Pressan - 18.10.1990, Síða 24

Pressan - 18.10.1990, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. OKTÓBER fSLENDINGAR Fyrir um hálfu ári birtust ýmsir fróöleiksmolar um þjóðir Evrópu í hinu virta breska tíma- riti The Economist. Þar voru sérkenni hverrar þjóðar dregin fram með því að tilgreina með hvaða hœtti hún greindi sig frá öllum öðrum þjóðum. íslendingar hafa löngum haft þœr hugmyndir um sjálfa sig að þeir bœru af öðrum þjóðum á flestum sviðum. Það virðist hins vegar hafa farið framhjá sér- frœðingum The Economist því eina sviðið sem þeir fundu, þar sem íslendingar stœðu framar öðrum þjóðum, var að á íslandi hefðu selst fleiri eintök af leikn- um Trivial Pursuit miðað við höfðatölu en í nokkru öðru landi. En hvað er þá orðið um þá sannfœringu íslendinga að þeir séu ríkari, langlífari og duglegri en aðrar þjóðir? Og hvað með íslenska fiskinn, íslensku ullina og íslenska vatnið? Og er ísland ekki hreinasta og fallegasta land í heimi? Hafa Islendingar ekkert fyrir sér í trú sinni á sjálfa sig og landið? Eða eru þeir grobbnasta þjóð í heimi? \\ir, >e • ÍSLENDINGAR DUGLEGASTA ÞJÓÐ í HEIMI Þessi hugmynd er sjálfsagt ævaforn og eldri en allur tölulegur samanburður á vinnuframlagi einstakra þjóða. En eftir að samanburðurinn fór að birtast fékk hug- myndin vængi og varð að staðfastri trú. Gallinn er sá að þessi samanburður gef- ur skakka mynd og ýkir vinnuframlag ís- lendinga stórkostlega. Ef segir til dæmis í sænskum skýrslum að þarlendir vinni 42 tíma á viku þýðir það að menn vinna 42 tíma á viku. Ef það sama stendur í íslensk- um skýrslum segir það ekki allan sannleik- ann. Þá á eftir að draga frá veikindadaga og orlof, kaffi- og matartíma og yfirleitt allan þann tíma sem íslendingar eyða á vinnustað án þess að vinna. Og þeir gera mikið af því. Útlendingar, sem hafa unnið hér í lengri eða skemmri tíma, hafa einmitt furðað sig á þeim ósið íslendinga að hanga daginn út og daginn inn á vinnustaðnum í stað þess að drífa það af sem þarf að gera og fara síðan heim. r f u ISLENSKA ULLIN BESTA ULL í HEIMI Það er kannski ekki furða þó íslending- um hafi dottið þetta í hug á þeim tíma þegar þeir höfðu ekkert annað til að klæða sig í á köldum vetrum en blessaða ullina. Það jaðrar hins vegar við brjálsemi að þessi trú skuli hafa viðhaldist fram á þennan dag. Hörmulegasta bernskuminning þúsunda af yngri kynslóð íslendinga er frá því þeg- ar þeir voru neyddir til að ganga í ull næst sér. Þessi reynsla er svo mögnuð að hún hefur orðið að lykilatriði í persónusköpun margra bókmenntaverka um bernsku og uppvöxt. Engu að síður hafa íslendingar talið sjálf- um sér trú um að útlendingar viti ekkert betra en klæðast íslensku ullinni. Reyndar hefur sagan afsannað þessa full- yrðingu. Álafoss hefur nánast gefist upp á að selja flíkur úr íslensku ullinni og flytur þess í stað inn ull frá Nýja-Sjálandi í stór- um stíl til að nota í framleiðslu sína. Sérkenni íslensku ullarinnar eru einfald- lega of stingandi í orðsins fyllstu merk- ingu. Það sem einkennir hana er að hún skiptist í dúnmjúkt þel og gróft tó. Þar sem enginn nennir lengur að aðskilja þetta tvennt bera ókostir tósins kosti þelsins of- urliði. GÆTU UNNIÐ EUROVISION EF ÞEIR BARA TÆKJU ÞÁTT í KEPPNINNI Þessu trúðu íslendingar í næstum tvo áratugi. Sumir trúðu því svo sterkt að þeir hafa enn ekki fyllilega áttað sig á útkomu Gleðibankans. Þegar Eitt lag enn komst í fjórða sæti síðast magnaðist á ný upp trúin á mátt íslenskra dægurlaga. 4. VATNIÐ í HEIMI úó ód ÍSLENSKA BESTA VATN Fyrir fáeinum árum var gerð athugun á drykkjarvatni ísfirðinga. í henni kom í ljós að vatnið var ekki hæft til drykkjar. Sömu sögu er að segja víðar af landinu. Drykkjarvatn er víðast hvar tekið úr yf- irborðslindum og getur orðið mórautt í leysingum. Það er líka óvarið fyrir saur- gerlamengun frá mávum og sauðfé. Þann- ig er til dæmis lífsnauðsynlegt að hreinsa drykkjarvatn Akurnesinga áður en þess er neytt og sömu sögu er reyndar að segja af nokkrum byggðarlögum öðrum. Annars staðar á landinu er vatnið hreinna og hæft til drykkjar. En hvað sem líður ofurtrú íslendinga á gæðum vatnsins og hreinleika hafa útlendingar verið ófáan- legir til að kaupa það, þrátt fyrir þrotlaus- ar tilraunir íslendinga. $ • ÍSLENDINGAR RÍKASTA þjóð í heimi Ef þetta hefur einhvern tímann verið satt þá er það að minnsta kosti ósatt í dag. Þvert á móti bendir margt til að Islending- ar séu að verða fátækasta þjóðin í sínum heimshluta. Nýverið lét einn af okkar virt- ustu hagfræðingum, dr. Þráinn Eggertsson, hafa eftir sér að íslendingar næðu þeim áfanga um næstu aldamót. Ástæðan fyrir því að íslendingar hafa

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.