Pressan - 18.10.1990, Side 28

Pressan - 18.10.1990, Side 28
'I HLUSTUM ALLAN SÓLARHRINGINN SÍMI 681861 að vekur dálitla athygli að í reikningum Bústaðasóknar fyrir síðasta ár er stór liður á útgjaldahlið sem heitir biskups- kjör og kveðju- messa. Þessi liður var alls um 630 þús- und krónur og var greiddur af sóknar- gjöldum sóknar- barna kirkjunnar. Eins og kunnugt er var Olafur Skúlason biskup sóknarprestur í Bústaðasókn þar til hann tók við embætti biskups. Það vekur því for- vitni hvers vegna gamla sóknin hans bar allan þennan kostnað af biskupskjöri hans... || WM okkur ókyrrð er innan Neyt- endasamtakanna fyrir aðalfund sem hefst um helgina. Umfjöllun PRESSUNNAR um slæman fjárhag samtakanna á dögunum mun ekki síst hafa ýtt við mönnum. Sagt er að hópur borgaraflokksmanna hafi reynt að ná samkomulagi við hóp framsóknarmanna um að steypa forystunni. Fundur mun hafa verið haldinn í turnherbergi Hótels Borg- ar, þar sem m.a. mættu framsóknar- mennirnir Finnur Ingólfsson, að- stoðarmaður heilbrigðisráðherra og varaþingmaður, og Arnþrúður Karlsdóttir blaðamaður. Heyrst hefur að átján borgaraflokksmenn hafi skráð sig í samtökin í vikunni og formannsefni þeirra sé Skúii Árnason frá Selfossi... c C^æti Árna Gunnarssonar hjá Alþýðuflokknum á Norður- landi eystra er laust, eins og margir vita. Nú leita norð- anmenn dyrum og dyngjum að heppi- legum frambjóð- anda og eru sagðir njóta fulltingis að sunnan. Þekkt nöfn hafa verið orðuð við fyrsta sæti listans og kemur líklega mest á óvart nafn Jakobs Frí- manns Magnússonar, sem hingað til hefur verið þekktur sem Jakob í Stuðmönnum. Þá hafa verið nefndir þeir Arnór Benónýsson leikari, sem skipaði þriðja sæti listans fyrir síðustu kosningar, Þröstur Ólafs- son, stjórnandi KRON og Mikla- garðs og fyrnum áhrifamaður í Al- þýðubandalaginu, og Sigbjörn Gunnarsson á Akureyri, sem skip- aði annað sæti listans síðast... A næstunni kemur í Ijós hvaða konur eru liklegastar til að skipa efstu sæti lista Kvennalistans í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosn- ingar. Vitað er að margar kvennalista- konur hafa augastað á Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, fyrrum borgarfull- trúa. Hún er talin munu fá mik- inn stuðning í forvali Kvennalistans sem fram fer þessa dagana. Nú eru að tínast inn á skrifstofu Kvennalist- ans kjörseðlcu- með nöfnum þeirra tíu kvenna sem mestrar hylli njóta. Eft- ir tilnefninguna verður leitað til þessara kvenna og kannað hverjar af þeim eru til í slaginn ... BSBTWm l|u|||Mti I K jjg í' ■ I VISA Beint leiguflug til Kanaríeyja í vetur Þegar harðir vetrarvindar blása á Fróni í vetur er freistandi að bregða sér til Kanaríeyja þar sem sólin skín alltaf skært og heit golan leikur um drifhvítar strendurnar. Á Kanaríeyjum er sumar og sól gulltryggt allan veturinn . Úrval-Útsýn býður 3ja vikna ferðir á mjög hagstæðu verði til Playa del Ingles og Maspalomas á Kanaríeyjum í allan vetur. Dæmi um verð: Jótqferö - 3 vikurjrá kr. á mann miðað við 2 saman í íbúð. Brottför 19. desember. Janúarferd - 3 vikurfrá kr. á mann miðað við 2 saman í íbúð. Brottför 9. janúar. Liprir og traustir fararstjórar, þær Rebekka Kristjánsdóttir og Auður Sæmundsdóttir þekkja hvern krók og kima og sjá til þess að ferðin verði sem ánægjulegust og minnisstæðust. Baðaðu þig í suðrænni sól í vetur. Komdu til Kanaríeyja.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.