" og er óhætt að spá henni
vinsældum, eins og „Óbærilegum
léttleika tilverunnar" sem út kom
fyrir tveimur árum. ROBERT guille-
METTE, franskur listamaður sem bú-
ið hefur í mörg ár á íslandi, gerði
kápumyndir á báðar bækur Kund-
era. Honum tókst svo vel upp með
„Óbærilegan léttleika tilverunnar"
að Kundera sendi sérstakt skeyti þar
sem hann vottaði aðdáun sína.
VERA KUNDERA, kona skáldsins og
einkaritari, lét þess getið í skeytinu
að Milan fyndist íslendingar skilja
sig manna best. Um daginn fékk
Milan senda kápumynd af „Ódauð-
leikanum" og sú orðsending fylgdi
með að Robert Guillemette væri
franskur en ekki íslenskur. Aftur
barst skeyti um hæl frá þeim hjón-
um og þar var kápumyndin sögð
„outstanding". Þá mun Kundera
hafa haldið því til streitu að íslend-
ingar skildu hann manna best; Ro-
bert hefði búið á íslandi og þess
vegna ætti hann auðvelt með að
skilja verk sín ...
Álfrún og
Gyrðir
tilnefnd
til bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs
Pétur Gunnarsson
til liðs við MM
Ný skáldsaga væntanleg eftir fimm ára hlé
Gamlir slagararað hætti Bjarkar
Hallbjörn
Einn
kóngur enn
Þegar hefur verið sagt frá væntan-
legum ævisögum bubba morthens
og MEGASAR, en þeir félagar fá sam-
keppni frá enn einum nafnkunnum
rokkara. HALLBJÖRN HJARTARSON
„kántríkóngur" telur tímabært að
segja þjóðinni endurminningar sín-
ar. Það gerir hann í samtalsbók við
PÁL ÁSGEIRSSON, blaðamann á DV.
Nýstofnað forlag á ísafirði gefur
bókina út. Harður slagur framund-
an ...
Björn, Gyrðir
og Jónas ríða
á vaðið
Jólabækurnar virðast ætla að
verða seinna á ferðinni en í fyrra.
Stóru forlögin hafa ekki ennþá
dreift vertíðarbókum, en Mál og
menning er með fyrstu dreifingu
þessa dagana. Þar er um að ræða
skáldsögu GYRÐIS ELfASSONAR,
„Svefnhjólið", bók björns th.
BJÖRNSSONAR, „Á íslendingaslóð-
um í Kaupmannahöfn", og „Bak við
hafið", úrval úr ljóðum JÓNASAR
GUÐLAUGSSONAR. Svo fer flóðið að
skella á af fullum þunga ...
Samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR verða bækur eftir Álfrúnu
Gunnlaugsdóttur og Gyrði Elías-
son tilnefndar af íslands hálfu til
bókmenntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs árið 1991.
Undanfarin ár hafa þeir Jóhann
Hjálmarsson, bókmenntagagn-
rýnandi Morgunblaðsins, og
Sveinn Einarsson, dagskrárstjóri
ríkisútvarpsins, setið sem fulltrúar
íslands í norrænu nefndinni sem út-
hlutar verðlaununum. Tvær bækur
eru tilnefndar frá hverju Norður-
landanna og hafa þeir Jóhann og
Sveinn valið íslensku bækurnar
undanfarin ár. Jóhann sat níu ár í
nefndinni en Sveinn fimm. Nú hafa
þau Bergljót Kristjánsdóttir og
Sigurður A. Magnússon leyst þá
af hólmi.
Nokkrir mánuðir eru síðan ís-
lensku bækurnar voru valdar, en
venjulega er ekki tilkynnt um valið
fyrr en um miðjan nóvember. Bæk-
urnar sem tilnefndar verða eru
„Hringsól” eftir Álfrúnu, sem út
kom árið 1987, og „Bréfbátarign-
ingin” eftir Gyrði frá árinu 1988.
Þrír íslendingar hafa hlotið bók-
menntaverðiaun Norðurlandaráðs,
Ólafur Jóhann Sigurðsson,
Snorri Hjartarson og Thor Vil-
hjálmsson.
Álfrún
Gunnlaugsdóttir
Pétur Gunnarsson rithöfundur hefur gengid til samstarfs við Mál og
menningu eftir að hafa rekið eigið forlag, Punkta, í átta ár. Ájiœstunni
er vœntanleg hjá MM fimmta skáldsaga Péturs og á nœsta ári kemur út
stórbók með Andrabókunum fjórum.
Pétur kvaddi sér fyrst hljóðs
með ljóðabókinni „Splúnkunýr
dagur” árið 1975, en sló í gegn
með fyrstu skáldsögu sinni,
„Punktur, punktur, komma, strik”.
Það var upphaf sögunnar um
Andra Haraldsson, sem Pétur
sagði áfram í bókunum „Eg um
mig frá mér til mín“, „Persónur og
leikendur" og „Sagan öll“. Tvær
síðastnefndu bækurnar komu út
hjá Punktum, forlagi sem Pétur
stofnaði árið 1982. Punktar hafa
einnig gefið út greinasafn eftir Pét-
ur, „Barnasögu" eftir Peter
Handke og í fyrra kom út „Vasa-
bók“ Péturs.
Fimm ár eru liðin síðan Pétur
gaf út síðustu skáldsögu sína, en
hann er einn vinsælasti höfundur
landsins. Þannig hefur fyrsta
skáldsaga hans verið prentuð sjö
sinnum, síðast í haust á vegum
Punkta, alls í 20.000 eintökum.
Mál og menning fyrirhugar að
gefa út stórbók með Ándrabókun-
um og ljóðabók Péturs, sem er
löngu uppseld.
„Mér líst mjög vel á þetta sam-
starf," sagði Pétur í samtali við
PRESSUNA. „Ég er á þeim punkti
núna að það kemur mér afar vel
að söðla um. Það hentaði mér að
mörgu leyti illa að gefa bækur
mínar út sjálfur, erfiðast fannst
mér að sinna kynningarmálum,
enda hálfvandræðalegt að kynna
eigin verk. Raunin er sú að ég
gerði það alls ekki en treysti á les-
endahóp minn. Hjá Máli og menn-
ingu eru frábærir kraftar sem ég
hlakka til að starfa með.“
Hin nýja skáldsaga Péturs hefur'
enn ekki hlotið nafn, en nánar
verður sagt frá henni í PRESS-
UNNI síðar.
Á þeim punkti núna að það kemur mér afar vel að söðla um .
„Fyrir þremur árum gabbaði
Jónas Jónasson mig upp úr skón-
um í útvarpsþœtti og fékk mig til
að syngja djass. Eftir það langaði
mig að prófa það aftur og fyrir
tveimur mánuðum héldum við
tónleika með íslenskum slögurum
frá sjötta áratugnum. Það var svo
skemmtilegt aö við ákváðum að
gefa útplötu með þessum lögum,"
sagði Björk Guðmundsdóttir
söngkona í stuttu spjalli við
PRESSUNA.
Um miðjan nóvember er vænt-
anleg á vegum Smekkleysu plata
með 14 miðaldra djasslögum, ís-
ienskum og útlenskum, sem nutu
mestrar hylli fyrir 25—30 árum
þegar djassinn var í mestum há-
vegum hafður.Textarnir eru allir á
íslensku, enda voru lögin öll vin-
sæl hérlendis á sínum tíma. Hljóð-
færaleikararnir Guðmundur Ing-
ólfsson, Guðmundur Stein-
grímsson og Þórður Högnason
Jónas Jónasson
gabbaði mig upp úr
skónum...
spila ásamt Björk á plötunni. Þeir
Guðmundar eru löngu landskunn-
ir, en Þórður er mjög efnilegur
kontrabassaleikari.
„Þegar ég valdi lögin fór ég til
Megasar, sem á líklega stærsta
segulbandasafn á landinu fyrir ut-
an ríkisútvarpið, og við sátum
saman eina kvöldstund, drukkum
greipdjús og hlustuðum á hátt í
tvöhundruð lög,“ sagði Björk. Hún
kvað lagavalið þannig nokkuð
mótað af smekk gamla meistar-
ans, en hún hefði valið úr þeim
fjölmörgu lögum sem hann bauð
upp á.
Björk: „Ég er æðislega glöð að
fá möguleika til að prófa þessa
tónlist. Þegar maður er á kafi í að
semja sjálfur hefur maður gott af
því að kynnast einhverju öðru.
Þetta hefur verið mjög skemmti-
legt.“
Þad reynist
Ásláki
erfitt að
vera maður
*
Eg er hættur, farinn —
nýtt íslenskt leikrit
frumsýnt í Borgarleik- §
húsi M
Það er svo gaman að sjá persónurnar lifna á sviðinu.
„Upphaflega var þetta smásaga
sem þróaðist út í tólf œvisögur á
leiksviði," sagði Guðrún Kristín
Magnúsdóttir í samtali við PRESS-
UNA. Á sunnudaginn verður frum-
sýnt á stóra sviði Borgarleikhúss
leikrit hennar, sem ber lengsta titil
sem nýlegar sögur fara af: „Eg er
hœttur, farinn, ég er ekki með í
svona asnalegu leikriti."
Guðrún vann óvæntan sigur í leik-
ritasamkeppni sem efnt var til þegar
Borgarleikhúsið var tekið í notkun.
Óvæntan vegna þess að hún var
flestum óþekkt; en eitt leikrit eftir
hana hafði verið flutt í útvarpi, og
smásögur og barnaefni birst í blöð-
um, útvarpi, sjónvarpi og tímaritum.
En hver er hættur og farinn? „Það
er Áslákur. Hann er húsbóndinn, en
það reynist svo erfitt að vera dreng-
ur, að vera maður, að jafnvel Áslák-
ur fer að velta því fyrir sér hvort
hann sé í titilhlutverki eða ekki,“
segir Guðrún.
Aðspurð kvaðst Guðrún hafa tek-
ið virkan þátt í uppsetningu leikrits-
ins, en leikstjórn er í höndum Guð-
jóns Pedersen. Guðrún: „Við erum
að vinna á mjög nýstárlegan hátt.
Við viljum að leikhúsið fæðist hér
og nú, en sé ekki rígbundið af fyrir-
framákveðnu handriti. Þetta reynir
mjög á samvinnuna, því venjulega
reyna allir að verja sinn hlut. En við
vildum skapa listaverk sem gæfi lif-
andi möguleika í vinnslu."
Tólf hlutverk eru í „Ég er hættur,
farinn", tólf manneskjur sem eiga
sína sögu sem speglast í öðrum per-
sónum. „Það verða áreiðanlega
ýmsir úti í sal sem upplifa það með
persónunum mínum að maður get-
ur ekki gert allt sem hann vill. En
svona er lífið víst,“ segir Guðrún. Og
hvað tekur svo við hjá nýjasta leik-
ritaskáldinu?
„Skrifa meira. Leikrit og barna-
efni. En fyrst og fremst leikrit; það
er svo gaman að sjá persónurnar
lifna á sviðinu."