Pressan - 18.10.1990, Síða 23

Pressan - 18.10.1990, Síða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. OKTÓBER 23 ... fá morgunhanarnir á Prikinu fyrir að hafa viðhaldið þessari stofnun sinni í gegn- um árin. John and Mary fimmtudag kl. 23.20. Mynd um helsta félags- lega vandamál okkar íslendinga. John og Mary, tvær bláókunnug- ar manneskjur, vakna upp hlið við hlið í rúminu eftir að hafa drukkið helst til of mikið á kránni kvöldið áður. Vond mynd þar sem Dustin Hoffman virðist ganga í svefni og áhorfendur eru líklegir til að gera það sama. Einvalalið The Right Stuff Iaug- ardag kl. 00.30. Mynd um til- raunaflugmenn og forvera geim- faranna. Sam Shepard leikur að- almanninn og gerir það með glans. Þótt ótrúlegt sé verða fáir það leiðir undir sýningu myndar- innar að þeir gefist upp þó hún sé þriggja tíma löng. Ósigrandi Unconquered sunnu- dag kl. 21.50. Saga um feðga; pabbinn er lögmaður í suðurríkj- um Bandaríkjanna og berst fyrir mannréttindum en sonurinn er fársjúkur íþróttamaður. Það besta við myndina er að hún klofnar ekki alveg í tvennt þrátt fyrir að hún segi í raun tvær sög- ur. raun til að gera sviðsverk eftir Sam Shepard að bíómynd. Veisla fyrir aðdáendur Shepards en við hin getum horft á Kim Basinger, Harry Dean Stanton og Randy Quaid. Uppreisnin á Bounty Bounty laugardag kl. 21.00. Mynd um sögufrægustu uppreisn allra iíma með kvennagullinu Mel Gibson, Anthony Hopkins, Ed- ward Fox og sjálfum Laurence Olivier. Alls ekki svo galin mynd. Yfirheyrslan Förhöret sunnu- dag kl. 22.35. Sænskur James Bond. Hápunktur myndarinnar er þegar hinni sænski Bond hringir heim frá stríðshrjáðu Líb- anon til að ganga úr skugga um að sonurinn borði morgunmat- inn sinn Annars nokkuð venju- legur tryllir nema hvað nafla- skoðun Svía vegna eigin leyni- þjónustu truflar aðra en þar- lenda. BÍÓIN Krays-bræðurnir The Krays Háskólabíói kl. 5,9 og 11,10. Góð mynd um virtustu glæpamenn Breta og fjölskyldu þeirra. Verið viðbúin að halda fyrir augun í of- beldisatriðunum því þau eru varla við hæfi annarra en krufn- ingalækna. Villt líf Wild Orchid Bíóborginni kl. 4,50,7,9 og 11,10. Vondmynd sem selst út á 9 og '/2 viku. Mic- key Rourke bjargar engu. Skjálfti Tremors Laugarásbíói kl. 5, 7,9 og 11. Fínt fyrir þá sem hefur alltaf fundist að þeir ættu eftir að sjá neðanjarðarskrímsli éta fólk. Hinir sætta sig sjáifsagt við að hafa séð kóngulær, rottur, hákarla og fleiri skepnur í sama hlutverki. Heilög hefnd Stjörnubíói kl. 5, 7, 9 og 11. Enn og aftur kemur í ljós að það borgar sig ekki að reita rólynda heimilisfeður til reiði og skiptir þá engu máli hvort þeir eru lærðir menn eða leikir. Dagar þrumunnar Days of Thunder Háskólabíói kl. 3,5,7,9 og 11,10. Mynd um mikilvægi þess að sanna sig fyrir sjálfum sér og öðrum. Robert Duval er góður og Tom Cruise leikur frek- ar leiðinlega persónu. SJÓNVARPIÐ LEIKHUSIN Sjúk í ást Fool for Love föstudag Ég er meistarinn eftir Hrafn- kl. 22.00. Hálfmisheppnuð til- hildi Hagalín á litla sviði Borgar- KROSSGÁTAN LÁRÉTT: 1 fjármörk 6 átvöglin 11 ferðir 12 fyrirhöfn 13 glundroða 15 dulan 17 díki 18 dýr 20 fóðra 21 hvíli 23 dreitill 24 vitskertir 25 þátttaka 27 eljusams 28 vorkenndi 29 dáin 32 ama 36 hugarburði 37 geymir 39 söguburður 40 ábreiða 41 eldstæðis 43 ásynja 44 káfa 46 verkfærinu 48 hnött 49 raddblær 50 salt 51 óviljugs. LÓÐRÉTT: 1 moka 2 slægjuland 3 skemmd 4 ójafna 5 rödd 6 ógnar 7 tröllkonur 8 skraf 9 hrúgaði 10 manns 14 vagn 16 lengdarmál 19 skötutegund 22 kátínu 24 guðs 26 atorku 27 svelgur 29 áfjáð 30 sendiboðar 31 lokuðust 33 hrekk 34 landræma 35 uppskriftar 37 raun 38 gagnslaust 41 kvenmannsnafn 42 mikill 45 ferðaðist 47 eira. Eg hefði örugglega étið allt eplið, — útundan leikhúss fimmtudag, föstudag og laugardag. Nú er uppselt á sýn- ingar helgarinnar, enda gagn- rýnendur og áhorfendur óvenju einróma um gæði meistarans. Tryggðu miða í tíma. Fló á skinni eftir Georges Fey- deau á stóra sviði Borgarleik- húss fimmtudag, föstudag og laugardag. Það er líka rífandi skilið Adam HMM SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR Dagskráin hefst á því að fluttur verður stuttur leikþáttur eftir Óskar Jónasson kvikmynda- gerðarmann, „Armur laganna". Oskar er einn af leikurunum í Armi laganna, ásamt Óttari Proppé og Sigurjóni Kjartans- syni. Þá mun hin vinsæla djass- hljómsveit Konráðs Bé koma fram og leika fyrir dansi. Síðast en ekki sist er von á afar óvænt- TONLISTIN Gal í Leó á Gauki á Stöng föstu- dag og laugardag. Gal í Leó er mikið stemmningarband sem hefur haldið uppi fjöri á Gaukn- um upp á síðkastið. Þeir eru jafn- vígir á Bítlana og Pink Floyd og eigin verk. Sannkallað bjór- könnuband! VEITINGAHÚSIN ■ Asía við Laugaveg 10. Einn af best heppnuðu veitingastöðun- um sem tilheyra „þriðju kynslóð- inni" í veitingahúsanýbylgjunni, er hófst fyrir rúmum tíu árum. Asía er i senn rómantískur vett- vangur fyrir tilhugalífið og kjör- Vinsœlustu myndböndin 1. War of the Roses 2. Sea of Love 3. Let it Ride 4. Skin deep 5. Major League 6. Tango and Cash 7. Black Rain 8. Uncle Buck 9. Driving miss Daisy 10. Perfect Witness gangur á flónni og uppselt á nær allar sýningar. Og það er ekkert skrýtið; franskt daður, ástir og misskilningur. Ljós í haustmyrkr- inu. MYNDLISTIN Hjördís Frímann i Ásmundar- sal. 13 akrílmálverk á þriðju einkasýningu Hjördísar. Lita- gleði og auðugt hugmyndaflug ráða ríkjum. Nýstárleg túlkun á íslensku landslagi. Gleðisýning. Haraldur Jónsson í Nýlista- safninu. Frumlegur ungur lista- maður með eigin hugmyndir. Einn alefnilegasti skúlptúristi sem fram hefur komið lengi. Sjónvarpslistamenn i Gallerí Props. Langar þig að sjá listaverk eftir „marga af þekktustu lista- mönnum sjónvarpsins"? Nú er tækifærið. Gallerí Props er til húsa á Laugavegi 176, í leik- munadeild sjónvarpsins. Þar kennir ýmissa grasa, sýningin er opin til laugardags og ber yfir- skriftina KONAN ... BÓKIN Bók vikunnar er „Tataraþulur" eftir Federico García Lorca í snilldarþýðingu Þorgeirs Þor- geirssonar. Spænska hetjuskáld- ið sem var drepið af morðingjum fasista fyrir rúmlega hálfri öld er lífseigara en nokkur byssumað- ur. Tataraþulur koma nú í fyrsta skipti út í heild á íslensku, enn eitt meistaraverkið sem Þorgeir færir lesendum: Hjá mánans mynd útá brunni / er marandi tatarastúlka. / Grænlokkuð, græn á vanga, / grákalt silfur i auga. TÍSKAN í kvöld verður mikill tísku- og tónlistarfagnaður í Súlnasal Hót- els Sögu. Þar verður hin árlega tískusýning á fötum Jóku í Skaparanum, ingólfsstræti. um, ógnarfrægum leynigesti. Miðinn á þessa skemmtiveislu kostar bara fimmhundruð- kall . . . Chateau Beaumont Þetta vín hefur vaxið mikið að gæðum og 1986-árgangurinn þykir sérstaklega góður. Hann fæst einmitt í ríkinu, en einungis í Vínbúðinni í Mjóddinni þó hægt sé að panta hann á öðrum útsölustöðum. Þetta er mikið vín með berja- bragði, keim af eikar- tunnum og góðu eftir- bragði. Fyrir vínfríkin er rétt að benda á að 1986-árgangurinn á eftir að batna enn á næstu ár- um. inn fyrir bissnismenn að útkljá sín mál. í hádeginu er boðið úpp á mjög ódýran mat eins og hver getur í sig látið. Matseðillinn geymir rétti úr gervallri Asíu, og eru sumir þeirra skemmtilega framandi, jafnvel fyrir þá sem telja sig sjóaða í austurlenskum mat. Maturinn er góður, verðið sanngjarnt og þjónustan per- sónuleg. Asia er sterkt krydd i veitingahúsaflóruna. .. Það verður mikil tónlistarveisla á þeim umtalaða stað Tveir vin- ir og annar í fni, Laugavegi 45, alla helgina. ímynd staðarins hefur gerbreyst síðustu mánuði, fyrsta kastið var hann „hverfis- krá“ þar sem tíðkuðust hin breiðu spjótin. Nú er staðurinn einn helsti vettvangur lifandi tónlistar í borginni. Á fimmtu- dagskvöldið verður hið ljúfa blúsband Kristjáns Kristjánsson- ar, sem skipað er toppmönnum: Eyþóri Gunnarssyni, Þorleifi Guðjónssyni, Ásgeiri Oskarssyni og Björgvin Gíslasyni. Á föstu- dagskvöldið spilar sætasta hljómsveit Reykjavíkur og ná- grennis, Loðin rotta. Stelpurnar koma til að horfa á hljómsveitar- töffarana og strákarnir koma til að horfa á stelpurnar. Snigla- bandið heimsækir TVo vini á laugardagskvöldið, skipað harð- snúnu liði með mergjaða músík. Og þeir sem vilja lyfta kollu eða kókglasi á sunnudagskvöldið geta hlustað á splunkunýja hljómsveit, Akkúrat, sem er „hliðarhljómsveit" úr Nýdönsk, skipuð Jóni Ólafssyni, Stefáni Hjörleifssyni og Ólafi Hólm, auk Eiðs Atlasonar úr Stjórninni. Bjóddu elskunni á stefnumót við Tvo vini um helgina; ef þú ert einn er þetta kjörið tækifæri til að eignast vini... FJÖLMIÐLAR ■■ Að undanförnu hafa ver- ið dregin upp á yfirborðið einkenni slælegrar efna- hagsstjórnar á íslandi mörg undanfarin ár og áratugi. En hvers vegna hegnir almenningur ekki stjórnmálamönnum fyrir þessa frammistöðu? Auðvitað er það fjöl- miðlum að kenna meðal annars. Þeir hafa fjallað um heimatilbúna efna- hagsóáran eins og ein- hverjar náttúruhamfarir sem enginn ber ábyrgð á. En auðvitað er það ekki þannig. Það ætti að vera tiltölu- lega auðvelt að greina hvaða tjón hefur hlotist af einstökum aðgerðum stjórnmálamanna. Ástæða þess að það hefur ekki ver- ið gert liggur meðal ann- ars í því að hér hefur hver samsteypustjórnin tekið við af annarri. Það hefur aldrei verið hagur nýrra valdhafa að gera upp gjörðir fyrirrennaranna, þar sem oft er um sömu menn að ræða. Það hefur þvi enginn lát- ið ríkisendurskoðun skoða afleiðingar ákvarðana rik- isstjórna. Og þar sem fjöl- miðlar fá engar skýrslur inn á borð til sín láta þeir það vera að fjalla um af- ieiðingarnar. Það er einfaldlega ekki meiri burður í íslenskum fjölmiðlum. Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.