Pressan - 25.10.1990, Síða 4

Pressan - 25.10.1990, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. OKTÓBER NÝR PÉTUR GAUTUR. Ingvar E. Sigurðsson hefur haft í nógu að snú- ast eftir aö hann lauk námi fró Leik- listarskóla Islands í vor. Nú tekur hann þátt í leikritinu „Ég er meistarinn" í Borgarleikhúsinu og er byrjaður að und- irbúa sig fyrir aðal- hlutverkið í Pétri Gaut, sem sýndur verður í Þjóðleik- húsinu í vetur. Magnús Gunnarsson hefur verið í fréttum vegna deilna í SIF; hann sagði upp en hætti við að hætta vegna fjölda áskorana. Baktericm KYNLÍF „Hann er óhemjuduglegur maður og stór- huga. Ákaflega lifandi í starfi og sinnir því af kostgæfni. Hann er afar góður drengur og góður fé- lagi. Hann er viðkvæmur fyrir ósanngjarnri gagn- rýni á samtökin eins og komið hefur fram,“ segir Dagbjartur Einarsson, stjórnarformaður SÍF. „Hann er duglegur að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og gerir það vel. Er þá með hagsmuni um- bjóðenda sinna í huga," segir Jón Ásbjörnsson fiskútflytjandi. „Þetta er gífurlegur verkmaður og gengur með oddi og egg að öllum sínum störfum. Fljótur að setja sig inn í mál og tekur skjótar ákvarðanir," segir fyrrver- andi samstarfsmaður. „Þetta er maður sem stendur fast á sínu en vill vera sann- gjarn. Það er hægt að treysta því sem hann segir og hann hefur meiri skilning á hags- munum launafólks en margir aðrir úr hans flokki. Hann hefur skemmtilegan húmor þegar hann vill það viðhafa og er ágætur félagi,“ segir maður úr verkalýðshreyf- ingunni. „Hann er mjög snjall maður og hugmyndaríkur. Er framsækinn og hefur gott lag á að koma hlutunum á hreyfingu. Að mínum dómi er hann með færari stjórn- endum sem við eigum í dag,“ segir Hauk- ur Björnsson, viðskiptafræðingur hjá Stjórnunarfélagi íslands. „Hann kemur fram sem talsmaður ein- okunar hvað varðar útflutning á aðal- útflutningsvöru okkar en vill með hinni hend- inni teljast baráttumað- ur fyrir frelsi í viðskipt- um. Hann er því tvöfald- ur í roðinu eins og aðrir sem starfa fyrir ákveðin hagsmunasamtök og í þessu máli er ekki annað að sjá en hann gangi gegn eigin sannfær- ingu,“ segir Jón Ásbjörns- son fiskútflytjandi. „Hæfir menn í stjórnunarstöð- um eru oft ráðríkir og honum hættir til að beita j sér gegn sjónarmiðum sem falla ekki í, kramið hjá honum og stjórn SÍF,“ segir fiskverkandi og fiskútflytjandi. „Hann er stundum óþolinmóður gagnvart þeim sem ekki hugsa jafnhratt og vinna jafn- hratt og hann sjálfur, en slíkt er al- gengt hjá dugnaðarforkum," segir fyrr- verandi undirmaður. „Honum hættir til að æða fram úr öðrum, ef svo má að orði komast, vegna þess hve hann er skjóthuga. Þó er hann ekki fljótfær eða anar að neinu, en hann er stundum bú- inn að gjörhugsa mál og taka ákvarð- anir með sjálfum sér áður en hann ber það undir aðra. Verður svo óþolinmóð- ur ef menn eru ekki tilbúnir að fallast tafarlaust á sjónarmið hans. Þá finnst honum sem um sé að ræða einhverja tregðu eða mótþróa, sem þarf alls ekki að vera,“ segir frammámaður í atvinnulíf- inu. DEBET KREDIT Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri SÍF er meistarinn" í Borgarleikhús- inu." Reryndar snýst líf hans um fleira en leikhús þessa dagana því PRESSAN frétti að hann og unnusta hans, Edda Arnljóts- dóttir leikkona, ættu von á barni innan skamms. En hvað vildi Ingvar helst gera ef hann væri ekki leikari. Það stendur ekki á svari; „Ég væri tónskáld og hljómsveitarstjóri," svarar hann og gefur engar frekari skýringar. NÝJASTA VETRAR- ÍÞRÓTTIN Ein besta tenniskona lands- ins, Guðný Eiríksdóttir, æfir tennis reglulega á völlum Þróttar við Sæviðarsund. Tennisíþróttin nýtur vaxandi vinsælda hér á landi sem og út um allan heim, en nú er loks hægt aö stunda þessa íþrótt hér álandi við góðar aöstæður. Á tennisvöllum Þróttar við Sæviðarsund er þessa haustdaga leikinn tennis dag hvern og ef vel viðrar verður ekkert því til fyrir- stöðu fram eftir vetri. Tennisvellir Þróttar eru úr gervigrasi og stráð yfir mjúkum sandi sem feng- inn var alla leið frá Sa- hara-eyðimörkinni. Vellirn- ir eru ennfremur girtir með sérstöku neti, sem dregur úr vindi. Undir eru hita- lagnir, en þær verða ekki teknar i notkun fyrr en næsta vetur. Strútsstíllinn „Það hvarflaði aldrei að mér að ég yrði leikari. En svo flutti ég upp í Borgarnes þegar ég var átján ára og þar lék ég fyrst hjá leikdeild ungmennafélags- ins Skallagríms í Dúfnaveisl- unni eftir Halldór Laxness í leik- stjórn Kára Halldórs. Þar byrjaði þetta allt saman," segir Ingvar E. Sigurðsson, 26 ára gamall leikari, einn sá efnilegasti segja leikhúsmenn sem PRESSAN ræddi við, en Pétur hefur verið valinn í hlutverk Péturs Gauts í Þjóðleikhúsinu í vetur. í fyrravetur tók Ingvar þátt í sýningum Nemendaleikhúss- ins er hann var á síðasta ári í leiklistarskólanum. Ingvar lék m.a. Jagó í Óþelló og þótti sýna mikil tilþrif. Frammistaða hans þar opnaði honum leið inn í at- vinnuleikhúsin. Ingvar leikur nú í „Ég er meistarinn" eftir Hrafnhiidi Hagalín, sem Leikfélag Reykja- víkur sýnir í Borgarleikhúsinu, og tilkynnt hefur verið að Ingv- ar leiki Pétur Gaut á móti Arnari Jónssyni í fyrstu uppsetningu Þjóðleikhússins eftir lagfæring- I ar á húsinu, en verkið verður lík- lega frumsýnt í mars. Samlest- | ur er þegar hafinn, þannig að Ingvar hefur í nógu að snúast. i „Það er svo sem mikið að gera," segir hann. „Núna ætla ég að - einbeita mér að Pétri Gaut, en * ég er auðvitað líka á fullu í „Ég JONA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Kona hringir í stjórn- endur útvarpsþáttar sem ætiað er að fræða um kyn- líf og hrista aðeins upp í kynlífsumræðu. Konan spyr: „Hvers vegna í ósköpunum þarf alltaf að vera að tala um þetta blessaða kynlíf? Getur fólk ekki hætt að vera að gaspra um einkalíf sitt á öldum ljósvakans? Þetta er bara óþarfi. Það er nóg að vita að það þarf ekkert að „gera það“ fyrr en tvær manneksjur elska hvor aðra.“ Það er til mikið af fólki, fleira en okkur grun- ar, sem hugsar á svipuðum nótum. Gott og vel — það má hafa sína skoðun en ég er eins ósammála henni og hugsast getur. Ég kalla áð- urnefnt viðhorf „strúts- stílinn" í kynfræðslunni — það að stinga höfðinu í sandinn og álíta að þá hverfi öll vandamál og öll- um líði bara ágætlega. Sjálf er ég svo sannfærð um gildi þess að opna um- ræðu um kynlíf upp á gátt að ég þarf ekkert að sýna fram á nauðsyn þess fyrir sjálfri mér. Hins vegar langar mig í þessum pistli að draga upp raunsæja mynd af því fyrir lesendur hvernig lífið yrði ef við héidum alltaf fast við strútsstílinn. ÖIl þessi dæmi sem ég tíni til eru af raunverulegu fólki. Skömm fólks á því að hafa kynferðislegar þarfir myndi stóraukast, þó nóg sé af henni fyrir. Gunnar litli er að læra að tala og allir í fjölskyldunni eru að rifna af monti þegar hann getur sagt „nef“ og bendir á nefið sitt. En þegar | hann kemur fram eitt kvöld- ið, bendir á klofið og segir; „tippi" skælbrosandi, færist skelfingarsvipur yfir mann- skapinn, sem svo er snúið upp í glens til að bjarga mál- unum. Gunnar litli skilur ekk- ert í þessu — af hverju þau urðu ekki eins ánægð og þegar hannn getur nefnt nebbann sinn. Karlmaður á besta aldri „upplifir" sig sem lélegan karlmann — einskis nýtan — af því limurinn stendur ekki eins vel og áður. Ung stúlka iætur karlmann hvað eftir annað misbjóða sér kynferðislega af því að hún kann ekki að setja mörk í samskiptum. Ef við lifum samkvæmt aðferðum strúts- ins gefum við bara skít í þessa einstaklinga og segjum þeim að vera ekki að blaðra um einkalíf sitt — þegar þeir verði eldri skilji þeir hvernig á að elska eigin líkama skil- yrðislaust, hvernig karlmenn geta hjálpað sér sjálfir vegna stinningserfiðleika og hvar á að setja mörk í samskiptum. ... Vanlíðan eykst til muna ef við ætlum okkur að halda kjafti um kynlífsmálin. Unglingsstúlkan verður ófrjó vegna þess að hún vissi ekki að hún væri með lekanda. Vanlíðan eykst til muna ef við ætlum okkur að halda kjafti um kynlífsmálin. Unglingsstúlka verður ófrjó vegna þess að hún vissi ekki að hún væri með lekanda. Fullorðin kona hættir að lifa samlífi með manninum sín- um um sextugt af því henni finnst það ekki „við hæfi“ af konu á sínum aldri. Ungar konur fá „súperkonu“-veik-- ina — ætla sér að vera full- komnar mæður og betri vinnukraftur en „karlpung- arnir" í vinnunni. Ekki líður á löngu þar til þær eru lagðar inn á Reykjalund með alvar- legt tilfelli af vöðvabólgu og andlegri ofþreytu. Ef við segj- um ekki orð um kynferðis- málin lifir fólk bara áfram í blekkingunni um hlutverk kynjanna og lifir samkvæmt „tilhlýðilegum viðhorfum" samfélagsins. Það er allt í lagi — það á ekkert að vera að hrófla við einkalífi fólks. Venþekkingin blómstrar, ef svo kaldhæðnislega má að orði komast, þegar við kom- um í veg fyrir að fólk geti fræðst um kynferðismálin. Samkynhneigður unglingur líður sálarkvalir vegna þess að fordómar banna að nokk- uð sé kennt um samkyn- hneigð. Á meðan hugsar hann um hvort sé betra — byrja með stelpu eða byrja í dópi til að vera eins og þjóð- félagið vill hafa hann. Hjóna- band er í upplausn. Hún er hætt að hafa áhuga á kynlífi vegna þess að hún fær aldrei neitt út úr samlífinu. Sjómað- ur hefur áhyggjur af of bráðu sáðláti og er hræddur við að kynnast konum — heldur að það vilji sig engin. Ef við vilj- um strútsstílinn og meina þessu fólki um upplýsingar — gott og vel. Einhvers staðar, einhvern tímann heyrði ég þetta slagorð: „Heilbrigði allra árið tvö þúsund". Er það ekki eftir tíu ár? Kemur kynlífið nokk- uð heilbrigði við? Nei, við megum ekki skipta okkur af því sem okkur kemur ekki við. Ekki ef við lifum eftir strútsstílnum.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.